Alþýðublaðið - 16.11.1961, Blaðsíða 10
r
t
• ii
r
f
4
>
J
Illli
■
11111111
igiWa
4^ EFRI mynd n er af ÍR-
stúlkunum, sem sigruðu í
II. flokki kvenna á Rvík-
urmótinu í köríuknatttcik,
en sú neðri er frá leik Ár-
manns (b) og KR I 2. fl.
karla. (Ljósm.: Sv. Þorm.)
■
Ritstjóri: ÖRN EIÐSSON
kvenna
MEISTARAMÓT Reykjavík-
ur í körfuknattleik hélt áfram
sl. þriðjudagskvöld að Háloga-
landi. Einn úrslitaleikur var
háður þétta kvöld, í 2. flokki
kvenna. ÍR sigraði KR með 22
stigum gegn 10.
4. flokkur karla.
it ÍR—ÁRMANN 18:12.
Fyrsti leikur kvöldsins var í
4. flokki karla, en í honum eru
12 og 13 ára drengir. Það voru
ÍR(a) og Ármann sem léku. •—-
Leikurinn var býsna góður og
er furðulegt hvað sumir hinna
ungu drengja hafa náð miklu
valdi yfir íþróttinni. IR-ingar
unnu verðskuldaðan sigur. I
leikhléi var staðan 12:2 fyrir
ÍR. í þessum flokki keppa sex
iið, ÍR sendir þrjú lið, Ármann,
KR og KFR eitt hvert félag —
Dómarar voru Jón Otti og“Hall
dór Sigurðsson, KR.
2. flokkur kvenna.
ÍR—KR 22:10.
Aðeins KR og ÍR sendu lið í ’
2. flokk kvenna svo að hér var
um úrslitaleik að ræða. Leik-
urinn var lélegur, stúlkurnar
hafa tæpast náð þeirri leikni,
að þátttaka þeirra í opinberu
móti sé forsvaranleg. ÍR-stúlk-
urnar sýndu þó af og til sæmi-
lega kafla. I fyrri hálfleik skor
aði ÍR 14 stig en KR ekkert.
Dómarar voru Marinó Sveins
son og Birgir Birgis.
2. flokkur karla.
* KR—ÁRMANN(B) 46:30
I síðasta leik kvöldsins mætt
ust KR og Ármann (b) í 2.
flokki karla. KR sýndi betri
le'k og vann öruggan sigur 46
slig gegn 30. í hléi hafði KR
skorað yfir 19:14.
2. flokkur KR er í stöðugri
framför og í framtíðinni mun
félagið fá efnivið í ágætan
meistaraflokk. Dómarar voru |
Hólmsteinn Sigurðsson og Óli
Geirsson.
/ ■ ••
Paiterson
eða McNeely?
4^ ÞAÐ er mikið skrifað er-
lendis um væntanlega keppni
Floyd Pattersons og Tom Mc
Neeley í þungav gt, en 4. des-
ember mun Patterson verja tit-
il sinn í Toronto fyrir áður-
nefndum McNeeley.
Tom McNeeley æfir af kappi,
hleypur 12 km. og boxar 6 lol-
ur daglega.
Það heyrist ekk' mikið frá
Patterson, en flestir eru þeirrar
skoðunar, að hann æfi vel AI-
mennt er búizt við Sigi heims-
meistarans, en sumir hallast að
því, að MeNeeley geti komið á
óvart.
Á síðastliðnum vetri kom
það í Ijós að silfurbikarar sem
keppt hafði verið um á Skíða-
mótum Reykjavíkur höfðu
allir verið unnir til eigna. ‘
Og Skiðaráð Reykjavíkur
var í mjög miklum vanda
statt þar sem skíðamót án
verðlaunaafhendinga missa
mjög mikið til gildi sitt.
Forráðamenn skíðaíþrótt-1
anna í Reykjavík leituðu fyrir
sér hjá tryggingafélögunum í
Reykjavík um aðstoð og var
mjög vinsamlega tekið.
Síðastliðið vor var haldið
kaffikvöld skíðamanna og voru
þar afhentir silfurbikarar þeir
er tryggingafélögin höfðu gef-
ið skíðafélögunum í Reykja-
vík. Þar sem hér er um farand
bikara að ræða verður keppt
um þessa bikara árlega,
Skíðaráð Reykjavíkur er
mjög þakklátt fyrir þennan
skilning sem tryggingafélögin |
sýndu með því að gefa þessa i
fallegu bikara, og er þetta mjög
mik’l lyftistöng fyrir skíða-
íþróttirnar í heild.
Undanfarna daga hafa tæki-
færi gefizt til skíðaiðkana þar
sem snjór hefur verið nægi-1
legur á Hellisheiðinni, — i
skemmtilegt er að sjá hve
margir eru byrjaðir að æfa af
fullum krafti.
Skiðamenn æfið vel í vetur
og fjölmennið til keppni.
Jörn Sören-
sen atvinnu-
maður!
4^ DANSKI knattspyrnumaður-
inn Jörn Sörensen er nú orðinn
atvinnumaður í knattspyrnu. —
Hann hefur undirskrifað samn-
ing við franska félag:ð Metz og
leikur sinn fyrsta leik á sunnu-
daginn, er Metz mætir Rac.ng
Club í París.
Sörensen, sem er 25 ára gam-
all hefur leikið 31 landslejk og
var í liði Dana, sem hlaut s lf-
urverðlaunin í Róm í fyrra. —
Sörensen hefur neitatð í við-
tali við UPI að gefa upp hve
m'kla greiðslu hann fékk frá
hinu franska félagi.
10 16. nóv. 1961 — Alþýðublað.ð