Alþýðublaðið - 21.07.1962, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 21.07.1962, Blaðsíða 13
Madonnumynd með veraldlegi andlit STYTTA af jYIaríu guðsmóður með andlit móður forstjóra í mat- rælafyrirtæki einu liefur verið sett upp í kaþólskri kirkju í New Brighton í Cheshire í Englandi. Er hún liluti af 14 styttum, raðað umhverfis krossinn, sem forstjórinn hafði fengið myndhöggvara einn, George Thomas, til að «gera í minningu um móður sína, sem dó árið 1950. 'Fékk forstjórinn, Mr. William G. Brabin, mynd- tiöggvaranum tvær skyndi myndir af móður sinni til að vinna eftir. í viðtali við Sunday Express sagði Brabin, að hann sæi ekk- ert athugavert við þetta, móðir sín hefði svo sann arlega verið helg mann- eskja, auk þess sem for- eldrar sínir liefðu að veru legu leyti greitt kostnað- inn við byggingu kirkju þessarar. í viðtali við sama blað kvaðst myndhöggvarinn hafa orðið dálítið undr- andi, þegar Barbin hefði sagt hverjum sem hafa vildi, að það væri andlit móður hans, sem væri á styttunni. Hefði hann haldið, að forstjórinn hefði af lireinum einkaá- stæðum viijað hafa and- litið þannig. Einhverrar gagnrýni h’efur orðið vart á þessari framkvæmdasemi forstjór j ans, en það er jafnframt 1 tekið fram, að sú gagn- rýni hafi aðallega komið i fram frá biskupakirkju-1 mönnum, en ekki kaþólsk j um. M GEGN VATNI Hvað sagði Sandman í gær? JL AUSTUR - ÞÝZKA ■ leynilögreglan notar léikbrúður til að koma upþ um fólk, sem horfir á' sjónvarp frá Vestur- Þýzkalandi. Brúðan, sem heitir Sandman,, er not- uð bæði í austur og vest ur-þýzka sjónvarpinu og kemur allaf fram í lok barnatímans. En austur-þýzki og vest ur-þýzki Sandman segja aldr'ei það sama. í skólan um daginn efir eru svo börnin spurð: „Kvað sagði Sandman í gær- kvöldi?“ Ef börnin svara vit- laust og koma þannig ó- vart upp um, að foreldr- ar þeirra horfi á vestur- þýzkt sjónvarp, þa eru foreldrarnir handteknir og geta fengið allt að 1<Í mánaða fangelsi. París - Sydney á puttanum ÞRÍR 21 árs gamlir Ástralíumenn lögðu at stað með járnbrautarlest til Parísar um síðustu helgi. Frá París hyggjast þeir „ferðast á puttanum“ alla leið til Sydney. — Ætla þeir að fara um Frakkland, Ítalíu, Júgó- slavíu, Grikkland, Tyrk- land, íran, Afghanistan, Pakistan og Indland til Ceylon. Síðan ætla þeir að fara með skipi til Perth í Ástralíu og hefja þar „puttafcrðalagið“ af« ur og ferðast þannig til Sydney. Þeir búast við að vera tvo ti' þrjá mán- uði á leiðinni. LÖGREGLAN í Vín handtók nýlega klúbb- eigandann Alfred Schiitt engruber, er einn af við- skiptavinum hans hafði kært hann fyrir að hafa lokað sig inni í vínkjall- ara klúbbsins heila nótt, vegna þess að hann neit- aði að kaupa kampavin. ★ FELOG eru stofnuð út af undarlegustu hiutum. Til er í Englandi félags- skapur, er nefnis „Hreins vatns samtökin", og eru þau samtök nú í bardaga- hugleiðingum. Svo er mál með vexti, að á nokkrum stöðum i Englandi hefur um tíma verið gerð til- raun með að blanda fluor i neyzluvatn til að uoma í veg fyrir tannskemmdir í börnum. Hefur árangur af þessu verið svo góður, að nú mun vera ætlunin að blanda flúor í vatn víð ar. En nú rísa fyrrnefnd samtök upp á afturfæt- urna og kalla allar slíkar fyrirætlanir „einræði" og hyggjast fara í mál við rík ið, ef til kemur. „Enginn hefur leyfi til að gefa öll um