Alþýðublaðið - 04.04.1962, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 04.04.1962, Blaðsíða 16
 43. árg. - Miðvikudagur 4. apríl 1962 — 79. tbl. Síldarrannsóknir íslendinga og Norðmanna: ✓ * « á komandi vori FUGLAKLÆR, HROSSHÁR, KINDAHORN OG TUSKUR ÍSLENDINGAR fluttu út um 170 vörutegundir á árinu 19G0. Verðmæti þess útflutnings var 2.541 milljón króna. Þessar upp- lýsingar koma fram í njútkomn- um verzlunarskýrslum Hagstof - unnar. Sjávarafurðir margs konar eru megnið af útflutningnum. I!ó flytja íslendingar út margvísleg- ar aðrar vörur og er forvitnilegt að líta yfir lista Hagstofunnar um útfluttar vörur. íslendingar flytja út m. a.: Ak- tygi og reiðtygi, brennivíri, egg, flugvélar, frímerki, fuglaklær, (íólfdregla, gólfteppi, gufuskip, hámerar, hrafntinnu, hert hrein- dýraskinn, hrosshár, söltuð kálf- skinn, kátsjúk, kex, kindahorn, laxahrogn, loðskinnsúlpur, mið- stöðvarkatla, mör, nautagali, salt, silfurberg, spunnavélar, tób- aksstiklar, tuskur, tyggigúm, ytri fatnaður og þorskagall. ^WWWlWVMWtWWWVVVVVWWVWMWMWW WWWMMVWWWMMWWWVWWiWW EINU SINNI VAR-IGÆR VIÐ ætluðum ekki að trúa eigin augum! Þarna sátu þær, Anna frá Akri, Lóa frá Lundi og Helga í Huldukoti, nýkomnar í bæinn í sínu fínasta pússi og byrjaðar að drekka Kókakóla, eins og þeim væri borgað fyrir það. Reyndar voru þær eitthvað að tala um peysufatadag. Sögðu að þetta væri orðin siður í Kvennaskólan- um, að nemendur brigðu sér í peysuföt undir vorið. Þær eru í fjórða bekk. Og Anna er Guðmundsdóttir og Lóa Sigurvinsdóttir og Heiða Kristjánsdóttir. 1AKOB Jakobsson, fiskifræðing- Ur kom heim fyrir helgi af ráð- ktcfuu, sem hann sat í Bergen á- «aiat Agli Jónssyni, starfsmanni l'iskideildarinnar. Þar var aðallega ræít um vaxtarrannsóknir á síld tneð það fyrir augum, að geta greint sundur síldarstofna og einn ALLIANCE Francais hefur opnað sýningu á eftirprentunum niál- verka eftir franska málara í Mokka. Sýningin verður haldin í nokkra ðaga. jVVHVMVVVVVVVVVMMMMVVMVM Skemmtun ífyrir eldra Ifólk ★ EINS og undanfarin ár gengst Kvenfélag Alþýðu- fíokksins í Reykjavík fyrir skemmtun fyrir eldra fólk í ár. Skemmtun þessi verður í lönó mánudaginn 9. þ. m. kl. 8 e. h. Til skemmtunar verð- ur einsöngur, kvilunynda sýn- ing, kveðskapur og gaman- vísur. Einnig verður sameig- inlg kaffidrykkja, fjöldasöng- ur og dans. Aðgönguniiðar og allar upplýsingar hjá bessum konum: Oddfríði Jóhannsdótt ur, Öldugötu 50, sími 11609, Guðrúnu Sigurðardóttur, Hofsvallagötu 20, sími 1TO26 og Pálínu Þorfinnsdóttir, Urðarstíg 10, sími 13249. ftMVMVMVVMVVlMMVVVMMMW ig var rætt um samvinnu síld- veiðiþjóðanna við þær rannsókn- ir. Vegna samvinnu á þvi sviði, hafa Norðmenn ákveðið að senda hingað næsta vor sérfræðing sinn á því sviði, og . mun hann kynna sér þær aðferðir, :sem íslendingar nota við vaxtarrannsóknirnar. Ráðstefnu þessa sóttu fullltrúar frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, íslandi og Skotlandi. Fulltrúi Rússa gat ekki mæl.t. Þá var ákveðið á þessari ráð- stefnu, að íslendingar og Norð- menn liefðu mjög nána samvinnu á vori komanda, um síldarrannsókn ir á hafinu fyrir vestan, norðan og austan ísland. Danir og Rússar hafa verið með í þessum rannsókn um undanfarin ár, en virðast nú hafa misst áhugann. Rússar hafa nú hætt vorsíldveiðunum á hafinu milli fslands og Noregs, en þeir hafa stundað þar veiðar með rek- netum. Hættu þeir veiðunum er norski