Alþýðublaðið - 08.06.1962, Blaðsíða 3
Algeirsborg, 7. júní
NTB-AFP,
Leynihreyfingin OAS hóf a'ð
nýju gereyðingarað'gerðir sínar í
dag með hermdarverkaaðgerðum
í Algeirsborg. Kveikt var í há- j
skólabyggingunni, sem brann til
grunna, þar á meðal bókasafn há-
skólans um hálf milljón binda. Þá
brann barnaheimili á miðborgiuni
til grunna eftir að íkveikjusprengj
ur höfðu sprungið þar. Engin biirn
voru þó í húsinu. Lögreglan hefur
fyrirskipað útgöngubann í borg-
inni frá kl. 20,30 að kvöldi til 5
að morgni fyrst um sinn. Fjórir
Arabar voru drepnir og tveir særð
ust af völdum vopnaðra hermdar-
verkamanna í miðhluta Algeirs-
borgar í morgun.
Jacques Saradet, sem áður var
yfirmaður 2000 OAS- deildar í
Algeirsborg, skírskotaði í dag
til OAS að Ieggja niður vopn.
Jafnframt bað hann FLN að
veita OAS-mönnum sakarupp-
gjöf. Hann sagði á blaðamanna-
fundi, að OAS hefði tapað, að
Evrópumenn yrðu að hætta bar-
dögum og hefja samvinnu. „Ef
þeir ekki hætta, veröur Algier
nýtt Kongó.” Ennfremur hvatti
hann Evrópumenn til að flýja
ekki land.
Þrjár sprengjur sprungu í aðal
byggingu háskólans um liádegi í
dag og stóð byggingin umsvifa-
laust í ljósum loga. Eldminn
breiddist út til annarra húsa á
lóðinni og tók það slökkviliðið
marga tíma að ráða niðurlögum
eldsins.
OAS tilkynnti um hina ólöglegu
útvarpsstöð sína í gærkvöldi, að
„vopnahléi” væri lokið og hermd-
arverk mundu hefjast að nýju. —
Um tveim tírnum síðar byrjuðu
sprengingarnar.
Talsmaður þjóðernissinna í Roc-
her Noir sagði síðar í dag, að nú
yrði hert á aðgerðum, er OAS
hefði tekið upp aftur „gereyðing-
araðgerðir” sínar. Hann kvað hina
evrópsku hermdarverkamenn nú
verða að taka ákvörðun um það
fyrir miðnætti að hve miklu leyti
þeir vildu viðurkenna Evian
samninginn. Frestur til þátttöku í
kosningabaráttunni vegna þjóðar-
atkvæðisins rennur út í kvöld.
Annar leiðtogi þjóðcmissinna
sagði þetta : Evrópumenn verða að
taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðsl-
unni 1. júlí, þó að þeir ekki styðji
sjálfstætt Algier. Ef beir ekki
gera það, hafa þeir sýnt augljós-
lega, að þeir hlýða skipunum OAS
og eru samsekir, en þá hafa þeir
eyðilagt framtíð sína hér í landi.
Mikið var um rán víðs vegar
um Algeirsborg í dag, aðallega á
pósthúsum. í Bone var einn Evr-
ópumaður skotinn til bana.
Fouchet, stjórnarfulltrúi Frakka
í Algier, kom til Parísar í dag og
átti viðræður við de Gaulle, Popi-
dou og Joxe, Algiermálaráðherra.
MIKILL ELTINGARLEIKUR
VIÐ DRUKKINN ÖKUÞÓR
andarískur
jéðasöngvari
skemmfir hér
Reykjavíkurlögreglan lenti í
fyrrinótt í miklum eltingaleik við
drukkinn ökuþór. Var ekið eftir
götum borgarinnar á miklum
hraða, og eitt sinn á Hringbraut-
inni sýndi mælir lögreglubifreið-
arinnar yfir 100 km. hraða, og
lientist þá bíll hins drukkna manns
til og frá á götunni.
