Alþýðublaðið - 04.04.1962, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 04.04.1962, Blaðsíða 10
r Þessi mynd var tekin á innanhússbrautinni í Wemb ley fyrir nokkru, er Derek Ibbotson, 29 ára ffamall setti nýtt Evrópumet í 3ja mílna hlaupi innanhúss — tíminn var 13.44,8 mín. Þetta var fyrsta keppnin á hinni nýju innanliússbraut og áhorfend ur voru um 12 þúsund. AKRANES SIGRADI Ritstjóri: ÖRN EIÐSSON Leikurinn getur hafizt að nýju.. Frá leik St. Mirren og Cel- tic: Nú getur leikurinn haf- izt að nýju, það er búið að koma á ró á vellinum og leikmenn St. Mirren og Cel- tic hlaupa inn á. Lengst til liægri er Þórólfur. KEFLAVÍK 19:17 gRAMSTULKURNAR komu mj'Ög á óvart með því að sigra F. H. - stúlkurnar sl. sunnudags- kvöld með 12 gegn 11. Fram hafði forystuna mestan hluta leiksins og virtist það koma hin- um leikvönu F.H.-stúlkum úr jafnvægi. Við leikhlé hafði Fram tvö mörk yfir eða 6:4. Þrótt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst F.H. ekki að vinna upp þetta forskot og átti Inger í Fram mestan þátt í því að svo varð ekki. Var leik- ur hennar í heild góður og hef- ur ekki í annan tíma nú í vetur betri verið. Fram-liðið sýndi nú, að það getur gert betur en í i undanfömum leikjum. Þær Inger,: Jóhanna, Unnur og Ingibjörg, eru | stoðir liðsins, einnig var mark-1 vörðurinn nú með bezta móti. Ingibjörgu hættir þó til að vera nokkuð djarftæk til skota. F.H.- liðið sýndi mun lakari leik en oft áður. Var leikur þeirra nú fremur einhæfur og hugmynda- snauður. Þær Valgerður, Sylvía og Sigurlína eru þær mest ber á. Einnig em markvörðurinn — Kristín — og Helga vel liðtækar. Mörk Fram skoruðu Unnur og Inger 4 hvor, Ingibjörg 3 og Jó- hanna 1, en fyrir F. H. Sigurlína 4, Valgerður 3, Hrefna 2, Sylvia og Olga 1 hvor. 1. fl. kvenna Víkingur-KR 7 : 4 (3:2, 4:2). í 1. fl. kvenna var leikið til úr- slita, enda aðeins tvö félög með í þeim flokki. Víkingur sigraði með 7 gegn 4 eftir nokkuð jafn- an fyrri hálfleik. Mfl. kvenna Víkingur — KR 10 : 6 (5:3, 5:2). Víkingur sigraði örugglega í þessum leik og var sigur þeirra aldrei í neinni verulegri hættu. Lið KR er í umsköpun og þær eldri og reyndari virðast æfínga- litlar. KR er í fallhættu vegna sigurs Fram yfir F. H. og mega þær halda vel á spöðunum, ef þær eiga að forðast fall eftir leik þeirra að dæma þetta kvöldið. Víkingsliðið átti nú mun betri leik en síðast, enda var það nokk- uð breytt og það til batnaðar. — Fyrir Víking skoruðu: Elín 5, Halldóra og Margrét 2 hvor og Guðbjörg 1, en fyrir KR. Elín- borg 3, Gerða, Þorbjörg og Erla Fr. 1 hver. Þá fóm fram 3 leikir i 2. fl. karla A, Valur sigraði FH með Framh. á 11. síðu ‘ Belgla sigraði Holland í lands- leik I knattspyrnu um helgina með 3-1. Sundmót skólonna íer fram 13. apríl HIÐ SÍÐARA sundmót skólaanna 1961 —’62 fer fram í SUNDHÖLL REYKJAVÍKUR 13. apríl n. k. og hefst kl. 20.30. Keppt verður í þessum grein- um: I. Sundkeppni stúlkna 1. 6x33Vá m skrið-boðsund. Bezti tími: Gagnfr.sk. Ab. ’58: 2:24.5 2. 66% m. bringusund Bezti tími: Hrafnh. Guðmunds. ’61: 0::54.0 3. 33% m. skriðs. Bezti tími: Á- gústa Þorsteinsd. ’58: 0:18.8 4. 33% m baksund. Bezti tííhi: Hrafnh. Guðmunds. ’60: 0:23.9 5. 