Alþýðublaðið - 15.08.1962, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 15.08.1962, Blaðsíða 13
 NZINHAGSÝNI „BÍLAKATALOGAR" og bíla- tímarit gefa gjarna upp benzín- notkun bíla og hefur það mikið að segja um val hins almenna borgara á bílum. Flestum fag- mönnum finnst vafalaust, að fólk leggi alltof mikla áherzlu á benzíneyðsluna og margir munu harma, að verksmiðjurn- ar hafa neyðzt til að taka tillit til þessa veigamikla söluatriðis við smíði bílvéla — það et um að gera að smíða vél, sem tek- ur sig vel út á töflunum um henzínnotkun í blöðunum. Hins vegar tekur bílkaupandinn ekki eftir því fyrr en eftir nokk ur ár, að með þessu móti verð- ur vélin ef til vill ekki eins slit sterk og annars. í bílaheiminum eru ekki að- eins til kappakstrar, heldur einnig sparneytnisakstur. Sum- ar verksmiðjur hafa, með hjálp fastra bílstjóra smiðjanna, get- að komið eyðslunni alveg ótrú- lega lágt. Venjulegur bílstjóri getur aldrei látið sig dreyma um að koma benzíneyðslunni svo langt niður og á lieldur ekki að miða að því. Bílstjórar verksmiðjanna hafa verið þjálf aðir lengi og rækilega til að ná slíkum árangri. Verksmiðjurn- ar líta góðan árangur í spar- neytnisakstri, sem fyrsta flokks auglýsingu og fórna einum eða tveirp eða þrem bílum til að á- rangurinn geti orðið sem hag- stæðastur. Áreynslan, sem vél- arnar verða fyrir, er geysileg og slitið algjörlega óeðlilegt. Slíkt getur vgnjulegur toíleig- andi ekki leyft sér, og það, sem vinnst í spöruðu benzíiii, tap- ast margfaldlega í vélarsliti. Það er mikill skikkur hjá mönnum að bera saman bíla sína og hinn venjulegi bíleig- andi er stoltur, þegar hann get- ur sýnt hagstæðari niðurstöðu en félagi hans. Ekki fæst allt ó- keypis og maður getur heldur ekki notið alls. Eins og í meðferð fjár, eru nægjusemi og varúð dyggðir, er gefa góðan árangur. Ef maður telur sparnað á benzíni veiga- mestan, þá verður maður líka að aka varlega og taka lífinu með ró. Hraður sportakstur getur aldrei sparað benzín. Að sjálfsögðu ber að halda benzínneyzlunni innan skyn- samlegs ramma. Sérhver bíleig andi, sem áhuga hefur á farar- tæki sínu, á að halda regluleg- an reikning yfir benzíneyðslu hans. Reikningurinn getur m. a. sagt nokkuðotil um ástand vél- arinnar, óvenjuleg benzín- eyðsla bendir til, að láta eigi viðgerðarmann líta á vélina. Akstursaðferðin gegnir geysi legu hlutverki í benzíneyðsl- unni. Tveir bílar í sama ástandi að því er varðar vélina geta vissulega eytt mismunandi miklu benzíni, eftir skapgerð og varkárni eigandans. Tvö atriði skipta mjög miklu máli: núningur í hinum hreyf- anlegu hlutum bílsins, viðkom- an við veginn og svo loftmót- staðan. Núningurinn gerist í sjálfri vélinni, í öllum legum og í snertingu vegarins og hjólbarðanna. Hár þrýstingur í börðunum og velsmurðar legur leiða bæði til þess, að bíllinn rennur betur. Lögun yfirbyggingarinnar á- kveður loftmótstöðuna og í því efni getur bíleigandinn lítið gert. En menn skyldu athuga, að þegar hraði er aukinn úr 50 km. á klst, í 100 km. tvöfald- ast loftmótstaðan ekki, heldur fcrfaldast. Farangur í grind á þaki dregur einnig verulega úr liraða. jafnvel skíði á þakinu skipta máli á miklum hraða. Sjálf ræsing bílsins eyðir Framh. á 11. síðu Sá hörmungaratburður gerðist nýlega í svissneskum smábæ, að tveir ítalskir verkamenn, sem voru að vinna í 7 metra djúpum húsgrunni grófust undir skriðu af sandi og grjóti er veggir gryfjunnar hiundu yfir þá. Talsvert mikið er um það, að ítalskir verkamenn vinni út fyrir landamærin sökum ónógrar vinnu heima fyrir. Þannig var ástatt með mennina tvo, sem hér um ræðir. Þeir höfðu unnið saman lengi dags, er annar þeirra varð þess skyndilega var, að veggir gryfj- unnar voru að hrynja saman. Hann kallaði í ofboði til hins, en í sama bili fór hann á kaf undir skriðu grjóts og sands og var þeg ar látinn, að því er talið var síð ar. Veggir gryfjunnar höfðu verið „stífaðir af“ og allt það, sem unnt var.hafði verið gert til þess að verkamennirnir væru öruggir við vinnu sína — en allt kom (fyrir ekkj, tíu rúmmetrar af sandi og grjóti grófu þá báða. Annar dó þegar, en hinn, Angelo Lezzoli lifði þó að hann græfist einnig, bjálkar og net, sem notað hafði verið til að varna hruni féll yfir hann og myndaði þak, þannig að jarðvegurinn féll ekki þétt að honum og hann náði til sín lofti, þó að af skornum skammti væri. Þar, sem Angelo lá fann hann fyrir höfði félaga síns við öxl sína, en hann svaraði ekki, er hann kallaði á hann. Á yfirborði jarðar unnu félag- ar þeirra eins hratt og unnt var að þj'í, að bjarga Angelo. Þeir girtu gryfjuna að innan þannig að ekki væri meiri möguleiki á hruni, súrefni var leitt niður í holuna og síðan hófust menn handa með höndum, hökum 6kófl um að opna leið niður til Angelos. Stundum saman var unnið, nóttin kom og cnn var unnið af krafti við bi'rtu frá kösturum. Angelo var að þrotum kominn, líkamlega og andlega, en eftir níu stundir er svo langt komið, að hægt er að gefa honum morfín- sprautu og blóði er dælt inn í æðar hans. Logsuðumenn taka til við að skera í sundur netið, sem klemm ir að handlegg Angelos og að loknu tólf stunda erfiði er hann loks frjáls. Á börum er honum lyft upp á yfirborðið. Hann hefur verið graf inn lifandi i hálfan sólarhring — en það skiptir öllu að hann er á lífi. Félagi hans var ekki eins heppinn. Hann á ekki aftur- kvæmt til lieimkynna sinna á Ítalíu á eigin fótum. Sinkkista flytur líkama hans heim. Angelo lifir og verður senn á ný tekinn til við að grafa nýja grunna fyrir Svisslendinga. Heima bíða kona hans og börn eftir peningum fyrir mat og klæð um — og þvi verður hann að halda áfrajn að ögra dauðanum, aftur og aftur í fjarlægu landi. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 15. ágúst 1962 « UlDAjoUv) I S— iCCJ l-rt-r- < - v J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.