Alþýðublaðið - 17.02.1962, Page 2

Alþýðublaðið - 17.02.1962, Page 2
Kitstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjóri: Bj örgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu S—10. — Áskriftargjald kr. 55,00 á mánúði. í lausasölu fer. 3,00 eint. Útgef- andi: Alþýðuflokkurinn. — Skattar og líknarstarf &ÍKISSTJÓRNIN hefur lagt fyrir alþingi frum- varp um 'hækkun tappagjalds á öl- og gosdrykkj- um úr 10 aurum í 30 aura. Rennur gjald þetta til aðstoðar við vangefið fólk, og mun enginn sjá eft- ir fé til að bæta aðstöðu þeirra samborgara okkar. Talið er, að einn af hverjum 200 íbúum landa, sem eru okkur skyldust, sé fáviti á ein’hverju stigi. Er ástáeða til ,að ætla, að svipað sé ástatt hér á landi, cg er þá tala þessa fólks 7—800. Enda þótt ríkisstjórnin hafi fallizt á hækkun tappagjalds vegna málefnisins, er því ekki að leyna, að slík skattlagning er umdeild. Sérskattar eru nú þegar á sígarettum, eldspýtum. kvikmynda húsamiðum og sjálfsagt fleiru. Renna þeir til ým issa góðra málefna, og hafa forráðamenn fleiri hreyfinga komið auga á þessa fjáraflaleið. Er nú sótt á ríkisstjórnina að setja sérstök gjöld á súkku laði og brjóstsykur, kaffipakka, brennivínsflöskur og fleiri vörutegundir. Vilja menn fá þessar tekj ur beint til ýmissar líknarstarfsemi, krabbameins rannsókna, sandgræðslu og flei'ri slíkra mála. Varhugavert er fyrir ríkið að leyfa mikið af sér sköttum. Það getur skapað margvíslegt misræmi milli góðra málefna, eins og nú á sér stað, er skóg ræktin hefur verulegar tekjur af sígarettum, en sandgræðslan ekkert slíkt. Er þó erfitt að gera upp á milli þessara starfsgreina frá sjónarmiði þjóðar nauðsynjar. Eins getur eitt líknarfélagið fengið aðstöðu, sem annað getur ekki öðlazt, nema slíkir skattar gangi út í öfgar. Fljótt á litið virðist eðlilegast, að allir skattar renni beiht í ríkissjóð og alþingi, sem hefur fjár veitingavaldið, úthluti tekjunum í fjárlögum. í þessu sambandi hafa hin stóru happdrætti komið mjög til umræðu, og telja ýmsir, að ágóða af sér leyfum þeirra mætti drei'fa til fleiri aðila en nú er. SÍBS hefur raunar sjálft farið út á þá braut með því að breikka starfssvið sitt. Ríkisstjórnih mun hafa í ihyggju að láta rannsaka mál þessi í heild og reyna að skapa fasta stefnu í þessum efnum. Þjóðinni fjölgar ört, og þrátt fyrir örar framfarir læknavísinda hlýtur sjúkum og þjáðum einnig að stórfjölga. Þörfin fyrir hvers kon ar heilsuvernd og rannsóknarstarfsemi vex í sama mæli. Enda þótt landsmenn greiði af fúsum vilja smáskatta á ýmsar vörutegundir til líknarstarfa, er .takmarkað, hve langt er hægt að ganga á þeirri braut. ALÞÝÐUBLAÐIÐ vantar unglinga til að bera blaðið til áskrif- enda í Laugarási. Afgreiðsla Alþýðublaðsins. Sími 14900. KÆLD MATVÆLI — BETRI NÝTING MEIRI HOLLUSTA ELECTROLUX er heimsþekkt Mikið og haganlegt geymslurúm, sérlega fallegur og vandaður frágangur, sænskt úrvals stál, sænsk verk- snilli og hyggjuvit. Electrolux kjör og þjónusta. Electrolux afbragðs kæliskápar af öllum stærðum fyrirliggjandi. h hítunv Laugavegi 176 Sími 36-200 HANNES Á HORNINU Enn um gúmmíbjörg- unarbátana. 'fo Eftirlitið er lélegt út á landi. 'K' Hirðuleysi sjómanna sjálfra. ýV Umræðum lokið að sinni. MÉR BERAST mörg bréf út af sjóslysunum 0g gúmmíbátun- um. Það er gott að umvæður séu um þessi mál, því að þá er hægt að búast við því, að vel sé að unnið. Mér er saSt að viða úti á landi sé yfirlit með öryggisút- búnaði skipa léiegt, en mér er líka sagt, að sjómennirriir, sem eiga að búa að öryggistækjun- um, séu yfirleitt algerlpga hirðu lausir um þessi má!. Það er Ijótt til afspurnar — og sjómönn um til vansæmdar. Ég held að ég ljúki umræðum um þessi mál hér í pistlum mínum meö þessu bréfi, að minnsta lcosti að sinni, nema ef skipaskoðunarstjóri vildi gera athugasemd viö citt- hvað það, sem hér hefur verið gert að umtalsefni um bátana. GAMALL sjómaður skrifar: „Það er með hálfum hug að ég tek mér penna í hönd eftir þá hryggilegu atburði, sem átr hafa sér stað undaníarið, og á ég þar við slysið í sambandi við skips- tapa og skipslrönd nú s. 1. vikur. En þar sem ég hef lesiö um hina svonefndu gúmmíbáta, frásagnir skipaskoðunarstjóra og fullyrð- ingar hans um ágæti þeirra. þá finnst mér að nauðsynlegt sá að umræður séu uppvaktar urm nokkur atriði, sem miklu málll skipta um öryggi þeirra. | ÞAÐ ER RÉTT, að þessi björg unartæki eru mikil öryggistæki, þegar voða ber að höndum en til þess að þau séu virkiiegai það, sem þeim er ætlað að vera, má enginn hlekkur i ör.yggi þeirra bresta eftir því sem mann ilegur máttur fær við ráðið. Nú 'hefur það skeð, undanfarið, a<J einn hlekkur hefur brostið með sorglegum afleiðingum nú síð- ustu daga, og munaði minrsttí Framhaid á 12. síðn. 2 17. febr. 1962 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.