Alþýðublaðið - 21.07.1962, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 21.07.1962, Blaðsíða 15
Neville Shute er alveg öruggt. Hún sefur núna. Pascoe virðist líða mjög svipað. Mér fannst honum vera kalt áð- an, svo ég lét hitapolca hjá hon- um”. „Þakka þér fyrir, frú Hoskins. Nú ætla ég að kalla Buxton upp, en þú skalt hlusta ef ég skylúi þurfa að tala við þig aftur. 7HT kallar 7PC. Gjöra svo vel að svara, ef þú ert að hlusta. Skipti”. Liðþjálfinn sneri rofa. „7PC svarar 7HT. Skipti”. „Þakka þér fyrir. Ef Clarke flugstjóri er þarna, viltu þá biðja hann að tala. Skipti”. Ég tók hljóðnemann. „Þetta er Clarke. Skipti”. „Hvernig er veðrið hjá ykkur núna?” „Það er að létta til”, sagði ég. „Það er alveg orðið bjart í vestri, en ennþá er dálítið skýjað í austri. Vindhraðinn er þrjátiu hnútar. Hvernig er veðrið hjá vkkur? Skipti’. „Það er lágskýjað.hér, skýjin eru um það bil 100 feta hæð. Ekki sést tii fjalla. Vindhraðinn er 20 hnútar”. „Það er þá ekki mikil von til þess að þið komizt”. „Nei, en hvað um ykkur?” „Það er allt í lagi. Turnbull læknir er hér. Hann ætlar að reyna að stökkva út, þegar ég flýg yfir brautina. Ef hann getur það ekki, þá getur enginn það. Það er bara eitt. Turnbull þarfn ast hjálpar við uppskurðinn, ef nokkur leið er að koma því í kfing. Getið þið flogið hingað með Parkinson lækni meðan ég er í burtu? Ef veðrið helzt þá fer ég með hann þegar ég kem aftur, og lendi þá á sama hátt. Skipti”. „Biddu augnablik”. Það var Iöng þögn meðan þeir báru sam- an ráð sín. Ég stóð og hélt á hljóð nemanum og horfði út um glugg ann. Það var eitthvað við veðr- ið, sem mér leizt ekki á. Sólin skein, en samt var ekkert heitt. Nú heyrðist í þeim 'aftur. „Þetta er7HT. Þetta er al.lt í lagi Clarke. Við komum með Parkinson á Proctor vél. Við leggjum á stað eftir hálftíma. Þetta er tveggja tima flug, svo þú getur búizt við lionum klukkan 11, eða þar um bil. Skipti’. „Það er prýðilegt”, sagði ég. „Þá ætti ég að vera komiim aft- ur”. Hefurðu heyrt síðustu veður- fregnimar?” „Það er ekkert á þeim að græða”, sagði hann. „Það er önn- ur lægð á ieiðinni. Þeir halda það dimmi aftur yfir, seinnipart- inn í dag. „Við verðum að vona það bezta”, sagði ég. „Ef ég flýg í lít- illi hæð, þá ætti eini vandinn að vera að komast upp á brautina” Ég bað um að fá að tala við frú Hoskins, og þeir kölluðu hana upp. Ég sagði henni, að við mundum koma, og læknirinn mundi verða þar eftir einn og hálfan tíma, ef allt gengi að um. Ég sagði henni að mundum við fljúga yfir og láta áhaldatösku læknisins detta nið- ur. Ég bað hana að velja ein- hvem stað þar sem jarðvegur- inn væri mjúkur og merkja hann hvítu laki, sem hún gæti fest með steinum, þannig að við gæt- um séð hvar bezt væri að láta töskuna detta. Þvínæst fékk ég liðþjálfanum hljóðnemann aftur. Nú vorum við tilbúnir. Læknirinn var með miðlungsst.