Alþýðublaðið - 21.07.1962, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.07.1962, Blaðsíða 5
 1700 mála kast Blaðiff átti tal við síldarleit ina á Sigiufirði í gærkveldi og fékk þær fréttir að Víðir II. Garði hefði í dag fengið 1700 mál í einu kasti 40 míl ur út af Rifstanga. Var þetti mjóg faileg síld og ætlaði Víðir með hana til Ólafsfjarðar. Frétzt hafði af nokkrum skipum, sem voru að kasta á svipuðum sloðúm og Víðir fékk siidina í dag. Ægir varð var viff síld við Kolbeinsey í nótt. en síldin þar stendur fremur djúpl 35-40 mílur aust-norð-aust ur af Langanesi veru margir bátar í vaðandi síid í gær kveldi og voru að byrja að kasta. Veður var all gott á þessum slóðum í gærkveldi. Straumur báta hefur verið til Siglufjarðar mcð bræðslu síld. af austurmiðunum í dag og verið er að landa með öll um krönum. UMMMMMMMMMMMMMW DEILAN ER 1 UM BARINN FLEST veitingahús bæjarins voru lokuð í gær vegna verkfalls veitingaþjóna. Snýst deila þessi um skipulag veitingasölu í vínstúk unum, og var ekki um annað rætt, þegar deiluaðilar og sáttasemjarar komu saman á fund í fyrrinótt. Þjónarnir hafa veitt gistihúsum jundanþágu, svo að þau geti tryggt gestum sínum máltíðir og íetða- menn verða ekki óþægilega fyrir barðinu á deilunni. Þá'var opið í gær á þeim stöðum, seiu nota að mestu eða .öllu leyti kvenfólk íil framreiðslustarfa. Samtök veitingaþjóna liafa lagt fram allmargar kröfur eins og hefur verið frá greint. Er þar meöal annars krafizt hærri prósentu á tilgreindum helgidögum og fleiri kjarabóta. Svo virðist 'eftir gangi málsins, sem starfshættir á vín- börum bæjarins séu aðalatriði málsins og deilan snúist fyrst og fremst um það. Vínstúkurnar eða barirnir eru nýleg fyrirbrigði í veitingalífi bæj arins, og hafa því ýmsar redur verið að mótast um rekstur þeirra, en um aðrar er deilt Munu veiti^ga þjónar vilja kaupa vörur. sem þarna eru seldar, af íyrirtækjunum en eigendur vilja hins vegar að settir séu peningákassar í'rá hús unum á barinn og þeir noiaðir Um hádegi í gær kom íil npkk urra átaka í Nausti við Vesíurgbtu Þar eins og viðar höfðu verið verð ir frá samtökum veitingamanna lim morguninn. Um hádegið íengu tveir menn að borða í sal staðarins og gekk framkvæmdastjóri sjálfur um beina. Vildu fulltrúar veitinga þjóna stöðva þessa afgreiðslu,; en eigandinn veitti mótspyrnu. tdldi þessa afgreiðslu ekki brot á verk fallinu, og kallaði til lögreglu. Greínargerb frá þjónum Ymsar breytingar fara nú fram á varðskipinu Þór. Tími er senn kominn til að skipið fari í svokallaða 12 ára klöss un, og á að vinna hana í á föngum. Afturmastrið hefur verið fjarlægt og síðar á að fjar lægja tvo björgunarbáta af fjórum á bátadekki til þcss að þyrla geti lent þar. Radar inn hefur verið' fluttar af brú arþakinu og upp í frammastr ið eins og þessi mynd sýnir Með því að hafa radarinn þarna eykst sjónsvið hans um eina mílu miðað við það sem áður var. Verður það væntan lega til þess að auðveldara verður að haía hendur í hári landhelgísbrjóta, og einnig mun það korua að góðu gagni við leitir. MWMHMHMWMUHmHW 94 skip með .630 m&t HUMARAFLI í SÍÐASTA tölublaði Ægis er yfirlit yfir humarveiðarnar árið 1961 og kemur þar fram, að aflinn það ár, varð töluvert minni cn ár- ið áður, þá var aflinn 2.081 Jest, en í fyrra var hann ekki ncma 1490 lestir. í Ægi segir ennfremur. að þessi minnkandi afli sé nökkur mæli- kvarði á misnotkun heimildar til Framhald á 14. síðu. Blaðinu barst í gær eftirfarandi frétt frá Fiskifélagi íslands um gang síldveiffanna sólarhringinn næsta á undan: ■ Ágæt sildveiði var sl. sólarhring fyrir Austfjörðum. Var vitað um > afla 94 skipa með samtals 85.630 þús. mál og tunnur. Aðalveiðisvæð ið var á svipuðum slóðum og í gær en einnig fékkst góður afli á svæð inu milli Dalatanga og Ninðfjarð- arhorns 2-6 mílur undan landi og í mynni Reyðarfjarðar. Veður var gott. Ægir var á Kolbeinseyjar- svæðinu. Frá