síldarstofninn fór að minnka. Hinn 10. júní n. k. verður hald- inn fundur, þar sem íslendingar og Norðmenn bera saman niður- stöður sínar frá fyrsta áfanga vor- rannsóknanna. Þá mun síldarrann sóknarskip okkar og Norðmanna liafa mjög nána samvinnu strax eftir að síldarrannsóknirnar hefj- ast. Norðmenn hafa nú búið rann- sóknarskip sitt mjög öflugu leitar- tæki, sem finnur smáar torfur í allt, að 5000 metra fjarlægð frá skipinu. Til samanburðar má nefna að Ieitartækið um borð í Ægi finn ur góðar torfur í 1800 metra fjár- lægð. Dauðaslys á Vesturgötu Hellusandur, 3. apríl. Vélbáturinn Sæborg, sem Rögn valdur Ólafsson og fleiri eiga, strandaði er hann var að koma úr róðri á mánudagskvöld. Innsigl- ingin er mjög þröng og þegar bát- urinn kom að var suðvestan stinn ingskaldi og hríð. Auk þess var ekkert ljós á föstu innsiglingar- baujunni, sem hefur vcrið biluð í nokkra daga, en báturinn bjarg- aði sér með ljóskastara. Sæborg renndi sér upp í sandinn, en björg unarbátur kom út að Sæborgu með taug. Hamar dró síðan bátinn út, - G. K. ÞAÐ HÖRMULEGA slys varð rétt fyrir klukkan sex í gær, að 4ra ára gamall drengur varð fyrir strætisvagni á Vesturgötunni og beið þegar bana. Mjög er óljóst með hvaða hætti slysið hefur orð- ið. Strætisvagninn var á leið aust- ur Vesturgötuna. Hafði hann num- ið staðar á biðstöð, sem er á gatna mótum Vesturgötu og Brunnstígs. Þar fóru nokkrir farþegar úr vagn- inum og' aðrir komu inn. Þegar vagninn lagði aftur af stað, kveðst vgnstjórinn hafa litið í spegla til að athuga hvort nokkur umferð kæmi eftir götunni. Þegar svo var ekki, horfði hann fram fyr- ir vagninn og lagði síðan af stað. Ekkert vissi hann um slysið fyrr- en hann kom á endastöðina við Kalkofnsveg, og urðu þá aðrir til að segja honum af því. Þegar vagninn var farinn frá bið- stöðinni á Vesturgötunni, lá dreng- urinn eftir á götunni, og hafði hann látist þegar. Munu hjól vagns ins hafa farið yfir hann. Fátt sjón- arvotta var að slysinu, og er ekkl kunnugt með hvaða hætti það varð. Helzt er talið að hann hafi verið að koma úr verzlun sunnan götunn- ar og gengið skyndilega yfir göt- una. Þetta er þriðja dauðaslysið, sem verður á þessu ári. Lögreglan vill nú biðja sjónar- votta og farþega, sem voru með vagninum, sem fór um Vesturgöt- una klukkan 17,30 í gær, að gefu sig þegar fram. MMMMMMMMMMMMMMMV ISpiIaÖ á föstu-1 dagskvöldiÖ | VIÐ spilum næstkomandi j J föstudagskvöld í Iðnó. Spila- ; J kvöldið hefst kl. 8.30 að Jj venju. Fjölmennið tíman- !! lega. — Skemmtinefnd Al- ! J þýðuflokksfélags Reykja- j \ $ víkur. S MMMMMMMMMVMMMMMMi OFÆRT TIL HÚSAVÍKUR Húsavík, 3. apríl ILL veður og aflaleysi voru liér í síðustu viku. Þungfært er í nær- sveitir, en opna átti leiðina til Akureyrar í dag. Ilefur leiðin vei> ið teppt í nokkra daga. í vetur hefur minni fiskur bor- izt hingað á land, aðallega vcgna ótíðar. Þegar rofa fer til eftir ill- viðrin verður hins vegar nóg að gera i kaupstaðnum. Byggingaframkvæmdir verða miklar hér í sumar. Hjá Síldar- verksmiðjum ríkisins standa tals- verðar framkvæmdir fyrir dyrum. Ný þró verður byggð, stækka á verksmiðjuna og auka vélakost hennar. Síðdegis í dag er þíða, en undan farna daga hefur verið frost. Ung ir og 'gamlir taka þátt í skíðalands göngunni, og er þátttakan meiri en 50%. Yngstu þátttakendurnir eru aðeins þriggja ára gamlir. — E. M. J.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.