Alþýðublaðið - 21.07.1962, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 21.07.1962, Blaðsíða 11
Síldveiðar. Framhald af 1. síðn. víða. Minna hefur hins vegar verið saltaff í dag. Síðustu 2-3 dagana heiur verið saltað í um það bil tfii þús. tunnur hér á sex plönum. Vonir standa til að síldarbræðsl an hér komist í gang í byrjun næstu viku. Byrjað var á því í gær að setja úrgang frá söltunarstöðv unum í þrær hennar. Hér úti á firðinum er að iafnaði eitt flutningaskip til að taka viff síld úr bátunum. \ú væri hins veg ar þörf fyrir alimiklu fleiri flutn ingaskip því svo mikið aflast. Falsanir ... Framhald af 1. síðn. Daginn eftir að þeir voru íeknir var tiikynnt frá Sparisjóðnum Pundið, að maður nokkur hefði komið þar sl. mánudag og opnað á- vísanareikning með 2009 krónum. Kvaðst hann heita Þórarínn Magn ússon og vera frá Sigluf'irði. FJjóí lega kom þó í Ijós að eifihvað var bogið við alla hans hegðun, bví að hann hafði gefið upp rangt nafn og falsaðar ávísanir tóku að streyma inn. Er til kom reyndist fyrrnefndur Þórarinn vera annar þeirra, sem lögreglan tók á þriðjudaginn. Höfðu þeir félagar útfyllt ein 15 eyðublöð, en lögreglan hafði aðeins fengið þrjár ávísanir í gær og voru þær samtals upp á 3200 þús. kr. Eins og fyrr segir eru það tveir Akureyrarpiltanna, sem þarna eiga hlut að máli, þeir Stefán Gug- mundsson og Eggert Sigurðssor. Sakadómari mun nú hafa mál þeirra frá Akureyri, og var dómur væntanlegur innan skamms. Þeir máttu þó ekki vera að því að bíða eftir lionum, og bættu töluverðu við á afbrotalistann. Þeir eru nú báðir í Steininum. - Félagslíf - Frjálsíþróttadeild KR. Innan félagsmót'i kúluvarpi í dag kl. 15.30 Úti- og innihandrið Einn Hafnarfjarðarbátn- fór út héðan í gærmorgun og var kominn aftur undir kvöldið með ágætis afla enda er fullt af síld hér rét; fyrir utan fjarðarmynnið. — G.B., Neskaupstað í gær: í dag hefur verið bræla hér úti í flóanum. Þar er nóg síld en bátarn ir liafa ekki náð henni vegna bræl unnar. Heldur hefur veðriö þó lægt síðari liluta dagsins, Hér er nú 2-3 sólarhringa lóndun arbið og fóru bátarnir unnvorpum héðan fullhlaðnir til Siglutjarðar í nótt. Mjög lítið hefur veriff saltað hér í dag enda er síldin mjög blönduð, en innan um er ágætis söliu.iar-1 síld. Einn lítill bátur reyndi hsr veið ar með reknet í gær en fckk ekk ert. — G.Á. Eskifirði í, gær: Hér hefur eklcert verið saltað í dag, því síldin, sem komið hefur er ekki söltunarhæf. Tvö skip liggja nú hér og bíða eftir að þióar pláss losni hjá verksmiðjunni svo þau geti landað. Þessi skip eru Seley og Guðrún Þorkelsdóttir. Úr Seley fóru um hundrað tunnur í frystingu í dag. Fjörðurinn hér er enn fullur af síld, en nú orðið eru köstin hjá skipunum orðið miklu misjafnari. í fyrstunni var ölí síld in prýðilcg til söltunar, en nú er hún orðin mjög blönduð. Síidin er full af átu og hefur því mjög góð skilyrði til að fitna. Veður hefur verið afbragðsgott hér