Alþýðublaðið - 28.12.1961, Qupperneq 2
*Hstíórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjórl:
Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasíml
14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu
t—10. — Áskriftargjald kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgef-
andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri Sverrir Kjartansson.
i
Örrustan um Atlantshafið
MEÐAL jólabókanna, sem voru að þessu sinni
margar og fjölbreyttar, var ein, sem fjallaði um
Orrustuna um Atlantshafið og var gefin út af ísa
fold. Slík bók á vissulega erilndi til Íslendinga, sem
lifa á eylandi í miðju þessu örlagahafi, og upplifðu
þessa orrustu við bæjardyrnar.
Ef til vill má segja um margar orrustur, að þær hafi
ráðið úrslitum í síðustu styrjöld. Þó mun það ekki
fullyrt um neina eins oft og orrustuna um Atlants
hafið, enda augljóst, að hefðu bandamenn tapað
íhenni, var styrjöldin einnig töpuð. Án þess að hafa
opnað siglingaleið milli Bretlands og Ameríku var
úhugsandi að brjóta veldi nazista á bak aftur.
Hefðu hinir þýzku landkrabbar eins og Hitler skilið
þetta fyrr, og til dæmis átt eins marga kafbáta
1939 og Sovétríkin eiga í dag, hefði farið öðru
vísi en fór.
Lærdómur þessarar orrustu fyrir íslendinga er
augljós. Við höfum búið og búum enn við þá
sömu aðstöðu og Bretar, að við getum ekki lifað
án þess að siglingar til lands okkar séu greiðar og
röfni ekki. Það væri) hægt að svelta ísland með
því einu að stöðva olíuflutninga hingað til lands í
nokkra mánuði. Af þess,u er augljóst, hversu gíf
urlegra hagsmuna íslendingar eiga sjálfir að gæta
I 'á Atlantshafi, og hversu sjálfsagt mál það er, að
þeir hafil náið samstarf við þær þjóðir, sem tryggt
hafa og tryggja í dag friðsamlegar siglingar um
hafið.
Með því að kynnast orrustunni um Atlantshaf
ið geta íslendingar einnig áttað sig á höfuðatrið
um hinnar hernaðarlegu þýðilngar landsins. Sú þýð
ing er svo mikil, að ísland mundi aldrei látið af
skiptalaust í styrjöld, og þess vegna er óraunhæf
fásinna að tala um hlutlaust ísland.
Stundum er haldið fram, að brjótist ný heims
styrjöld út, muni hún hefjast á kjarnorkuárásum
stórveldanna hvort á annað, og sennilega ljúka eft
:ir að allt hefur verið lagt í rúst. Kunnugustu menn
eru þó þeirrar skoðunar, að líklegra sé að átök
! hefjist á gamla mátann og geti síðar ef til viíll orð
ið kjarnorkustyrjöld. Þess vegna búa stórveldin
sig einnig undir styrjöld með „eldri vopnum“ og
þess vegna er bæði í austri og vestri viðbúnaður
til nýrra átaka um siglingaleiðir hafsins. Því gæti
farið svo — því miður — að orrustan um Atlants
hafið yrði endurtekin með öllum þeim hörmung
um, sem henni fylgdu fyrir Islendinga og aðrar þjóð
ir. Góð bók um orrustuna um Atlantshafjð fjallar
því ekki aðeins um liðna tíð, heldur um sögu, sem
getur endurtekilð sig.
, Auglýsingasíml blaðsins er 14906
28. des. 1961 — Alþýðublaðið
HANNES
Á H ORNINU
■'jJsT Hvað er undirrótin
að óeirðunum á Þor
láksmessu.
•fe Gamlárskvöld er fram
undan.
Lögreglan réði ekki
við lýðinn.
ýV Kom alveg á óvart.
ÞAÐ HEFUR lcngi verið siður
margra Reykvíkinga að íara í
verzlanir á Þorláksmessu. Þá
haía hjón farið í bæ'nn, eins og
það er kallað og verzlað nokkuð,
keypt jólagjafir, sem ekki Var
búið að kaupa, jólafrésskraut og
ýmsa smámuni. Mannfjöldinn i
miðbænum hefur þá alltaf verið
mikill og alla le'ð inn allan
Laugaveg, lögreglan stjórnaði
umferðinnj af röggsemi og festu
og fólk haft fullan skjlning á því
að einnig því bar að hl ðra til og
stefna að bví að kvöldið gæti ver
ið ánægjulegt fyrir alla.
