Alþýðublaðið - 14.03.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.03.1962, Blaðsíða 2
fcitstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Aðstoðarritstjóri: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgef- andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. Útgerðin og fólkið FRUMVARP iiin aflatryggingasjóð hefur verið j lagt fyrir alþingi. Tilefni þess eru hinir miklu erf- * iðleikar togaraútgerðarinnar, en uppbygging sjóðs ins er þannig, að hann á að tryggja svo til alla út- gerð í landinu fyrir skakkaföllum vegna aflabrests. i Sjóðurinn mun starfa í fjórum deildum, sildar- deild, bátadeild, togaradeild og almennri deild. Sú síðastnefnda verður varasjóður kerfisins, sem 'hleypur undir bagga með hinum, þegar þeim gengur illa. Stjórnarandstaðan viðurkennir, að ekki megi J leggja niður togaraútgerð á íslandi. Hins vegar ræðst hún á frumvarpið og sér á því ýmsa ann- marka, þótt tillögur um annað kerfi séu óljósar. i Fyrst er haldið fram, að þetta sé nýtt uppbóta- kerfi og því algert brot á þeirri stefnu viðreisnar- innar, að atvinnuvegir starfi styrkjalaust. Hér er 'þó mikill munur á. í gamla styrkjakerfinu fékk skipið ákveðna upphæð í styrk fyrir hvert kíló af fiski, sem veiddist. Því meiri veiði, því meiri styrkur. Þar var verið að leiðrétta ranga gengis- skráningu á þennan hátt. Aflatryggingasjóður starfar allt öðru vísi. Til að A fá nokkurn styrk úr honum framvegis, þarf skip , að hafa töluvert minna en meðalafla. Því minni sem aflinn er, því meiri verður þessi hjálp, enda hlýtur að liggja við stöðvun, þegar skip er komið N niður í til dæmis hálfan meðalafla. Hér er verið að hjálpa skipunum yfir aflaleysi, hindra stöðvun þeirra af þess völdum. Viðreisnin ætlaði sér aldrei að hætta að hjálpa atvinnuvegum, sem áttu í sér- stökum erfiðleikum, eins og hér er gert. Þetta er gerólíkt almennu uppbótakerfi'. Þá er sagt, ■ að vandamál togaranna séu leyst á kostnað bátaútvegsins. Það er að vissu levti rétt — í svipinn. Þeir tímar hafa þó'komið, að togara- '4 . nfli var mikill en síldarleysi algert. Þá hefði kerf- \\ ið verið öfugt: togarar stutt báta. Bátarnir hafa ;j notið hlunninda gagnvart togurum í fiskverði ár \ j um saman, og þeir hafa fengið landhelgina frá togurunum. Þess vegna er ekki óeðlilegt í dag, að bátarnir taki þátt í aðstoð við togarana með rík- issjóði. Hvaða önnur leið er til? Mundi ekki ríkissjóður 1 öðrum kosti þurfa að taka allt á sig og síðan skatt- leggja almenning til að afla tekna á móti? Hafa ' þeir Eysteinn og Lúðvík athugað, að þeir eru að krefjast þess, að útgerðarmönnum verði hlíft, en J almenningur skattlagður í þess stað? Er þetta j vinstri stefna? •p 2 14. marz 1962 - ALÞÝDUBLAÐIÐ H ANNES Á HORNINU Um nektarmyndir í blöðum. ★ Fyrir konur — Eða: karla? ★ Fegurðin og ljótleik- inn. ncktqrmyndir, aðallcga af kven- fólki í ýmsum stellingum? Af hverju birta kvennablöðin aldrei myndir af nöktu fólki, t. d. nökt- um karlmönnum í ýmsum stell- ' ingum? VIÐ HÖFUM haldið að allt full- orðið fólk vissi hvernig karl og kona væru sköpuð. Allir hafa þó einhvern tíma séð lítil börn sprikl- andi í öllum stellingum og hvað er hlægilegt við það? En sumar manneskjur eru svo undarlega gerðar, að allt verður ljótt, sem það snertir við, bæði i athöfn og hugs- un, og allt fæst