Alþýðublaðið - 08.06.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.06.1962, Blaðsíða 2
Hltstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Aðstoðarritstjóri: ®jÖrgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 9Q6. —Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu —10. — Áskriftargjald Kr. 55.00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgef- andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. FRJÁLSARI MENN ÍSLENDINGAR hafa um langt árabil verið þátt takendur í efnahagssamstarfi þjóða Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku. Var stofnunin OEEC mynduð í sambandi við MarshalLhjálpina á sínum tíma, og gegndi síðan mikilsverðu hlutverki sem mið- stöð efnahagsmála eftir að þeirri hjálp lauk og þátttökuríkiln reistu efnahag sinn við eins mynd- arlega og raun ber vitni. Bandaríkin og Kanada voru ekki aðilar að því samstarfi nema óbeint. Eft ir að Vesturálfa var risiin á ný sköpuðust ólík við horf, og 'hefur stofnunin verið endurskipulögð und ir 'heitinu OECD — með fullri þátttöku Norður- Ameríkuríkja. Síðan heimsstyrjöldinni lauk hefur ísland ver- ið eitt þeirra landa í Evrópu, sem hafa átt við þrá látasta efnahagsörðugleika að etja. Eru til þess margar ástæður og skiljanlegar. Hefur þátttaka okkar í efnahagssamstarfinu reynzt hin þýðing- armesta og oft gert okkur kleift að sigrast á vanda málum. Þar að auki höfum vi'ð fengið margvíslega tæknilega hjálp frá samtökunum í París, nú síð- ast hina nosku hagfræðinga, er undirbjuggu fyrstu fimm ára framkvæmdaáætlun okkar, sem á að taka gildi um næstu áramót. Þeir óraunsæju menn, sem annað 'hvort vilja einangra ísland eða tengja það við kommúnista ríki Austur-Evrópu, hafa haldið uppi miklum á- • róðri gegn þátttöku okkar í þessu efnahagsstam- starfi. Hafa þeir haldið fram, að OEEC og síðar OECD væru aðeins tæki hins vestræna auðvalds til að hlekkja okkur. Ekkert er fjær sanni. Þetta samstarf hefur í engu heft sjálfræði íslendinga heldur aukið það með því að stuðla að efnahagsleg um styrk þjóðarinnar. Þegar viðreisnin hófst, var mjög bent á tengsl hennar við þessar stofnun, sem þó byggðust aðallega á yfirdráttarlánum, sem við við fengum til að geta gerbreytt utanríkisviðskipt um okkar, gert þau frjálsari og afnumið höft og skriffinnsku. Reynslan talar skýru máli' um þessi ' efni. Við höfum staðið í skilum með þau lán, sem áttu að vera myllusteinn um háls okkar. Og við- skiptamálin hafa breytzt svo til batnaðar, að stjórnarandstæðingar minnast nú helzt aldrei á þap þegar þeir gagnrýna viðreisnina. Sannleikurinn er sá, að íslendingar eru nú frjáls , ari þjóð en þeir voru fyrir viðreisn, af því að skila menn eru frjálsari en skuldakóngar. Efnahagssam starfið hefur þannig orðið okkur til góðs, og gefur sú reynsla okkur ærna ástæðu til að halda áfram þátitöku okkar í OECD. Fyrsta tlokks skófatnaður á heiidsöluverði Vegna væntanlegra breytinga á húsnæði seljast allar vörur verzlunar- innar á HEILDSÖLUVERÐI — Meðal annars: Herraskór .................... Kr. 325,00 Herrabomsur .................... — 155,00 Rúmenskir karlmannaskór .... — 450,00 Karlmannaskóhlífar ............. — 80,00 Iðunar-drengjaskór ............. — 230,00 _ _ ..................... — 180,00 Strigaskór, sléttbotnaðir ...... — 98,00 Leðurstígvél. karlmanna.......... — 486,00 Knattspyrnuskór .............. — 180,00 _ _ ........... _ 290,00 Útlendir karlmannasokkar .....— 35,00 Kvenskór með háum hæl......... — 310,00 — — _ — ........ — 375,00 _ _ _ _ ........ - 598,00 Rúmenskir kengönguskór sterkir og hentugir í sumarleyfisferðir — 167,00 Kventöflur....................... — 153,00 Barnastrigaskór (fyrir telpur) .. — 85,00 Plast-sandalar (fyrir telpur) .... — 45,00 Uppreimaðir barna-strigaskór .. — 65,00 Margskonar annar skófatnaður Skóáburður í túbum .......... — 7>50 Skóáburður í dósum .......... — 9>00 Skókrem í glerdósum ......... — °>°0 Kvenskór með lágum hæl ...... — 175,00 _ _ _ - ..... — 215,00 Sérstaklega lágt verð Allt tyrsta flokks vörur Rýmingarsalan stendur aðeins 7 daga ennþá Skóbúð Reykjavíkur Aðalstræti 8. HANNES Á HORNINU ★ Borgin breytir um svip. ★ Tré gróðursett við Suðurlandsbraut. ★ Auð grasigróin svæði svo að borgin geti dregið andann. SMÁTT OG SMÁTT — og þó nokkuð hratt, breytir borgin um svip. Þó að mjög hafi verið deilt um Miklubraut og meðal annars verið bent á það, að brautina út úr bænum hefði átt að leggja eftir Bústaðaveginum, þá mun það koma í ljós, að brautin verður myndarleg og skemmtileg. Það var ekki svo gott að átta sig á henni meðan hún var aðeins komin meðfram Klambratúni, en nú breytir hún umhverfinu hið efra og virðist ætla að verða stórfengleg á okkar mælikvarða. ÉG ÞEKKI EKKI fyrirætlanir borgarverkfræðinga og stjórnar borgarinnar um umhverfi Miklu- brautar, en það lítur svo út sem húsin muni eiga að standa alllangt frá akreinunum og að auð græn svæði verði sitt til hvorrar handar Þannig myndast „lungu“ í borginni svo að hún geti „andað“ að sér, „dregið andann“ eins og komist er að orði stundum um skipulag borga Þetta er gott og gagnlegt — og breytir útliti borga til stórra muna. ÞAÐ ER BÓKSTAFLEGA eins og manni séu færðar gjafir þegar borgin tekur svipbreytingum til bóta. Þannig er þetta við Suður- landsbraut. Þar hafa verið rudd moldarbörð og melar til vinstri handar þegar farið er úr bænum og hafa stórvirkar vélar verið þar að verki undanfarnar vikur. Þegar ég ók þarna um á miðvikudags- kvöld voru svæðin orðin slétt eins og stofuborð. Að líkindum verður Framh. á 12. síðu 2 á. júní 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.