Alþýðublaðið - 14.03.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.03.1962, Blaðsíða 3
ombe til Leopoldville LEOPOLDVILLE og ELISA- EETVILLE, 13 marz (NTB-AFP) Moise Tshombe Katangaforseti staðfesti í dag, að liann mundi halda til Lepoldville á fimmtudag n.k. til að hitta að máli Cyrille Adoula, forsætisráðherra mið- stjórnarinnar. Samtímis herma góðar heimildir í Leopoldville, að SÞ-yfirvöId vonist til að geta bráð lega handtekið þá, sem stóðu að baki morðunum á 13 ítölskum flugmönnum í Kindu í nóvember í fyrra. Pakassa ofursti, sem var yfir- maður kongósku hersveitanna í Kindu er morðin voru drýgð, á að hafa gefið vissar upplýsingar, ; em komið hefur rannsóknarnefnd inni á slóð sökudólganna, er sagt. TITO náððr 150 þúsund BELGRAD: Þjóðþingið í Júgó- slavíu hefur samþykkt tillögu stjórnarinnar um að veita fjölda flóttamanna uppgjöf saka, og er þeim nú heimilt að snúa aftur til landsins. Ilcr er um að ræða mestu aðgerðir Júgóslava eftir stríð til þess að fá flóttamennina til að snúa heim. Um 100-150 þús. júgóslavneskir liðsforingjar og hermenn, sem teknir voru til fanga í heimsstyrjöldinni, hafa síðan lifað sem flóttamenn. Talsmaður stjórnarinnar leggur álierzlu á að sakaruppgjöfin nái ekki til stríSsglæpamanna, fólks, sem hafði samvinnu við fjand- íhennina í stríðinu eða foringja erlendra samtaka, sem eru and- víg núverandi stjórn í landinu. Flóttamenn þessir, sem hafa verið náðaðir, flúðu þegar komm- únistar komust til valda. Margir þeirra börðust gegn skæruliðum Titos, sem búsettir voru í Norður Júgóslavíu, verða ekki náðaðir. Pakassa ofursti var handtek- inn af Lundula hershöfðingja — yfirmanni kongósku hersveitanna í héruðunum Orientale og Kivu — í janúar sl., eftir átök her- f\eita miðstjórnarinnar og her- f.okka. sem voru tryggir leiðtogí' Lumumbasinna, Antoine Gizenga. Eþíópískar SÞ-hersveitir í Stan- leyville tóku hann seinna undir sinn verndarvnæg. Rannsóknarnefndin var skipuö 'irkkrum dögum eftir morðin. Hún hélt strax til Kindu, en varð ekki vör við nein ummerki eftir sckudólgana. Nefndin hélt síðah til Stanleyville þar eð herflokk ar þeir, sem voru grunaðir um að vera flæktir í málið, höfðu verið fluttir þangað á meðan. í yfirlýsingu Tshombes í Elisa- Tshombe betville um förina til Leopold- ville segir, að hún sé farin til að verja hagsmuni Katanga. Kveðst Tshombe vera bjartsýnn á árang- ur viðræðna við Adoula. í fylgd með honum verða 15 ráðunaut- ar, þ. á. m. Jean Kibwe fjármála- ráðlierra og Gabriel Kitenga verkamálaráðherra. Komba utan- ríkisráðherra gegnir störfum for seta í fjarveru Tshombes. - hefst í dag GENF, 13. marz (NTB.Reuter). Fulltrúar 17 landa koma í dag saman til ráðstefnunnar um al- þjóðaafvopnun að afloknum mikl um cinkaviðræðum utanríkisráð- herranna Dean Rusk, Andreij Gromyko og Home lávarðar um Berlínarmálið og bann við tilraun um með kjarnorkuvopn. Þetta er í fyrsta sinn sem af- vopnunarmálið er tekið upp síð- an Sovétríkin slitu afvopnunarvið ræðunum eftir U-2 málið í júní 1960 í 10 ríkja nefndinni er kom þá einnig saman til fundar í Genf. Að mörgu leyti er þessi ráðstefna óvenjuleg. í fyrsta lagi virða Frakkar hana að vettugi, og í öðru lagi taka hlutlaus ríki í fyrsta skipti þátt í viðræöum um alþjóða iWMWWWWWMMVMWW Titov metháfi PARIS, 13. marz (NTB- AFP). Alþjóðleg geimrann sóknanefnd hefur viður- kennt nokkur met, sem rúss neski geimfarinn German Titov setti í geimferð sinni 7. ágúst 1962. Hann setti bæði met hvað lengd snert ir (703,143 km) og tíma (25 klukkustundir og 11 mínút- ur) í geimfcrðinni. Forinað ur nefndarinnar sagði, að rússnesk yfirvöld hefðu veitt mjög nákvæmar upplýsing- ar. ýWWWMWWIWWMMMWWW Evian, 13. marz. (NTB-Reuter). Friðarviðræður Frakka og alsírsku útlagastjórnarinnar liéldu áfram í dag, og hafa þær nú staðið í eina viku. Enn er það skoðun samningamanna, að lok Bretar hcfna tillögu Svía LONDON. 