í dag, brakandi þerrir og hafa bændur og þeirra fólk hamast í heyskap. — A.J. Hannes á horninii. Framhald af 2. slðu. búðina, og voru þá franskbrauðin komin. Var þá lítil stúlka ein við afgreiðsluna. Sagði hún mér óþveg- ið, að brauðið, sem ég hefði skilað, væri selt. Virtist mér, að með þessu vildi hún sýna svart á hvítu að brauðið hefði verið fullgott, sem má rétt vera. Ekki var mér samt boðið að láta andvirði hins ný- selda brauðs ganga upp í brauðið, sem ég keypti. Greiddi ég svo mitt franskbrauð og labbaði út. Ef hinar heimsvanari búðarstúlkur hefðu afgreitt mig í síðara skiptið, hefði ég aldrei fengið um þetta að vita. úr járni VÉLSMIÐJAN SIRKILL Hringbraut 121. Símar 24912 og 34449. í SANNLEIKA sagt er þétla furðuleg ósvífni. í fyrsta lagi er sama varan tvíseld. í öðru lagi er vara, sem sagt er, að megi ekki skila, sjálfsagt í orði kveðnu að minnsta kosti af hreinlætisástæð- um, prakkað út í annan kaupanda. Finnst þér ekki, Hannes minn, þetta óviðurkvæmilegur verzlunar- máti?“ Hannes á horninu. Lokað vegna sumarleyfa frá 23. júlí til 14. ágúst. I G. Ólafsson & Sandholt. Þið munið öll, hve ömurlega afskræmdur maður verður, þcgar maður stendur frammi fyrir speglunum í Speglasal Tívólis. -— Við höfum orðið vitni að því, að Ijómandi falleg stúlka varff svo af- skræmd, að hún skammaðist sín fyrir mynd sína og blóðroönaði og hét því jafnframt, að koma al- drei framar á þennan hræðilega stað. Þessi mynd hlýtur að vera tekin við svipuð skilyrði, og okkúr hérna finnst hún Ijómandi skemmtiíég. Við skulum vona, að enginn, sem sér hana, þekki þar sjálfaii Sig TILKYNNING frá Vinnuveitendasambandi Islands og Meistara- félagi húsasmiða í Reykjavík. i Vinnuveitendasamband íslands og Meistarafélag húsasmiða í Reykjavík vilja hér með að gefntt tilefni mótmæla sem markleysu kauptaxta þeim, sem Trésmiðafélag Reykjavíkur auglýsir í dag- blöðunum í dag og sem samkvæmt auglýsingunni ætti að taka gildi frá og með 27. þ. m. Kaúptaxti sá, sem nú er í gildi og verður áfram þar til öðru vísi hefur um samist, er: Dagvinna Efíirvinna Nætur og helgidv. a. Sveinar kr. 26,69 / 1,25 í verkfæragj. kr. 27,94 kr. 46.51 kr. 57,83 b. Vélamenn kr. 28.06 .. , kr. 28.06 kr. 47,58 kr. 59,48 c. Verkstjórar kr. 29,38 / verkfæragjald kr. 1,25 í kr. 30,63 kr. 51,07 kr. 63,53 Að viðbættu 1% í sjúkrasjóð. Trésmiðir njóta réttar til að vera í lífeyrissjóði. Þeir, sem eru meðlimir slíkra sjóða, greiða sjálfir af framantöldu dagvinnukaupi 4% og ber vinnuveitanda að halda því eftir af dagvinnukaupi sveina og standa viðkomandi sjóði skil á því. Vinnuveitendur skulu á sama hátt greiða 6%. Félagsmönnum undirritaðra samtaka er því óheimilt að greiða kaup samkvæmt hinum auglýsta taxta Trésmiðafélags Reykjavíkur. Reykjavík, 20. júlí 1962. Vinnuveitendasamband íslands, Meistarafélag húsasmiða í Reykjavík. : : m < . I ALÞYÐUBLAÐIÐ - 21. júlí 1962 k

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.