Alþýðublaðið - 04.04.1962, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 04.04.1962, Blaðsíða 7
Lögfræði fyrir almenning dýrum FRAM á síðustu áratugi hefur landbúnaður verið aðalatvinnu- vegur íslendinga. Hefur búfjár- ræktin þar skipað öndvegið. Löggjöfin ber framangreindum atvinnuháttum glöggt vitni. M.a. eru mörg lagaákvæði, eldri og yngri, varðandi ábyrgð manna á tjóni, sem dýr þeirra valda. í Jónsbók xrá 1281 sbr. Réttar bót frá 1294 voru ítarleg ákvæði um þessi efni. Þessi gömlu á- kvæði hafa-aldrei beinlínis verið numin úr gildi. í slíkum tilfellum orkar oft tvímælis, hvort lögin séu enn í gildi eða ekki.. Venjan er þá sú að beita þeirri reglu, að telja hin gömlu ákvæði í gildi, ef þau hvorki brjóta i bága við yngri sett lög né meginreglur lög fræðinnar, eins og þær eru taldar nú á tímum. í löndum, þar sem kvikfjár- rækt er stunduð hefur ávallt ris ið spuming um bótagreiðslur vegna ágangs búfjár í landi ann ars manns. Samkvæmt ákvæðum Grágásar varðaði beit á túnum, ökrum og engjum usla'bótum. Jónsbók breytti þessu ákvæði og lét bótagreiðsluna byggjast á þvi, hvort lögrgaröur var um landið eða ekki. Löggarður var torf- eða grjótgarður af ákveðinni hæð og þykkt, en með hliðsjón af 'breytt um staðháttum má nú skilgreina hugtak þetta sem griphelda girð- ingu. Þessum ákvæðum Jónsbókar var aftur breytt árið 1294 á þá leið, „að fulla skaðabót skuli greiða fyrir beit töðUi akra eða engja, þótt enginn löggarður sé um“. Bótaskyldan er hér allt að einu fyrir hendi, þótt eiganda eða haldsmanni fjórsins verði ekki gefið að sök.ágangur þess. Þetta gamla ákvæði er í fullu samræmi við nútíma kenningar á sviði skaðabótaréttarins og er því talið gildandi lög í landi hér. Ákvæðið hefur sýnilega fyrst og fremst í huga beit sauðfjár, nautgripa og hrossa, en leyfilegt hefur verið talið að beita reglun um um önnur húsdýr, t.d. svín og alifugla. Auðvitað er það ekki beitin í þrengri merkingu, sem bótum varðar, heldur einnig ann ar usli, t.d. korn eða hey 'bælist o.s.frv. í Réttarbót ségir: „... að skylt sé að hafa löggarð, hvar hlaðið er kprni eða töðu“. Þar sem ætla má mikla ásókn búfjár í korn- eða heystakka, er sú skylda lögð á eigandann að girða stakkana. Ef hann bregst þessari skyldu, hefur hann firrt sig kröfu til skaðabóta. Jafnvel gæti sá, sem á hinn ógirta heystakk, orðið bóta skyldur, ef íénaður íræðist þar undir. Talið er, að þessi regla um hlaðið korn eða töðu gildi einnig um matjurtargarða eftir lögjöfnun. Um bætur fyrir beit í haga voru nákvæm fyrirmæli í Jóns- bók. Þar skipti máli, hver afstaða fjáreiganda til beitarinnar var hvort löggarður var um hagann og hvort landið var lögfest, en lögfesting til íorna var ékveðin réttarathöfn, sem svarar til lög banns nú á tímum. Telja verð ir sum af ákvæðum þessum énn i gildi, en önnur eru úr gildi fallin vegna breyttra aðstæðná. í hinni fornu lögbók voru á- kvæði um ágang afréttarfjár. í þessu sambandi merkir1 afrétt sumarhaga utan byggða. Giltu reglurnar um allan búpening, sem rekinn var á afrétt og ætlað var að vera þar á sama tíma og fénaði, þ.e. írá fjallárekstrum að vori fram að réttum. Sá, sem varð fyrir ágangi af- réttarfjár, átti um þrjár ieiðir að velja: 1.) Leyfa fénu að renna. á- fram sem vill, og bar hann þá ekki ábyrgð á, þótt það ylli tjóni í landi annars manns 2.) Að reka féð aftur til afréttar 3.) Að reka féð heim til eigandans eða loka það inni og bíða þess að eigandinn sæki það. Öll eru framangreind ákvæði þess eðlis, að þau geta enn átt hér við, og verður því að telja þau til gildandi iaga. í einstökum f jallskilareglugerðum hafa verið sett ákvæði, sem brjóta í bága við þessi fyrirmæli Jónsbókar. Þar sem engin heimild er fyrir hendi að