Alþýðublaðið - 04.04.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.04.1962, Blaðsíða 2
ÉWri JKtstjórar: Gisli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Aðstoðarritstjórl: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu •—10. — Áskriftargjald kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgef- andi: Aipýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. Tvennt blasir v/ð SÚ TÍÐ er liðin, er íslendingár lifðu einangraðir á yztu nöf hins byggilega heirns, og þurftu litlar á- fiiyggjur að hafa af viðburðum í fjarlægum lönd- «n. Aðeins fárra klukkustunda flug er nú til næstu landa í austri og vestri. Örlög íslendinga verða hér eftir nátengd örlögum annarra þjóða. Ef hús ná- 'granna okkar brennur, verður okkar hús þegar í ~hættu. Samfara þessari afstöðubreytingu hefur það gerzt, að íslendingar eru fullvalda þjóð, sem verður að sjá málum 'sínum borgið. Þess vegna gefum við þróun heimsmála nánar gætur og leggjum hið litla loð okkar á vogaskálarnar, þar sem hagsmunir /sjálfra okkar og heildarinnar kref jast. Tvennt blasir við augum. Tæknin hefur kennt manninum fjöldafram- 1 leiðslu, en slík framleiðsla krefst fjöldamarkaða. 1 tÞess vegna eru hinir gömlu tollmúrar um stór- 1 veldi jafnt sem kotríki að hverfa. Voldugar heild- í ir hafa þegar myndazt í Bandaríkjunum og Sovét- 1 -4’íkjunum — og nú koma' aðrir í kjölfarið. Efna- ! hagsbandalag Evrópu er að gerbreyta aldagam- —aíli sögu álfunnar, þeirri sögu, sem hefur leitt til í tsundrungar og styrjalda þjóða, sem höfðu og hafa ’ allt að vinna með samstarfi og friði. Síðar munu 1 (koma slíkar efnahagáheildir í Afríku, Suður-Ame- ! <ríku, Suður-Asíu, Kína og víðar. Um síðir verður 1 trnannkynið eitt á þessu sviði, framleiðsla og dreif ^ ing lúta lögmálum tækninnar og tryggja góð og : jöfn lífskjör um allar álfur. ( Íslendingar verða að gera upp við sig, hvort þeir ! ætlaað fylgjast með þessari þróun og njóta ávaxta 1 "hennar — eða ekki. Hitt atriðið, sem blasir við, er hættan á heimsó- ■ ffiði. Hugmyndin um Sameinuðu þjóðirnar, al- heimsþjóðfélag, sem hefur löggjafaþing, fram- 1 kyæmdavald með alþjóða lögreglu og dómsvald, K^r hin rétta leið. En hugmyndin er enn á undan ■veruleikanum. Þess vegna skipa þjóðirnar sér í íininni heildir til að varðveita frið og tryggja styrk til að halda yfirgangsstefnum í skef jum. Slík minni heild er til dæmis Atlantshafsbandalagið og á sína vísu Varsjárbandalagið líka. Einnig á þessu sviði verða Íslendingar að horf- ■ast í augu við staðreyndir og taka ákvarðanir, sem 1óyggjast á stöðu landsins og lífsviðhorfi þjóðarinn- <ar. Það er íkveikjuhætta í nág;renninu — og við tökum því þátt í brunavörnum. Þess vegna erum við í Atlantshafsbandalaginu. Sterk öfl 'togast á í heiminum. Stöðugar tilraun ir eru gerðar til að villa íslendingum sýn og rugla onát þeirra á eigin hagsmunum. Þessar tilraunir flnega ekki takast. Áratuga reynsla tryggir yður óvið- jafnanlegan kæliskáp að ytra útliti, hagkvæmni og notagildi — Hagsýnar húsmæður xun víða veröld velja KELVINATOR kæliskápinn Ymsar stræðir fyrirliggjandi. 5 ara ábyrgð á mótor, árs ábyrgð á öðrum hlutum skápsins. — Viðgerða- og varahlutaþjónusta að Laugavegi 170- Sími 17295. AFBORGUNARSKILMÁLAR Hekla Austurstræti 14 Sími 11687 Óskum eftir að ráða sem fyrst á Teiknistofu vora: Arkitekt eða byggingatæknifræöing Vélaverkfræöing eöa véltæknifræÖing Allar nánari upplýsingar gefur Gunnar Þorsteinsson, Teiknistofu SÍS og Jón Arnþórsson, Starfsmannahaldi SÍS, Sambandshúsinu. Starfsmannahald SIS. Voruhappdrætti . 12000 vinningar á ári! Hæsti vinningur i hverjum llol<t<i 1/2 milljón krónur Dregið 5. hvers mánaðar. lesið áibýðublaðiH Áskriffasíminn er 14900 2 4. apríl 1962 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.