Alþýðublaðið - 16.11.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.11.1961, Blaðsíða 2
•itstjórar: Gisix J. Astþórsson (áb.) ofi Benedikt Gröndal. — Fulltrxii rlí •tjórnar: [ndriSi G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: Björgvin GuSmundsson. — &lmar: 14 900 — ' 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — ASsetur: AlþýSu- fcúsiS. — PrentsmiSja AlþýSublaSsins Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald tnr. 55.00 i mánuSl. í iausasölu kr. 3,00 eint. Útgefandi: AlþýSixflokkurinn. — F-amkvæmdastjóri Sverrir Kjartansson. Rússar og Finnar SOVÉTMENN hafa tjáð Finnum, að ef þeir gæti þess vandlega að hafa þá ríkisstjórn í landi sínu sem RÚSSAR geti verið sæmilega ánægðir með, þá muni þeir ekki krefjast herstöðva í Finnlandi að sihni. Þjóðviljinn birti tvær fréttir um þetta í gær — báðar með Sovétstimpli. Að vísu segir blaðið ekki ennþá, að yfir Sovétríkjunum vofi finnsk innrás (samanber „varnarstríð“ Rússa 1939), en allt um það sé stjórnmálaástandið í Finnlandi „ótryggt“, auk þess sem einhverjir Finnar séu víst til sem ekki séu eins hrifnir og vera skyldi af þeirri stefnu „vináttu og gagnkvæmrar virð :ingar“ þarna eystra, sem málgagn Moskvumanna telur sig hafa haft pata af. Þjóðviljinn tekur með öðrum orðum ekki alveg eins djúpt í árina og 1939, þegar hann sagði full um fetum, að Finnar ætluðu að hernema Sovét ríkin! En það vantar ekki nema herzlumuninn. Og ef á reynir munu Þjóðviljamenn ekki vinna sér léttara verk en hrópa ennþá einu sinni yfir íslendinga, að nú .megi veslings friðaxifólkið í Sovét enn fara í stríð — af því bannsettur Finninn ætli að gleypa land þess! , 2-3 skriður á hvern km. JBreiðalæk á Bárðarströnd íi gær: f dag óku bllar eftir fjörunni, en þessi Ieið var farin áður en Vegurinn var gerður. Vega- vinnuflokkar vinna að bví í dag að gera vegina færa til bráða- lí»irgða, en síðan fara þcir heim yfir þá aftur. Rignt hefur mik- íið í dag og það er ekki meira en svo, að hægt er að eiga við jþetta. Hin óvenju miklu skriðuföll, einkum á mánudaginn, aru með því alvarlegasta, sem vitað er um, Óhælt er að fullyrða, að 2—3 skriður hafi faliið á hvern feílómetra, og þeim mun fleiri þar sem fjöllin ganga í sjó íram en til dala. Vegurinn frá Patreksfirði bilaði og var ófær á nokkrum .Stöðum, t. d. við hinn svokall- aða Neðra Sneyðing á Kleifar- Jheiði, Haukabergsá og Hagar- órbrú, en í dag voru ýtur að ge^a við á þessum stöðum. — Kléifaheiðin lokast á vetrum og eru vegirnir til 30 býla þá veþptir. Fólkið á þessum bæj- um verður því að byrgja sig upp af vörum fyrir veturinn og hafa skriðuföllin komið sér illa fyrir þetta fólk. 'Víða hafa tún skemmzt og vatnslaust hefur orðið á mörg- 1 um bæjum. Leiðslur eru víða | ónýtar og sandur og aur hefur 1 komizt í vatnsból. Ofaníburð- ur hefur runnið úr vegum, en í dag stytti upp og virðist veðr- | ið vera að batna. K. Þ. Aðalfundi LÍÚ íýkur í kvöld EINS og skýrt hefur verið frá í blaðinu, var aðalfundi LÍÚ, sem hófst 9. þ. m., frestað s. 1. sunnudag og þá ákveðið, að halda honum áfram í dag. .Fundurlnn hefst klukkan 14 í Tjarnarcafé og er búizt. við, að honum Ijúki í kvöld. 