Alþýðublaðið - 16.11.1961, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 16.11.1961, Blaðsíða 15
Hann skildi þær einar eftir og kiijfeaði kolli til Eleanor um leið og hann fór. „Hafið þér þekkt Grant lengi?“ spurði Sylvia og dró hanzkant á hendur sér. ,,Nei,“ svaraði Eleanor og þrýsti á lyftuhnappinn. „Frændi Grants og eigin- maður minn eru góðir vinir. Grant verðu velmetinn lækn ir bráðlega ef hann hættir við þessa heimskulegu hug- mynd sína að velja sér enga sérgrein. Frændi hans verð- ur tofsareiður í hvert sinn sem Grant talar um það. Hal Ihefur reynt að jafna ágrein- inginn með því að benda „Húshóndanum'1 á að það séu margir læknir, sem enga sérstaka sérgrein hafi og að þeirra sé mikil þörf! En hver hefur heyrt um lækna á þess um tímum, sem óski ekki eft ir að velja sér ákveðna sér- grein? Og leyfið mér loks vina mín að gefa yður gott báð. Leggið ekki huá á Grant Tyler. Hann er ekki á hjúkr unarkvennamarkaðnum. Nið ur.‘“ Sylvia steig inn í lyft un aán þess að Iíta við. Fyrir uan sjúkrahúsið hitti áleanor Constance, Sem spurði hana hvort hún hefði 'haft ánægju af að hlusta á fyrirlesturinn. „Þetta var óvenjulega góð ur yrirlestur,* Sagði Eleanor við hana. „Howard læknir var annar ræðumaðurinn.“ „Gat hann lokið fyrirlestr inum án þess að trúnnast á 'harnasjúkraVis?“ spurði Connie og hló við. , „Talar hann nokkru sinni 'í meira en fimm mínútur án þess?‘‘ „Hann hefur gífurlegan á- huga fyrir þessu. Það er til háborinnar skammar að hann skuli engin börn eiga. Hann er það bargóður. Af hverju ætli hann leggi ekki barna- lækningar fyrir sig?“ „Hann reyndi það, en hann fékk ekki frið ti.l þess. Eftir- spurnin er það mikil.“ „Heyrðu, ég verð að segja þér áður en ég gleymi því að það var hringt frá skrifstof unni og ég sagði þeim að þú hefðir nóg að gera sem stæði en sennilea yrðiru laus um næstu helgi. Var það ekki rétt?“ ,,Ég ætla að taka mér frí á föstudag og laugardag áður en ég _tek annan sjúkling að mér. Ég hef ekki feng-:ð frið í heiln mánuð.“ „Láttu frú Muller vita af því.“ „Ég skal gera það. Borðið þið Fay heima í kvöld?“ „Ég veit ekkj Um Fay, en ég geri það. Þú átt að mat- reiða þessa viku,“ sagði Con nie brosaandi. ,,Þakka þér fyrir vinan.“ Þeim fannst ekki skemmti legt að matreiða, sérlega ekki Connie, sem enn var á því stigi að halda sig við hrað- frystan mat og niðursuðu dósir. Þgar Eleanor kom heim skipti hún um föt og var vel komin á veg með steikina þegar dyraibjallan hringdi. 'Hver gat þetta verið? Elea- nor hélt enn á gafflinum þeg ar 'hún opnaði dyrnar. 'Hávaxinn ungur maður stóð í gættinni. Hann leit af Eleanor á gaffalinn og brosti. „Áttu von á gestum?“ spurði hann. „Ég er að elda matinn,“ svaraði Eleanor 0g faldi gaff alinn að baki sér. ..Þá er þetta ekki rétta í- búðin,“ sagði ókunni maður inn. Hann sté eitt skref aft ur á bak 0g leit á dyrnar. „Nei. Þetta er rétti staður- inn. En það er. erfitt að trúa Iþví að matarilmur leggi út um gættina hjá Connie,“ „Þú hlýtur að vera Joe 'Mansfield,“ sagði Eleánor spennt. „Var það nefið, sem ljóstr aði upþ um mig?