ÞANNIG HEFUR það og verið
í fjölda mörg undanfarin ár. En
nú brá út af. Fólk varð að flýja
heim á Þorláksmessukvöld
vegna óláta í bænum. Piltur kom
að mál, við mig kl. um 10 um
kvöldið og sagði: „Það er allt vit
laust niðri í bæ og lögreglan
ræður ekk; við neitt. Ég fór bara
heim.“ Maður sagði við rnig:
,,Ég fór kl. 9 í bæinn með konu
VETRARLISTI
HAGKAUP
KOMINN ÚT
VETRARLISTI HAGKAUP er
nú kominn út og verður send-
ur hverjum sem þess óskar. —
Hafa Hagkaup nú aflað sér sam
banda við verksmiðjur hér og
erlendis um kaup á útsölu-
vörum frá þeim. — Eru vörur
þessar nú væntanlegar og eiga
viðskiptavinir liinnar íslenzku
póstverzlunar nú kost á að
panta þessar vörur á lægra
verði en almennt tíðkast í verzl
u»um.
Og til þess að geta orðið þess
ara kjarakaupa aðnjótandi
þurfa menn ekki annars við en
gerst fastir áskrifendur að auka
verðlistablöðum, sem „Hag-
kaup“ gefur út, og kosta aðeins
tíu krónur á ári. Þar verður til
kynnt um þessar útsöluvörur
hverju sinni, og einnig verður
þar skýrt frá verðbreytingum,
sem kunna að verða á þeim
vÖrum, sem skráðar hafa verið
Framhald á 11. síðu
|m:nni, en þá voru svo mikil
| skrílslæti í Austurstræti að við
I snérum v.ð og fórum heim.“
i HVAÐ VELDUR ÞVÍ, að
skríislætin blossuðu upp nú,
' fyrst það hefur ekki verið siður
að halda slíku uppi síðastliðin
Þorláksmessukvöld? Ég efast
ekki um að lögreglan hefur velt
þessu fyrir sér. Enda er nauðsyn
íegt að kornast að niðurstöðu um
það og taka fyr r kverkarnar á
ósómanum. Skríll sprengdi kín-
verja inni í búðum, henti þeim
í mannfjölda, gerði aðsúg að lög.
regluþjónum sem voru að
skyldustörfum og kastaði jafnvel
kínverjum framan í þá.
SVO VIRÐIST að kínverjarn
ir séu undirrótin. Þó heyrð; ég
ekki betur í jólavikunn; en að
lögregia.n bannaði kinverja,
leggði blátt bann við því, að þeir
væru seld r og þeim kastað. Það
á að framfylgja öllu slíku til
hins ítrasta. Það ætt; að vera
hægur vandi, að komast fyrir
það, hver íramleiðir þessa
hættulegu bannvöru og hverjir
selja hana. Síðan á að kenna
þeim, sem gera þetta, að hlýða.
MENN ÓTTAST að fyrst allt
í einu blossuðu upp skrílslæti á
Þorláksmessu, þá munj keyra
um þverbak á Gamlárskvöld.
Rétt er að vera v;ð öllu búinn I
gamla daga bar mjög á óeirðum
og vandræðum þessi kvöld, en
ástandið hefur farið mjög batn-
andi síðastlið nn áratug. Fyrrum
urðu mörg slys af þessum völd-
um og föt fólks eyðilögð. Undan
farið hefur ekki borið á slíku. Á
nú aftur að sækja í sama horfið?,
Það væri illa farið.
RÉTT ER að rannsaka til full3
nú þegar, hverjir það eru er
framleiða kínverjana, sem virð-
ast vera hættulegri en margur
hyggur. Og síðan að koma í veg
fyrir dreyfingu þeirra. Gamla-
árskvöld er framundan.
Hannes á liorninu
12000 vinningar á ári \
30 krónur miðinn
KjðrgaiSur
4»augaveg 59.
&!!■ konar karlmaimaf*ina5 <
ar. — Afgreiðmn föt eftlif
máll eðs eftlr otLm«rt
•tBttnm fjrir»*r»
Hítíma
Húseigendur .
Miðstöðvarkatlar
Smíðum svalar og stiga
handrig. Viðgerðir og upp
setning á olíukynditækjum,
(heimilistækjum og margs kon
sr vélaviðgerðir. Ýmiss konar
1 nýsmíði.
Liátið fagmenn annast verk
;ið.
Vélsmiðjan SIRKILL.
Hringbraut 121 í húsi Vikur- í
félagsins, áður Flókagötu 6. |
Símar 24912 og 34449.' !
þérhafið áqöðavon
iMiismi
HAPPDRÆTTI
HABKÚLANS j
Auglýsin;
Að gefríu tllefni skal vakin athygli á því, að
bannað er, samkvæmt lögreglusamþykkt Reykja
víkur, að sprengja svokallaða kínverja, púðurkerl
ingar og aðrar þess háttar snrengjur á almanna
færi, enda er framleiðsla þeirra og sala óheimil
hér í umúæminu.
Lögreglustjórinn í Reykjavík, 27. desember 1961.
SIGURJÓN SIGURÐSSON.