fyrir peninga. — Peningarnir og heimska eru sterk asta valdið í þessum heimi. AF HVERJU er svona mikið um kynvillu hjá karlmönnum, einkan- lega. Er það ekki einn angi af brjálsemi? Hafa þessir menn, sem áfjáðastir eru í að sjá þessar nöktu myndir ekki séð konur sínar eða dætur, sem lítil börn? Mundu þeir vilja að þær væru til sýnis fyrir hvern rudda og dóna, sem biði þeim nóga peninga? Hvað er ann- ars að sýna, það sem allir vita hvernig er? Það má ekki segja að þetta sé skepnuskapur, því engin skepna er svona. Þetta er hrein og jklár brjálsemi“. Hannes á horninu. ★ Nokkrar nærgöngular spurningar. MENN hafa löngum hneykslast á allsberum stelpum í blöðum. Eg verð að játa, að ég álít að allt of mikið sé að þessu gert. Hins vegar verður fólk að gera greinarmun á þessum myndum. Myndir af feg- urð, hvort, sem þær sýna karl eða konu, hest eða kú, hund eða kött — eða náttúruna sjálfa, jörð, him inn eða haf, er sjálfsagt að birta til þess að gleðja, til þess að gefa manni fegurðina, vekja andann og létt Iundina. En grófar ertnis- myndir af hverju sem þær erú, á ekki að sýna. Það á ekki að vera a? nudda óþverranum framan í okk ur mannskepnurnar. Nóg er af honum samt. ALLS KONAR. óeðli er til hjá mannfólkinu, og hefur alltaf verið, bæði hjá körlum^og konum. Það sér maður til dæmis í hinni heilögu biblíu. Þetta er staðreynd, sem ekki er hægt að neita, þó að fólk, sem veit ekki annað en að það sé heilbrigt, skilji það ekki og hafi viðbjóð á því. Mikið er skrifað um þetta. Nóg og meira en nóg, því að það þjónar engum góðum til- gangi að skrifa um það. Það verður jafnvel til þess að forskrúfaðir tilgerðarpésar tileinka sér óeðlið, vinna sig inn í það — og skreyta sig með því, þó að óskiljanlegt sé. ÉG SKRIFA þessi orð af til- efni bréfs, sem ég fékk í gær írá Konu. Ég hef engu að svara kon unni, en tcl rétt að birta bréf henn- ar, ekki sízt vegna þess að ég veit að fólk hefur cinmitt brotið heil- ann um það sem konan skrifar um. Það lýtur að minnsta kosti svo út sem nektarmyndirnar séu birtar í blöðum til þess að þóknast karl- mönnum. Og hvers vegna ekki þá að birta myndir af krafta- og vöðva-fjöllum ef þau gleðja augu kvenna. Annars mega menn ekki setja þessar myndir allar -í einn flokk eins og ég áður sagði. Ilér er bréfið: KONA SKRIFAR og spyr: ,,Eru fieiri karlmenn hálf-brjálaðir en kvenfólk?" Og svo heldur hún á- fram: ,,Af ýmsum ástæðum spyr ég nokkurra spurninga þessu við- komandi, sem ég vona að læknar eða sálfræðingar geti svarað og því óska ég eftir að þessar spurn- ingar komi í víðlesnu blaði og þá verði einhverjir til að svara þeim. FYRIR nokkrum dögum las ég í einu dagblaðanna, að í Ðanmörku væru seldar grófar myndir á' sjö dollara stykkið. Hverjir vilja kaupa þessar myndir? Eru það karlmenn eða kvenmenn? Hverjir vilja sjá SVEFNRÚLLUR NÝTT FRÁ AMERÍKU ROLLA USfeO BY LEADiHS BEAUTtCiANS FOR ALt. NEW HAíR STYLES EA9Y Tö USE!. WET w , CAtSV co. » VA.n NVC Nylon-skum hárrúllur skapa yður engin óþægindi í svefni. 30 milljón stykki seldur á bandarískum markaði á fyrstu 6 mánuðun- um. Reynið þessar þægilegu hárrúllur og þér munuð sannfærast. Fást í öllum snyrtivöru- verzlunum og apótekum. Heildverzlun Péturs Péturssonar Hafnarstræti 4. Símar 1 12 19 og 1 90 62.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.