Alþýðublaðið - 14.03.1962, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 14.03.1962, Blaðsíða 8
lágt, en samt er bæði keypt og selt, og margir telja sig gera góð kaup. Það er staðreynd í heims- pólitíkinni, að heimsvalda- stefnan er að gefa upp önd- ina. Hér áður réðust kóng- amir inn í framandi lönd og lögðu þau undir sig og píndu síðan út úr þeim skatta eða vörur og lifðu á því í vel- lystingum praktuglega. Það var imperialismi. Þær þjóðir, sem áður lutu erlendri stjóm, em nú sem óðast að fá sjálf- stæði og kasta nú fyrrver- andi húsbændum sínum á dyr við almenn fagnaðarlæti hnattarbúa. Svona virðast málin standa á þessu sviði í heiminum í dag. En ekkert er án undan- tekninga, og ein slik undan- tekning á sér nú stað meðal Norðurlandaþjóðanna. Undan farið hefur mikið verið um þennan nýja „imperialismá” rætt í suður-sænskum og dönskum blöðum. Danir eru nefnilega að leggja undir sig Skán eftir löng yfirráð Svía á þessu forna danska iandi. VEL VOPNAÐIR Hinir fornu dönsku víking- ar eru ekki enn dauðir í öll- um æðum, ef marka skal um- sagnir sænskra blaða. en þar hafa á forsíðum komið fyrir- sagnir á við þessa: „Danir halda áfram að leggja aftur undir sig Skán og nokkurn hluta Smálanda”. Hættuleg- ustu óvinirnir koma frá Kóngsins borg og þeir eru svo fjölmennir, að menn búast brátt við að Skánarbúar munu eins og gamalt skánskt mál- tæki segir „safnast saman í kirkjunum og fara með bæn- ina: „Frelsa okkur frá hinum villtu Kaupinhafnarbúum!” Suður-Svíþjóð er bókstaf- lega í uppreisnarástandi og gengur til baráttu gegn hin- um herskáu Dönum, en ef til vill er það um seinan, því innrásarherinn hefur þegar nokkurt forskot. Ef til vill er það mönnum nokkur léttir, þegar þeir lieyra að hinar á- gengu hersveitir Dananna fara í engu ófriðlega, eru klæddar börgaralegum fötum og hafa erlendan gjaldeyri, þ. e. danskan, einan vopna. En þeir eru velvopnaðir segja Skánarbúar, og það þykir þeim verst. _____ SVÍUM AÐ KENNA? Vopnin nota Danir til að kaupa sumarbústaði, íbúðar- hús eða stærri og minni bú- garða með kvikfénaði og öðru tilheyrandi. Sumir segja reyndar, að Svíar geti sjálf- um sér um kennt, því þeir hafi gefið Dönum þá röngu hugmynd, að hægt væri að fá sumarbústaði og bænda- býli á Skáni fyrir lítið fé. Af- leiðingin hefur orðið sú, að Danir streyma nú til Skánar, til þess að verða jarðeigend- ur, í þeirri góðu trú, að þar megi auðveldlega komast að kostakjörum. Ekki fá samt allir þau góðu kaup, sem þeir óska eftir, og sumir snúa von- sviknir heim. Tilboðin eru ekki of mörg og verðið ekki Sumir verða reyndar að fara alla leið til Smálanda, til að láta þann draum sinn ræt- ast að eignast eigið hús á sænskri jörð. Nú hefur myndazt hörð samkeppni milli Dana og Svía um að eignast sumarbústaði á Skáni og verðið hefur stórhækkað jarðeigendum til mikillar á- nægju. Einn norskur blaða- maður lýsir þessu þannig: DANIR í SÓKN „Dönum fjölgar stöðugt á Skáni. Nú eru þeir komnir alla leið til skógarsvæðanna. Bókstaflega allt land niður við ströndina er uppselt, og það, sem enn er eftir, er á svo óhóflegu verði, að aðeins reglulegir auðkýfingar geta keypt það”. Fasteignasali í Hássleholm lýsir þesau svo: Byggðin á þessu svæði er mjög gimileg Dönum fyrir sumarbústaði, en verðið verkar á þá sem gusa af köldu vatni, svo geysi lega he :~ur verðið á lóðunum hækkað síðan í fyrravor, að innrásin liófst. Dönum hefur með auglýsingum verið talin trú um, að þeir geti fengið lóð fyrir 5 — 6 þús. sænskar krónur, þegar sannleikurinn er sá, að þeir verða að borga a. m. k. 10 þús. krónum meira SVIAR GRAMIR Ástæða þessarar innrásar ér sú, að allt sumarbústaða- land á Sjálandi og með dönsku ströndinni er nú upp- selt. Sérstaklega er Svíum (öðrum en jarðeigendum) í nöp við þessi kaup Dana, vegna þess að Svíar mega ekki kaupa jarðeignir í Dan- mörku. Hafa Svíar nú í hyggju að leggja þetta mál fyrir Norðurlandaráðið. FYRIR NORÐUR- Ný gerö af nýjasta farartækinu: flugbílnum Ungur brezkur flugvirkjanemi hefur smíðaff þennan litla flugbíl effa „hovercraft“ eins og þes si tæki eru nefnd á ensku. Vélin hvílir á loftpúða rétt niður viff jörðu, er aðeins fimm fet í þvermál og gengur fyrir tveggja sylindra 500 rúmsentímetra vél. LANDARÁÐIÐ Sænskur dócent hefur nú verið skipaður til að athuga þetta mál fyrir Svía, og er hann óblíður í máli í garð Dana.Segir hann þá hina þver ustu og neita Svíum alger- lega um svo mikið sem að fá að kaupa hús í Danmörku. Danir eru að semja nýja reglugerð um sölu á járð- eignum og fá Svíar ekki að kaupa neinar jarðir á með- an. Svíar segja, að þessi nýja reglugerð sé gerð til þess að koma í veg fyrir að Þjóðverj- ar kaupi danskt land, en það megi ekki bitna á Svíum líka. Þeir hafa því ákveðið að leggja þetta sérstæða milli- ríkjamál fyrir fund Norður- landaráðsins, sem kemur saman í Helsingfors nú í þess um mánuði. Það mun standa lengi, spáir dósentinn, og mun mæla þar af þekkingu á danskri skapgerð. Dr. Martin Niemiil ur-þýzki kirkjuhi frægi, segir, aff þaff um ekkert vandamál hvort konur eigi a gegna prestsþjónus konur hafi gegnt pr ustu í umdæmi hans, síffan 1945. „Ég he heyrt um söfnuff, s kvenprest cg va skömmu síffar þakkh ir aff hafa fengiff h prest sinn”, sagffi I lega. Kirkjan í Bayem i samari og heldur si( Páls postula. Y lcirkjunnar þar, Sclimidt segir svo: segir ekki frá nein um, sem stóffu fyrii um. Meðal postula Ji engar konur, og Pá aff skipun Jesús, aff urinn ætti að boffa : erindið í söfnuðinun an er ólík staffa ky sköpunarverkinu: K inn er konunni æðri Dr. Elisabeth Hasi kirkju V-Þýzkalands. sinn, titraði ég, sag hún vanizt kalli s/ni hjónaband, en hún \ „Nei, gerið það e 8 14. marz 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.