Alþýðublaðið - 15.08.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.08.1962, Blaðsíða 3
Lenda þeir? Framhald af 1. síðu. lenda kl. 4 á morgun. Bæði í Sví- þjóð og Bretlandi heyrðu menn í morg-un merki, sem talið var í fyrstu að benti til þess, að þriðja geimfarið væri komið á loft. Hér var þó sennilega um að ræða merki frá öðru hvoru geimfar- farinu. Geimfararnir sendu í dag ýmis heillaóskaskeyti, þ. á. m. eitt til „hinnar gáfuðu bandarísku þjóð- ar“. Auk þess heilsuðu geimfar- arnir báðir „góðum vinum“ í sósíalistaríkjunum og þá sendu þeir kveðjur til frelsisunnandi þjóða Afríku. í sjónvarpssendingum frá geim- fari Nikolayevs sást hann taka af sér Iijálminn meðan hann skrif- aði í leðurbókina. Hann gerði Ieikfimisæfingar og þegar hann snæddi morgunverð sá liann tungl- ið út um gluggann hjá sér. MOSKVA, 14. ágúst. I dag er einnig orðrómur á kreiki um, að þriðja geimfarið liefði verið sent á loft. Ástæðan var m. a. sú, að merki heyrðust á annarri bylgjulengd, en venjulegt var. Forstöðumaður Jordrell Bank- athugunarstöðvarinnar í Bret- landi, Sir Bernard Lovell, sagði *TOGARAR HLUSTA NEW YORK: Að sögn frönsku fréttastofunnar AFP eru rússneskir togarar á Atl antshafi athugunarstöðvar, sem standa I sambandi við Vostok II. og IV. Togarar þessir hafa verið á sveimi á Atlantshafi, út af Long ís- land, um nokkurt skeið. Þegar Vostok II fór yfir austurströnd Ameríku er sagt að skeytasendingum frá rússnesku togurunum hafi f jölgað að mun. síðdegis í dag, að ferð Niko- layevs sýndi það, að hægt væri að senda mann til tunglsins. Ilann bætti við, að almennt væri álitið, að ferð Nikolayevs mundi ljúka á fimmtudag. Allt er á huldu um það, hvort geimfararnir koma saman niður til jarðar eða hvor fyrir sig. Formælandi athugunarstöðvar- innar sagði fyrr um daginn, að það væri ekki óhugsandi en í hæsta máta ósennilegt að geim- i skipin tvö hefðu komizt svo ná- lægt hvort öðru að þau hefðu snertst. Vísindamenn á Jordrell Bank telja, að lending muni ef til vill eiga sér stað um kl. 8.30 á morgun, en finnskir sérfræðingar, sem fylgjast nákvæmlega með ferðum geimskipanna, telja, að lendingin inuni ef til vill eiga sér stað kl. 11.30. Þeir segja, að þetta kunni að vera rétt ef lendingin verði á Saratovö-svæðinu, þar sem Gaga- rin og Titov lentu. Danskir . vísindamenn í Rude- skov eru þeirrar skoðunar, að geimfararnir muni lenda kl. 11 á miðvikudag, en útiloka ekki þann möguleika, að lending geti átt sér stað á einhverjum öðrum tíma. | Danska stöðin er rekin af einka- aðiljum og er um 20 km. norður af Kaupmannaliöfn. Aðrar ágizkanir um lendingu geimfars á miðvikudag herma, að hún geti átt sér stað kl. 8 til 9.30 eftir íslenzkum tíma. SÍÐUSTU FRÉTTIR Síðustu fréttir af geimförunum herma, að þeir sofi. Þeir gengu til hvílu kl. 16, Kl. 16.00 eftir íslenzkum tima var sagt, að Nikolayev hefði farið 55 sinnum umhverfis jörðina, alls um 2 millj. 300 þús km. vegalengd. Popovich hafði á sama tíma farið 39 hringi, eða 1 millj. 600 þús. km. Að sögn bandarískra manna sýnir nákvæmni Rússa við send- ingu Vostoks IV. á braut, að þeir geti hæft Midas-eldflaugar Banda- ríkjamanna. Meðfram sé tilgangur inn með geimferðunum að rann- saka þol geimfaranna. Krefst 100 þús. kréna í bætur FRU Unnur A. Jónsdóttir fyrr verandi eiginkona Finnboga Kjart anssonar, hefur stefnt Pólverjan- um Ryszad Gorka frá Varsjá og skiptaráðandanum í Reykjavík vegna þrotabús Finnboga Kjartans sonar. Þegar haldinn var skiptafundur í búi þeirra hjóna, Finnboga og frú Unnar árið 1957 kom fram krafa frá nefndum Pólverja í búið að upphæð 44 þúsund dollarar. Krafan var tekin til greina við skiptin, og var Finnbogi dæmdur til