Alþýðublaðið - 16.11.1961, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.11.1961, Blaðsíða 4
Guðni Guðmundsson- ERLEND TIÐiNDI ÁRUM saman hafa verið gergar tilraunir til þess, sér staklega af hálfu Alþjóðasam bands jafnaðarmanna, að •sameina aftur fylkingar jafnaðarmanna á Ítalíu, sem á yínum tíma klofnuðu vegna afstöðunnar til kommúnista- flokksins þar. Mikið hefur á- unnizt í því efni og hafa Nenni-sósíalistar slitið sam vinnu sinni við kommúnis.ta í þjóðmálum, þó að þeir hafi á ýmsum stöðum samvinnu v:ð þá ennþá í bæja og sveita ■stjómamálum. Fullkomin sameining sósíalistaflokks Pietro Nennis og sósíaldemó krataflokks Giuseppe Sara- gats hefur þó enn ekki getað orðið og kann að eiga nokk- uð í land ennþá. Ýmsir atburðir 'hafa gerzt suður þar, sem benda til, að þróunin sé í ré-tta átt og jafnaðarmenn styrkist á kostnað kommúnista. Kom- múnista.Vnkk^r Palmiro To gliatíis hefur hraðminnkað undanfar-n ár. og þó að hann sé enn stærsti kommúnista- flokkur í Vestur-Evrópu, þá hefur h?nn stórtapað bæði fylgi og meðlimum. Nálgast meðlimatap hans eina m-illj ón á síðustu árum. Á S>ðasta flbkksþingi Nenni-jafnaðarmanna bar Nenni sigurorð af þeim fl-okksmönnum sínum, sem umfram allt vildu halda á- fram hinni nánu samvinnu við kommúnista, en þó var ekki talið rétt að stíga skref ið nema t l hálfs, þ. e. a. s. slíta samvinnu við þá í þjóð mlálum, en halda henni áfram í kosningum ti-1 bæja- og sveitactjórna. Kom þetta sér síður en sv0 illa fvrir flokk inn í síðustu þingkosningum. Nú hafa þeir aburðir hins veSar gerzt, ,jem auðvelda m-unu mjög þá þróun. se-m r^mar er þegar hafin í'Nen. n'flokkrum, að ,slíta öllu c.am>band: við kommúnista. Þfiir athurðir eru kjarnorku n^engingar Rús?a og hin al- gíöra afhiúpun á Stalín sem fj'öldamorðingjá. ítalskir kommúnistar hafa haft sam-i háttinn á og flokks-fcræður þeirra í öðrum londum: þeir hafa verið al- gjörlega undirgefnir Moskvu. Þeir hafa aldrei hikað við að taka afstöðu með rússnesku kommúnistunum og ávallt stimplað alla gagnrýni á hinu kommúnistíska kerfi sem auðvaldsáróður. Nú kemur undirgefni þeirra þeim í koll á Ítalíu eins og annars staðar. Skort ur þeirra á sjálfstæðri tilveru gerir það að verkum, að þeir geta engan veginn suúið sig út úr þeim erfiðleikum, sem nú steðja að. Á ítalíu eru tilfinningarnar heitar og þar eru sprengingar Rússa almennt fordæmdar. Nenni og félagar hans háru fyrir. um viku fram ályktun í (ítalska þinginu, þar sem PIETRO NENNI og frú. 50 megatonna spren-gja Rússa og aðrar sprengjur þeirra eru taldar ,,glæpsam legar“ og talað er um „sam- ábyrgð“ Rússa í þvii að auka spennu í iheiminum. Það hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar, að Nenni og menn hans tækju svo til orða um nokkurt það mál, er Rússa snerti, og vissulega bendir þetta til þess, -að Nenni haldi áfram ótrauður þá braut að lösa flokk slnn rera mest úr hinum óheppi- legu tengslum við kommún- ista. Það sem er meira virði -r. að í þessu máli mælir Nenni fyrir hönd allrar ít- ölsku þjóðarinnar, á meðan Togliatti og félagar geta ekkert annað gert en tuggið ’ipp eftir Krústjov 'heldur '’aldlitlar skýringar á því, hvérs vegna hann rauf sprenginga-hléið. Það skal tekið fram, að fyrr hefur Togliatti og Nen- ni orðið sundurorða og. er þá helzt að minnast Ungverja- landsmálsins, þó að afstaða Nennis væri þá engan veg- inn eins afdráttarlaus og hún er nú. Togliatti átti á sínum tíma í miklum erfiðleikum með að útskýra fyrir félögum sín um gagnrýni Krústjovs á Staln á 20. flokksþinginu. Vandinn hefur ekki minnk- að við það að Stalín hefur nú verið algjörlega afhjúpaður sem fjöldamorðingi og af- brotamaður. Það er hætt við, að hann eigi ekk; síður erfitt en aðrir kommúnista- leiðtogar með að skýra fyrir fylgismönnum sínum í hverju sé fólgið ágæti þess kerfis, sem í fyrsta lagi hleyp \ ir s'líkum manni upp í æðstu stöðu og í öðru lagj geri hon um kleift að sitja í þeirri , s+öðu, fremjand: glæpi, allt | t’l &íns dánardægurs. Það | getur orðið erfitt fyrir hann : að svara hvers vegna í fylgt hafi verið í blindni og ga<mrýnislaust öllum þeim fyrirmælum, 'sem fram gengu af munnj