Alþýðublaðið - 08.06.1962, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 08.06.1962, Blaðsíða 13
Teflt um líf eða dauða MltiJARöARHAFIÐ er í flestra augum hiö elskulegasta haf, en þaS hefur tvö andlit. Annað, hið hlýja og brosandi, snýr að ferða- mönnunum, sem gista strendur þess, hitt er alvarlegra og rist dýpri rúnum. Það er sá svipur, sem fiskimönnunum á Miðjarðar hafi er kunnastur, er þeir leita þar síns daglega brauðs. Sá, er gistir fiskimannabæi Sikileyjar og kynnir sér baráttu fiskimannanna við hafið, á bágt með að nota orðið elskulegt um hafið upp frá því. Þessi frásögn er okkur ís- lendingum ekki ókunn, né fram andi þær hættur og það erfiði, sem sjómennskan býður upp á. Ætla mætti líka, að fiskimenn á svo suðlægum breiddargráðum ættu blíðari sjó að sækja en fiski menn hér norður við heimskaut. Þaff, sem vegur þar á móti, er það, hversu frumstæð veiðarfæri og útbúnaður hinna suðrænu sjó manna er og þar af leiðandi verða árásir hafsins þeim hættulegri en ella. Radar, dýptarmælar og önnur tæki, sem íslenzkum sjómönnum þykja ómissandi eru langt utan við hugarheim sikileyzku fiski- mannanna. Vöðvarnir vinna öll störf, farkostirnir eru opnir bát ar — áraskip. fisk, sem getur orðið allt að 3 metrar á lengd og getur vegið allt að 600 kílóum. Túnfiskurinn fer í stórum torf um, sem hvalir. Bátaflotinn um- kringir torfurnar og með gífur- legum netaútbúnaði reka fiski- mennirnir túnfiskinn á undan sér fyrst inn í svokallað framherbergi og síðan inn í dauðaklefann, en þaðan á enginn túnfiskur aftur- kvæmt. Veiði þeirra er aðallega tún- fiskur, veiðiskapurinn stundaður frá maílokum og fram eftir ári. Þegar fyrstu fréttirnar um tún fisk berast er mikið um að vera meðal fiskimannanna, það er eins og rafstraumur fari um þorpin, netin eru tekin fram, bátarnir útbúnir í snatri og flotinn legg- ur á miðin. Framundan er æðis- gengin slagur við þennan stór- Þegar túnfisktorfan er þangað komin er netunum smám saman lyft upp að yfirborðinu og á með an biðjast fiskimennirnir fyrir, hrópa, syngja eldgamla söngva og æpa ógurlega allt eftir eldfornu rituali. Bátarnir þrengja hringinn æ meir, vatnið, ólgar af sporðaköst um veiðarinnar, og fiskimennirn ir taka til við að innbyrða veiðina með hökum og goggum. Senn er siórinn litaður blóði vítt um kring. Hver maður hamast sem mest hann má, hér er um líf eða dauða að tefla bæði fyrir menn og skepnur. Gangi veiðin vel geta fiskimennirnir keypt sér brauð og vín, olívur — kannski greitt niður skuld sína hjá kaupmann inum — jafnvel keypt í kjól á frúna. Ef illa gengur þá . . . Prinsessa stofnar ísl. styrktarsjóð Nýlcga hefur verið stofnaður nýr minningar- og styrktarsjóður Stofnandinn er Despino Karadja prinsessa grísk-sænsk að ætt bú- sett á Englandi.Hefur hún gefið stofnféð kr. 50.000.00 fimmtíu þús und krónur- og gert drög að skipu lagsskrá, sem dr. Bjarni Jónsson, vígslubiskup, færði síðan í ís- lenzkan búning og gekk að íullu frá með biskupi. — Skipulags- skráin hefur verið sérprentuð og mun hljóta staðfestingu forseta íslands á næstunni. Ingibjörg Ólafsson — nafnið er algengt, íslenzkt nafn, og sjálf- sagt eru þeir margir, einkum meðal yngri kynslóðarinnar, sem ekki koma því fyrir sig, að kona með þessu heiti hafi unnið sér og þjóð sinni sérstakt álit og virð- ingu. Þó er það svo. En liún hef- ur unnið ævistarfið að mestu leyti erlendis og hér á landi er það þess vegna' miður kunnugt en skyldi. Ingibjörg Olafsson er Húnvetn- ingur, fædd að Másstöðum í Vatns dal 7. sept. 1886. Að loknu námi í Kvcnnaskólanum í Reykjavík, Gagnfr'æðaskóianum á Akureyri, lýðskólum í Danmörku og Kenn- arahúskólanum í Kaupmannahöfn starfaði hún fyrst að kristilegum félagsmálum hér heima. Árið 1912 fluttist hún til Danmerkur og var skömmu síðar ráðin aðal- framkvæmdarstjóri Kristilegs fé- lags ungra kvenna (KFUKi í Dan- mörku og seinna á Norðurlöndum öllum. Hún hefur gegnt fjölmörg- um fleiri trúaðar- og ábyrgðar- störfum, auk þess ritað fjölda