Alþýðublaðið - 16.11.1961, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.11.1961, Blaðsíða 5
SKUGGSJÁ hefur sent fr«í sér bókina HARÐFENGI OG HETJULUND, sem er frósaga af ótrúlegri hrakningsför Er- nest Shacleton til Suðurskauts- ins. Bókin er skrifuð af Alfred Lansing, en þýdd á íslenzku af Hersteini Pálssyni, ritstjóra. Þetta er frásögnin af því, þegar brezkur leiþangur, und- ir stjórn Shacleton ætlaði að brjótast þvert yfir Suðurskaut ið árið 1915. Sú för snerist upp í einhverja þá hrikalegustu hrakninga, sem sögur fara af. ísinn braut skip þeirra, EN- DURANCE. Enginn þeirra tuttugu og átta manna, sem á skipinu voru, sté nokkru sinni fæti á Suðurskautslandið. Skip verjar voru staddir á miðri ís- breiðu, og mörg hundruð kíló- metrar til næstu mannabyggð- ar. Þeir urðu að berjast við náttúruöflin á þessum slóðum í hálft annað ár, og það var Zontaklúbb- urinn 20 ára ZONTAKLÚBBUR Reykja- víkur er 20 ára í dag, 16. nóvember. Klúbburinn vill á þessum tímamótum þakka er lendu sendiherrafrúnum og öðrum fyr.'r hina góðu aðstoð sem þær veittu með hinum fögru og sérkennilegu borð- skreytingum í Lido þann 6. nóvember s. 1., og létu í té uppskriftir á gómsætum rétt um frá he'malandi sínu. Einnig þakkar ktúbburinn hinum fjölmörgu, sem komu á skemmtunina í Lido og keyptu það sem þar var á boðstóLum og færðu klúbbn- um peningagjafir Árangurinn af öllu þessu er sá, að Margrétarsjóður hef ur nú handbært fé að upp- hæð 85 þúsund krónur, scm varið verður til kaupa á tækjum og öðru sem þörf er á til þess að verða lieyrnar- daufum börnum að liði. M'nningarspjöld til styrkt- ar sjóðnum eru seld í Tízku- húsinu, Laugavegi 5, og þar verða einnig til sölu upp- skriftabæklingarn'r. Myndin: Kínverska borðið á skemmtun Zontaklúhbsins í Lido. Frú Oddný Sen lagði t 1 veggteppið. 1 WWWWWWWWWMWWMMMMMWWIMMMWWWWWWMWWWMWWMWWW UM þessar mundir er eift ór liðið síðan Ásgrímssafn var opnað almenningi. Hefur safnið nú hafið út- gófu á listaverkakortum fyrir jólin, og urðu fyrir valinu tvær þjóðsagna- teikningar, Búkolla og Átján barna faðir í álf- heimum, og olíumálverk af Heklu, málað árið 1923. Þessi listaverk eru bæði í eigu safnsins. Kortin eru bæði í litum og öll hin vönduðustu. — Myndin er af öðru kort- inu. engu meir að þakka en harð fengi Og hetjulund Shacleton, að þeir hurfu ekki sporlaust þarna á íslum. Hröktust eira fjármagn til flugmálannasegi' Km~ inn Jónsson Kristinn Jónsson FYRSTI fundur fulltrúa Flug- félags íslands úti á landi og forráðamanna þess í Reykjavík hefur staðið yfir að undan- förnu. Voru til umráða m. a. ýmis vandamál innanlands- Uugsins. Meðal fundarmanna er Kristinn Jónsson, fulltrúi FÍ á Akureyri. Aðeins einn maður hefur starfað Icngur hjá Ff en hann og ræddi blaðið lít- íllilega við Kristin gær. „Fundurinn er haldinn til að ’samræma sjónarmið okkar og kynnast vandamálum hvers annars“, sagði Kristinn, ,,og er ætlunin, að slíkur fundur verði haldinn árlega framveg- is“. „Það, sem ég vildi fyrst og fremst leggja áherzlu á er, að stórlega vantar fé til flugmál- anna, fyrir uppbyggingu flug- valla og öryggistækja. Ríkið þarf að auka verulega fjárveit inguna til flugsins“, sagði Kristinn. ,,Hjá okkur á Akureyri er ástandið sómasamlegt, þótt margt sé enn ógert og þarf höf uðstaður Norðurlands sízt að kvarta. í næsta mánuði verðuf tekin í notkun fullkomin flug stöðvarbygging, en hún er að vísu ekki fullgerð enn“, sagði hann. „Nýja flugstöðvarbyggingin bætir aðstöðu farþeganna geysi ! mikið og öll vinnuskilyrði stafrsmanna um leið. — Um tveggja ára skeið hefur radíó- þjónustan verið í byggingunni, þótt glerhjálminn vanti enn sem komið er“. Kristinn skýrði síðap frá því, að farþegafjöldinn til og frá Akureyri sé svipaður og und- anfarin ár, um og yfir 15 þús- und á ári, en muni væntanlega aukast við hin bættu skilyrði. Hann sagði, að Akureyri hefði ágæta aðstöðu til að taka á móti ferðamönnum, þar væru nú 3 hótel og stórl samkomu- hús í byggingu. Kristinn sagði frá því til | gamans, að þegar flug milli 1 Reykjavíkur og Akureyrar hófst 1938 hafi fargjaldið ver- ið 90 krónur, en 27 krónur með áætlunarbifreiðum. f dag kost ar hins vegar 455 krónur að fljúga þessa leið, en um 30( krónur með áætlunarvagni. Að lokum sagði Kristinr Jónsson, að hann vildi endur taka að fjármagn vanti ti flugsins, sem væri orðið sna: þáttur { öllu okkar þjóðlífi. — Hann sagði að mörgum mynd þykja skarð fyrir skildi, ef inn anlándsflugið legðist niður. í 10 t'ima Breiðalæk á Burðaströnd í gær: MIKILL snjór var hér í sýsl- unni og erfitt yfirferðar fyr.r rigningarnar og skriðuföll n. — Tver menn fóru nýlega yf r Fossheiði til Arnarfjarða.r og voru 10 tíma á Ieiðinni, sem venjulega er farin á 3 tímum. Þe r komu við á bænum Reykjarfirði í Arnarfirði, sem er í eyði, og var því ekki vitað hvenær þeir fóru þaðan. Farið var að óttast um mennina og hefja átti leit að þeim, frá Haga, enda voru þeir þrisvar sinnum lengur á leiðinni en venjulegt er. Þeir urðu að skilja 12 kindur eftir á heiðinni og var náð í þær daginn eftir. Yfirle.tt hefur þó tíðin verið góð hér í haust og frostalítið. Heimtur voru sæmilegar. Komin á |OP jmL B æt m n fslenzku flS OK U ITi Shackleton & «\ f:r Alþýðublaðið-----16. nóv. 1961 g

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.