Alþýðublaðið - 03.12.1961, Page 13
V.S.V. skrifar um fjórar nýjar bækur
Boris Pasternak
Tilraun til sjálfsævisögu
og ljóð.
Geir Kristjánsson þyddi.
Útgefandi; Helgafell.
RÚSSNESKA skáldið Boris
Pasternak, komst á allra var-
ir, þegar honum voru veitt
Nóbelsverðlaunin og bók
hans Zivago læknir“ kom út
á Vesturlöndum. Honum var
meinað að taka á móti verð-
laununum, mestu heiðurs-
verðlaunum, sem nokkru
skáldi geta hlotnast — og
skáldsaga hans um rússneska
lækninn kom ekki út í Sov-
étríkjunum. Það var heldur
ekki nóg með þetta, því að
um sama leyti hófust ofsókn-
ir gegn honum heima fyrir.
Hann var fordæmdur opin-
berlega. Mitt í þessum ógn-
um lézt hann, en ekki slotaði
hríðinni með þyí. Vinkona
hans og dóttir hennar urðu
fyrir ofsóknum, voru dæmd
ar í fangelsi og sitja þar,
eftir því sem bezt verður vit-
að. ‘
Það er þvf ekki að undra
þó að maður lesi sjálfsævi-
sögu hans af mikilli forvitni.
En fljótlega verður maður
fyrir vonbrigðum. Bókin
heitir: Tilraun til sjálfsævi-
sögu .... og hún er ekki
annað en tilraun, aðeins drep
ið á nokkur atriði í lífsferli
Pasternaks og ákaflega ein-
hliða atriði, því að öll fjallar
bókin um skáldskap hans og
kynni hans af skáldum og
listamönnum. Þetta skýrist
fyrir manni, þegar höfundur
inn segir frá því, að þessi
saga sé skrifuð fyrir Rússa
með það fyrir augum, að hún
Boris Pasternak
komi framan við úrval úr
ljóðum skáldsins, sem í ráði
sé að gefa út. Hvorugt hefur
hins vegar verið gefið úl í
Rússlandi. Höfundurinn skrif
ar allt af með það fyrir aug-
um, að hægt sé að gefa það
út, að það móðgi ekki vald-
hafana, að það sleppi í gegn
Guðrún Jacobsen
Píiagrímsför til lækninga-
lindarinnar í Lourdes.
Útgcfandi; Leiftur.
GUÐRÚN JACOBSEN, frú
í Hafnarfirði hefur sent frá
sér lilla bók, sem hún nefnir
Pílagrímsför til lækningalind
arinnar í Lourdes. Guðrún
mun áður hafa ritað eina eða
tvær bækur, en þeim hef ég
ekki kynnzt. Þessi bók er eins
og góð blaðagrein. Við höf-
um áður lesið mikið um
lækningarnar á þessum stað,
en fáar sagnir hef ég lesið
um þær eins hlýjar og sak-
leysislegar og þessa. Guðrún
fór með dauðvona móður
sína til Lourdes. Móðir henn-
ar var þreytt, fátæk kona,
sem hafði fórnað öllu fyrir
börn sín. Nú bar hún erfiðan
sjúkdóm og Guðrún vildi
gera síðustu tilraun til að
hjálpa henni, að manni skilst
ekki aðeins líkamlega heldur
ekki síður andlega. Gamla
konan hafði aldrei farið til
útlanda, en hin dugmikla
dóttir hennar brauzt í því að
komast út með hana, gekk
fyrir hvers manns dyr og
mætti alls staðar hjálpfýsi
og góðri fyrirgreiðslu. Guð-
rún segir ferðasöguna og hef
ur glöggt auga fyrir því, sem
fyrir ber á leiðinni og í Lour
des. Hún hefur viðkvæmt
hjarta og fær tár í augun er
hún sér eymd fólks, gleðst
yfir trúnaðartrausti kramar-
fólksins — og sést ekki fyrir
til hjálpar, þegar hennar er
þörf, en við hvert fótmál er
þörf líknar og hjálpar. Það
er heiðríkja yfir þessari bók.
Hún segir sögu lækninga-
undranna og hún lýsir fólki
og atburðum. Manni skilst
að hvorki Guðrúnu né móð-
ur hennar hafi orðið að trú
sinni. Þó reis móðirin úr
rekkju og komst heim, en fá-
ir töldu henni lífs von með-
an þær mæðgurnar dvöldu
við lækningalindirnar. Guð-
rún bregður upp mörgum
myndum af samferðafólkinu
og allar eru þessar lýsingar
hugþekkar og eftirminnileg-
ar.
Jóhannes Hólabiskup Gunn
arsson ritar formála fyrir
bókinni og í henni er fjöldi
mynda.
’ VSV.
um einokuðu ríkisritskoðun-
ina. Hvernig sem á því stend
ur, hefur honum þó ekki tek
izt að sigla fyrir skerin að
fullu.
Pasternak er mikil, heið og
lær listamannssál og fagur-
keri. Það er eins og honum
sé ekki á vitund, að til sé
annars konar líf, hröslulegra,
erfiðara, harðara og misk-
unnarlausara en líf fagur-
kera og listamanna. Þetta
sést bezt á því, að hann get-
ur þess aðeins sem von-
brigða, að eitt sinn þurfti
hann að eiga heima í næsta
nágrenni við vændiskonur og
bellara. Eg held meira að
segja, að það sé ekki hægt að
skilja orð hans öðru vísi en
þannig, að þarna hafi verið
fátæklingahverfi á næstu
grösum. Og Pasternak bók-
slaflega kveinkar sér. Hann
er særður. Hann fyllist ekki
réttlátri reiði, hann stekkur
ekki fram í heilögum eld-
móði og hefur baráttu fyrir
þvf að reisa þetta fólk á hnén.
