Alþýðublaðið - 17.02.1962, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 17.02.1962, Blaðsíða 16
EQ’aMÖ' 43. árff. — liau^ardagur 17. febr. 1962 — 40. tbl. i%UUUUUUiiiUM4U4UU%UWHH%UUi%W UUUUUUUUUUUUUiUUUUUUUiUUW HINN TRYLLTI MÚGUR SKÁLMÖLDINNI í Alsír linnir ekki. Enginn dagur líður án morða, misþyrminga og sprengjutilræða. Gaanga þar hvítir menn fram að engu minna miskunnarleysi en þeldökkir. Hér er múgmynd frá Oran, þar sem leikurinn er ef til vill ljótastur. Þarna hefur hann náð yfirhöndinni sem snöggvast og stökkt lögreglunni á flótta. HÖRÐ rimma varð milli Jóns Gunnarssonar og hins_ hrottvikna siíliistjóra, Pálma fíí.?varssonar og1 Árna Olafs- sonar á SH-fundinum í fyrra dag. Bar Jón þá félaga þung- um sökum og var haröur í foorn að taka. M. a. taldi hann þ,4»- hafa eytt alltof miklu fé * iferða og risnukostnað í sölu- starfi sínu. Þeir félagar svöruðu vel fyrir sig. Gagnrýndu þeir 'líarðlega stjórn Jóns á Cold- water Seafood Corporation.. — •jiýsht þcir skipulaginu svo, að ■Célagið starfaði í fjórum að- Greiðslur til liWKHHBBneaBBBaCODBinBRB fækna hækki EMIL Jónsson félagsmála- ráðherra, talaði í neðri deild á gíer fyrir frumvarpi urn breyt dugu á almannatryggingalögum. Ráðherrann sagði, að 30. desember sl. hefði náðst bráða Lirgðasamkomulag um kjör lækn-a- milli Sjúkrasamlags Reykjavíkur og Læknafélags Reykjavíkur. Samkvæmt því skuli samn- ingar framlengjast til 1. apríl næstk. en tíminn notaður til f)éss að ganga frá samningum. Emil sagðt, að bráðabirgða- samkomulagið feli ekki í sér jteinar verulegar brevtingar aðrar en þær sem frumvarpið fjalli um, en það sé að viðtals gjald lækna hækki úr 5 kr. í 10 krónur og vitjunargjald úr 10 krónum í 25 krónur, en gjöld in hafa verið óbreytt frá 1955. Hann sagði ennfremur, að frumvarp frá heilbrigðismála- ráðherra liggi fyrir þinginu, sem m. a. geri ráð fyrir breyt jngu á viðkomandi lagagrein, en hins vegar sé óvíst um fram gang þess frumvarps. ftáðherrann kvaðst hafa hfcitiið SR og LR því að freisla þess að fá frumvarpið sam- jþykkt-sem- fyrst, enda sé eftir fCTÍ beðið. Hann beindi því til fcrseta deildarinnar, að mál- 4nu- yrði flýit sem tök væru á. skildum deilduni eða básum. Værí verksmiðjan í Nanticoke einn básinn, skrifstofan í New York annar og sölustarfið í vestanverðum Bandaríkjun- um þriðji og í Mið og Austur ríkjunúm fjórði. Á milli þess- ara bása væri engin tengsl, — heldur yrði hver fyrir sig að bera alla skapaða hiuti undir Jón Gunnarsson, sem mest allt árið er staddur hinum megin við Atlantshafið, í Eng landi eða á íslandi. Pálmi dró upp samlíkingu við þennan rekstur fyrirtækis ins. Hann sagði, að þetta væri eins og útgerðarmaður, sem ræki alla skipsstjóra sína, en ætlaði sjálfur að stjórna skip- iinum gegnum talstöð. Þá urðu miklar deilur um verksniiðjuna í Nantcoke og gagnrýndu þcir félagar hina miklu fjárfestingu Jóns Gunnarssonar þar syðra. Hefur verið unnið að tvöföldun á af- köstum verksmiðjunnar, og lýsti Jón henni sem einni full komnustu verksmiðju sinnar tegundar f Bandaríkjunum. Ilins vegar töldu tvímenn- ingarnir vafasamt að auka þessa framleiðslu, heldur ætti að selja meirQ af blokkum til annarra, þar sem greiðsla feng ist fyrr með bví móti. Þeir hentu á, að í umhverfi smá- bæjarins Nanticoke væri alls ekki til fólk, sem hægt væri að fá til tvöföldunar á fram- leiðslunni. Auk þcss væri verki smiðjan illa staðsett og geym- slukostnaður á fiski í New York þar af leiðandi mi&ll, auk þess sem verulegur flutn- ingskostnaður hlæðist á fisk- inn og fullunnu vöruna. FUJ-félagar Hafnaríjörður NÆSTI bæjarmálafundur i Félags ungra jafnaðarmanná * Hafnarfirðí verður nk. mánu- dagskvöld kl. 8,30 í Alþýðuhús inu. Umræðuefni er; Atvinnu og skipulagsmál. Frummæl- andi: Snorri Jónssorí kennari. Félagár er hvattir til að fjöl- menna. Ingstads- hjónin í heimsókn NORSKI landkönnuður- inn og rithöfundurinn Helge Ingstad mun koma til Reykjavíkur á mánu- daginn kemur. Með hon- um er kona hans forn- leifafræðingurinn Anne Stine Ingstad. Eins og kunnugt er telur Ingstad að þau hjón hafi fundið vistir norrænna miöalda- manna á norðurodda Ný- fundnalands. Þau hjón munu dveljast hér á landi nokkra daga, hafa tal af íslenzkum fræðimönnum og kynna sér þær íslenzk ar rannsóknir, sem varp- að gætu einhverju Ijósi á það, sem fram hefur kom ið á Nýfundnalandi. Tryggingar fiski- skipa í endurskoðun FRUMVARPIÐ um vá- H'yggingarfélag fyrir fiskiskip kom frá nefnd til 2. umráeðu í neðri deild Alþingis í gær. Það er til staðfestingar bráða- birgðalögum, sem gefin voru út 30. dcsember sl. til að gera* Samábyrgð íslands á fiskiskip um kieift að lækka endurtrygg ingarkostnað. Birgir Finnsson (A) hafði framsögu fyrir nefndarálitinu. Hann sagði, að komið hefði fram í ræðu sjávarútvegsmála ráðherra, er hann talaði fyrir frumvarpinu, að válryggingar fiskiskipa væru í endurskoð- un, enda væru slíkar trygg- ingar miklu hærri hér en í ná grannalöndunum, t. d. Noregi. Að lokum sagði framsögu- maður, að nefndin legði til, að frumvarpið yrði samþykkt og hún hefði áhuga á að endur- skoðun á vátryggingum fiski skipa væri hraðað sem unn væri. Björn Pálsson (F) kvaddi sé hljóðs og sagöi, að óskir hefði komið frá LÍÚ um að vátrygg ingar fiskiskipa væru endur skoðaðar og þá með það fyri augum að þær lækkuðu. Keri það sem nú væri við lýði væi ranglátt og rikisstjórnin hefcl sýnt slóðahátt með þvf að haf eigi flýtt endurskoðun þessar mála. Þingmaðurinn ræddi un það, að miklu betra væri a hafa vátryggingar fiskiskip frjálsar en ekki skyldutrygg ingu eins og nú væri. Emil Jónsson sjávarútvegs málaráðherra (A), .kvaddi sé hljóðs og svaraði Birni. Hani sagði, að skilja mætti orð han þannig, að óhæfilegur dráttu Frh. á 11. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.