Alþýðublaðið - 21.07.1962, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.07.1962, Blaðsíða 1
43. árg. — Laugardagur 21. júlí 1962 — 164. tbl. Myndin er af síldarflutn ingaskipinu Stokkvik. Á mið vikudagsmorgun kom það til Siglufjarðar með 5000 hektó lítra af síld. Þegar farið var að Ianda úr því, voru of mörg skilrúm tekin burt svo síldin slóst til í því, vírar héldu skipinu sem annars hefði farið á hliðina. Hefði síldin kastast út í hitt borð ið liefði skipið án efa farið á liliðina. (Ljósm. A. Sveinbjörnsson) FYRIR nokkru voru þrír ungir menn teknir njorður á Akureyri fyrir ávísanafals og fleiri afbrot. Dómur í máli þesrra hefur enn ekki fallið, en sl. þriðjudag urðu tveir þeirra uppvísir að ávísanasvikum og þjófnaði hér í Reykjavík. Aðdragandi máls þessa er sá. að aðfarauóU iG^uöagsins 13. þ.m. var stolið f jórum ávísanaeyðublöð; um úr hcfti, sem maður nokkur! átti. Sá kærði þjófnaðinn daginn; eftir, og voru tveir menn sérstak lega grunaðir. Þeirra var leitaö og, náðust þeir sl. þriðjudagskvöld. I Höfðu þeir þá selt öll blöðin, og gef 1 ið út fyrir 11-1200 þús. krónur. I i?ramhalú a 11. síðu- 1 EYSTRÁ En misjöfn að gæðum ENN veiðist mikil síld eystra. Nú hefur hins vegar brugðið svo við að síldin er oröin mjög blonduð og þess vegna hefur fremur lítíð verið saltað fyrir austan undanfar inn sólarhring. Einstaka bátur hefur fengið mjög góða síld, sem er söltunar- liæf, en yfirleitt er síldin mjög1 blönduð. í fyrrinótt var veiði afbragðsgóð og er nú mikil löndunarbið á öllum höfnum eystra. Margir bátar, sem fengið höfðu fullfermi, tóku þann ! kost að sigla til Sigluf jarðar með j aflann því veður var mjög gott. Sildin, sem veiddist í fyrrinétt og í gær, er full af átu og ætti því að fitna tiltölulega fljótt. Blaðið áttí í gær tal við nokkra af fréttariturum sínum fyrir aust an. Fara frásagnir þeirra hér á eft ir: Raufarhöfn í gær: I.ítið hefur verið saltað hér í dag vegna þess að síldin sem hing að hefur borizt hefur verið mjög blönduð, og ekki talin söltunarhæf. Hún er veidd 40-50 mílur norð austur af Langanesi og einnig lengra austur með. Víðir II. Garði j fékk allgott kast i kvöld út af ] Sléttu, ekki var vitað til þess að a sólar■ hring NÚ ÞEGAR síldveiðarnar standa sem haest, má geta þess til fróðleiks, að hver há- seti á síldarbát fær 5 kr. fyr- ir hvert mái, sem báturinn veiðir. Flestir bátanna hafa verið með fuilfermi undan- farna daga, og þá margir yfir 1000 mál. Hásetahluturinn verður þá rúmar 5000 krónur eftir sólarhringinn, og rúm- lega helmingi meira fær skip- stjórinn. neitt annað skiu hefði fengið afla á þeim slóðum. Hér er allt fullt af skipum sem eru að landa, og koma órtnur í skarðið um leið og eitthvert löndun arpláss losnar. Vegna þess hve veð ur er gott bíða skipin ekki ef þau sjá fram á lengri bið en einn sól arhring, þá sigla þau lieldur vestur. — G.Þ.Á. Seyðisfirði í gær: Gífurleg veiði var hér fyrir ut an í nótt. Sennilega hefur aidrei fyrr veiðst jafnmikið á jafnskömm um tíma. Síldin er dálítið misjöfn, sumir bátarnir hafa komið með ágætis söltunarsíid. Einkum mun síldin, sem veiddist undir morguninn hafa verið blönduð og því lítt söltunar hæf. Saltað var á flestum plönum í gærkveldi og fram undir morgun Framhald á 11. síðu. ( GÆR sýndum við ykkur svipmyndir af ungu fólki að vinna í síld á Húsavík. Hér er enn ungt andlit af síldarslóð- um. Þessi níu ára síldarstúlka vinnur á söftunarstöð 0. Hinrikssonar, Siglu- firði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.