Nei, hann hryllir við, hann
ekur sér af óværð.
Það er mikil saga á milli
línanna í þessari bók. Past-
ernak er andvígur Sovétskipu
laginu, eða er ef til vill rétt-
ara að segja, að hann sé and-
vígur afleiðingum þess:
fjöldadýrkuninni, einstefnu-
akstrinum í menningu, list-
um og bókmenntum. Hann
telur, að verið sé að færa
mannssálina í fjölra — og
það hryggir hann, en reitir
hann ekki til reiði og upp-
reisnar, svo að séð verði. —
Nokkrir andans jötnar, lista-
menn og fagurkerar, sem
höfðu gengið kommúnisman-
um á hönd f góðri trú,
frömdu sjálfsmorð. Og það er
eins og Pasternak áliti að
þeir hafi með sjálfsmorðinu
gerzt hetjur. Það er eins og
hann dái þá. Og í þeim orð-
um er eins og felist ómur af
sjálfsátökunum. Hann þrauk
aði, þoldi — og þagði. En
þe:-r frömdu sjálfsmorð.
Hann þoldi pínslirnar, en
þeir sviftu sig lífi. Hann seg-
ir það berum orðum, að það
sé miklu stórfenglegra að
svipta sig lífi en þola pínslir.
Er sjálfsfyrirlitning og sjálfs
ásökun raunverulega í þess-
um orðum?
Pasthrnnk ,,.. ég
hef nú nýlokið stærsta og
þýðingarmesta ritverki mínu,
þvf eina ritverki, sem ég
ekki skammast mín fyrir og
sem ég tek fulla ábyrgð á.
Það er skáldsagan „Zivago
læknir“ og kvæðin, sem
fylgja henni.“
Og hann lýkur þessari ,,til
raun“ sinni til sjálfsævisögu
með þessum orðum:
„Æviágripi mínu lýkur
hér. Að halda lengra væri ó-
hemju örðugt. Ef ég héldi
Frh. á 14. síðu.
ELÍNBORG LÁRUSDÖTTIR
Elinborg Lárusdótt r
Eiríkur vegna hesta sinna,
Bjarna sonar hans, Sigríðar
dóttur séra Jóns Sigfússonar
í Saurbæ í Eyjafirði, sem orð
lögð hafði verið fyrir fegurð
og gáfur, og ennfremur ann-
ars fólks, sem uppi var á
þeim tíma.
Elínborg er mikil og góð
spunakona. Þráðurinn rennur
Framliald á 14. síðu.
SHAKLETON
Harðfengi og hetjulund,
lirakningaför Shakletons
til Suðurskautsins. Eftir
Alfred I-ansing. Útgefandi
Skuggsjá.
MIKIÐ hefur verið skrifað
um hrakninga Sir Ernest
Shakletons og félaga hans árið
1915 og 1916 í Suður-íshafinu
Hann hafði undirbúið ferð sína
eins vel og frekast var kostur
og þekking þe rra tíma náði
til. Skip hans Endurance —
Þolgæði, hafði verið byggt í
Noregi og var vandað mjög til
þess. Ætlun Shakletons var sú
að fara fyrstur manna yfir
auðnir Suðurskautsllandsins
enda var hann hugrakkur og
metnaðargjarn. Hann hafði
valið sér sveit úrvalsmanna
viðsvegar að, en eng'nn þeirra
bar gæfu til að komast á
ákvörðunarstað. Skipið festist
í ís 27 október 1915 og hafði
þá verið í för um það bil eitt
ár. Skipverjar ailir, 28 að tölu
urðu að yfirgefa skipið og
skðmmu síðar sökk það. Þá
var Snakleton með menn sína
Fran<hald á 14. síðu.
Endurance í ísnum
SIR ERNEST
Dag skal að kveldi lofa.
Útgefandi Norðri.
ELINBORG Lárusdóttir
skáldkona varð 70 ára
um daginn. Þann dag kom út
23. bók hennar. Sú fyrsta,
Sögur, kom út 1935, þegar
hún var 45 ára. Hún vaknaði
seint, en hún hefur líka ver-
ið starfandi síðan. í fyrra
kom út skáldsagan Sól í há-
degisstað. Það var upphaf
ættarsögu. Nú kom framhald
ið, annað bindið: Dag skal að
kveldi lofa. Elinborg virðist
hafa í hyggju bókaflokk und
ir samheitinu: Horfnar kyn-
slóðir. Ef til vill er von á
framhaldi. Að minnsta kosti
benda ýmis sólarmerki til
þess, að skáldkonan hafi
ekki lokið við efnið. Maður
hefur og grun um, að enn sé
hægt að segja góða sögu. Nú
þegar þetta er orðin ein veiga
mesta ættarsagan, sem við
eigum, ef til viU að undan-
skiiinni Sögu Borgarættar-
innar.
Það er sagt, að efnið, sem
EHnborg reifar sé sannsögu-
legt og hefur einn ritdómar-
anna, Þorsteinn Jónsson
skýrt svo frá, að skáldkon-
an segi sögu Eiríks Bjarna-
sonar í Djúpadal í Skaga-
firði, sem kallaður var Mera
AlþýðublaðíS — 3. des. 1961 J3