Alþýðublaðið - 14.03.1962, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.03.1962, Blaðsíða 1
FÍB VILL MYNDIN er frá París, þar sem nú ríkir nokkurs konar umsátursástand. Eins og myndin sýnir eru skriðdrek ar á götunum og liermenn við alvæpni. Gripið hefur verið til víötækra varúðar- ráðstafana í borginni, ná- grenni hennar og víðar í Frakklandi, til að koma í veg fyrir hugsanlega tilraun leynihersins OAS til valda ráns þegar samningurinn um vopnahlé í Alsír hefur verið undirritaður. í Evian, er enn ríkjandi bjartsýni, og talið að samningurinn verði undirritaður næstu daga. í París eru hermenn, lög- reglumenn og jafnvel slökkviliðsmenn búnir til orrustu með stuttum fyrir vara ef OAS gerir byltingu efir að samningurinn um vopnahlé hefur verið undir ritaður. (Sjá frétt á 3. síðu). twwmwðwwtwwww FÉLAG íslenzkra botnvörpu- skipaeigenda hefur skrifað sjávar útvegsmálanefndum beggja deilda á Alþingi, og farið fram á, að nefndirnar hafi frumkvæði um styttingu á hvíldartíma togarasjó- manna. Telur FÍB, að slík breyt- ing á vökulögunum gæti hjálpað til að leysa togaraverkfallið. — Mundu verða færri sjómenn á hverjum togara, en kaup áhafn- arinnar hækka verulega. Fulltrúar sjómanna munu þeg- ar hafa hafnað þessari tillögu. Sjávarútvegsnefndir efri og neðri deilda hafa unnið saman að þcssu máli. Boðuðu þær fulltrúa togaraeigenda á sinn fund í gær- morgun, en siðdegis í gaér ræddu nefndirnar við fulltrúa sjómanna. Fulltrúar sjómanna tóku af- stöðu á móti tillögum FÍB í gær. Töldu þeir, að með betri kjörum sjómanna og aukinni tækni væri hægt að komast af með færri menn á skipunum án þess að breyta yökulögunum. Bentu þeir á, að algengt væri, að íslenzlur togarar sigldu með 28-30 manns, en ekki 31, eins og ætlast væri tll, og einn togari mundi nú á sjó mcð 23-25. Fulltrúar sjómanna bentu á nýja tækni eins og þýzka botn- vörpu, sem mun færri menn þarf til að taka inn í skip. Togarinn Víkingur mun hafa notað slíka vörpu, og annar íslenzkur togari veiddi slíka vörpu upp á Græn- landsmiðum, gerði við hana og tók í notkun. Togaraeigendur hafa haldiö fram um nokkurt skeið, að áhafn- ir íslenzkra togara væru fjöl- mennari en á togurum annarra þjóða. Telja þeir mögulegt að fækka á skipunum, en skipta því fé, sem þannig sparaðist, á milli áhafnar og skips. Mundi kaup þeirra, sem á togurunum vinna, þá hækka, en afkoma skipsins og batna. SEXTÁN LÆKNAR ÚTSKRIFUÐ- UST FRÁ HÁSKÓLA ÍSLANDS UM SÍ9USTU ÁRAMÓT. FJÓRIR EÐA FIMM ÞESSARA MANNA ERU NÚ ATVINNULAUSIR, - EN AÐEINS TVEIR ÞEIRRA FENGU HÉRUÐ. Hinir 14 og auk þeirra sjö læknakandidatar frá fyrra ári, sam tals 21, eru nú á biðlista að kom- ast út í héruð, en samkvæmt gild andi reglugerð þurfa læknar að hafa lokið 6 mánaða starfi sem héraðslæknar úti á landi af þrett- án mánaða kandidatsári, — áð- ur en þeir hljóta viðurkenningu sem fullgildir læknar. Nú eru 14 héruð setin af læknakandidötum. Sumir hinna nýútskrifuðu hafa fengið vinnu á sjúkrahúsum, meðan þeir bíða eftir héraði, aðrir eru atvinnu- lausir eða hafa ráðizt til starfa á skrifstofum. Hefur fram tU þessa verið hafður sá háttur á, að lækna kandidatarnir semja um það sín á milii, að prófum loknum, hvern ig skipað skuli niður þeim hér- uðum, sem laus eru, — og er því þá jafnframt liagað þannig til, að þeir, sem komast strax í hérað, fá eyðu í kandídatsár sitt, — en þeir, sem nú þurfa að bíða, fá að vinna kandidatsár sitt án tafa. í „eyðunum" reyna læknakandidat- ar að fá viimu í afleysingum fyrir lækna, sem eru í sumar- fríum eða fríum af öðrum orsök- um. Læknar, sem fara til starfa í héruðum, þar sem ekki er sjúkra- hús né lyfjaverzlun, — og þannig er ástandið oft á tíðum í hinum fátæku og fámennu héruðum, sem læknakandidötum gefst kost- ur á, — verða að kaupa sjálfir öll sín lækningatæki og lyf auk VÚKULÖGUM Sjómenn mótmæla BREYTA að sjálfsögðu bíls, sem nauðsyu er á í víðfeðmum héruðum. í hin- um stærri, þar sem aðbúnaður er beíri, sitja héraðslæknar. Alþýðublaðið átti í gær tal við einn þeirra læknakandidata, sem útskrifuðust nú í vetur. Sagði hann, að fyrr cða síðar hlytu að verða gerðar breytingar á þessu fyrirkomulagi, og sagðist hann hafa heyrt, að í ráði væri, að hreppsfélögin keyptu lækninga- tæki og lyf, — en flestum lækna- kandidötum væri ofviða að ráðast í þann mikla kostnað, sem kaup- unum fylgdi. Framhald á 14. siðu. NÁÐA ÞEIR HANN? TEL AVIV, 13. marz. - (NTB-AFP). Hinn dauða- dæmdi Adolf Eichmann mun biðja Ben Zwi ísraels forseta um náðun, ef Hæsti réttur ísraels, sem kemur til fundar 22. marz til þess að taka til meðferðar áfrýj- un Eichmanns, heldur við dauðadóminn vegna glæpa hans gegn Gyðingum á stríðsárunum. ísraelsmenn þeir, sem andvígir eru dauðarefsingu, liafa jafnframt eflt baráttu sína fyrir náðun Eichmanns, þó að mikill meirihluti ísra -elsku þjóðarinnar vilji, að dauðadómnum verði fram- fylgt. Góð'ar heimildir hcrma, að Bén Zwi forseti muni ráðfæra sig við stjórn- , ina áður en hann tekur end- anlega ákvörðun um beiðni , Eichmanns um náðun.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.