Alþýðublaðið - 14.03.1962, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 14.03.1962, Blaðsíða 13
Fjörugt starf Nátt- æöifélagsins AÐALFUNDUR Hins íslenzka náttúrufræðifélags var nýíega halúinn. Á síðasta starfsári voru sex kvöldvökur haldnar eins og að undanförnu í Iláskólanum, og á þeim flestum voru flutt erindi um náttúrufræði og sýndar skuggamyndir. Tvær fræðsluferð- ir voru farnár á árinu, stutt og löng. Stutta ferðin var farin 25. júní upp að Elliðavatni, aðallega til gróðurathugana og grasasöfn- unar. Hún tók aðeins hálfan dag og voru þáttakendur 90. Leiðbein- endur voru Eyþór Einarsson og Ingimar Óskarsson. Hin ferðin var farin í Tungn áröræfi 18. ágúst og tók 3 daga. Þáttakendur voru 93. Voru skoð- uð fróðleg jarðfræðifyrirbæri og leiðbeinendur ^yoru Guðmundur Kjartansson (landslag og jarð- myndanir), Eyþór Einarsson (grös) og Agnar Ingólfsson (dýr). Einar B. Pálsson hefur skrifað IÐNFYRIRTÆKI í KEFLAVÍK FYRIR NOKKRU tóku til starfa í Keflavík fyrirtækin Kassagerð Suðurnesja h.f. og Prentsmiðja Suðurnesja h.f. Fyrirtækin eru til húsa að Hafnargötu 33 í Keflavík. Þar er fyrirkomið ýmsum vélum til pappírsiðnaðar, svo sem til prent- unar alls konar, en engin prent smiðja hefur verið starfandi á Suðurncsjum. Starfsemi kassagerðarinnar verður fólgin aðallega í fram- leiðslu á ýmsum vörum úr papp- ír og pappa. Mun leitast við að hafa vörur á samkeppnisfæru verði og útlit í samræmi ,við ósk ir vlðskiptavinanna. Við fyrirtækin starfa nú 10 manns. Framkvæmdastjóri er Al- bert K. Sanders. til orgelkaupa Höfn í Hornafirði: HINN 8. marz voru liðin 20 ár frá fæðingu Braga heitins Gunn- arssonar, sem fórst með m.sk. Helga frá Hornafirði 15. septem- ber 1961, er báturinn var á leið frá Englandi tii Hornafjarðar. Til minningar um Braga og fé- l'aga hans, er með honum fórust, hafa foreldar Brága, Jónína Jóns dóttir og Gunnar Snjólfsson, lireppstjóri á Höfn, ásamt börn- um þeirra og tengdabörnum, af- lient safnaðarfulltrúa hér 30 þús. króna gjöf, er skal vera stofnfé sjóðs til kaupa á pípuorgeli í væntanlega kirkju á Höfn. Safnaðarfulltrúi og sóknar- nefnd biðja blaðið að færa gef- endum innilegt þakklæti fyrir þessa höfðinglegu gjöf. — K.I. ferðasöguna í síðasta hefti Nátt- úrufræðingsins, en ritið kom út í 4 heftum á árinu og var ritstj. þessa 31. árgangs Sigurður Páls- son. . Verðlaun féalgsins fyrir beztu úrlausn í náttúrufræði á lands- prófi hlaut að þessu sinni Sig- rún Heigadóttir. Á næstu sam- komu félagsins segir dr. Sigurð- ur Þórarinsson frá Dyngjufjöll- um og Öskjugosinu, og sýnd verð ur kvikmynd. Stjórnina skipa: Guðmundur Kjartansson, formaður; Einar B. Pálsson, Eyþór Einarsson, Gunn- ar Árnason og Ingvar Hallgríms- son. Sigurður Jónsson frá Brún Fyrir hönd rossa- B • w A. I ® ® tem/ara og tleiri SVO er að sjá á miðvkudags grein Tímans 28.2 þ.