þess manns- Nenni hefur rétt fyrir sér, þegar hann segir, að „afstal- ínisérin-g“ sé ekki nóg — þar sem einn tflokkur ráði al gjörlega ríkjum hljóti skrif stofumennskan að sigra, en réttlætið að vera fórnarlamb ið. Klofningurinn milli Nenn is og kommúnista hefur enn aukizt við þessa síðustu a-t- burð; og það fer ekki hjá því, að það verði sósíalismi Nenis. jfim njóti góðs af því. Það hefur verið talað um bað nokkuð undanfarið, að hugsanlegt gæti verið, að Nenni-jaifnaðarmenn gengju til stjórnarsa-mvinnu við krlstile-go demókrata. Þessi hugmynd hefur mætt mót- snvrnu í báðum flokkum t:l þessa. Þessir síðustu atburðir kunna að hafa dregið nokk- uð tennurnar úr andstöðunni í sósíalistafblokknum. Hins vegar er eíf;ðara að segja um, hvað verður ihjá kristi- l°gum demóknötum, enda Framhald á 12. síðu. 16. nóv. 1961 — Alþýðufclaðið SMIÐUR I FJÓRUM LÖNDUM FINNUR Ó. Thorlacius, húsa meistari og kennari við iðn skólann í 45 ár hefur skr fað endurminningar sínar og nefn ir þær „Smiður í fjórum lönd um“. Bókin er komin út hjá bókaútgáfunni Logi. Hún er rúmlega 200 síður að stærð, prentuð á ágætan pappír og prýdd allmörgum myndum. Vilhj. S. Vilhjálmsson r.tar for m-ála fyrir bókinni og segir meðal annars í honum: „Finnur Ó. Thorlacíus, sem ritar þessa bók, er Rauðsend ingur að ætt og uppruna. í ætt inni voru völundar á tré og járn. en afi hans, Ari F.nnsson í Saurbæ á Rauðasandi, mik 11 gáfumaður og vinur Jóns S g urðssonar forseta, var þeirra snjallastur. Drengurinn Var löngum í sm ðju afa síns. Hon um fór snemma að þykja svo vænt um spýtur, að hann gat varla látið nokkra spýtu af hendi ef hann á annað borð náði tangarhaldi á slíkum gr p, en á Rauðasandi rak margt kjörviða af hafi. Faðir Finns vildi láta dreng nn læra smíðar og sendi hann til náms til Patreksfjarðar, en Finni nægð. það ekki. Hann yfirgaf bernskustöðvarnar og fór til Kaupmannahafnar og settist I tekninska skólann. Þaðan lauk hann prófi — og gerð. annað sveinsstykki og hefur því bæði próf frá fsland; og Danmörku. Eftir skólavistina ólgað; ævintýraþráin í piltin um og hann lagði land undir fót. Hann gerð'st farandsveinn og fór um nokkur lönd í Mið Evrópu og vann fyrir sér þar sem vinnu var að fá. Þannig flækt st hann borg úr borg í no'kkpr ár. — Fyrrum ýar þetta siður iðnsveina, en fáir íslendingar hafa kynnzt þessu lífi. Frægastur þeirra mun liafa orðið Pétur Hafliðason beyk r, sem er nýlátinn rúm lega aldar gamall. Hann var farandsveinn í marga áratugi. Finnur er eftir því, sem mér hefur verið sagt, eini núl f- andi farandsveininn á íslandi, og sá síðasti þeirra. Eftir heimkomuna gerðist Finnur kennari v ð Iðnskólann og kenndi við hann í hálfan fimmta áratug Hann byggði mörg stórhýsi og teiknaði hús og vann af dugnaði og fram sýni að uppbyggingu Reykja víkur. Kunnir húsasmiðir hafa fullyrt við m g, að Finnur hafi verið einhver bezti trésmiður á landinu á sinn tíð og hafa mörg dæmi verið nefnd t 1 sönnunar". Endurminningar F.nns Ó. Thorlacius eru myndarleg bók og falleg og frásögnin látlaus, en fróðleg og skemmt.leg. FINNUR Ó. THORLACIUS Falleg forsíða Á FORSÍÐU Vikublaðsina Fálkans. sem kom út í gær, birtist fyrsta ltmyndiu af Öskjugosin, sem birzt liefur í íslenzku blaði. Er það mjög falleg mynd tek n af Þorsteini Jósefssyni, blaðamanni. Meðal efnis í blaðinu að þessu sinn . er löng og viðamikil grein um Öskjugosið eftir Birgi Kjar- an, alþ ngismann, og stuttur kafli úr Ferðabók Þorvalds Thoroddsen um gömul öskju- gos. STJÓRN Landssambands ís- lenzkra verzlunarmanna hef- ur samþykkt ályktun, sem for- dæmir harðlega kjarnorku- sprengingar Sovétríkjanna. —• Þungri ábyrgð var Iýst á hend- ur ráðamanna Sovétríkjanna vegna kjarnorkutilraunanna, sem stjórn LÍV telur glæp gegn mannkyninu. Mikil vinna á Ólafsfirði Ólafsfirði í gær: REYTINGSAFLI er hjá bát- unum. en gæft r stirðar. Hvassfc er á miðunum, én þiðviðri er hér í kaupstaðnum og föim hef- ur tekið upp. Lághe ðin er fær og mikil vinna í bænum. Slang- ur er hér af aðkomufólki, sem v nnur við höfnna. Mun það vera að austan, Bakkafirði og víðar. — R.M.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.