“ spurði ungi maðurinn og snerti nef sitt. „Komdu inn. Veit* 'Cdnnie að þú ert hér?“ „Nei. Mig langaði t.il að koma henni á óvart.“ „Þú gerir það.“ Eleanor bauð honum inn í dagstofuna. „Þetta er skemmtilegt her ibergi.“ Joe leit á h\na. .,Við skulum sjá. Þú hlýtui- að vera Ellie.“ „Rétt er það. Ég ætla,ekki að spyrja hvaðan þér kom það til hugar,“ sagði Elíie og ýtti lokk frá enninu. „Af hverju ekki? Ég er Ihreykinn af leynilögreglu- hæfileikum mínum,“ sagði Ihann og settist. Eleanor hbfði þegar tyllt sér á stólbrik. „Þú þarft ekki að hafa mikla hæfileika til þess,- Ég býst við að Connie hafi gkrif að þér um heilbergisfélaga sína og Fay er hin fegurðar- dísin.“ 4 „Segðu þetta ekki Éllie. Mér finnst þú skrambi sæt“. Eleanor hló. ,,Það er Vkki erfitt að geta sér þess til að þú hafir verið í frumskógum Ameríku svo mánu^um 'Skiptir,“ sagði hún. „Ég hef aðeins verið þar í átján mánuði. Ég er allg.^kki að gera að gamni mínu. Þú ert sæt og —“ hann hikaði og augu hans gneis-tuðu af stríðni — „hressandi.“ . „Þakka þér fyrir. Hress- andi? Ég var orðin hálfþreylt á ,,hraustlegu“. Joe leit á hana eins og 'hann væri að velta fyrir sér orðum hennar. „Hraustleg?“ sagði hann. „Því hefur mér ekki dottið það í hug? Ein- mitL sú kvengerð, sem menn dreymir um —“ „Handa bræðrum sínum,“ skaut Eleanor inn í. Joe skelli'hló. „Ég skil hvers vegna Con ,nie er sv0 hriin af þér,“ sagði hann og strauk með hendinni yfir þykkt rauð- 'brúnt hár sitt. Dymar opnuðust og Fay kom hlaupandi inn. „Hefur einhver komið, El- lie?“ Hún leit sem snöggvast á Joe meðan hún hljóp fram hjá og inn í herbergi sitt. „Ekki meðan ég hef værið hér.“ Fay lcom aftur inn. „Hver er þá þetta?“ spurði hún jafn töfrandi og henni var unnt. Eleanor þekkti raddblæ- inn og gat með naumindum varizt brosi. „Joe hennar Connie,“ svar aði hún. „Er það?“ Raddblær Fay breyttist strax. Það var engu líkara en Eleanor hefði be.nt íhenni á skilti, sem á stóð: „Veiðar bannaðar!“ „Ég hélt að þú værir í Suður-Amer íku.“ „Ég er nýkominn,“ var svarið. Fay ygldi sig. „Þú ert alls ekki eins og ég hélt að þú værir.“ „Ekki það? Á hverju átt- irðu von?“ brosti hann. „Connie er svo falleg, að ég bjóst við að þú værir; —“ Fay þagnaði. „Myndarlegur?“ sagði Joe rólega, en han.n roðnaði við. Fay leit hjálparlaust á El- eanor. „Viltu eitthvað að drekka, Joe?“ spurði Eleanor. „Ef þú hefur ekki of mik- ið fyrir því.“ „Viltu whisky? Við eigum ekkert annað en það nema ögn af gherry.“ „Ég vil gjaman w'hisky,“ svaraði Joe. Eleanor gekk fram í eld- hús- „Það var gaman að hitta þig, Joe Ég má ekki vera að iþví að tala við þig. Ég er að fara út og hef bara tíma tH að skipta um föt,“ sagði Fay. Þegar Eleanor kom af'ur inn í herbergið með whi'ky, sódavatn, ís og glös var Joe einn eftir. Hann stóð við ar- inhilluna og virti fyrir sér mynd af Connie í hjúkrunar kvennabúning. „Hvar er Tay?“ spurði Eleanor og lagði bakkann frá sér. „Hún er að skipta um föt. Er hún alltaf svona lík hvirf ilvindi?“ „Yfirleitt." Eleanor hóf að blanda í glas handa honum. „Ég vona að þér haf; ekk^ sárnað það sem Fay sagði við þig. Hún meinar aldrei það sem hún segir.