greina í blöð og tímarit og gefið út nokkrar bækur á islenzku, dönsku og ensku. Síðustu árin hefur hún verið búsett á Éng- landi. Despina Karadja, prinsessa og hún liafa verið samstarfsmenn og nánir vinir og búið saman í um það bil fjóra áratugi óslitið. í skipulagsskrá Minningarsjóðs- ins segir svo (2. gr.) ,,3jóðurinn er stofnaður til minn- ingar um hina göfugu, kristnu! konu, Ingibjörgu Ólafsson, sem \ frá fyrstu æskuárum hefir helgað Guði sitt líf og alla ævi þjónað lionum með starfi sínu í K.F.U.K. og öðru kristilegu starfi á íslandi, í Danmörku, víðsvegar á Norður- löndum og á Englandi". Tilgang- ur sjóðsins er skv. 3. og 4. gr. ,,að efla kristilegt starf hjá ís- lenzkum æskulýð samkvæmt ken ingum lúthersku kirkjunnar ís- lenzku“. Skal verja vöxtum sjóðs ins „til þess að styrkja eina eða fleiri ungar konur, sem vilja stunda guðfræðinám eða búa sig á annan hátt undir æskulýðsleið- togastarf á evangelísk-lútherskum grundvelli á íslandi.“ í frétt frá biskupi segir: Ég hef veitt stofnfé þessa sjóð.5 viotöku. í nafni íslenzku þjóð- kirkjunnar votta ég hinum tigna og eðallynda gefanda þakkir fyrir það, hversu hún hefur metið frá- bær störf hinnar íslenzku ágæt- iskonu og auðsýnt þjóð hennar vinsemd með stofnun þessa sjóðs. KIRKJURITIÐ KOMIÐ ÚT BLAÐINU hefur nýlega borizt 5. tbl. 28. árgangs Kirkjuritsins. — Ritstjóri þess er Gunnar Árna- son. Efni þess er m. a. þetta: Hvítasunnuboðskapur Alkirkju- ráðsins, Um daginn og veginn eftir P. V. G. Kolka, Að gang- ast við sjálfum sér, eftir C. G. Jung. Ýmislegt fleira er í ritinu. | Fjölsótt nemenda háfíð Miðvikudaginn 30. maí hélt Nemendasamband Kvennaskólans virðulegt hóf í Klúbbnum við Lækjarteig. Þátttakendur voru um tvö hundruð nemendur frá ýmsum árgöngum liðins tíma. Voru brautskráðir nemendur þessa árs gestir sambandsins á- samt skólastjóra, frú Guðrúnu Helgadóttur og formanni skóla- nefndar, frú Sigríði Briem Thor- steinsson. Því miður gat frk. Ragnheiður Tonsdóttir fyrrver- andi skólastj. ekki setið hófið, og söknuðu hennar margir. Veizlustjóri var Ásta Björns- dóttir, formaður Nemendasam- bandsins, bauð hún eldri og yngri nemendur velkomna, og gat þess, að meðal þeirra væri nemandi, sem stundaði nám í Kvennaskólan um í skólastjóratíð frú Þóru Mel- sted, en síðan það var eru liðm 65 ár. Kona sú. sem hér um ræðir er frú Kristín Ólafsdóttir, kenn- ari. Mælti frú Kristín hlýjum orð- um til Kvennaskólans, og óskaði honum gæfu og gengis um öll ó- komin ár. Elzti hópurinn, sem þarna mætti, voru nemendur, sem luku burtfararprófi fyrir 40 árum. Fyr ir þeirra hönd mælti frú Bjarn- veig Bjarnadóttir þakkarorð tii skólans, og rifjaði upp nokkrar' endurminningar úr félagslífinu fyrir 40 árum. Gat hún þess tn.a. að stúlkur í þessum hópi, hefðu átt frumkvæðið að hinum svo nefnda peysufatadegi. í hófinu var mættur einn af kennuruaa þessara nemanda, frk Jórunn Þórðardóttir, og urðu miklir fagnj aðarfundir, er hinn vinsæli kenn- ari hitti sína gömlu nömendur. -:i Einnig mætti nemendahópur, scm brautskráðist fyrir 20 árum, og tók til máls úr þeirra hópi frú Elísabet Guðmundsdóttir, og færði skólanum þakkir og árnað aróskir. Að síðustu tók til máls f.h. þeirra sem luku burtfararprófi á þessu ári, ungfrú Jóhanna Guðna dóttir. Færði hún skóla sínum innil. þakkir fyrir fræðslu og ó- metanlega leiðsögn, og Nemenda- sambandinu fyrir rausnarlegt boð Hófust síðan ýmis skemmtiat- riði. Mikla ánægju vakti söngur Jóns Sigurbjörnssonar. Ein af námsmeyjum skólans, ungfrú Mar grét Camilla Hallgrímsson sýndi listdans við mikla hrifningu. Að lokum var dansað af miklu fjöri, og söng Haukur Morthens með liljómsveitinni. Þetta mót ungra og gamalla nemenda tókst með afbrigðum vel. Það er mikils virði fyrir nem- endur og skólann að gömul tryggðabönd slitni ekki. Er því hlutverk Nemendasambands Kvennaskólans hið mikilsverðasta ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 8. júní 1962

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.