eitur til þess að mæta þörfum hluta lands- manna“, (í þessu tilfelli barna) segir formaður samtakanna. Froskar á fylliríi ÍBÚAR þorpsins Torviscosa milli Fen- eyja og Trieste gátu iitið sofið eina nóttina um daginn. Svo var mál með vexti, að vörubíll, sem var að flytja hundruð ltr. af víni, hvolfdi rétt utan við þorpið og vmið lenli úti í mýrlendi við veginn. Þúsundir froska, sem bjuggu í mýrinni urðu „kenndir" og ropuðu alla engum varð svefns auðið liðlanga nóttina, svo að í þorpinu. Vinnukonurnar - njósnarar íþróitir, vín kvenfólk og kvíkmyndir jl, í ENGLANDI hefur ^ verið gerð rannsókn á því hvernig innflytjend- l JL, LOKSINS cr lokið ^ þeini hluta myndatök- unnar á „Kleópötru”, er fara á fram í Róm. Nú liggur næst fyrir að fara til Egyptalands og taka þar í lieila 12 tíaga bar- dagaatriði. Myndatakan hefur nú staðið fimm ár og kostað einn milljarð króna. ur frá ýmsum löndum eyða frístundum sinum. 1 ljós kom, að af þeim, sem spurðir voru, eyddu 40% Ástralíumanna og Ný-Sjá lendinga frístundum í ein hverjar íþróttir. 31% S.- íra eyddu þeim 'Mð drykkju og 22% af Kýp- urbúum eltast við kven- íólk. Þess ber hins vegar að geta, að mcð öllum inn- flytjendum var það sam- eiginlegt, að þeir sóttu langmest kvikmyndahús i fristundum sínum. uL. AMERÍSKIR emb- ættismenn, sem búa í Saigon í Suður Vietnam eru nú orðnir hræddir við að ráða til sin vinnukonur vegna hættunnar á, að þær séu njósnarar. Liðsforingjar í her Suð ur Vietnam telja sig nefni lega hafa komizt yfir leyniskjöl, er gefi til kynna, að um 100 fallegar stúlkur hafi verið þjálf- aðar í skæruliðabúðum, um 100 km. fyrir norðan Saigon og fyrirskipað að leyta sér vinnu á heimil- um amerískra fjölskyldna í borginni. Stúlkurnar eru á aldr- in'im 17 til 20 ára og valdar með tilliti til feg- urðar og menntunar og kunnáttu í ensku. Síð- hærðar stúlkur voru látn- ar klippa sig og allar voru þær látnar klæðast vestrænum fötum. Þeim var upplagt að „stela skjölum, lialda uppi al- mennum njósnum og drepa húsbændur sína, ef þeim . væri fyrirskipað það“. Alls munu um 5000 jj Bandaríkjamenn búa í jj Saigon, flestir úr hern- jj um. VEÐREIÐAR Á KVIKMYND ■JL. „ARMCHAIR RAC- H ING“ er farin að gripa fi um sig í Engrlandi og verð p I ur lcyfð um næstu mán- 1 aðamót í Bingóhöllum i j London. Þessar kappreið- g ar fara þannig fram, að gj maður situr í sinum stól H og horfir á kvikmynd af H veðhlaupi, þar sem nöfn- jg um hestann.t hefur verið 1 breytt. Geta -nenn svo g veðjað á þann hest, sem f? maður telur liklegastan g til sigurs. Málaferli út af jj þessum tegundum veð- H reiða, þar sem hið opin- B bera hélt fram, aff um ó- g lögleg f járhættuspii væri B að ræða, hafa ekki borið m árangur. Barn meö brauö ÞaS er margt, sem gerir þessa mynd athyglisverSa. ViS skul- um fyrst nefna brauSin, hin stóru brauS í smáum höndum, sem varla valda þeim. Þá þaS, hvernig barniS heldur á brauSunum, eins og þau séu hiS dýrmætasta í heimi, og ef til vill eru þau barninu einmitt þaS. Og augun, þau virSast sorgbitin, tortryggin, augu biturrar reynslu og mikilla þjáninga. Barnsaugu eru beittasta vopniS, sem heimurinn á í barátt- unni fyrir því aS standast vitfirring stríSsbrjálæSisins. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 21. júlí 1962 33 wwwwwww

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.