á. sem vanda skuli allmikið til vals þeirra manna, er orðum megi eyða um bókmenntir, að minnsta kosti ef til andmæla dregur, því sem höf undar umgetinna bóka vilja ve.'a láta. Ólafur Jónsson skrifar þar um gagnrýni og má hann fyrii’ þeim, sem þetta ritar, ein við mælast um amrgt af því, en ann- að verður hér lítillega athugað. Hann segir: „Margir leggja hönd á plóg, æskulýðsleiðtogar, fjármála- men, hrossatemjarar, barna- kennarar, og enn fleira fólk úr ýmsum áttum.“ Þessu íólki er borinn á brýn ofstopafullur flutningur mála kryddaðar per- sónulegum svívirðingum og virð ist einkum lagt til ámælis að fundið hefir verið að fyrirbæri því, er iðkendur þess vilja kalla „nútíma ljóðagerð" þótt ósannað sé að það eigi skyldara við nú- tímann en ýmsa liðna tíð og enn óvissara er að eigi. rétt á ljóða heiti, hefir margs annars verið til getið þar á meðal leirburður. Þetta er nú ljóta meðferðin. Látum nú vera með æskulýðs- leiðtogana. Þeir eru svo önnum kafnir að þeirra gætir ef til vill ekki ákaflega og svo eru það fínir men, sem ekki getur heitið læg- ing að meðtaka frá smáákúrur. Fjármálamenn munu þagna ef það kostar til muna af peningum að láta svo og svo. En „lirossa temjarar" sem margir eru sjátfir hagox-ðir og auk þess ílestir orðn ir atvinnulausir við aðalstarfið og barnakennarar, sem kunna að geta valdið nokkru um smekk nemenda sinna og" fólk úr ýmsum áttum! Að allur þessi söfnuður skuli fara að illskast við leir- skáldin og leyfa sér að senda blöðum hnútur og harðyrði um bækur og höfunda, allra helzt ef sumt af þeim mönnum, sem fyrir verður er þá ekki leir- skáld heldur skáld án forliðsins, þótt eitthvað þyki þeim mislagð ar hendur, það er ljóta ástandið. Von að aumingja mennirnir aki sér. En frelsi er tvírætt og réttur marghliða og svq vill til að undirritaður hefur tamið hross lengur en Ólafur Jónsson hefir lifað, kennt böx-num lengur en hrossum, þótt allt sé þetta af veikum mætti gert, auk þess stundað ljóðagerð og ljóðalestur sýnu flest árin og samfelldast þessara verka. Hann telur því til sín talað og þykist hafa rétt til ræða — ekki einasta um hrossa tamningu og barnauppeldi, ef svo slæst, heldur líka um rök- festu hugsana og framsetningu mega láta sig það máli skipta ef reynt er að sveia hrossatemj, urum, barnakenúurum og fólki úr ýmsum áttum burt frá um- ræðum um bókmenntaefni eins og ef reknir væru hundar frá háborði. Hann þykist auk heldur hafa rétt á að spottast að mennta hroka þeirra manna, sem virðast halda að einhver skólaseta eða útgáfa eins eða fleiri bókarpésa geri það að stéttarmálefni þeirra einna, hvaða hugmyndir og livernig framreiddar þeir bjóða öðrum stéttum sem endurgjald uppeldis síns og auðsvona eða frægðar, sem allt er fengið, sumt fyrir seld rit eða tekið með inn- heimtu opinberra sjóða og ríkis, ellegar eftir enn dularfyllri far vegum frægðarinnar. En þótt ekki sé það txygging réttrar nið urstöðu að hafa lengi hugsað um mál vei’ður það ekki viðui’kennt í þessari grein að áðurnefndum flokkum manna sé það óliæfa að láta í ljós skoðanir sínar, gæti jafnvel verið nauðsyn. Tókastúfur Gríms Thomsens gæti vel orðið leiksviðshæfur enn á ný þótt ekki sætu fyrir átökum Hleiðru-menn eða Hálfsrekkar, heldur deili bókmenntastefnur um rétt sinn