Alþýðublaðið - 08.06.1962, Blaðsíða 15
þessar. Ég skal senda yður
nokkra pakka á hótelið. Þaer
eru beztar. Diplomtes. Það er
ekki auðvelt að ná í þær. Mest
af þeim fer til ráðuneyta og
sendiráða. Nokkuð annað, áður
en við núum okkur að verkefn-
inu? Hafið ekki áhyggjur af mál
tíðum og frítímum. Ég sé um
hvort tveggja. Ég hef gaman af
því, og ef þér afsakið, þá ætla
ég að halda mig nálægt yður á
meðan þér eruð hér.
„Ekkert annað“, sagði Bond.
„Nema að þér verðið að koma
til London einhvern tíma“.
,„Aldrei“, sagði Kerim ákveð-
inn. „Veðrið og kvenfólkið er
alltof kalt. Og ég er stoltur af
að hafa yður hér. Það minnir
mig á stríðið. Og nú“, hann
hringdi bjöllu á skrifborðinu.
„Viljið þér kaffið sykurlaust eða
með sykri? í Tyrklandi getum
við ekki talað alvarlega án kaff
is eða raki, og það er of snemmt
til að drekka raki“.
„Ósætt“.
Dyrnar að baki Bond opnuð-
ust. Kerim gaf skipun. Dyrun-
um var lokað, Kerim opnaði
skúffu með lykli og tók upp
skjalamöppu og lagði hana á
borðið fyrir framan sig. Hann
sló flötum lófanum á hana.
„Vinur minn“, sagði hann
liörkulega, „ég veit ekki hvað
segja skal um þetta mál“. Hann
hallaði sér aftur í stólnum og
hélt saman höndunum fyrir aft
an hnakka. „Hefur yður nokk-
urn tíma dottið í hug, að starf
okkar er dálítið líkt kvikmynda
töku? Ég hef svo oft verið búinn
að ná öllum leikendum á stað-
inn og haldið, að nú gæti ég
byrjað. En þá eru það leikararn
ir, eða veðrið, eða slys. Og svo
er dálítið annað, sem gerist líka,
þegar kvikmyndir eru teknar.
Ást kemur fram í einhverri
mynd, í versta tilfelli, eins og
núna, milli aðalleikendanna.
Fyrir mér er það atriðið, sem
ruglar mig mest, óskiljanlegasta
atriðið. Elskar þessi stúlka raun
HANN er ekki lofthrædd
ur þessi. Hann er að vinna
við nýju brúna yfir Forth-
fjörð í Skotlandi. Þetta
verður lengsta hengibrú í
Evrópu, lengdin er rösk-
lega lVt míla. Smíði lienn
ar verður lokið á miðju
næsta ári, en áætlaður
byggingarkostnaður er um
1800 milljónir króna.
0 0 í>
Þetta var stórt, rétthvrnt her-
bergi, þiljað með mahogny allt
,um kring, nema að baki Kerims,
þar sem stórt austurlenzkt tjald
■hékk ofan frá lofti og bærðist
hægt fyrir golunni, eins og op-
inn gluggi væri að baki því. En
Það virtist ólíklegt, þar eð ljós
kom inn um þrjá, hringlaga
glugga. hátt á veggjunum. Ef til
vili voru svalir að baki tjaldinu,
svalir, sem sköguðu út yfir
Gullahornið, sem Bond heyrði
gjálfra við húsvegginn. Á ein-
um vegg herbergisins var stór
mynd af drottningunni og gegnt
henni mynd af Churchill tekin í
stríðinu. Djúpur bókaskápur
stóð við einn vegginn og gegnt
honum þægilegur leðursófi. I
miðju herberginu stóð svo skrif-
borðið, en á því stóðu innan um
mikið drasl þrír silfurv’asar, og
sá Bond út undan sér, að þar
voru innrömmuð skjöl um heið-
ursmerki og viðurkenningar frá
brezku stjórninni.