telja þessi Jónsbókarákvæði úr gildi, hafa þau því í þessum efnum enn lagaheimild, og eru því gagnstæð ákvæði í fjallskila reglugerðum márkleysa. Fram- kvæmdavaldið er óbært að setja fyrirmæli andstæð lögum, þótt gömul séu. Hér að framan hefur verið dvalið við þau tilvik, þegar dýr valda tjóni með beit eða öðrum ágangií jarðrými annars manns enda eru þessi tilvik raunhæfust En dýr geta valdið tjóni með öðrum hætti, t.d. á öðrum dýrum og jafnvel mönnum. í þessum efnum byggði Jónsbók á mjög frumstæðum rétti, þ.e. á þeirri hugsun, að dýrið gæti aldrei fyr irgert meiru en sjálfu sér. Éf dýr olli skaðaverki, gat sá, sem fyrir tjóni varð, aldrei krafizt hærra bóta en verðmæti dýrsins nam. Þessi regla er fyrir löngu orðin úrelt og ekki í neinu samræmi við skaðabótareglurnar nú á tím um. Valdi dýr skaðabótaskyldu tjóni ber að meta það tjón til fjár og þá f járhæð verður eigandi dýrs ins að greiða tjónþóla, en þessi fjárhæð er öldungis óháð verð- mæti dýrsins. Eigendum dýra eru í vissum til feilum lagðar ríkar skyldur á iierðar um vörzlur dýra. Á þetta einkum við um loðdýr, svo og naut og graðhesta samkv. lögum um búfjárrækt frá 1957. Ef út af er brugðið varðandi öryggisgæzlu dýranna, hafa eigendurnir bakað sér refsiábyrgð og bótaskyldu, hafi tjón hlotizt af. Þegar hinum iögákveðnu tiifcll um á þessu sviði sleppir, rís sii spurning, hvort á eigendur dýra eða haldsmenn verði lögð víðtæk ari bótaskylda en atmenna skaða bótareglan heimilar S^mkv. þeirri reglu verða þeir bótafekyid ir, ef þeir valda öðrum tjóni af A- setningi, t.d. reka fé sitt í|!and- annars manns eða siga grimmum hundum á menn eða skeþnur. Einnig yrðu þeir bótaskyidir samkv. sömu reglu, vegna gá- leysisverka, þ.e. ef þeir gæta ekki varúðar í meðferð dýranna, en þau valdi síðan tjóni, sem rekja má til þessarar vanrækslu. Oft myndi málum á þann veg farið, að réttmætt þætti, að bóta skyldan væri íyrir hendi, þótt skil yrðum almennu skaðabótareglur.n ar sé ekki fullnægt. Þegar þjóðfélagið heimilar mönnum hald dýra þrátt fyrir vissar hættur, sem þeim er sam fara, verður að telja sanngjarnt, að á eigendum dýranna hvíli víð tækari fébótaábyrgð en samkv, , almennum bótareglum. Hitt er annað mál, að þessari ' ábyrgð verður að setja nokkrar : skorður. Gera verður þá almennu , kröfu, að menn gæti varúðnr gagnvart hættulegum dýrum, en firri sig ella bótarétti að meira eða, minna leyti. VANDAMÁL togaraútgerff- arinnar er öllum áhyggjuefni, og einnig það, að vegna kaup- deilu milli útgerðarmanna annars vegar og sjómanna á skipunum hins vegar, stöðvast nú skipin hvert af öðru, jafn- óðum og þau koma í heima- höfn. Þetta er því tilfinnan- legra, þar sem stöðvunin er á þeim tíma, ■ þegar frekast er aflavon á miðri vetrarvertíð. Er fyrirsjáanlegur þjóðarvoði, ef deila þessi verður ekki leyst mjög fljótlega. Menn tala nú um margrá mánaða verkfall á skipum þess um og það í fullri alvöru. Fyrir um það bil aldar- fjórðungi varð togaraverkfall á vetrarvertíð. Þáverandi valdamenn töldu að svo mikið væri í húfi, að Alþingi skarst í leikinn og lögbatt kaup og kjör á togurum þá. Um rétt- mæti þeirra aðgerða skal ekki dæmt hér, en aðeins undir- strikað þetta, að þá þótti þjóðarvoði að hafa þessi þá afkastamiklu skip bundin við bryggjur. Og eitt er nú víst, að eftir því, sem-' þessi skip liggja lengur óvirk í höfn, eftir því verður .vafasamara hve mörg þeirra ýta úr vör, þegar verk- fallinu lýkur. Og grunur minn er sá, að það þurfi hreint kraftaverk að gerast, ef sum þessdra skipa fari þá út aftur fyrst um sinn, þótt verkfall- inu ljúki og þá ekki allir und- ir eignarlialdi núverandi eig- enda. Gæti þá svo farið, áð sumir þeirra ryðguðu í ein- hverju þanghafinu næstu misserin