Alþýðublaðið - 21.07.1962, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 21.07.1962, Blaðsíða 8
SÍGLINGAMÓTINU á Mar- strand var að ljúka, og það er alltaf hátíð á sænsku vestur- ströndinni. Allir voru upp- teknir af lokakeppninni, og varla nokkur sála hugsaði til þess, að á þessum stað hafði hin 22 ára gamla stúlka horf- ið sporlaust fyrir mánuði síð- an og hafði ekki fundist enn- þá. Meðal áhorfendanna á mót- inu var ein fjölskylda frá Gautaborg. Þau voru að búast til heimferðar og gengu svo- kallaðan Norðurbaðstíg. Mað- urinn gekk fyrstur, svo litli sonurinn sem Iék sér með bolta og síðast gekk konan. Allt í einu tapaði drengur- inn boltanum og hann skopp- aði inn í limgerði. Faðirinn hljóp til að ná í boltann. En þegar hann ruddi sér leið í gegn um limgerðið, stirðnaði hann allt í einii upp og varð náfölur. Myndin er af einhverjum færustu ballettdönsurum í heiminum, — þar sem þeir eru að dansa atriði úr Þyrnirósu með tónlist eftir Tehai- j kovsky. Kvenmaðurinn heitir Rosella Hightower, en karlmaðurinn Erik Bruhn og hann virðist vera harla léttur á sér, eftir stökkinu að dæma Undir runnanum lá hálf- nakið lík ungrar stúlku. Mað- urinn sá strax að hér var um hina týndu Maj Karlsson að ræða. Hann bað konuna og soninn um að fara heim, en sjálfur hljóp hann til næstu lögreglustöðvar í bænum Mar strand. Varla hafði maðurinn sagt frá fundi sínum fyrr en allt var komið á stað í lögreglu- stöðinni. Það var hringt á augabragöi til Gautaborgar og lögreglunni þar gert við- vart, og varla hafði tólið ver- ið lagt á þegar bíllinn þusti af stað með réttarlækninum Gert Vejles. Staðurinn, þar sem hin unga stúlka fannst, var þegar girtur af með reipi, og lík- ið lagt með varúð á zink- plötur. Lögregluljósmyndar- ar tóku óspart myndir á með- an sérfræðingar rannsökuðu fingraförin. En vegna mikilla rigninga að undanförnu var crfitt að eiga við kennimerk- in. Og það átti eftir að koma í ljós, að allar rannsóknir í sambandi við morðið urðu þær erfiðustu í sænskri sögu. Það var næstum ógerningur að athuga hvað gerzt hafði milli runnanna á Marstrand, þegar þessi unga stúlka var myrt. Að um væri að ræða stúlk- una Maj Karlsson slógu þeir föstu. Það liðu fleiri mánuðir, þangað til sérfræðingar lög- reglunnar sáu sér fært að draga sínar ályktanir: Líkið gat ekki hafa verið komið þarna frá hafinu. Staðurinn þar sem Iíkið fannst var um fimmtíu metra frá næsta vatni, og milli staðarins og vatnsins voru háir klettar. — Auk þess höfðu föt hennar ekki komið nálægt saltvatni. Tilgátan um að hún hefði siglt á bát út á hafið ásamt morðingjanum þennan fagra júnímorgun var þó eftir sem áður möguleg, en alls ekki sennileg. Kápan hennar lá vandlega samanbrotin ofan á líkinu. Ódýrt hálsmen sem hún hafði átt var sundurrifið, og hlúss- an var öll sundurrifin. Lækn- irinn hélt ekki fram, að sú látna hefði verið rotuð. Senni legasta skýringin var sú. að hún hefði verið myrt í kvn- ferðisofstæki, en það var alls ómögulegt eftir svo langan tíma, að segja nokkuð ákveðið um orsökina. Það kom í ljós, að staðurinn þar sem líkið fannst og stað- urinn þar sem ódæðið var framið var ekki sá sami. Nokkra metra frá staðnum sást að þar hafði verið setið og bælt niður gras. Þar hafði sígaretta verið reykt, og háls- tafla lá í grasinu. í