síldarleitinni á Siglufirði: Straumnes 630 Snæfell 1200 Frá síldarleitinni á Raufarliöfn: Fákur 1600, Pálína 1500, Garðar 700, Ingiber Ólafsson 800 Guð- mundur Þórðarson 1500, Sæfaxi NK 800, Skírnir 1200, Ólafur Magn ússon EA 1350, Hannes lóðs 750, Freyja GK 900, Mímir 900, Pétur Sigurðsson 1300, Sæfari BA 900, Þorbjörn 900, Sigrún AK 1100, Baldur 800, Ársæll Sigurðsson II. 1000, Guðmundur Péturs 1450, Þor lákur 900, Geir 750, Bjarmi 8Ö0, Freyja ÍS 700, Jón Garðar 1100, Víkingur II. 800, Steinunn 800, Höfrungur II. 1500, Heimaskagi 800, Hrönn II. 850, Fram 800, Auð unn 500, Ágúst Guðmundsson 700. Húni 900, Jón á Stapa 1100, Eld- borg 1250, Tálknfirðingur 700, Akraborg 1500, Sunnutindur 1000, Jón Guðmundss. 700, Faxaborg 1000, Heimir 650, Hrafn Sveinbjarn arson 450, Friðbert Guðmundsson 500, Gnýfari 1000, Haraldur 1500, Héðinn 1300, Anna SI 1250, Þór- katla 1000, Bergvík 900, Gunnólfur Framhald á 14. síðu. iMtMMMMMMMMMtMMMiW Lýst eftir manni Lögreglan á Siglufirði lýsti I gærkvcldi eftir manni, Frið rik Ásgrímssyni, skipverja á Hávarði ÍS 160. Friðrik sást síðast aðfaranótt mámidags ins, en síðan hefur ekki til hans spurts. Friðrik Ásgrímsson er ung ur maður, rúmlega tvitií og er hann héðan úr Rcykja vík. SMMSMMMMMMMMMMMM* jVEGNA deilu Félags framreiðslu-i .manna við samband veitinga-| jinanna vill félagið taka fram eftir jfarandi: j Samningum félagsins við veit- ingamenn var sagt upp í lok apríl jmánaðar og féllu þeir úr gildi 1, ■ júní sl. 20. júní sl. sendi Félag fram ireiðslumanna Sambandi veitinga- og gistihúsaeigenda uppkast að nýju samningum og óskaði eftir að samningaumleitanir yrðu hafnar hið fyrsta. Þessu svöruðu veítinga- menn engu. hirtu ekki um að ræða samningana fyrr en eftir að þeim barst verkfallstilkynning 11. þ.m. Mánudaginn 16. þ.m. var svo hald inn samningafundur, sem stóð í tvær stundir og endaði án nokkurs árangurs. þar sem veitingamenn neituðu að ganga til samninga, Þá vísaði Félag framreiðslumanna deilunni til sáttasemjara 19. þ.m. boðaði sáttasemjaiú til sáttafund- ar og stóð sá fundur í 10 klst., en árangur varð enginn. Veitingam. vil.du ekki ræða samninga og höfn uðu öllum tillögum Félags fram- heiðslumanna til málamiðlunar. Báru veitingamenn það helzt fyrir sig að þeir hefðu „húsbóndavald" á veitingahúsunum, sem þeir vildu ekki að rýrt væri að neinu. Þar sem sáttatilraunir fóru al- gjörlega út um þúfur, vegna ein- dæma stífni hinna miklu „hús- bænda“ var áður boðuð vinnustöðv un látin koma til framkvæmda að morgni föstudags 20. þ.m. þ.e. i dag Veitingamenn hafa haldið því fram að vinnustöðvunin hafi ekki verið boðuð með nægilegum fyrir- vara. Um þetta formsatriði nægir að upplýsa, að 11. þ.m. kvittaði framkvæmdastjóri Sambands veit j inga- og gistihúsaeigenda fyrir íil- I kynningu um vinnustöðvun. sem komið gæti til framkvæmda 20. júlí, eða eins óg' segir í bréfi Fé lags framreiðslumanna „Vér leyf- um oss hér með að tilkynna yður að vér munum frá og með föstu- deginum 20. júl. 1962 stöðva álla vinnu meðlima félags vors hjá með limum félags yðar.‘ Með bréfi dags Framhald af 14. síðu. / Aíengissalan jókst um 28.8% fyrstu 6 mán. ÁFENGISSALAN á landinu hefur aukizt um 22.8% frá því í fyrra, ef miðað er við fyrstu. 6 mánuði ársins. Mánuðina apríl, maí ogr júní var selt áfengi fyrir rúmlega 58 milljón krónur, en á sama tíma' í fyrra fyrir 46 milljónir. , Heiidsala á þessu timabili skijPt- ist þannig: Selt í og frá: kr. Reykjavík .. ., .. 48.216.S16 Akureyri 5.116.217 • ísafirði 1.887.Ó89 Siglufirði 1.404.197 Seyðisfirði 1.533.703 Samtals kr. 58.208.^22 Á sama tíma 1961 var salan ems og hér segir: t Selt i og frá kr- * Reykjavík 38.499.718 Akureyri 3.984.^53 ísafirði 1.416.270 Siglufirði 1.191.897 Seyðisfirði 1.117.950 Samtals kr. 46.210.13$ ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 21. júlí 1962 £

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.