að greiða hana. Frúin taldi hins vegar að krafa þessi væri ein göngu til þess gerð að hafa fé af sér við skiptin og æíti þessi skuld sér ekki stoð í veruleikanum. Þess má geta að skuldin liafði ekki verið tabn fram á tekju- og eign arskatts framtölum Finnboga. Pól verjinn 'r'fur viðurkennt eðli liinn ar sérs æðu fjárkröfu sinnar á hendur Finnboga segir í stefnunni, sem birt er í Lögbirtingablaðinu. ! Frúin gerir nú þá kröfu að Magnús Thorlaeius lögmaður verði fyrir hönd Pólverjans dæmd ur til að greiða sér bætur að upp hæð 100 þúsund krónur vegna þess arar kröfu og 100 þúsund krónur i málskostnað. BERLÍN, 14. ágúst (NTB-AFP) Lögreglan í Vestur-Berlín greinir frá því, að rússneska ferðaskrif- stofan Intourist hafi staðið að baki óspektunum 13. ágúst þegar eitt ár var liðið síðan Berlínarmúrinn var reistur. Tuttugu og fjórir vestur-þýzkir lögreglumenn meiddust þegar reið ir mótmælamenn grýttu þá. Fjórir óbreyttir borgarar meiddust í í spektunum. Kermslu- flug? ★ SAMTÖL geimfaranna í Vostok III. og Vostok IV. hafa mikla þýðingu. Þetta voru fyrstu samtöl geimskipa. Nú er talið að tekizt hafi að leysa það vandamál að gera tveim mönnuðum geimförum kleift að hafa samband sín í milli á leið til fjarlægra hnatta eins og Venusar og Marz. ★ MJÖG nákvæm tæki þarf til „stefnumóta í geimnum“ sem ýmsir telja að Rússar muni reyna nú og sé bezta að| ferðin til þess að koma geim fari á braut umhverfis tunglið Verði slíkt „stefnumót* reynt nú mun það hafa mikla þýð- ingu fyrir síðari stefnumót í geimnum. ★ KAPPHLAUP Rússa og Bandaríkjamanna um að kom ast fyrstir til tunglsins er kom ið á nýtt stig. Sem stendur telja Bandaríkjamenn, að þeir komizt þangað í fyrsta lagi 1968. Eftir „tvíbura-tilraun“ Rússa er talið að þeir komizt til tunglsins 1965 eða 1966. ★ APOLLO áætlun Banda ríkjamanna um að koma manni til tunglsins er talin munu kosta, 20 milljarði doll ara (ca. 840 milljarða ísl. kr.) ★ GEIMFARINN Popovich í „Vostok IV.“ er sagður góður söngmaður. Á skólaárum sín um í Úral söng hann í kór, og þótti hafa óvenju góða ten ór-rödd. Hann hefur yndi af að syngja gömul úkranísk þjóðlög. Sagður kátur og skemmtilegur náungi. ★ PRAVDA hefur sýnt fram á að Nikolajev geimfari sé kommúnisti af lífi og sál, ef einhverjir hafa viljað draga það í efa. Þegar 22. flokks- þingið var liáð var geimfar- inn um langt skeið hafður í klefa-, einangraður frá um- heiminum, án síma útvarps eða blaða. Þetta var liður í 'þjálfun hans. Þegar hann var laus lét hann vera sitt fyrsta verk að kaupa Pravda og lesa ræðuna, sem Krústjov hélt á þinginu. Þetta segir Pravda ★ RÚSSNESK BLÖÐ hafa birt frásagnir af geimferðinni undir risastórum fyrirsögnum og með rauðu letri. Pravda kveður „Vostok IH.“ mannað an „dyggum syni kommúnista flokksins". Stytzt fyrirsögn rússnesks blaðs um geimferð ina var „Bravo“. ★ SKORDÝR, bakteríur og fræ eru meðal „farþega“ í geimförunum. Þetta er haft með í tilraunaskyni. Geimfav arnir sjálfir eru búnir mæli tækjum til þess að mæla geislavirknimagn, sem vart verður á þeim sjálfum. Skálað í Mont- Blanc-göngum CHAMONIX, 14. ágúst: Franskir og ítalskir verkamenn gátu í dag heilsazt með handabandi í stærstu jarðgöngum heims — göngunum í gegnum Mont Blanc. Kl. 10.45 eftir ísL tíma var sprengdur veggur, sem skildi að vinnuflokkanna' Ítalíu megin og Frakklands megin fjallgarðsins. Leiðin frá Rómaborg til Parísar styttist nú um 200 kílómetra, og þennan veg í gegnum Mont Blanc verður hægt að nota allt árið. Sp^enginguna voru viðstaddir fulltrúar ítala og Frakka, en form leg athöfn fer fram 15. september Skálað var í kampavíni og haldnar voru ræður þar sem afreki þessu var fagnað innilega. Ellefu verkamenn hafa farizt við gerð gangnanna, fjórir Frakkar og sjö ítalir. Auk þess hafa margir slasast í ýmsum slysum. Kostnað ur Frakka við verkið hefur verið u.