vasanum á kápunni fannst upptekinn sígarettupakki og hálstöflur. Lögreglan fékk vitneskju um það hjá vinum og ættingj- um hinnar látnu, að hún tók alltaf inn hálstöflur eftir að hún hafði rcykt. Og einnig virtist hafa gerst eitthvað milli þeiri sem l'eitt hafi til ód: Síðan hafði morðii ið hana yfir klettan ið líkinu undir rjó Skartgripir hinna tennur leiddu í 1 j< látna var örugglega son, en lögreglan sem áður vandam lausnar í sambandi ingu líksins. Líkið var íklæt aðri blaðablússu, se fyrirsögnum og Iest um blöðum. Vinkoi Hjördís Carlsson viss, að hin látna 1 út örlagamorgunim gulri blússu. Þjóð verið tilkynnt, að verið klædd í gula fólkið leitaði að stú blússu. EN, það va Lögreglan byrjaS yfirheyra Hjördísi. um leystiist gátan. an fannst í klæðasl Iátnu á heimili her dísi hafði þá eftir ELVIS Presley hlotnast samskon; og þeim allra meste í bandarísku sögur stöðvar hans verða sérstakri æskulj þar sem ungafóU koma saman — o{ hlusta á plötur r haldinu. Þetta er : Missisippi, og krini er fallegur og stór sá ku eiga að heil garðurinn. SEGULBÖND ■ sífellt að verða v er nú svo komið, útgáfufyrirtækin E eru farin að gef; sín á bandi — sp< sagt. Fyrstu lögin tækinu, sem verða hátt gefin út hei Young ones“ með hard, og „Song fo Lovers" með Frar SLÆRlGEGNi ÞÝZKALANDI: FRÆGUR HEIMA, FRÆGARIERLENDIS Það er oft sem bandarískar söngstjörnur flytja frá U. S. A. Gus Backus gerði það, þrátt fyrir mikla frægð í heimalandi sínu. Hann settist að i Vestur Þýzka- landi, og hefur ein af plötum hans hlotið miklar vinsældir þar og skipar toppsætið á vinsældalistanum, lagið „No Bier, no Snaps“. Gus er fæddur í New York árið 1937, 12 september. Hvorki móðir hans né faðir voru sérlega áhugasöm um músík eða höfðu yndi af henni — en sonurinn Gus söng og trallaði alltaf þegar færi var á. Músíkin varð hans aðal áhugamál, en bó ekkert meira, — hann hafði engar séstakar framtíðar- óætlanir i huga í sambandi við sönginn. Hann ætlaði að verða læknir, og hann hafði ekki neina trú á, að hann gæti orðið vinsæll söngvari. Meðan Gus var í háskól- anum. var hann kallaður í ílugherinn. Ásamt nokkrum félögum myndaði hann þar kvartett, sem fékk nafnið „The Del-Vikings“. Þeir félagar unnu síðan mikla samkeppni um söng sem velferðarþjónusta banda- ríkskra hermanna efndi til. Þeir sungu síðan inn á plötu, sem varð á skömmum tíma, mettíma, alvinsælasta platan í Bandaríkjunum, og mest selda platan þar um tímabil. En þegar allt virtist leika í lyndi fyrir þeim félögum, þeir orðnir frægir fyrir sína fyrstu plötu, urðu þeir að leysa upp söngkvartett sinn. Meðlimirnir höfnuðu út um hvippinn og hvappinn og Gus fluttist til Vestur-Þýzka- lands, herinn var fyrir öllu, og það var ekki hægt að þeir fengju að vera saman lengur meðan þeir voru í hernum. Gus lenti í Wiesbaden, — þar sem hann söng á ýmsum náttklúbbum í frítímum sín- um, — og varð brátt vinsæll meðal yngri kyjjslóðarinnar. Þegar herskyldutímanum var lokið í júlí 1960 ákvað Gus að setjast að í Þýzka- landi. Og ekki var það til að halda aftur af honum með bústaðaskiptin, að hann gift- ist þýzkri stúlku. Hann fékk tilboð frá Polydor, og á seinni árum hefur hann sung- ið -inn á hverja metsölu- plötuna á fætur annarri. r 8 21. júlí 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.