33% m björgunarsund. — Mar- vaði. Bezti tími: Bjarnfr. Jó- hannesd. ’61: 0:34.0 Gagnfræðaskóli Keflavíkur vann 1961 bikar IFRN, sem þá var keppt um í þriðja sinn, hlaut 42 stig. Gagnfræðaskóli Hafnarfjarðar (Flensborg)- var ekki með að þessu sinni, en hafði unnið bikarinn tvisvar i röð. Gagnfræðaskóli Austurbæjar hlaut 32 stig og Gagnfræðadeild Laugarnesskóla 21 stig, Verzlun- i íslands 14 stig. II. Sundkeppni pilta. 1. 10x33% m. skrið-boðsund. Bezti tími. Iðnskólinn í Reykjavik ’42 3:01.2 2. 66% m. skriðsund. Bezti tími: Guðm. Gíslason ’60: 0:36.6 3. 33% björgunarsund. — Mar- vaði. Bezti tími Eiður Sigþórs- son. ’54: 0:30.0 4. 66% m. baksund. Bezti tími-: Guðm. Gíslason ’59: 0:44.5 5. 100 m. bringusund. Bezti tími: Hörður Finnsson ’60: 1:18.0 6. 33% m. flugsund. Bezti tími: Bii’gir R. Jónsson ’60: 0:20.2 Képpt verður um nýjan verð- launagrip IFRN. Verzlunarskóli íslands vann 1961 sundkeppnina með 37 stigum og bikarinn þar með í 3. sinn og því til eignar. Gagnfræðaskóli Austurbæjar- hlaut 35 stig, Gagnfræðaskóli Keflavíkur hlaut 24 stig, Iðnskól- inn í Reykjavik hlaut 19 stig. — Menntaskólinn í Reykjavík hlaut 17 stig og Gagnfræðad. Laugar- ness hlaut 14 stig. Stigaútreikningur er samkvæmt því, sem hér segir: a) Hver skóli, sem sendir sveit í boðsund, hlýtur 10 stig. (Þótt skóli sendi 2 eða fleiri sveitir, hlýtur hann eigi hærri þátt- tökustig). Framhald á 14. «i3n. Real Madrid í Ijarnarbæ í kvöld kl, 8,15 KNATTSPYRNUSAMBAND íslands hefur yfir að ráða kvikmyndinni frægu frá leik Real Madrid og þýzka liðs- ins Eintracht sem léku úr- siitaleikinn um Evrópubik- arinn 1960. Kvikmynd þessi ætlar nú KSÍ að gefa almenn ingi kost á að sjá og verður hún sýnd í Tjarnarbæ í kvöld / kl. 8,30. Aðgangseyrir er 10 kr. fyrir börn en 15 kr. fyrir fullorðna. Mynd þessi hefur víða far ið sigurför. Leikinn vann Real Madrid með yfirburð- um — slíkum að liðsmenn- irnir voru undir lokin farnir að sýna sínar listir eins og þeir gátu bezt. Þarna eru frægustu knattspyrnumenn sögunnar eins og t. d. Pus- Á SUNDMÓTI í A-Berlín á sunnu- daginn setti Ute Noaclt nýtt Evr- ópumet í 100 m. flugsundi — synti á 1.10,0 mín. Það er 4/10 úr sek. betra en gamla metið, sem hol- lenzka stúlkan Marianne Heems- keik átti. Sunna efnir fil leiguflugs á úrslitaleikinn Ferðaskrifstofan Sunna hefur á- kveðið að efna til leiguflugs til Glasgow í sambandi við úrslita- leik skozku bikarkeppninnar milli St. MirTen og Glasgow Rangers laugardag fyrir páska. Verður fár- ið á skírdag og komið aftur á 2. í páskum. Það verður flogið með Viscount Flugfélagsins. Ferðirnar kosta kr. 4300,00, én ineð uppihaldi og ferð um skozka hálendið bætast við 3000 krónur. Aðgöngumiða á leikvanginn er að sjálfsögðu hægt að útvega, en þeir verða að greiðast sérstaklega, þar sem mismunandi verð er á | þeim. Allar nánari upplýsingar eru gefnar í Sunnu, sími 16400. MHHVMWW Undirbúningur fyrir OL 1964 i fullum gangi Tokíó, sunnud, NTB—Reuter í gær hófst vinna við íngar á íþróttaleikvanginum hér, sem notaöur verður við Olvmpíuleikana 1964. Leik- vangurinn verður stækkaður, þannig, að áhorfendur í sæti verða 85 þúsund í stað þús. áður. Með stæðum get- ur leikvangurinn tekið lega 100 þús. Þessari verffur lokið I marz 1964. imwwwmvmvwwnMvVMWv 10 4. apríl 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ r !j >•!:•[ lí (&. í’ '*• -iíí .11 J3i‘. Kf - J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.