Alþýðublaðið - 15.08.1962, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 15.08.1962, Blaðsíða 5
EITT SINN OPEL Gáfu Reykvikingum 700 tonn af sandi VEGNA þess hversu mikið er rætt um sjúkraflug: og þess ágæti, hættir mönnum oft til að gleyma, að hér á landi er annar aðlli, sem oft tekur við, þegar flugvélum eða bílum er ekki fær leiðin. Þessi aðili er Landhelgisgæzlan. Pétur Sigurðsson, forstjóri Landlielgisgæzlimnar, hefur gefið blaðinu þær upplýsingar, að fyrstu sex mánuði þessa árs, hefðu skip Landhelgisgæzlunnar farið sex sinnum í sjúkraflutninga, og einu sinni með lækni til sjúklings. Vegalengdin, sem sigld hefur verið í þessum ferðum er nálægt 1500 sjómílum. Pétur Sigurðsson. sagði að til kasta Landhelgisgæzl- unnar kæmi þegar ófært væri bæði landleiðis og loftleiðis. Einkum væru slíkir sjúkraflutn-. ingar tíðir á vetrum eins og gefur að skilja. I þessum sjö ferðum, sem farnar hafa verið, fyrstu sex mánuði þessa árs, hafa farþegar alls verið 12, eru þá bæði taldir læknar og sjúklingar. Það eru einkum stærri skipin, Óðinn, Þór, Albert og Ægir, Jscvn. annast þessa flutninga, enda, eru þau bezt til þess búin. í þeim öllum eru sjúkrarúm og sérstákur sjúkraklefi. Pétur Sigurðsson sagði pnn- fremur að ekki væri yfiijeitt leitað til Landhelgisgæzluúnar fyrr en allar leiðir væru þifaut- reyndar, og annað væri ekki'um að ræða. Ætíð væri brugðið eins skjótt til lijálpar og mögulegt AIÞÝÐUBLA9I0 - 15. ágúst 1962 § NÝTT skip'hefur bætzt í skipa- stól íslendinga. Er það sanddælu- skipið Sandey, sem fyrir skömmu kom hingað til lands. Skipið er eign Björgun h.f. og mun aðalverk efni þess verða að dæla sandi upp úr botni Faxaflóa til notkunar í Sementverksmiðjunni. Eigendur skipsins hafa gefið Reykvikingum 700 tonn af skeljasandi, sem skipið losaoi í Nauthólsvík á laugardags- morguninn. Skipið var byggt í Hollandi árið 1957 fyrir þýzka aðila og af þeim keypti Björgun h.f. skipið. Skipíð er 975 brúttó lestir að stærð. Aðal vél þess er sú sama og var í því þegar það var byggt. Fyrir framan sandlestina hefur verið byggt nýtt vélarrúm og þar er sanddælan stað , sett ásamt 1050 hestafla Mannheim vél, sem knýr hana. Sandinum er síðan dælt inn í lestina og þar sezt hann til, en sjórinn streymir út um göt aftan íil á lestinni. Skipið tekur fimm húndruð rúmmetra af sandi í hverri ferð, eða um 700 smálestir. Sl. laugardagsmorgun kom skip ið með fullfermi inn á móts við fjöruna í Nauthólsvík. Vegna þess hve grunnt er þarna komst skipið ekki eins nálægt með sandinn og eigendurnir höfðu vonað. Sandin um verður hins vegar ýtt upp í fjöruna um næstu stórstraums- fjöru og batna þá baðskilyrði til muna í Nauthólsvík. Eigendur skipsins færa Reykvíkingum sand inn að gjöf. Skipið hefur verið ráðið til að dæla- sandi fyrir Sementsverk- smiðjuna næstu sex ár. í ár á það að dæla 120 þúsund rúmmetrum af sandi, og hefur þegar dælt um 20 þúsund rúmmetrum. Sá sandur sem skipið hefur dælt, mun vera talinn betri en sá sem danska skip ið Sandsu dældi. Minna mun vera af grjóti í honum og kalkinnihald hans meira. Skipstjóri á Sandey er Hreinn Hreinsson og fyrsti vélstjóri Bjarni Jónsson. Framkvæmdastjóri Björg unar h.f. er Kristinn Guðbrands- son. Finnskur kór væntanlegur í lok þessa mánaffar er væntan- legur liingað til lands karlakórinn „Muntra Musikanter“ frá Hels- ingfors, einn allra fremsti og víðfrægasti kór á hforðurlöndmn. Munu margir fagna því að fá nú loks færi á að heyra hér þennan nafnkunna hóp „glaðra söngva- sveina", sem í meira en 80 ár hefir varpað sérstökum frægðar- ljóma á finnskt tónlistarlíf og borið hróður finnskrar sönglistar víða um lönd. Kórinn fór fyrstu söngför sína til útlanda árið 1882, fyrstur finnskra kóra. Síðan hefir hann farið fleiri slíkar ferðir en nokk- ur annar finnskur kór, einkum um Norðurlönd. Má furðulegt telja, að hann skuli ekki fyrr hafa lagt leið sína hingað til lands, en sú hugmynd skaut fyrst rótum, þeg- ar karlakórinn „Fóstbræður" kom til Finnlands í söngför sinni á s. 1. hausti. Stjórnandi „Muntra Musíkan- ter“ er tónskáldið Erik Bergmann, og hefir hann stýrt kórnum síðan 1951. Hann er meðal frægustu núlifandi tónskálda Finna, mjög vel menntaður tónlistarmaður og aðhyllist í verkum sínum nýtízku- legan stíl, en þó áheyrilegan og persónulegan í senn. Hafa verk hans hlotið óskorað lof hinna ströngustu gagnrýnenda, og marg- víslega viðurkenningu hefir hann hlotið fyrir þau heima og erlendis. 1 Söngskrá „Muntra Musikanter" . í íslandsferðinni ber því vitni, að um hana hefir f jallað menntaður ] og smekkvís tónlistarmaður, og er hún næsta ólík því, sem algengast er um verkefnaval karlakóra. Hún hefst á nokkrum lögum eftir 17. aldar tónskáld og endar á lögum eftir söngstjórann, sem mjög gam- an verður að fá að heyra. Önnur verkefni eru m. a. eftir Schumann, Stravinsky, Sibelius og Palmgren Eitt íslenzkt lag er á efnisskránni, „Gimbillinn mælti“, þjóðlag í út- setningu Ragnars Björnssonar. Söngmenn í „Muntra Musikan- ter“ eru háskólamenn eingöngu, sem flestir hafa áður fengið kór- þjálfun í finnska háskólakórnum. „Akademiska Sángföreningen", sem að því léyti má.telja einskonar „forskóla" þessa kórs. Söngmenn- irnir, sem hingað koma, eru 67 að tölu, og eru í þeim hópi ýmsir atkvæðamenn í menningar-. stjórnmála- og atvinnulífi Finn- lands. Einsöngvari með kórnum er er tenórinn Kurt Klockars, sem um árabil hefir verið einsöngvari með „Muntra Musikanter“ og finnska útvai-pskórnum. „Muntra Musikanter" koma hingað á vegum karlakórsins „Fóstbræðra". Þeir dveljast hér á iandi aðeins fáa daga, og verður því ekki unnt að endurtaka sam- söng kórsins, sem haldinn verður í samkomuhúsi Háskólans þriðju- daginn 28. ágúst. Að loknum þeim. samsöng fer kórinn til Akureyrar í boði bæjarstjórnarinnar þar, í tilefni af aldarafmæli bæjarins. Á Akureyri syngur kórinn fimmtu- daginn 30. ágúst. t Óþurrkar á Ólafsfirði Ólafsfirði, 14. ágúst. ÓÞURRKAR miklir hafa verið að undanförnu. í gær létti til cg var þá unnið í heyskap. Það stóð þó stutt því að nú er farið að rigna aftur. Hitinn komst niður í 0 stig cg jörð var héluð í gærmorgun. Sá á kartöflugrösum. ólafsfirðingrr hafa lítið orðið varir við sumar í ár. — R.M. Fyrsta gatan á Sauðárkróki malbikuð Sauðárkróki, 14. ágúst. BYRJAÐ var að malbika Skag firðingabraut, sem er ein af aðal götum bæjarins, í gær. Þetta er fyrsta gatan hér, sem hér er malbikuð. Leifur Hannesson verkfræðingur hefur yfirumsjón með verkinu. Hugmyndin er að malbika einnig Aðalgötu, en ekki er víst hvort það verður gert í ár. M.B. SAMBAND ISL. SAMVINNUFÉL. Véladeild ALLTAF OPEL

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.