Alþýðublaðið - 15.06.1962, Page 8
HEIMSMEISTARA-
TIGN EÐA DAUÐI
Hérna er kappinn kominn
á reiðhjól, og lætur sér vel
líka, þó ekki sé haegt að ná
miklum hraða á slíkum far-
artækjum, allt stendur þetta
til bóta — og í haust eða síð'-
ar er það heimsmeistaratign-
in í kappakstri eða dauðinn.
Kannski hvort tveggja. —
Stirling Moss, hinn heims-
frægi kappakstursmaður er
nú óðum að ná sér aftur eftir
hið mikla slys, sem hann
varð fyrir fyrir rúmum 2 mán-
uðum síðan.
Hann er meira að segja
byrjaður að heilsa mönnum
og kveðja þá með vinstri
hendi — þeirri sem brotnaði
— bara til að sýna þeim, að
hann er ekki dauður úr öll-
um æðum ennþá, og á ennþá
krafta í kögglum þó að nokk-
ur bein í líkama hans hafi
brotnað.
Þeir, sem taka í hönd hans
nú þessa dagana, eru aumir
á eftir, svo þétt er handtak
hins slasaða manns.
Það er þessi kraftur, sem
mun gera Stirling kleift að
aka aftur í kappakstursbíl áð-
ur en öllum kappökstrum lýk
ur í september — þetta segir
hann sjálfur, og það mun án
efa kæta alla þá mörgu að-
dáendur Moss, sem hann hef-
ur aflað sér með sínum of-
dirfskulega akstri, og snilld-
arlegum glannaskap.
Það eru ekki liðnir tveir
mánuðir síðan að Stirling
Moss var ekið meðvitundar-
lausum til spítala í London.
Hann hafði ekið útaf braut-
inni á 160 kilómetra hraða —
stórslasast í andliti, skemmt
annað augað, fótbrotið sig og
handleggsbrotið, hann var
öklabrotinn, fjöldi af tám í
klessu, rifbein brotið og þar
fram eftir götunum. Þó er
ekki komið það allra versta:
hann var höfuðkúpubrotinn
og hluti af heilanum var
skaddaður, svo að hann var
alveg lamaður í vinstri hluta
líkamans.
Allir — og það fyrst og
fremst læknarnir spáðu að
Stirling Moss hefði sungið
sitt síðasta vers, hann tæki
aldrei framar þátt í kapp-
akstri. Hann myndi aldrei ná
hinum eftirsótta titli að
verða heimsmeistari.
En fyrir nokkrum dögum
sagði Moss: Þó að kappakst-
urinn um heimsmeistaratitil-
inn verði minn síðasti á æv-
inni, þá skal ég ganga með
sigur af hólmi”.
Hann sagði einnig: Fyrir
tveim árum síðan tapaði ég
hjóli undán bílnum í Grand
Prix keppninni á Spáni.
Báðir fætur mínir brotn-
uðu og hryggurinn. Einum
mánuði síðar dansaði ég cha,
cha, cha, og tveim vikum eft-
ir það sat ég á ný í ekilssæt-
inu. Það tekur að vísu sinn
tíma að ná sér eftir jafn mikla
áverka og þessa, það krefst
mikillar líkamshreysti. En
mikilla líkamshreysti. En
þetta hef ég til að bera, og
því batnar mér eins fljótt og
raun ber vitni.
Og það er ekki aðeins í orði,
sem hinn frægi maður kemur
læknunum á óvart — heldur
einnig í framkvæmd. Hann er
á fótum nú á hverjum degi —
hann þarf aðeins að nota
hækjur.
— Það gengur ekki lengur
að nota hækjurnar, segir
hann við læknana, — og brátt
mun hann kasta þeim.
Framkvæmlastjóri Stiriing
er nú þegar farinn að ieita
upp kappakstur við hæfi
hans, ekki veitir af, því að
hraði Stirling Moss er óskap-
legur— jafnt í sjúkrahúsinu
sem á kappakstursbrautinni.
>f
FALLEG
- EN ÞÓ
ÖÐRUVÍSl
EN AÐRIR
AF öllum leikurnm í
Hollywood, er Pamela Tiffin
áreiðanlega sú óvenjulegasta.