13. marz (NTB- AFP). Bretar hafa hafnað tillögu Undén, utanríkisráðherra Svía. Framhald á 14. síðu. viðræðnanna séu skammt undan. Þessi skoðun manna fékk byr und ir báða vængi er ljóst varð, að viðræðurnar mundu halda áfrarn eftir myrkur, sennilega langt fram á kvöld. Síðustu spádómarnir eru á þá lund, að viðræðunum ljúki á mið- vikudag eða fimmtudag. Frétt svissneskra blaða í dag þess efn- is, að samkomulag mundi örugg- lega“ nást á þriðjudag, var tekið illa af alsírsku sendinefndinni, og túlkuð á þann veg, að hér væri um að ræða tilraun af hálfu frönsku samningamannanna til þess að leggja haröar að mótað- ilanum. Þó virðist engin ástæða til að ætla, að viðræðurnar séu komnar út í algerar ógöngur. Öryggisráðstafanirnar í París voru enn efldar að mun í dag, þar sem sá tími virtist vera í nánd, að samningur um vopnahlé í Alsír yröi undirritaður. Öflugar sveitir úr hernum, lögreglunni, herlög- reglunni og slökkviliðinu voru búnar til orrustu með stuttum fyr irvara, ef leyniherinn OAS mundi reyna valdarán. Alls biðu 12 manns bana í ýmsum hermdarverkum í Alsír í dag, og 21 særðist. Meðal hinna særðu var franskur embættis- maður — ríkissaksóknarinn í Ór- an. Alls var tilkynnt um 28 hryðjuverk víðs vegar um landið í dag. afvopnun nú. Sendimenn hinna 17 ríkja munu setja átta meginatriði, sem Bandaríkjamenn og Rússar náðu samkomulagi um í fyrra- haust, til grundvallar. Samkvæmt þeim verður ákveðinn sérstakur byrjunartími, og á þeim tíma á að seja á fót sérstaka alþjóðastofn- un um afvopnunarmál, fækka tækjum til flutniuga á kjarn- orkusprengjum, þ. e. a. s. flug- vélurn og eldflaugum, auka frið- samlega könnun geimsins og loks á að minnka hættuna á skyndiár-- ás á þessum byrjunartíma. Kennedy forseti sagði í yfirlýs- ingu í dag, að Bandaríkin mundu þegar í stað framfylgja sérhverri afvopnunarsamþykkt, sem ráð- stefnan kynni að ná samkomulagi um. Genf er talið, að helztu vanda mál vesturveldanna sé, að hve miklu leyti Sovéthíkin vilji fall- ast á eftirlit, ekki aðeins sjálfa framkvæmd þeirra aðgerða, sem samkomulag næst um, heldur ör- yggi það, sem felast verður í því að aðgerðir þær, sem fallist verð ui á, verði raunverulega fram kvæmdar. Til þessa hafa Rússar roi+íiíí n-3! r-"--1-' - eftirlit að hægt verði að slá því föstu, uð vopnabirgðir hafi raunverulega verið eyðilagðar og herafli minnk aður. Síðan viðræðurnar um stöðv- uri tilrauna með kjarnorkuvopn fóru út um þúfur í janúarlok hef ur tilraunabann orðið liður í af- vopnunarviðræðunum fyrir al- vöru. Ráðstefnan mun verða að ákveða hvernig nýjum viðræðum um afvopnun skuli hagað, en vest urveldin eru hlynnt því, að und irnefnd fjalli um málið. Afvopnunarviðræðurnar fara fram í hinum stóra sal hinna fyrr verandi aðalstöðva Þjóðabanda- lagsins gamla, sem eru nú höfuð stöðvar SÞ í Evrópu. Frakkai senda fulltrúa, en sæti Frakka ec autt ef De Gaulle kynni að skipta um skoðun. Frakkar telja, að flók ið mál sem þetta geti ekki verið tckið til meðferðar af stórri sam kundu sem þessari. Þessi kommúnistaríki senda fulltrúa til ráðstefnunnar: Sovét- r.kin, Pólland, Rúmenía, Búlgar- ía og Tékkóslóvakía. Hlutlausu ríkin eru: Indland, Burma, Eþíó- pía, Arabiska sambandslýðveldið, Nígería, Svíþjóð, Brazilía og Mexíkó. Utanríkisráðherrarnir Rusk og Gromyko ræddust við í þrjá tíma i dag en án þess að ná verulegum árangri í Berlínarmálinu, en svo i öfðu menn vonað. Enginn já kvæður árangur hefur orðið af cinkaviðræðum þeirra. Rusk ræddi einnig við Home með sér í Vestur-Þýzkalandi. isráðherra V.-Þjóðverja hafði rætt við Grom.vko og lagði áherzlu á þann ugg, sem einhliða aðgerðir Rússa í Berlín mundu hafa í för með sér í Vestur-Þýzkalandi. Utanríkisráðherrar þríveldanna munu lialda nýjan einkafund á morgun. FURTSEVA INDÓNESAR SÁTTFÚSIR Washington og Djakarta. 13. marz. NTB-Reuter. Bandaríkjastjórn ,hefur Iagt til, að Iiidónesar og Hollendingar setjist að samningaborðinu til þess að reyna að finna lausn á deilunni um Nýju Guineu. Tals- Framh. a 14. síðu. MOSKVA, 13. marz. (NTB-AFP). Menningarmálaráðherra Rússa, frú Furtseva, sem var leyst frá störfum í forsætisnefnd Kommúnistaflokksins í október, verður ekki í framboði við kosn- ingarnar til Æðsta ráðsins, að því er opinberar heimildir í Moskva herma. Kosningarnar fara fram 18. marz og Nuritdin Mukhitidinov, sem var einnig leystur frá störf- um í forsætisnefndinni um leið og Furtseva, er meðal þeirra, sem ekki verða í framboði til Æðstá ráðsins. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 14. marz 1962 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.