Alþýðublaðið - 04.04.1962, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 04.04.1962, Blaðsíða 8
rjj) Kvikmynda-" safn byggt í Hollywood Kvikmyndaver Chaplins í Hollywood hefur nú veriS selt Red Skelton, sem notar það aðallega til að taka myndir fyrir sjónvarp. Fljótgerðari og ódýrari kvikmyndir, það er lausnin, menn virðast því ekki hafa mikla virðingu fyr ir fortíðinni,- allra sízt fyrir Chaplin, eða það skyldu menn halda eftir breyting- unum, sem orðið hafa á því, hvemig er unnið og hvað er unnið í kvikmyndaverinu, sem Chaplin rak svo lengi. Það var ekki aðeins, að Chap- Jin væri útlendingur í Banda- ríkjunum allt sitt líf, en hann var brezkur ríkisborgari, — heldur hafði hann þar á ofan margar furðulegar og óþjóð- legar hugmyndir í kollinum, svo það er bezt að gleyma honum, hugsa þeir, sem nú hafa tekið við gamla verinu hans Chaplins. * Danskur blaðamaður, sem heimsótti þetta fræga kvik- myndaver fyrir nokkru, sagð- ist hafa vonast til að sjá ein- hvers staðar úti í horni, spanskreyrstafinn fræga eða pípuhattinn, en allt þetta er horfið, menn binda sig ekki við fortíðina í kvikmynda- borginni. Hér fer á eftir laus- leg frásögn af því hvað fyrir hinn danska blaðamann bar á ferð hans í Hollywood. Síðastliðna daga hef ég spurt marga leikstjóra og kvikmyndaframleiðendur að því, hvar kvikmyndasafnið sé í Hollywood, en flestir hafa svarað mér undrandi á svip: Hvað segirðu, eigum við kvikmyndasafn hér 1 Holly- wood, það hef ég aldrei heyrt. ★ í einu úthverfi Hollywood liggur gamalt auðmannshús, sem er tveggja hæða timbur- hús — og skilti fyrir utan það, „Hollywood Motion Pic- ture & Television Museum“, segir gestinum hvað húsið hafi að geyma. Við fyrstu sýn virðist það vera tómt og yfir- gefið og ég geng um nokkur tóm herbergi, en skrautlega gerð með tómum innskotum, þar sem áður hafa auðsjáan- lega verið innskot fyrir riku- lega gerðar marmarastyttur. Loks uppi í turnherbergi hitti ég mann fyrir. Þar er fyrir H. nokkur Keith Weeks, sem strax segir mér, að ég sé fyrsti gestur safnsins. Hann tekur að sýna mér það, sem þarna er að sjá, m. a. tæki frá 1895, sem 700 myndum er snúið í með handfangi, svo að kvikmynd myndast á tjaldinu. Þar sjáum við sjálf- : : ■ - -MHkWMMMWV an Thomas Edison ljós lif- andi taka á móti nokkrum vinum sínum eða viðskipta- vinum. Þá vísar Keith mér inn í annað herbergi við hlið ina, en þar liggur pappaaskja með nokkrum myndum úr kvikmyndinni „Umhverfis jörðina á 80 dögum.“ Þar með hef ég séð allt safnið. Keith hefur. um margra ára skeið verið einn af deild- arframkvæmdarstjórum Me- tro-Goldwin-Mayer og unnið við framleiðslu fjölda kvik- mynda. Fyrir nokkrum árum hætti hann starfi og hugðist setjast í helgan stein og njóta ávaxta vinnu sinnar. En vinur hans einn stakk þá upp á því við hann, að hann ætti að sækja um stöðu for- stjóra kvikmyndasafns, sem verið væri að koma því á fót. Gerði Keith það og var einn af 400 umsækjendum, en hlaut embættið. Hæversk- lega segir hann frá því, að hann hafi litla hugmynd um sögu kvikmyndanna, enda gerizt þess ekki þörf, þar sem hann þurfi nú að byrja á því að skipuleggja safnið og koma því á laggirnar, en síðar muni hann fá sérfróða menn