til virðingar eða heita. Ólafur Jónsson krefst þess að ónefndur, en auðþekktur höfund ur „leiði að því hlutlæg, bók- mennta rök að ofannefnd skáld tvö (nöfn þeirra íyrr í grein hans) séu verstu leirkarlar og glæpur mikill að örva þá til frekari skáld skapar með verðlaunaveitingum eða á annan hátt“. Hefir maður inn ekki lesið um fjárkröfu til „Tímans“ reista á höfundarrétti sem þá á að banna birtingu til vitnunar nema goldin séu höf undarlaun og þau hressileg? Heldur hánn að æskulýðsleið togar, fjármálamenn, hrossatemj arar barnakennarar og fólk úr ýmsum áttum skorti ráðdeild til að bíða úrskurðar um féráns- dóm Matthíasar, þótt það uni því ekki að bókmenntaarfi felli fræ í lieilabú barna sinna og barnabarna. Ef liann hefði veriij nokkrum mánuðum fyrr á ferð með slíka kröfu kynnu menn að hafa orðið við henni og eins mætti svo fara ef hún kæmi í hugann eftir að Matthías Jóhann essen hefir tapað máli sínu um höfundai’launin, að því tilskildu að svo megi mál hans ráðast. Það er sérmál lögfræðinga og fer eftir lögum og gerðum samn ingum hvað menn mega leyfa sér gagnvart eigum og orðum hvers annars, en ef á annað borð á að flokka menn í hópa, sem annaðhvort séu viðmælandi um bókmenntaleg málefni eða ekki, þá ber þess vel að gæta, að hér á landi er nokkuð sérstaklega ástatt Heimamenntaðir menn, lítt eða ekki skólagengnir eiga hér meiri Framhald á 14. síðu. ÞESS! skemmtilega mynd er úr „Hvaff er sannleikur?" eftir J. B. Pristley, sem Leik- félag Reykjavíkur hefur sýnt að undanförnu við ágæta að- sókn cg er af Guðrúnu As- mundsdóttur og Birgi Brynjólfs syni í hlutverkum sínum. Fáar sýningsr eru eftir og verður næsta sýning í kvöld kl. 8,30. ÞRJÚ norræn bókafyrirtæki, Gyldendal í Kaupmannahöfn og Oslo, og Albert Bonniers Förlag í Stokkhólmi efna til fyrstu ineiri háttar skáldsögusamkeppni á Norðurlöndum síðan 1931, og eru hæstu verðlaun um 500—600 þús. ísh krónur. JJandi’it skulu lxafa borizt ekki síðar en 1. marz 1963. Forlögin; hafa hvert um sig heitið 25 þúsri und kr. (dönskum) verðlaunum fyrir beztu skáldsöguna, og bezta skáldsagan af þeim þrem, sem verðlaun hljóta, fær auk þess verðlaun að upphæð 75 þúsund danskar krónur. Ennfremur hafa bókafyrirtæk- in efnt til samkeppni um beztu barna- og unglingabókina, sem verðlaunuð verður með um 250- 300 þús. ísl. kr. HESTUR- INN OKKAR" TÍMARIT Landssambands hesta- mannafélaga, „Hesturinn okkar“ er nýkomið út. í heftinu eru margar fróðlegar og skemmtileg- ar greinar. Fyrst í heftinu er „rit- stjóra-rabb“, þá er grein um fræga lilaupagarpa og hestavísur eftir Einar Sæmundsen. Af öðru efni heftisins má nefna: Grein eftir Vignir Guð- mundsson, blaðamann, um ís- lenzka hesta á Grænlandi. Gaml- ar myndir og „Skeið“ eftir Krist- in Hákonarson. Þáttur um hest þing Loga og Trausta. Grein um Bessastaða-Blesa, eftir Bjarna Bjarnason frá Laugai’vatni, „Um sinabólgu" eftir Pál S. Pálsson, yfirdýralæknir, og að lokum grein um skurðaðgerðir á hest- um. ALÞÝöUBLAÐIÐ - 14. marz 1962 |,3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.