Alþýðublaðið - 17.02.1962, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 17.02.1962, Blaðsíða 13
WWMWMWWmHWWVWWWWWWWWWWWW NES OG LEIKA LÖGIN Hljómsveitir eru stofnað ar af ýmsum ástæðum. Sú hljómsveit sem er til um- ræðu hér, er stofnuð af ung um áhuga mönnum fyrir músik. Ó. M. hljómsveitin cr í hópi vinsælli unglinga hljómsveita, enda fengin mikið til að leika á skóla- böllum víða. Þá leika þeir Agnes nú í Gúttó á hverjum sunnudegi, einnig hafa þeir leikið á Akranesi við mikl ar undirtektir. Söngkona er söng með Ó. M. um lengri tíma heitir Oddrún, er nú hætt, og við hefur tekið ung stúlka með ágætis rödd og ætti að ná langt, ef hún athugar gang sinn vel, sú heitir Agnes Ingv- arsdóttir. Nú upp á síðkast *ð hefur þessí ungmenna- hópur Jeikið á hljómleikum í Háskólabíói, þar sem hinn heimsfrægi Laurie London kom fram. Ó. M. og Agnesi var mjög vel fagnað, þessi hópur kom einungis fram með þá músik, sem er vinsælust meðal æskufólks í dag, t. d. gerðu þau laginu Twist Dawn í Mexíkó ágæt skil, þó svo að megi finna, en Iiér eru á ferð nýliðar, sem auðsjáanlega vilja gera sitt bezta. Ef þau halda áfram að taka mús- ikkina jafn alvarlega þá komast þau enn lengra. Sá sem stendur fyrir þessum hóp er trompettleikari — Gunnar Biering, Leó Jónsson píanó, Erik Peter- sen gítar, Baldur Arn- grímsson gitar, Guðmar Marelsson trommur. Lög unga fólksins cr vin- sæll útvarpsþáttur, nýlcga er tekinn við þessum þætti ungur maður, sem hefur áhuga á að flytja unga fólkinu lög, sem það liefur áhuga á. Ekki ætti þessi piltur að gera vitleysu í sambandi við grammómón eða plötuspilarann; hann er nefnilega magnaravörður, sá yngsti hjá útvarpinu, og heitir Úlfar Sveinbjörnsson. Úlfar g unga segist hafa mikinn áhuga á að gera þátt sinn fjölbreyttan, — langi til að nota kunnáttu sína við magnarann og taka mikró- fóninn út fyryir Útvarpshúsið og fá lifandi prógram. Úlfar heimsótti hljómleika Laurie! London í Háskólabíói og út- ^ varpaði þaðan þrem lögum, —! gerði þessu góð skil. Úlfar hyggur á að leika 5 vinsælustu lögin hverju sinni, einnig að leika gömul lög. Þá er það ósk Úlfars, að hlustend ur skrifí honum óskir um lög og efni sem þeir hefðu áhuga fyrir að flutt verði í þættinum. Ættu því þeir, sem geta flutt' sjálfir efni eða þekkja ein-, hverja, sem þeir álitu færa um að koma fram í útvarpinu að, skrifa eða láta heyra í sér. —j Úlfar vonast að fá að lieyra frá 1 sem flestum. I Ulfar Sveinbjörnsson Brandenburg Twistar WISTDANSINN er nú að gera alla óða eins og húla hoppið hér áður. Á meðfylgjandi mynd sjáum við danska dægurlagasöngvar ann Olto Brandenburg dansa Twist. Otto er staddur um þessar mundir í Svíþjóð, og kennir Twist í samkomuhúsinu Nalen í Stokk hólmi. Otto Brandenburg var sá fyrsti í Danmörk tii að syngjaog sýna, Twist í danska sjónvarpinu. Svo ekki virðist Otto Branden burg vera á eftir áætlun Nýlcga sáum við mynd af OttoBranden burg í dönsku vikublaði þar var sagtj frá því að Otto ætlaði að fara að syngja jass eingöngu, væri það í tliefni af því að í sumar hygg- ur Brandenburg að ferðast um „Folkeparkene í Svíþjóð. En þang 1 að til heldur hann sigt að Twistdansinum. Ekki er að sjá að Brand I enburg noti Twistdansbeltin sem Halli og Stína nota hér, en þau i afbragðs Twistarar. Hljómleikar Laurie Lcmdon í síðustu viku voru hljóm- leikar í Háskólabíói, sá sem bar uppi þessa hljómleika var 17 ára, ungur brezkur söngv ari Laurie London, flestir kannast við þennan unga pilt af laginu „He’s Got The Whole World In His Hands“. úr óskalagaþáttum útvarps- ins, nú stóð hann fyrir fram an áheyrendur og sveik eng- an, því hann var frísklegur ungur maður, sem kom vel fram og söng lög sín látlaust, en með miklum ágætum. — Undirleik annaðist stór hljóm sveit KK, sérstaklega æfð fyr ir þetta. KK stóð sig með prýði SIÐAN Ritstjóri: Ilaukur Morthens. sem jafnan. Hljómsveit hans var vel fagnað, enda langt síðan heyrst hefur { jafn stórri hljómsveit undir stjórn KK. Tókst hljómsveit þessari mjög vel, enda hópur af af- bragðs hljóðfæraleikurum. Sýndur var Twist dans, var það í fyrsta sinn, sem Twist dans hafði verið auglýslur á miðnæturskemmtun, það voru tvö pör er sýndu hinn afbragðsgóða dans., þau Krist ín Einarsdóttir og Haraldur Einarsson. Þau IsveigBu og twistuðu fram og aftur með Twislbelti í höndum. Hilt parið var Doris og Pétur. — Twistuðu þau einnig. Einnig kom fram Agnes og Ó. M. Hljómleikar þessir sýndu, að ef eitthvað er á ferð, sem æsk an vill, þá kemur hún og hlustar. Semsagt, ágæt kvöld skemmlun. Næstu kvöld mun Laurie London koma fram í klúbbn- um. vinsæl lög 1. Augun þín blá. 2. Spánarjlóff. 3. Kvöldljóð. 4. Nár du kommer 5. Ó, María 6. Peppermint Twist. 7. Twist'n down Mexico 8. Happy Birthday Sweet Sixteen. 9. Johnny Wil. 10. Can‘t Help Fallin in Love Þessi 10 lög eru mest leiknu lögin í útvarpi og á dansstöð- um. Þá skal bent á að Twistlög virðast vera að slá í gegn Alþýðublaðið — 17. febr. 1962 |_3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.