“ . „Vitanlega sárnaði mér ekki, en mér finnst alveg það sama og henni.“ Joe tók við glasinu, sem Eleanor rétti honum. „Ég hef aldrei líkst grískum guði. Það var ekki mikið, sem ég fékk í vöggugjöf og ekki bættu tveggja ára hnefaleik ar úr skák. Ég er fyrir löngu hættur að furða mig á því hvernig Connie getur litizt vel á mig- Ég er feginn að henni lízt vel á mig eða að Ihenni gerði það áður en ég fór.“ „Henni lízt enn vel á þig. Hún talar ekki um annað.“ Joe leit á Eleanor 0g nú var hann alvarlegur á svijp- inn í fyrsta sinn siðan hann kom. „Veiztu hvað Ellie? Ég held að við tvö verðum góð- ir vinir.“ 4. Um kvöldið lá Eleanor í rúmi sínu og hugsaði um Connie og Joe. Hún hafði aldrei séð jafn áberandi ást- fangnar manneskjur. Hún hafði farið hjá sér yfir að vera viðstödd endurundi þeirra. Þegar Eleanor hugsaði til þeirra gat hún ekki varizt þeirri tilhugsun hvort hún yrði nokkru sinni svo ásthrif- in sjálf. Svo hló hún kald- ihæðnislega. Hver gæi nokkru Verzlunin Snót augíýsir Dún- og fiðurhelt léreft, Sængurveradamask og lér- eft, lakaléreft, hálfhör, Flónel, hvítt og mislitt. Nlát’fataefni fyrir börn og fullorðna, og mikið af cdýru og góðu s'írsi. Verzlunin Snót. Vesturgötu 17. sinni orðið yfir sig ástfang. inn af henni, jafn hversdags leg og hún nú var? Enn varð henni hugsað til Grant Tylers. Skyldi hann geta verið jafn blíður í sér og Joe. Hún roðnaði þegar 'hún minntist viðski.pta þe’rra. Og hann hafði leyft sér að hlæja! Að vísu varð hún að viurkenna að það hafði verið viðkunnanlegur hlátur. Og varir hans höfðu ekki ver'.ð hörkulegar við- komu. Eitt augnablik — hún fann hve mj‘g hún roðnaði. Gæti hú„ aldrei gleymt þess ari nttu? Það mætti álíta að hún hefði aldrei verið kysst fyrr. Eleanor var vakandi þegar Fay kom heim. Eins og venjulega gekk Fay hakalega um og kveikti öll Ijós. „Ertu vakandj Ellie?“ spurði hún um leið og hún klæddi síg úr Ijósbláum, þröngum kjólnUm. „Já.“ ,.Fr Conn:e enn úti?“ ,, Já. ..Hvernig leizt þér á Joe?“ Nú var Fay komin inn í bað iherberg-ð. „vei.“ ■; „Mér finnst hann ekki m’kill fyrir mann að fjjá, Ég hefð; haldið að Connie gætj náð í eitfchvað betra“. Fay kom aftur inn í svefn herbergið. „Fegurðin er ekki fyrir öllu Fay. Joe er góður ná- ungi“. „Mér fannst ekki mikið til hans koma“. Það var 'erfitt að halda aftur af sér v:ð að mir,na Fay á að hún hefði malað þangað til hún vigsi hver Joe var. „Vars'u með Everett?“ „Ertu frá þér? Ég var með dásamlegum manni“. Fay útlistaði nákvæmlega hvað hún ætti við með dá- samlegum mann; og sagði að lokum: ,.Ég var að frétta að „Klossða Slyvia“ hafi heiðr að þig með.viðtali“, 0g Elea nor hrökk v:ð. „Ég hitti hana meðan ég beið eftir lyftunni::, svaraði hún. Fay lagðirt í rúmið. „Skyldi það vera rétt að Sylvia sé að eltast við frænda Grants?“ Hún beið ekki eftir svari Eleanor heldur hélt áfram máli sínu. „Ilefurðu heyrt það nýjasta um barnasjúkra húsið? Mér er sagt að allt sé búið að vera með það". ÁST HJÚKRUNAR- A Eftir Isabel Caböt Alþýðublaðið — 16. nóv. 1961 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.