Alþýðublaðið - 14.03.1962, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 14.03.1962, Blaðsíða 5
IWWWWWMWWWWWWmWMWHHWWWWWMWMM* SJOMENN FARAST Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur, Alþýðuhúsinu, Reykjavík. Reykjavík 13. marz 1962. Kæri félagi! Næstkomandi laugardag, 17. marz, verffur árshátíð Alþýðu- flokksfélags Reykjavíkur háð í Iðnó og hefst hún kl. 7 e. h. með borðhaldi. Verður íslenzkur matur fram reiddur. Að borðhaldi loknu verða flutt ávörp og ýmis skemmtiatriði. Vel verður vandað í alla staði til árshátíðarinnar að þessu sinni sem áður. Allir vita hvílík veizla er í íslenzkum mat og þarf ekki að orða það frekar. En rétt er að láta þess getið hér, að stutt ávörp flytja þeir ráðherrarnir Emil Jónsson og Gylfi Þ. Gíslason. Skemmtiatriði eru þau, að indverskur eldgleypir sýnir Jistir sín- ar; frú Rigmor Hanson sýnir Twist-dans ásamt nemanda sínum; Erlingur Vigfússon söngvari syngur einsöng og þeir Róbert Arn- finnsson og Rúrik Karaldsson flytja skemmtiþátt. Síðan verður dans til kl. 2 eftir miðnætti. Eins og sést að framansögðu hefur verið lögð feikna áherzla á að vanda til árshátíðarinnar, en verð aðgöngumiðans er hins vegar ótrúlega lágt: aðeins 125 krónur. Er það því von og ósk okkar að Alþýðuf'okksfélagar fjölmenni á þessa árshátíð sína og taki gesti með. Árshátíðir flokksfélagsins hafa ætíð verið vinsæl- ar og vel sóttar og vonum við að svo verði einnig nú. Sjáumst heil! Skemmtinefnd Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur. iWMWWMWWWMMMMWWWWWMMWWWWtWMWWWWtWM ENN LÉLEGUR AFLI vertíðarbáta er fremur lé- legur um þessar mundir. Enn fjölg ar netabátunum og hjá þeim, sem bezt gengur, er aflinn yfir 20 tonn. Blaðið talaði í gær við nokkrar ver stöðvar: ★ KEFLAVÍK. Bátarnir voru með reytingsafla á mánudag. Afli línubáta var almennt 10-13 tonn Skóiar lokaðir SAMKVÆMT upplýsing- um frá skrifstofu borgar- læknis hefur inflúenzan ekki rénað, — þannig, að ekki verður liafin kennsla í skól- um í dag, — og enn er óá- kveðið, hvenær reynt verður að hefja kennslu. Nokkrir hafa fengið Iungnabólgu upp úr inflúenz unni, en yfirleitt hefur liún þó gengið yfir á fáum dög- um. tttWWtWWHMMMWMWMWV Þingmenn deila um líftryggingar MIKLAR umræður urðu í neðri deild alþingis I gær uni slj’sa- og líftryggingar sjómanna. Það kom fram í umræðunum, að undanfarið hafa margir sjómenn farizt lítt tryggðir, þar eð aðeins fá félög sjómanna hafa samið um viðbótartryggingu fyrir sjómenn að upphæð kr. 200 þús. kr. Kom fram í umræðunum, að sjómenn irnir á Stuðlabergi hefðu ekki verið tryggðir slíkri tryggingu og ennfremur að ekki hefðu verið löglega skráð á skipið. og þeir hæstu voru með 18-181^ tonn. Hilmir var hæstur af línu- bátunum. Afli netabátanna var frekar lé- legur, en einn var með 24 tonn og ánnár með 17 tonn. Hinir voru með 7-8 eða 10-12 tonn. Af neta- bátunum var Eldey aflahæst og var fiskurinn tveggja nátta. ★ AKRANES. Afli bátanna var nokkuð misjafn á mánudaginn. Afli línubáta var frá 2 tonnum upp í 6V& tonn, og afli netabáta frá