Miðar vel
á Reykja-
nes
De Gaulle
tðlar í
kvöld
París, 7. júní.
NTB-Reuter.
Ræðu, sem de Gaulle
forseti ætlar að lialda í sjón
varp á föstudagskvöld, er
beðið með hinni mestu eftir-
væntingu. Menn velta því
enn fyrir sér, hvað muni ger
ast með hinn dauðadæmda,
fyrrverandi hersliöfðingja,
Edmond Jouhaud, en de
Gaulle einn getur nú bjarg-
að honum frá dauða. Hægri
blaðið’ Paris-Presse telur, að
ekkert muni gerast í því
máli — hvorki aftaka né náð
un - fyrr en íbúar Algier
hafa 1. júlí lýst yfir vilja
sínum um hver skuli vera
framtíðartengsl landsins við
Frakkland.
tMHMMMMMWmMHMtUW
UNGUR bandarískur Ijóðasöngv
ari, John Langstaff, kemur til
Reykjavíkur í dag, en hér heldur
hann þrjár söngskemmtanir á veg
um Tónlistarfélagsins. Langstaff
hefur fengið góða dóma í Banda-
ríkjunum fyrir söng sinn, og þá
sérstaklega fyrir söngskemmtanir
sem hann liefur haldið fyrir ungl-
inga.
Hann og kona nans eru m n.
þekkt fyrir útgáru á barnabókum
með sönglögum Þykir Langstaff
hafa góða hæfileika til að hrífa
börnin, fá þau til aö syngja með og
njóta tónlistarinnar og söngsins.
Það hefur lengi vakað fyrir Tón
listarfélaginu að koma á sérstök-
um tónleikum fyrir ungt fólk. Er
það nú að undirbúa nýja deild, sem
eingöngu verður ætluð fyrir ungl-
inga. Það hefur komið í Ijós á sin
fóníutónleikum í vetur, að áhugi
ungs fólks fyrir klassískri tónlist
er mikill, og þarf nú að gera eitt-
hvað til að fullnægja þeim áhuga
Á hvítasunnudag mun Langstaff
halda söngskemmtun fyrir börn í
Tónabíó, og hefst hún klukkan þrjú
Þá flytur Páll ísólfsson ávarp, og
Lárus Pálsson flytur skýringar
með sönglögunum. Miðar verða
seldir á þessa skemmtun, og er
verð þeirra 20 krónur. Það eru ein
dregin tilmæli félagsins, að börn
yngri en 10 ára komi ekki nema í
fylgd með fullorðnum.
Þá verða tónleikar í Austurbæj-
bíó í kvöld klukan 7 og á morgun
klukkan 4 síðdegis. Undirleikari
Langstaff verður Charles Crowder.
Á efnisskrá þessara tónleika verða
fornir enskir söngvar eftir Henry
Purcell og John Dowland. Þá syng
ur hann Ijóðaflokk við lög eftir
Francis Poulenc, söngva eftir
Charles Ives og þrjú lög eftir
Schubert úr „Die Schöne Múllerin”
Að lokum syngur hann þjóðlög frá
ýmsum löndum.
SAMKVÆMT upplýsingum
vegamálastjóra, gengur vinna vel
við Reykjanesbrautina nýju.
Þcssa dagana er vinna einnig að
hefjast við hinn nýja veg austur
yfir fjall, Þrengslaveginn.
Rej'kjanesbrautin nýja nær nú
senn allt suður undir Hvassahraun
og sækist verkið eftir áætlun.
Notuð eru stórvirk tæki við vinn
una. Unnið hefur verið í allan
vetur að þessu og mun þetta
vera annað árið, sem unnið er
að vegagerð hér sunnanlands —
næstum óslitið allan ársius
hring.
Vinna er einnig að hefjast við
austurveginn nýja, sem unnið
hefur verið við undanfarin sum-
ur.