Kerim kveikti í sígarettu
sinni. Hann hnykkti til höfðinu
í áttina til tjaldsins. „Vinir okk-
ar heimsóttu mig í gær,” sagði
hann rólega. „Festu sprengju við
vegginn úti. Stilltu hana þannig,
að hún næði mér við skrifborðið.
Eg var.svo heppinn að hafa tek-
ið mér nokkrar mínútur til að
slappa af á sófanum þarna með
ungri, rúmenskri stúlku, sem
enn heldur, að maður muni
segja leyndarmál fyrir ástaratlot.
Sprengjan sprakk á úrslita-
stundu. Eg neitaði að láta það
trufla mig, en ég er hræddur um,
að reynslan hafi verið fullmikil
fyrir stúlkuna. Þegar ég sleppti,
fékk hún móðursýkiskast. Eg er
hræddur um, að henni hafi fund-
izt atlot mín alltof ofsafengin.”
Hann veifaði sígarettumunnstykk
inu afsakandi. „En það gekk mik
ið á að lcoma þessu öllu i samt
lag fyrir komu yðar. Nýtt gler
í gluggana og myndirnar og allt
lyktar af málningu. En,” Ker-
im hallaði sér aftur í stólnum og
ygldi sig, „það, sem ég skil ekki
eru þessi skyndilegu friðslit. —
Við lifum mjög vinsamlega í Is-
tanbul. Við höfum allir okkar
verk að vinna. Slíkt hefur ald-
rei gerzt, að mínir ágætu koll-
egar lýstu yfir stríði á þennan
hátt. Það er dálítið uggvæn-
legt. Það fer ekki hjá því, að
þetta leiði til vandræða við hina
rússnesku vini okkar. Eg neyð-
ist til að skamma manninn, sem
gerði þetta, þegar ég hef koin-
verulega hugmynd sína um yð-,
ur? Mun hún elska yður, þegar
hún sér yður? Getið þér elskað
hana nóg til að fá hana til að
koma yfir?“
Bond sagði ekkert. Það var bajp
ið að dyrum og yfirbókarinn kom ■
með kaffið og fór út aftur. Bond.
smakkaði á kaffinu og lagði boll'h
ann frá sér. Það var gott, en.
þykkt af korgi. Kérim svalg sitt
kaffi í sig og kveikti ser í ann-
arri sígarettu.
„En það er ekkert, sem við
getum gert með þessi ástamál“,
hélt Kerim áfram, hálfvegis við.
sjálfan sig. „Við getum aðeins
beðið og séð, hvað setur. En á
meðan kemur annað til“. Hann
kallaði sér fram yfir borðið og
horfði á Bond með augum, sem
skyndilega voru orðin hörð og
kænleg.
„Það er eitthvað um að vera
hjá óvinunum, vinur minn. Það
er ekki aðeins þessi tilraun til
að losna við mig. Menn eru að
koma og fara. Ég hef lítið af stað
reyndum“, hann rétti upp stór-
an vísifingur og lagði hann að
nefninu, „en ég hef þetta'*.
Hann klappaði nefi sínu, eins og
hann væri að klappa hundi. „En
þetta er góður vinur minn, og
ég treysti honum“. Hann færði
höndina hægt niður á borðið og
bætti lágt við, „Og ef ekki værl
um svo mikið að tefla, mundl
ég segja við yður: „Farið heim,
vinur, farið heim. Það er eitt-
hvað hér, sem þarf að flýja".
Allt í rúmfatnað
Tvíbreiði hálfhörinn kominn affc
ur. Einnig lakaléreft — Sæng-
urveradamask — Fiðurhelt lér-
eft — Dúnléreft og dúnn.
Verzlunin Snót
Vesturgötu 17. . '
WMWWMWWWtMMMW '
0
izt að því, hvað hann heitir.”
Kerim hristi höfuðið. „Þetta er
mjög ruglandi. Eg vona, að það
komi ckki yðar erindi neitt við.”