rúmum 2 upp i 14 tonn. Allir Akranesbátar voru á sjó í gær, og beittu. línubátar loðnu. ★ SANDGERÐI. Bátarnir róa allir ennþá með línu, og í gær var aflinn hjá þeim frá 6 til 13 lestir. Viðir II. veiðir í þorsknót, og hefur fengið reytingsafla öðru hverju. Bátarnir voru allir á sjó i gær, og búizt er við að þeir hefji neta- veiðar eftir þessa viku. Margir netabátar hafa lagt upp hér, en frekar lítið. Það voru þrír bátar, sem fengu 13 lestir á mánudag, Freyja, Smári og Stefán Þór. — Ó.V. ★ GRINDAVÍK. Aflinn er mis- jafn lijá bátunum, en þeir eru allir á netaveiðum og fiska bezt skammt undan landi. Flestir bát- anna skiptu yfir í net um helg- ina, aðallega vegna þess, hve tíð- in hefur verið óhagstæð. Nokkrir bátar voru með góðan afla á mánudaginn, þótt hann væri yfirleitt lélegur hjá þeim flestum. Þrír voru með yfir 20 tonn, þar af einn með 28 tonn. Til umræðu var frumvarp Pét urs Sigurðssonar, Birgis Finnsson ar o. fl. um breytingu á lögum um lögskráningu sjómanna. Gerir frumvarpið ráð fyrir að það verði gert að skilyrði við lögskráningu sjómanna, að lögð sé fram kvitt un fyrir því aö samningsbundnar slysa- og líftryggingar séu í gildl Pétur Sigurðsson fylgdi frum- varpinu úr hlaði. Sagði hann, að frumvarpið væri fram borið vegna þess, að komið hefði í ljós við hin tiðu sjóslys undanfarið, að samn ingsbundnar slysa- og líftrygg- ingar væru ekki í gildi, þar eð út gerðir hefðu iátið undir höfuð leggjast að ganga frá slíkurn tryggingum. Pétur sagði, að ali ir væru tryggðir hjá almanna- tryggingunum fyrir 90 þús. kr. en duk þess hefðu ýmis félög sjó- manna samið við útgerðarmenn um 200 þús. kr. viðbótartrygg- ingu. En mikill misbrestur væri á að slíkar tryggingar væru i gildi. Hannival Valdimarsson fK) kvaddi sér hljóðs. Hann sagðist hafa borið fram á þessu þingi og hinu síðasta frumvarp um að lög bjóða .200 þús. kr. dánartrygg- ingu sjómanna. En ekki hefði frumvarpið náð fram að ganga. Kefði minnihluti heilþrjgðis- og féiagsmálanefndar deildarinnar skilað áliti og verið fylgjandi frumvarþinu en meirihluti nefnd arinnar hefðu ekki fengizt til þess að skila áliti og væri frumvarp- inu andvígur. Birgir Finnsson (A) kvaddi sér Mjóðs og sagði að Hannibal hefði hér farið algerlega rangt með staðreyndir eins og hans hefði verið von og vísa. Hann kvað það rangt að meirihluti heilbrigðis- og félagsmálanefndar væri andvíg ur hærri slysa- og dánartryggingu fyrir sjómenn. Þvert á móti hefði meirihluti nefndarinnar viljað ganga lengra og láta hækkunina ná til allra. Hefði málið verið rætt við félagsmálaráðherra og þess óskað að hann athugaði mögu. leikana á því að breyting þessÞ yrði gerð á almannatryggingalög unum. Væri það mál nú í athug un. Pétur Sigurðsson talaði aftur og sagði, að það væri fróðlegt að ahuga hvar 200 þús. kr. tryggingu- hefði verið komið á. Það væri ein mitt hjá félögunum innan Sjó- mannasambands íslands, og hjá Aiþýðusambandi Vestfjarða, hins vegar hefði slikum tryggingurrv. ekki verið komið á í félögum kommúnista. Lúðvík Jósepsson tók einnig