Alþýðublaðið - 14.03.1962, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 14.03.1962, Blaðsíða 15
„Já,“ sagði Ernie. „Það gleður mig. Og ég hef annað að segja yður herra Mac Grath. Yður væri nær að leita að Carolyn heldur en að hlusta á kjaftaþaður um einn bezta mann, sem til er á þess- ari jörð. Og þakka yður kær- iGga fyrir en ég vil lveldur fara mcð strætisvagninum. Hún þaut fram hjá honum og út á götuna. Ernie starði á eft ir henni. Guð, hugsaði hann. Hún er eins og tígrynja að verja unga sinn. Hann hafði aldrei séð Grace Vitelli reiða fyrr. Það var áhrifamikil sjón. Og hún hafði svarað spurn- ingurn hans, öllum hans spurn ingum. En aðeins frá sínu sjónar- rniði. 13 Ben Forbes var heima þetta laugardagskvöld. Hann sat i setustofunni og lilustaði á þögn ina og einn dagur af hinum dýrmætu fimm dögum var lið- inn. v Leilinni að A1 Guthrie var lok ið áður en hún hafði hafizt Hendur hans voru að titra. Það kom honum ekki á óvart. Hann var hættur öllu. Iiann hafði vonast til að hann gæti komist að einhverju með því að tala við allt það fólk. sem Gut- lirie hafði umgengist. Nú var sú von úti og ekkert eftir. Teldu þá, nefndu þá. Sunnu ur, miðvikudagur. Fjórir dag- ar. Heil eilífð. Og þetta var svo grimmdar- lega vonlaust. Guthrie hafði tal- að við þessa konu. Hvað hét hún nú aftur? Selma. Hann hafði minnst á hús. Hann hafði minnst á borgarhluta þar sem enginn þekkti hann. Eitt orð til viðbótar hefði verið nóg. Aðeins eitt orð. Og hann hafði ekki talað það. Það voru sextíu þúsund manns í Woodley og allt það fólk bjó í húsum. Það yrði ekki nægur tími að hringja dyrabjöllum á öllum þeim liúsum. Hann hafði aðeins fjóra daga. Eri eitthvað varð hann að gera. Hann gat ekki setið og beðið. Beðið eftir að Guthrie hringdi klukkan hálf níu á miðvikudags- kvöld, — ,,þú skalt vera viðbú- inn”, hafði Guthrie sagt, „og hafðu engan hjá þér því ég hringi ekki aftur. „Bíða eftir því að Guthrie spyrði hvort hann hefði samið við Lorene og segja honum að svo væri ekki. Segja honum að Lorene ætli að giftast manni _sem heitir Vernon Krat- ich. Leggja svo símann á og bíða aftur. Bíða eftir því hve marga Gutlirie tækist að drepa áður en lögreglan næði honum. Carol- yn er sú eina sem ég veit með vissu að hann getur drepið. Ben gekk fram og aftur um gólfið og hugur hans var tóm- ur eins og steinn. En eitthvað varð hann að gera. Hann gat hringt til Ernie Mac Grath. Það yrði að vísu það sama og að undirskrifa dauða- dóm Carolyn en Carolyn var hvort eð er dauðadæmd og ef til vill gæti hann með þvi bjargað öðrum mannslífum. Lorene. Vernon Kratich. Sjálfum sér, ef það þá skipti máli. Hverjum stendur ekki á sama um líf Lorene? Eða Vernons t Kratich? Eða mitt líf, hugsaði Ben. Til hvers lifi ég núna? En eitthvað varð hann að gera. Hann gekk að símanum, sett- ist niður og hringdi í símanúm- er Ernies. Hann lauk ekki við að hringja. Hann lagði símann frá sér og leit niður á gólfið. Svo náði hann sér í whiskyflöskuna í eldhús- inu, slökkti ljósin og fór að hátta. Seinna um nóttina vaknaði hann og sá tunglsgeisla falla á autt rúm Carolyn og rödd tala í heila sér orð konunnar á kránni. HANN SAGÐI AÐEINS AÐ í ÞEIM BORGARHLUTA ÞEKKTI ENGINN HANN. í hve mörgum borgarhíutum þekkti einhver _A1 Guthrie? Og þegar allir þeir voru útilokaðir hve margir voru þá eftir? Hann endurtók þetta þrisvar eða fjórum sinnum. Þegar hann hafði skilið þýðingu þess stökk hann á fætur og þaut fram í for- st.ofuna og kveikti ljósin. Hann mundl ekki símanúmer Lorene og liann gáði að því undir nafni liennar. Það var hvergi að finna. Hann leitaði aftur undir nafninu Brewer, fann simanúmerið og hringdi. Síminn hringdi og hringdi. Loks hætti hann að hringja og konurödd sagði: „Hvaðer það?” „Lorene?” „Nei. Þetta er Mary Catherine. Iíver eruð þér og hvað viljið þér? „Er Lorene heima?” '„Hver vill fá að vita það?