„En var nauðsynlegt að gera
komu mína svona opinbera?”
spurði Bond rólega. „Það siðasta
sem ég vil, er að flækja yður í
þessu öllu saman. Hvers vegna
að vera að senda Rollsinn út á
flugvöll? Það þýðir bara, að þeir
set.ia yður í samband við mig ”
Hlátur Kerims var umburðar-
lyndur. „Vinur minn, ég verð að
útskýra dálítið, sem þér þurfið
að vita. Við og Rússar og Banda-
ríkjamenn höfum mann á laun-
um á öllum hótelum, og við
höfum allir mútað embættis-
manni í aðalstöðvum leynilög-
reglunnar, og við fáum afrit af
lista um alla útlendinga, sem
koma inn í landið á h.verjum
degi loftleiðis, landleiðis og sjó-
leiðis. Ef við hefðum haft svo-
lítið lengri tíma til umráða, hefði
ég getað smvglað yður yfir landa
mærin frá Grikklandi. En til
hvers? Hinir verða að fá að vita
um, að þér eruð kominn líingáð
svo að vinur okkar geti sett sig
í samband við yður. Hún setti
sjálf það skilyrði, að hún gerði
sínar eigin ráðstafanir til að
hitta yður. Ef til vill treystir
hún ekki öryggisráðstöfunum
okkar. Hver veit? En hún var
ákveðin í þessu, og hún sagði,
eins og ég hefði ekki vitað
það, að hennar deild mundi
þegar í stað tilkynnt um komu
yðar.” Kerim yppti miklum öxl-
unum. „Hvers vegna ættum við
þá að vera að gera henni erfitt
fyrir? Eg hef aðeins áhuga á
að gera yður þetta þægilegt og
ánægjulegt, svo þér hafið að
minnsta kosti gaman af förinni
— jafnvel þótt hún beri ekki
árangur.”
Bond hló. „Ég tek það allt aft
ur. Ég var búinn að gleyma regl
unum, sem gilda á Balkanskaga.
Jæja, ég er alla vega háður yð-
ar skipunum á meðan ég er hér.
Þér segið mér, hvað ég á að
gera, og ég geri það“.
Kerim bandaði frá sér hend-
inni. ,,Og nú, úr því að við erum
að tala um þægindi yðar, hvern
ig er hótelið yðar? Ég varð hissa,
að þér skylduð velja Palas. Það
er litl.u betra en hóruhús — það,
sem Frakkar kalla baisodrome.
Og Rússar venja komur sínar
mikið þangað. En það gerir svo
sem ekkert til".
„Það er ekki mjög slæmt. Ég
vildi bara ekki vera á Istanbul-
Hilton eða neinu öðru af þess-
um fínu hótelum".
„Peningar?" Kerim opnaði
skúffu og tók fram bunka af nýj
um, grænum seðlum. „Hérna eru
þúsund tyrknesk pund. Raun
verulegt verðmæti þeirra og
gangverð á svarta markaðnum er
um tuttugu fyrir hvert enskt
pund. Hið opinbera gengi er sjö.
Segið mér, þegar þér eruð búinn
með þau, og þá læt ég yður hafa
eins mikið og þér þurfið. Við
getum gert upp, þegar ballið er
búið. Þetta er drasl, hvort sem
er. Allt frá því, að Krösus, fyrsti
milljónamæringurinn, fann upp
gullpeninga, hafa peningar ver-
að falla í verði. Og myndunum
á peningunum hefur hrakað jafn
hratt og verðmætinu. Fyrst voru
gugamyndir á peningunum. Þá
myndir konunga. Svo forseta.
Og nú er alls ekkert andlit. Sjá-
ið þetta“. Kerim kastaði pening
unum til Bonds. ,.í dag er þetta
aðeins pappír með mynd af op-
inberri byggingu og undirskrift
gjaldkera. Drasl. Undrið er, að
maður skuli enn geta keypt eitt
hvað fyrir þá. Jæja. Hvað ann-
að? Sígarettur? Ég reyki aðeins
BRÖAR-
eftir lan Fleming
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 8. júní 1962