16. nóv. 1961 — Alþýðublaðið PROGRESS PROGRESS heim:listækin eru löngu heims- kunn að gæðum og endingu. PROGRESS heimilistækin eru heimskunn fyrir ,hina snjöllu þýzku tækni. RYKSUGUR GRÆNMETISKVflRNIR BÓNVÉLAR HRÆRIVÉLAR VIFTUR SAFTPRESSUR PROGRESS heimilistækin eru aðeins seld hjá lögg- rafvirkjum, það tryggir yður góðar vörur og góða þjónustu. Sölustaðir: Akureyr*/: Raftækjav. RAFORKA h.f. Blönduós: Raftsókjav. Straumur. Eskíjfjörður: Rafvirkjam. Elís Guðnason. Fáskrúðsfjörður: Rafvirkjam. Garðar Guðnason- Hií(;avík: Raf virkj ameistari Arnljótur Sigurj.ónsson. Hólmavík: Rafvirkjam. Hjálmar Halldórsson. ísafjörður: Raftækjav. Neisti h.f. Keflavík: Raftækjav. Ljósbogi.nn. Norðfjörður: Rafvirkjam. Kristján Lundberg. Reykjavík: RAFORKA, Vesturgötu 2. Sauðárkrókur: Rafvirkj ameistari Finnbogi Haraldsson. Siglufjörður: Raftækjav. Raflýsing h.f. Vestmannaeyjar: Raftækjav. Haraldur Eiríksson h.f. Patreksfjörður: Raftækjav. Vesturljós. HANNES Á HORNINU ýV Gá&nrýni á lögregl unni. ýý Legið fyrir lögbrjót um. Reynt að smjúga- Hegning er kennsluað ferð. ÉG LAS í BLAÐI grcin þar sem lögregluþjónar voru áskað ir um ókurteisi. Ég skal ekkcrt fullyrða um það, hvort slíkt e gi sér stað, en ég veit, að lög regluþjónar mæta stundum dæmafárri ókurteisi og dóna skap. Það er skylda lögreglu- þjóna, að koma ávallt fram með festu og ró, halda fram réttin um v:ð hvern svo sem cr að eiga og taka ekki sem góða og gilda vöru hverja þá afsökun, sem hinn brotlegl ber fram. STARF LÖGREGLUÞJÓNS- INS er ekki aðeins, til dæmis í umferðinn,a að hegna manni, fyrir brot lieldur að kenna en með hegnlngunni er hann ein- mitt að kenna og stundum — og mér liggur við að segja oftast, er hegningA eina kennsluað- ferðin. — Fyrir utan gluggann minn stendur lögregluþjónninn þegar umferðin er mest á nær liggjandi stórhættulegum gatna mótum, þar sem orðð hafa mörg slys. Hann hefur eftirlit með því að ökumenn brjóti ekki reglurnar, að þeir nemi á- vallt staðar áður en þeir aka yf ir aðalbraut og að þeir sýni rétt stefnumerki. MARGIR FARA rétt að, en allt of margir gera það ekki heldur aka á miklum hraða beint af augum, Þá þýtur lög- regluþjónninn af stað, gefur sökudólgnum merki og stöðvar hann. Sökudólgurinn er skrifað ur upp og síðan greiðir hann sekt sína. Ef til vill álíta ein- hverjr að ekki eigi að liggja þannig fyrir þeim, sem gerast brotlegir í umferðinni. En ég vil spyrja: Hvernig á lögreg.lan að halda uppi lögum og reglu? ÞEGAR lögregluþjónninn ep farinn æða miklu fleiri beint inn á aðalbrautina og þykjast menn að meiri fyrst enginn lög regluþjónn er nálægur. Þannig haga fólk sér, og ekki aðeins ökumenn heldur og gangandi fólk til dæmis þar sem fará skal eftir ljósum götuvitanna. Það er léttara að koma lögum yfir ökumenr. -æn gangandi fólk en einhverntíma kemur að því, að líka þarf að taka það i umferðinni og beita það viður lögum. ÉG HEF OFT sagt það áður, að það mun líða langur tími þangað til íslendingar hafa lært siðsemi í umferð. Slíkt lærist ekki á skemmri tíma en heilum mannsaldri. Það er eins og þetta þurfi að seltlast inn í blóð ið. Með starfi sínu eru lögreglu- þjónarnij. einmitt að vinna að því að kenna þeim reglurnar —■ og bezta kennsluaðferðin er sekt n á götum úti eða dómur inn síðar meir. ÞAÐ ER eðlilegt að lögreglan sé gagnrýnd svo mjög tekur hún þátt í samskiptum okkar, en ég vil vara fólk við því að gleypa við hverri þeirri gagn Framhalú á 12. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.