eða árin. Sum hin stærstu togarafé- liig, eru sokkin í skuldadýki, sem þau sjá ekki út fyrir og vonlaiist að nýir eigendur fá- ist til að taka við. Þar sem hinir gáfust upp. Það munu margir kalla þetta svartsýni, en þeir liinir sömu ættu að kynna sér rekstrar- Erfiðleikar togaranna og yfirstandandi verkfall afkomu sumra þessara félaga undanfarin ár. Og er ekki ó- hægt um vik, þar sem sum þeirra eru opinber fyrirtæki og almenningur getur fengið að vita um afkomuna þar. Það eru tvö atriði, sem manni virðist að hafi sérstak- iega valdið þessari erfiðu af- komu. Er þar um að kenna aflatregðu, sem sumir kalla stimdarfyrirbrigði* en sem því miður mun ekki vera, held ur éyðing á fengsælum miðum bæði fjær og nær. í öðru lagi er hér um að kenna sök, sem skrifa verður á reikning forráðamanna á ir sams konar afla. Sama á sér stað eftir að uppbótarkerfið var afnumið. Hvar voru þá rökin fyrir þessum ráðagerð- um? Eg hefi marga fróða menn spurt og suma, sem stóðu að þessum aðgerðum, en enginn hefur getað gefið mér full- nægjandi svör. Þá má líka nefna önnur tvö atriði, sem torvelda afkomu þessara skipa. Fyrst er það, að við útfærslu landhelginnar, misstu þau mikið af sínum beztu aflamiðum og svo hefur iíka vcrið hlaðið á þessi skip ýmsum útgjöldum — sumum vafasömum, og hefur ríkis- valdið vcrið þar Iíka að verki. æðstu stöðum meðan uppbót- arkerfið var við líði, frá ár- inu 1951 til 1958. Var afli togaranna verðlagður af ráða- mönnunum á miklu lægra verði, en bátaafli. Hafa fróðir jnenn nefnt allháar tölur í því sambandi og seinast nú í einu dagblaðinu telur fróður maður í þessum sökum, að þannig hafi verið ranglega haft af hverjum togara 700 þús. krónur á ári um átta ára skeið, eða 5.G millj. yfir greindan tíma. Áður en uppbótarkerfið kom til sögunnar, fengu allar tegundir skipa sama verð fyr- Munu sum þessara útgjalda ekki þekkjast hjá öðrum þjóðum, sem gera út togara. Það er eflaust vonlaust, að treysta á það, að togararnir fái að toga á hinum friðlýstu svæðum. Samþykktir, sem maður hefur heyrt í útvarpi og lesið í blöðum frá bæjarstjórn um og félagssamtökum, benda ekki til þess að þjóðin vilji almennt opna þeim leið inn fyrir landhelgislínuna og þess vegna mun hvorki nein ríkis- stjórn eða alþingismenn vera eða verða því fylgjandi, eftir því sem ándrúmsloftið er nú í þessu ntáli hjá þjóðinni, undantekningar séu í þessu sem öðrum málum. .Núverandi ríkisstjórn gerir nú virðingarverða tilraun til stuðnings þessum atvinnuvegi og þannig reynt að jafna göm- ul met, en það er alltaf erf- itt að bæta að fullu fyrir gaml ar syndir og svo er hér. Það tala sumir um að ríkissjóður eigi að bæta togaraútgerðinní svo vel skakkaföltin, að hún geti greitt betri laun fiskimönn um á þessum skipum, en nú er gert. Það er að mínu viti hættuleg leið, því slíka styrki verða aðrir þegnar þjóðfélags- ins að greiða, líka hinir lægst Iaunuðu, hvort sem þeir vinna á eyrinni eða eru opinberir starfsmenn ríkis eða bæja, sém sjálfsagt bera ekki of mik- ið úr bítum fyrir vinnu síria. Lausn þessara mála er ekki eins auðveld og sumir telja. Og að hinu getur maður svo brosað, þegar því er hakjið fram í blaði nu fyrir skömmu, blaði sem vill telja sig ábyrgt fyrir hlutunum, að einn sér- stakur stjórnmálaflokkur geti leyst togaradeiluna. Það ætti að vera liðinn sá tími og koma aWrei aftur, að sá vinnuvejt- andi, sein gefur kjarabætur verkafólki sínu, geti fyrirhafn- arlaust sótt það sem kjarabqt- in kostaði í næsta vasa, eins og einn atvinnumálaráðherra gerði mögulegt fyrir nokkrum árurn. En þess verður að krefjaðf, þó Framhald á 12. síðu ALÞÝÐUBLAÐIO - 4. apríl 1962 V 'MUBlÁli'c./, ScR í cf v■:J|

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.