óra úttroðna ferða- tösku. „Ég vafði flöskurnar inn í handklæði” sagði hann. „Ég held að það verði'allt í lagi með þær”. Hann var í þykkum frakka, en innanundir var liann í peysu, sem náði upp í háls, og i skíða- buxum með skíðaskó á fótum. Hann var skynsamlega búinn. Við ókum aftur út á flugvöll með Monkhouse. Himininn var heiður og blár og það var glaða sólskin. Enn var þó fullhvasst fyrir litla flugvél. Við ókum upp að flugskýlinu og stigum út. Áð- ur en við ýttum vélinni ut, fór ég að skrifborði í einu horninu og markaði stefnuna á kortið mitt. í þessu veðri ætti ég að geta flogið beint. Þetta voru um 115 mílur, og stefnan var 178 gráður réttvísandi, næstum hásuður. — Það mundi taka okkur eina og hálfa klukkustund að komast þangað í þessu roki. Vélin hafði ekki benzin nema til fjögurra tíma flugs. Það var ekki mikið sem mátti muna. Ég leit aftur á kortið. Þarna á leiðinni voru fjögur þúsund feta há fjöll. Ég gat losnað við að fara yfir þau með því að fara svolítið aðra leið. En þá lengdist leiðin urn 25 mílur. Eins og veðri-var nú hátt- að, var betra að fljúga yfir þau. Ég braut þetta kort og flugbraut arkortið saman og stakk beim í kortavasann á gamla flugjakkan- um mínum. Því næst fór ég með lækninn út að vélinni. Hann sett ist inn og ég lét hann halda á ferðatöskunni á hnjánum og síð- an spennti ég hann fastan í sæt- ið. Ég sýndi honum livað hann ætti að gera. „Fyrst látum við töskuna detta”, sagði ég. „Þegar ég gef þér merki, þá opnarðu dyrnar dálítið og lætur hana vega salt á brúninni, svona. — Þegar ég segi til, þá læturðu hana bara detta". Ég þagnaði við. „Svo fljúgum við annan hring. Meðan við erum að því, þá losar þú af þér öryggisbeltið og ferð úr frakkanum — ég kasta honum svo til þín seinna. Síðan flýg ég niður að brautinni og reyni að halda vélinni kyrri með- an þú ferð út. Þú verður að vcra eldfljótur, því ég get ekki naldið vélinni kyrri nema augnablik. En ég held samt að það verði al- veg nógur tími. Við sjáum nvað setur. Við gætum prófað betia einu sinni áður en þú stekkur”. Hann vætti varir sínar og kink aði kolli. Ég vorkenndi honum, hann hafði bersýnilega aldrei lent í neinu slíku áður. „Þú munt sjá, að það er auðvelt að komast út”, sagði ég. Hann opnaði dyrnar, sneri sér til í sætinu, setti svo fótinn í tröppuna og steig niður. „Þetta er barnaleikur”, sagði hann. — Það verður enn auðveldara þeg- ar ég er kominn úr frakkanum”. Ég kinkaði kolli. „Þetta verð- ur allt í lagi”. Hann fór aftur inn í vélina og rétti honum ferðatöskuna. Því- næst ýttum við vélinni út. Svo settist ég inn í hana og kinkaði kolli til Monkhouse og drengj- anna tveggja, sem héldu við vængbroddana. Monkhouse sneri vélinni í gang á skrúfunni, og hún tók strax við sér. Ég lét hana ganga aðeins, gaf henni síðan inn. Það virtist allt vera í lagi. Ég gáf þeim merki og þeir tóku fyrirstöðurnar frá hjólunum. Ég ók henni lengra út á völlinn og dreggirnir héldu við vængbrodd- ana. Svo sneri ég henni upp í vindinn og gaf þeim merki um að sleppa. Svo fórum við í loftið. Þegar við vorum komnir á loft lét vélin dálítið illa, sem var engin furða. Læknirinn hélt fast um töskuna, honum var bersýnilega um og ó. Ég tók stefnuna og við héldum áfram að