Verður nú byrjað frá Selvogs-
vegi, skammt fyrir austan Vind-
heima í Ölfusi. Þaðan eru um
fjórir kílómetrar þangað, sem
hætt var í fyrra og sagðist vega
málastjóri vonast til, að vegur-
inn mundi ná saman í sumar eða
í haust.
Aðstaða er fremur erfið til
vegagerðar þarna, yfir hraun er
að fara og þarf að fylla mikið
upp. Vonir standa samt til að
þessu ljúki í haust, ef ekkert
óvænt kemur fyrir, og fjárskort
ur liamlar ekki framkvæmdum.
Það var um kl. 3.15 í fyrrinótfc
að götulögreglunni var tilkynnt, iJ
drukkinn maður væri að aka bif-
reið eftir Snorrabraut. Var þegar
farið á eftir henni, og sáu lögreglu
menn hana við Austurbæjarbió.
Þegar hinn drukkni maður varð var
við lögreglubílinn setti hann þegar
á fulla ferð.
Barst nú leikurinn upp í Hlíðar
niður á Hringbraut og vestur hana
síðan upp á Hofsvallagötu, út á
Ægissíðu eftir Tómasarhaganum og
tókst lögreglunni að ná bílnum í
Sörlaskjóli. Oft á tíðum var ekið á
ofsalegri ferð.
Er bílstjórinn var færður út úr
bílnum, kom í ljós, að það er
piltur, sem lögreglan hefur haft
mikil afskipti af. bæði fyrir glanna-
legan akstur og ýmis konar klandur
Var hann töluvert ölvaður.
Við yfirheyrslu viðurkenndi
hann að hafa neytt áfengis á dans-
leik í Vetrargarðinum.
Nýtt póst- og
s'imahús á
Hvammstanga
Ilvammstanga, 7. júní.
NÍTT póst og símahús var1
tekið í notkun á Hvammstanga 1.
júní. Hafizt var handa um bygg-
inguna í fyrra, en henni lokið i
ár.
Hér er um að ræða glæsilega
byggingu, þar sem öllu er ágæt-
lega haganlega fyrir komið. Er
mikil bót að þessu nýja húsi, þar
sem póstur og sími eru samein-
uð, en áður var póstur og sími
aðskilinn. Björn Blöndal, sem.
hefur verið póstmaður á llvamma
tanga í 40 ár lætur nú af þv£
starfi, en við vígslu hins nýja
húss voru honum þökkuð hans
störf sem hann hefur gengt með
stakri reglusemi og trúmennsku.
Debora Þórðardóttir er nú
póst og símstjóri á Hvammstanga
en hún var áður símstjóri þar.
B. G.
MUN FJOLGA
ORSTJO
Níu manna
Á AÐALFUNDI Sölumiðstöðv-1
ar hraðfrystihúsanna, sem lauk á
miðvikudagskvöld, var samþykkt
lagabreyting um ráðningu fleiri
framkvæmdastjóra. Fjölgað var í
stjórninni úr fimm mönnum í sjö.
Fundinum, sem hófst á mið-|
vikudag, lauk með því að fluttar
voru skýrslur urn markaðs og
framleiðslumál.
Formaður stjórnar var kjörinn i
Elías Þorsteinsson, útgm. Kefla-|
vík, varaform. Einar Sigurðsson,
útgm. Rvík, og ritari Sigurður
Ágústsson, útgm. Stykkishólmi.
Stjórnin skiptir sjálf með sér
verkum.
Fjöldi nýrra framkvæmda-
stjóra, er ráðnir verða er ótiltek
inn. Munu þeir fjalla um mark-
aðs og framleiðslumál fyrirtækig
ins o. fl.
Jón Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri, gaf skýrslu um afurðasölu-
mál á lokafundinum. Björn Hall-
dórsson gaf skýrslu um ákvæðis-
vinnufyrirkomulag í frystiiðn-
aði, Óttar Hansson um gæðaetftir-
lit og Benedikt Sigurðsson unt
vinnuhagræðingu o. fl. »
ALÞYÐUBLADIÐ
8. júnf 196Z J