Pamela, sem hefur verið að-
alleikari í ýmsum hvikmynd-
nm, er ekki aðeins þekkt
fyrir hina óvenjulegu fegurð
sína á Hollywood mælikvarða
heldur er hún á margan ann-
an hátt frábrugðin öllu því
léttlynda unga fóiki, sem nú
er farið að setja svip sinn á
myndir frá Hollywood.
Hún er alvarlega hugsandi
stúlka, henni fellur ekki í geð
nýtízku músik, rokk og tvist,
og hún eyðir frítímum sínum
í að skoða ýmis söfn, svo
sem listasöfn og fornminja-
söfn. Hún fer oft á óperur og
hlustar á symfóníur, og að
eigin sögn er það hennar
markmið að verðá vel mermt-
uð kona.
En þrátt fyrir það. að sum-
um unglingum finnist eftir
þessu að dæma, að Fameia
sé dálítið einkennileg. mundi
það koma þeim skemmtilega
á óvart að kynnast henni, því
að hún er að óllu leyti eins
og ungt fólk á að sér
kát og lífsglöð.
Hún er öll töfrandi, per-
sónan og líkaminn, — og það
er enginn furða, þótt leik-
stjórinn hennar spái lienni
miklum frama sem leikara
á hvíta tjaldinu.
V'
GEORGE MARTIN segir
þessa sögu :
Eva : Elskarðu mig?
Adam: Hverja aðra æiti
ég að geta elskað? .
áMMMMMMMMMMtMMIMMMMMMMMMMMMMMMMMMHW
Rússar reisa
barnahverfi
Á KRÍMSKAGA við
Svartahaf er verið að
byggja hvíldar- og skemmti
bústaði fyrir börn, á um
200 hektara svæði, sem
hlotið hefur heitið Nýja
Artek, því að skammt frá
eru frumbyggjatjaldbúðir,
sem heita Artek, en þar
eyða mörg börn frá Sovét-
ríkjunum og öðrum lönd-
um sumarfríinu sínu.
í Nýju Artek eiga í allt
að rísa sex húsaþyrping-
ar. Á síðasta ári var sú
fyrsta tekin í notkun, en
hún rúmar 440 börn. Þess-
um byggingum hefur verið
valinn staður við rætur
fjalls eins á skaganum,
sem nær svo að segja út
að vatninu, og er stutt fyr
ir börnin að fara og fá sér
bað.
í húsunum, sem nú þeg
ar er búið að taka í notk-
un, eru sex svefnsalir, sem
rúma frá 42 — 126 börn. —
Aúk fullkominnar lækna-
stofu er þarna allt til tóm
stundaiðju og skemmtun-
ar fyrir börnin. Veggirnir
eru skreyttir með mosaik
listaverkum eftir marga
færustu listamenn Rússa.
Þarna eiga að dvelja
börn víða að frá Sovétrikj
unum og einnig frá öðrum
löndum, við frjálsa leiki
og aðrar skemmtanir yfir
sumarið, en samt má bú-
ast við að andi kommúnista
svífi þar yfir vötnunum.
Myndirnar eru frá barna-
heimilinum á Krímskag-
anum.
Mei
höfi
KVIKMVNDAI
ENDUR legrgja
á sig og leikar
ná sem beztuni
myndina, sem ]
framleiða. Oft
hætta á feröui
tækifæri, og þ
istar” fari oftas
verk leikaranm
hættan er mest,
ir að Ieikarai
leiki á hættule
blikum, eins og
sannar:
Þegar veriff v
WMHtWHUWWM
Tvær kornungar
fóru eitt sinn á di
Hótel Borg, keyptu
on og fengu tvö g
þær nú að drykkj
stund, þar til erlen
ur kemur til þeirra
ur annari upp í d;
þáði boðið, en kom
ur. Sá hin, að húr
hvern dansinn á fæt
við útlendinginn. Þe
inn hætti, kom húi
sætis síns og var r<
hún vinkonu sinni :
ir ekki sléttar.
— Þetta var Ijót
þegar við vorum
dansa fyrsta dansi
hann : Skal við holc
En ég sagði auðvita
samt sagði hann ):
við hvern dans, þó ;
aði alltaf. Loksins t
sikin i hætti, sagði
hneigði sig : Nú ma:
op, Fröken. — Er
mér nóg boðið, sag
rauk frá honum, ár
kveðja.
t
$ 15. júní 1962 - ALÞÝÐUBLAÐiÐ
tffi