“ „Ég. Ben Forbes”. „Guð roinn góður, herra For- bes, vitið þér ekki livað klukkan er? Hana vantar tuttugu mínútur í þriú”. „Ég veit það — en er Lorene heima?” „Nei, hún er ekki heima”. „Vitið þér hvénær — ” „Nci, ég veit það ekki. Ilerrj Forbes hvað gengur eigiidee-’ að”. „Ekkert", sagði Ben. ,t þurfti bara að — spyrja hana að dálitlu. „Þér skuluð hringja á morg- un. Og hringið ekki alltof snemma”. Hún lagði símann á áður en honum gafst tækifæri til að segja meira. Hann fór aftur inn og lagðist niður á rúmið. Hann velti því fyrir sér hvort Carolyn væri sofandi eða hvort hún lægi líka andvaka og starði upp í loft- ið. Vitanlega var hún lifandi. Guthrie laug þvi ekki. Hann myndi ekki drepa hana fyrr en tíminn væri útrunninn. Nema öryggi hans sjálfs krefðist þess. Næturnar voi’u alltaf verstar. Þá var maður fangi hugsana sinna og hvergi var honum und- ankomu auðið ekki einu sinni með því að sofa. Vegna þess að nú svaf hann ekki eins og hann hafði áður sofið, ekki rólega, heldur óvært í undarlegum heimi fólks sem voru spegilmynd ir dagsins. Hann dreymdi um Guthrie og Carolyn, Lorene og dauðann. En morguninn kom og hann var enn til. Og hann þvoði sér og rakaði sig og klæddi sig og borðaði, allt af gömlum vana. Johnny Petit kom til hans með heita snúða sem Louise hafði bakað. Hann sat og talaði við hann þangað til hann gafst upp vegna andrúmsloftsins í húsinu og þagnar Bens og fór. Ernie MacGrath hringdi klukk- an tíu. Hann spurði hvernig Ben liði og Ben svaraði að sér liði vel. Ernie sagðist ekkert hafa frétt og Ben sagðist segja sömu söguna. Ernie bauð honum í heimsókn og Ben sagðist ekki treysta sér til þess. Ernie bað hann ekki tvisvar. Þegar liann lagði símann á fann Ben að eitt hvað hafði skort á samræður Ernies. Hahn nennti ekki einu sinni að hugsa um hvað það væri. Hann beið til klukkan ellefu og þá hringdi hann til Lorene. „Ileyrið þér mig, sagði hann og gaf henni ekki tækifæri til að segja meira en halló. „Ég þarf að fá lista yfir alla þá staði sem þið A1 bjugguð á í Woodley. Hvar þið verzluðuð og alla þá bari eða veitingahús, sem þið fóruð á og alla þá staði, sem A1 vann á.” „Strax?” spurði hún. „Já”. „En herra Forbes þetta verð- ur langur listi. A1 gat aldrei ver- ið lengi á sama staðnum, hann var alltaf að rífast annaðhvort við nágrannana eða húsráðanda. Ég er nýkomin á fætur og mér finnst ekki — ” „Ég verð að fá listann”. „Til hvers?” og breiddi úr því á borðstofu- borðið og tók til starfa. Eftir hálftíma hringdi síminn. Það var Vernon Kratich. „Það gleður mig að ég skuli hafa náð í yður herra Forbes. Ég þarf að tala við yður. Ég kem. eftir stundarfjórðung”. „Ég hef mjög mikið að gera”, sagði Ben. „Ég tef yður ekki lengi”, sagðl Kratich, kurteis en ákvéðinn. „Ég kem að vörmu spori“. Ben lagði frá sér kortið og list- ann og beið reiður og leiður. Kratich kom innan stimdar- fjórðungs. Ben hleypti hönum inn en bauð honum ekki sæti. „Ég hef mjög mikið að gera”, sagði hann. „Hvað vilduð þér?” Kratich virti hann fyrir sér. „Ég vil fá að vita hvað þér ætl- ist fyrir með Lorene“. „Ég verð að finna Al.” Hann þagnaði og reyndi að róa sjálfan sig, vera kæruleysislegur. „Ég hélt að ég hefði sagt yður það”. „Ég get ekki skilið til hvers þér viljið fá lista yfir alla þá staði, sem við bjuggum á”. „Það skiptir engu máli, Lo- rene. Segið mér þá bara”. Hún hikaði svo lengi að hann bjóst við að hún segði sér að fara til fjandans og leggja svo símann á. En svo fór hún að lesa upp heimilisföngin i geðvonzku- róm. Hún mundi ekki eftir öll- um húsnúmerunum en það skipti liann engu máli. Götunöfnin, ná- grennið, vinnustaðirnir voru það sem hann vildi fá. Hann skrifaði allt niður. Þetta varð langur listi. Lengri en hann hafði þorað að vona. „Eruð þér viss um að þetta sé allt og sumt?” spurði hann þeg- ar hún þagnaði. „Já”. „Þakka yður fyrir”, sagði hann og lagði símann á. Hann náði sér í kort yfir Woodley út í bílinn EINS og við sögðum frá fyrir skemmstu, hófst kennsla í sjó- vinnubrögðum við Gagnfr æðaskóla Húsavíkur í febrúar síðast- liðnum. Við báðum ljósmyndarann okkar á staðnum, Jón Jó- hannesson, að sýna okkur inn í sjóvinnutíma, og í fyrradag sendi hann okkur þessar myndir. IWWMWWWMWMWWWMWWWMWWWWWWWWWMWMWMWVMWIWMWWWM v ALÞÝÐUBLAOIÐ - 14. marz 1962 f5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.