ti4- máls og var ræða hans í mjög svipuðum dúr og ræða Hanni- bals. FLENZAN VH.DUR V ÐA IRUFIUNUM afll Patreksfirði, 13. marz. Hér eru sex bátar á sjó. — Mikið hefur veriö um ógæftir í vetur og hafa því bátarnir aflað fremur illa, en um helgina brá til hins betra, og komu þá allir bát- arnir með góðan afla. Netabátarn ir þrír komu meö frá 20 upp í 40 tonn en á netabátunum var afl- inn minni eða frá 8-13 tonn. Aflahæstur er Ilelgi Helgason frá Vestmannaeyjum, en hann er gerður út frá Patreksfirði. — Ilann mun hafa aflað um-400 tonn frá áramótum. Nú . er nóg að gera við fiskvinnsluna og allir bát arnir komnir aftur á sjó. — Á.P. KENNSLA hefur verið felld niff- ur í skólum víða um land, og víða hefur vantað talsvert af fólki í frystihúsum, t. d. í Vestmannaeyj- um og fleiri verstöðvum. Sjómenn hafa veriff í vandræðum sums stað ar, og hafa sumir hátar ekki róið með fullri áhöfn. Menntaskólanuim á Akureyri var lokað - í gær, en 40% nem- enda vantaði. Þá var kennsla felld niður í öllum bekkjúm Mennta- skólans í Reykjavik í gær, nema 6. bekk. Á ísafirði vantaði í gær 40% nemenda barnaskólans, og var kennsla felld niður til föstudags. Némendur Gagnfræðaskólans á ísafirði mættu í gærmorgun, en þar sem forföll voru óbreytt, var ekki hafin kennsla. Víða er sömu fréttir að færa. Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær hefur kennsla verið felld niður í Gagnfræðaskólanum í Keflavík til fimmtudags og i barnaskólanum til föstudags. Er inflúenzan orðin nokkuð mögnuð i Keflavík og hafa róðrar fallið niður hjá nokkrum bátum. Á sum um bátum er ekki fullur mann- skapur. í gærmorgun mætti ekki helm- ingur nemenda i barna og ungl- ingaskólanum í Sandgerði, og á- kveðið var að hætta kennslu í 3 daga til að byrja með. Inflúenzan hefur ekki valdið teljandi töfum á róðrum þar, en hins vegar hafa nokkur brögð orðið af flenzunni hjá starfsfólki í frystihúsunum í Sandgerði. Á Akranesi hefur inflúenzunn- ar ekki orðið vart að ráði meðal bátasjómanna. en hennar hefur orðið várt í frystihúsUnum. í Grindavík virðist fienzan hins vegar vera í rénun. Þó hefur ver- ið auglýst eftir sjómönnum í Grindavík vegna veikindáforfalla þar. Skólanum var lokað fprir helgi og átti að hefja kennslu á ný í gær. MWWWWWMWWWWWMWWtt ANAHEIM — Lögreglan í _ Anaheim efndi fyrir skemmstu ; “ til asfingar meS táragasi, og i „ gekk þa5 ekki hávaSalaust ;i fyrir sig. Liðþjálfi, sem átti að kenna nýliðum galdra gas- i grímunnar, setti upp bilaffa ! grímu og féll í ómegin. Viff- i vaningur sprengdi óviljandi gassprengju í herbergi þar sem allir voru grímulausir. Loks kviknaði í húsinu þar sem kennslan fór fram. — Þó er þess aff geta, að kennar- inn taldi æfinguna að ýmsu leyti vel heppnaða. Kann sagði nemendum sínum — fjörutíu hágrátandi lögregfu- þjónum aff nú hefðu þeir ; aff minnsta kosti fengið af því smjörþefinn, hvað hægt væri að gera við táragas. « r WWWWWMMMMWMMMMWM ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 14. marz 1962

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.