þ.b. 260 millj. kr., en árið 1952 var áætlað, að kostnaðurinn yrði aðeins 450 millj. kr. Talið er, að um 300 þús. bifreið- ar fari um göngin árlega. Talið er, að kostnaðurinn við notkun gangn anna verði um 270 ísl. kr. fyrir íerðina. ívö innbrot Tvö innbrot voru framin hér í bænum aðfaranqtt þriðjudagSins. Brotizt var inn í sælgætissölu að Laugarásvegi 2. Þaðan var síoliff bæði tóbaki og sælgæti, en ekki glögglega vitað hve miklu magni þar var stolið. Á hinum staðnum sáust þess ekkl merki að neinu hefði verið stolið og var jafnvel ekki vitað með vissu hvort brotizt hefði verið inn. Öll ummerki bentu þó í þá átt. Rúða hafði verið brotin í hurð sennflega í þeim tilgangi að komast að smekk lás innan á hurðinni. Þetta var aff Ingólfsstræti 9 í húsakynnum Prentverks. Betri horfur Franm. af 16. síðu eru norðvestur af Sléttugrunni i ekki voru þau farin að kasta um sexleytið í kvöld, hins vegar var eittlivað af skipum þá að kasta suður við Hvalbak. G. Þ. Á. ÓLAFSFIRÐI í gær: Þrír bát- ar komu hingað með síld í morg- un. Víðir II. var með 800 tunnur, Ólafur Bekkur 270 'tunnur og Sæ þór 230 tunnur. Síldin var sæmileg, en nokkuð blönduð. Hún fer öll í söltun. í sumar hefur verið saltað í 14 þús. tunnur rúmar, en í fyrra var salt að í tæpar 19 þús. tunnur. R. M. ESKIFIRÐI í gærkveldi. í nótt og í morgun komu hér eftirtalin skip: Ársæll Sigurðsson II með 500 tunnur, Ilaraldur AK 10 með 250 tunnur, Vattarnes með 700 tunnur, Hólmanes með 600 tunnur og Ólafur Magnússon AK með 200 mál. Síldin, sem þessi skip komu með fór í söltun og bræðslu. Verið er að landa 200 málum af bræðslusíld úr Birki. * Arvakur gætir að Ijósbaujum Vitaskipið Arvakur er nú hér í Faxaflóa og er unnið við viðhald og endurbætur á ljósbaujum og dufl um í flóanum. Síðan mun skipið fara til Breiðafjarðar og sinna sömu verkefnum þar og einnig mun það flytja gas til nokkurra vita. Árvakur mun síðan fará með olíu og birgðir til vita á Vest- fjörðum og síðan sömu erinda tii Norðurlands. Bátarnir munu byrjaðir að kasta og veiðihorfur eru góðar, enda á- gætis veður. A. J. Allgóð síldveiði var í fyrradag og fyrrinótt og var vitað um afla 71 skips samtals 36.730 mál og tunnur. AIIs höfðu 51 skip tilkynnt um afla sinn til Seyðisfjarðar sam- tals 27.650 mál og tunnur, sem veiddist 20 — 30 mílur SA af pkrúff. Tuttugu skip höfðu til- kynnt um afla sinn til Siglufjarff ar samtals 9.080 mál og tunnur, sem veiddist 25—30 mílur NA af Grímsey. Var það góð söltunar- síld. Veður var gott á öllum miff um. FRÁ SÍLDARLEITINNI Á SIGLUFIRÐI: Víðir II 800 tn„ Keilir 900 tn. Páll Pálsson 700 tn„ Hrafn Svein bjarnarson 850 tn„ Runólfur 1150 tn„ Svanur 600 tn. FRÁ SÍLDARLEITINNI Á SEYÐSFIRÐI: Ólafur Magnússon AK 600 tn., Þorlákur 600 tn„ Sigurvon AK 600 tn„ Hilmir KE 800 tn„ Gissur hvíti 600 tn„ Guðbjörg ÍS 700 tn„ Snæfugl 650 tn„ Björg NK 750 tn., Þráinn 800 tn„ Ólafur Tryggva- son 600 tn„ Guðbjartur Kristjáns 700 tn„ Búðarfell 700 tn„ Snæfell 500 tn„ Sigurbjörg KE 500 tn., Sig urbjörg KE 500 tn„ Akraborg 900 tn„ Skarðsvík 700 tn„ Guðtyjörg ÓF 500 mál„ Eldey 850 mál, Björn Jónsson 700 mál, Dofri 1100 mál, Jón Garðar 700 mál, Víðir SU 650 mál, Ófeigur II, 800 mál, Gpnn- ólfur 500 mál, Gullver 850 mál, Höfrungur AK 550 mál, Hólma- nes 500 mál, Birkir 700 mál, jÞór- katla 700 mál, Kambaröst 500 mál, Reykjaröst 500 mál, Ólafur Magn ússon EA 500 mál. , ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 15. ágúst 1962 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.