hækka okkur því fjöllin voru ekki langt und- an. Þau blöstu við okkur, snævi- þakin í sólskininu. í austri var enn dálítið skýjað. En heiðríkt var í vestri. Ég tók nú upp kort- ið og fór að glöggva mig á kenni- leitum, og marka stefnuna nán- ar. Vindurinn hrakti okkur dá- lítið af leið og ég varð að taka til- lit til þess. Þegar ég var búinn að þessu sneri ég mér að lækninum. „Finnst þér þetta ekki fallegt”, sagði ég. Hann leit upp og virt- ist öllu rólegri. „Jú, það er það”, sagði hann. „Afskaplega fallegt. Þetta er í fyrsta skipti, sem ég flýg”. Mér brá. Ég hafði ekki tekið það með í reikninginn. Sem far- þegaflugmaður var ég alvanur að hitta farþega sem voru að fljúga í fyrsta skipti. Vanalega gaf ég mér tíma til að hinkra við og spjalla við þá, spyrja þá hvert ferðinni væri heitið, og lofa þeim að segja svolitið frá. Stundum bað ég flugfreyjuna að færa þeim kaffisopa. Það hafði bókstaflega aldrei hvarflað að mér að þessi ungi og dugnaðarlegi læknir hefði aldrei flogið áður. Ég hafði verið með allan hugann við að ná í lækni til að fara til Lewis River, og hafði þess vegna verið eilítið ókurteis við hann. Samt sem áður þorði ég ekki að sýna honum neina samúð, lreldur sagði ég: „Þú hefur farið á mis við mikið”. Nú var um að gera að vekja hjá hönum áhuga. „Þekkirðu eitthvað til bát.a”, sþurði ég. „Já”, sagði hann. „Ég sigli heilmikið. Það er til seglbátur heima”. Ég mundi að hann átti heima við Huon ána, við djúpan flóa, skammt frá Hobart. „Þetta er alveg eins og að sigla bát”, sagði ég Það voru ekki tvb- NORSKUR málari Oskar | | Sörreime sýnir um þessar | j mundir á Mokkakaffi. Alis i | eru tuttugu og tvær myndir | | til sýnis og eru þær allar til | i sölu. Myndirnar eru manna og I | landslagsmyndir og eru þær | | allar frá Noregi. Allar eru | E myndirnar unnar með pastcl- | I litum. Oskar Sörreime hefur hald | i ið sjálfstæðar sýningar ytra | i og einnig tekið þátt í mörg | i um samsýningum. | Í | Þessi jmynd er tekfn á | I Mokkokaffi í gær og á henni 1 | eru Oskar Sörreime og kona i ; hans. föld stjórntæki í þessari vél. MonkMonkhouse hafði tekið þau úr. .Ég tók hönd hans og setti hana á stýrið fyrir neðan mína. Þannig flugum við stundarkorn ~>f meðan ég útskýrði fyrir honum, ' hvernig allt virkaði, eins og ég hafði svo oft gert, þegar ég var ' að kenna. Eftir stundarf jórðung stýrði har.ii vélinni einn, og var nú mikið ro- legri. Það var orðið mjög kalt. Við ; urðum að fljúga í fimm þúsund feta hæð til að komast yfir fjöll- in. Svona hátt uppi var frost töluvert. Ég var í leðurjakkanum mínum og með hjálminn og tref- ; il um hálsinn. samt var mér ís- * kalt á fótunum og hendur mfnar , voru bláar af kulda. Honum hlý’t , ur að hafa verið ennþá kaldara, því hann var bara í venjulegum frakka. Þegar við vorum yfir Mac quaire lækkaði ég flugið og þá hitnaði okkur fljótt. Við vorum nú komnir út að ströndinni og fiugum í þúsund feta hæð. Það var ennþá sólskin en hafið var ALÞÝOUBLAÐIÐ - 21. júlí 1962 J5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.