til að stárfrækja hinar ýmsu deildir þess. — Það er ekki ætlun okkar að reisa hér rykfallið safn, sem enginn lítur inn i. í september ætlum við að rífa þetta hús og byggja annað, sem á að verða tilbúið að ári loknu. ★ Borgarráðið í Los Angeles hefur gefið land undir bygg- inguna, en einstaklingar í Hollywood hafa gefið um 4 milljónir dollara til að reisa safnhús. Safnhús þetta verð- ur heldur engin smásmiði, aðalbyggingin verður hvorki meira né minna en 10 hæðir með skrifstofum, sýningar- sölum, bókasafni og svo loks veitingastofu á þakhæðinni. Auk alls þessa verður svo mikill sýningarsalur fyrir alls kyns sýningar, og þar sem safn þetta á fyryst og fremst að vera það, sem nefnt er lifandi safn, þá á að byggja þarna tvö lítil kvikmyndaver, eitt fyrir kvik myndir og annað fyrir sjón- varp, sem eiga að vera í stöð ugri notkun og starfrækslu. Ver þessi munu ýmist vera leigð til einkaframleiðenda eða hin stóru kvikmyndafé- lög munu nota þau til að taka þar smærri stykki. Alls verða þessi tvö kvikmynda- ver um 900 fermetrar að stærð og þau munu útbúin háum svölum, þaðan sem á- horfendur geta í gegnum rúð ur alltaf fylgst með því, sem þar er verið að gera. Því miður kemur þessi hugmynd um að stofna kvik- myndasafn í Hollywood held- ur seint. Mikið magn sögu- legra verðmæta um kvik- myndimar hefur þegar glat- ast, og það verður erfitt og tafsamt verk að mynda gott kvikmyndasafn. Þótt Keith voni, að hann nái nokkrum árangri með því að skipta á kvikmyndum við söfn utan Bandaríkjanna. Eitt hefur safnið þó þegar hlotið, sem er einstakur dýrgripur, en það er safn af hinum svo- nefndu „laterna magicae" — eða töfraljóskerunum svo- nefndu, sem voru undanfari kvikmyndanna. í þessu safni eru 1800 slíkar „seríur" og fékkst það fyrir aðeins 45 þús. dali, sem þótti ekki mik- ið verð fyrir þessa dýrmætu og sjaldséðu gripi. ★ — Enn er hér ekki mikið að sjá, en komið aftur eftii eitt ár, segir Keith nú gest- um sínum, þá munum við hafa hér píanó Valentinos. Enn vantar staf og hatt Chaplins, en ef til vill verður þetta upphaf stærsta kvik- myndasafns heims, þótt seint hafi verið byrjað á því. Engan ruqliru asP a II.IÓNIN voru á leii strætisvagninum og v ásátt um eitthvert si sem þurfti úrlausnar bráðasta. Þau þráttuðu fram og að lokum virtist eiginmaðurinn ætlaði sitt fram, en rétt þe; var að ljúka við að því er virtist mjög i lega grein fyrir lau ins, tók kona hans I: fram í fyrir honum i „Nei, heyrðu mig veit alveg hver mín s á þessu máli, svo að ekki vera að reyna mig með öllum þíni reyndum". Don Cam kemur a Don CamiIIo er ' legur aftur. Leik Carmine Gallone h( lokið við kvikmyndí að nýrri Don Camilli og auðvitað verðii Fernandel, sem leik fræga klerk. í þettí gerist leikurinn í en þangað hafði ki istaforinginn Peppon kallaður af yfirboður um, til þess að taka mikilvægu námskeit CamiIIo ákveður þá ; með í förina í þeii að hann geti á rúi grund frelsað and sinn frá villutrúnni. inn vcrður sá, að I kemur heim til Ítalíii efasemda um ágæt únismans, en einnig ótta um það, að s Don CamiIIos hai breytzt og hann tel rauðu trú, eftir al' hann sá austur í Rú 8 4. apríl 1962 - ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.