Alþýðublaðið - 15.08.1962, Blaðsíða 16
«WWWWWW%%VW%WWWiWWV>tWWV WWWWWWWWjWVWWWMWIWMMWW
Eins og i
gamla daga
Þessi sjón er orðin sjald
gæf nú á tímum tækninnar
er allir bændur landsins hafa
eignast dráttarvélar. En að
Ásláksstöðum á Vatnsley.su
strönd mátti sjá þessa sjón
sl. sunnudag. Það er verið að
slá og í stað dráttarvélar eru
notaðir tveir klárar. Ljósm.
St. Nik.
Jakob Jakobsson segir:
BETRI HORFUR Á VESTUR
SVÆÐI, EN TAUÐ VAR
Blaðið átti í gærkveldi tal við j
Jakob Jakobsson, fiskifræðing um
borð í Ægi. Ægir var þá stáddur
«t af Húnaflóa. Sagði Jakob, að |
wwvwwwwwwwww
700 1
latínu
í. sumarhefti tímaritsins
„The Icelandic Canadian“,
sem gefið er út í Winnipeg
í Canada er þess getið að
Guðmundur Eiríksson, hafi
féngið 100 stig í latínu á
prófi við skóia sinn. Guð
mundur er sonur séra Eiríks
Brynjólfssonar og Guðrúnar
Guðmundsdóttur konu hans.
Séra Eiríkur var prestur að
Útskálum i Garði áður en
hann fluttist vestur um haf
með fjölskyldu sína.
í tímaritinu segir, að það
sé ekki óalgengt að menn fái
100, eða það hæsta sem gef-
'ið er í stærðfræði éða skyld
um greinum, hins vegar heyr
, ir það til algjörrar undan-
tekninga aö menn fái það í
máium. Þetta próf þreyttu
1500-1600 nemendur og var
Guðmundur sá eini sem hiaut
100 stig. Guðmundur er að-
eins 15, ára gamall.
...
þá um kvöldið hefði flugvél séð
síid vaða við Kolbeinsey og voru
allmargir bátar á leið þangað
þegar blaðið átti tal við Jakob.
Margir munu hafa verið byrjaðir
að kasta fyrir austan og var veiði
þar góð.
Jakob tjáði blaðinu að þeir á
Ægi væru eiginlega að búast við
síldargöngu með hluta af íslenzku
sumargotssíldinni, sem þeir væru
að vonast eftir að kæmi á þeasar
slóðir. Höfðu þeir þegar rekizt á
nokkrar torfur í Reykjafjarðarál
en þær stóöu allar mjög djúpt.
Taidi Jakob veiðihorfur vera góð
ar og benti m.a,. því til sönnunar
að síðasta söltunarsíldin við Kol-
beinsey hefði veiðst 12. júlí í
fyrra, en nú væri enn verið að
veiða söltunarhæfa síld þar. Sagði
Jakob, að útlitið á vestursvæðinu
væri mun betra en álitið hefði
verið til þessa.
Smásíldin er nú að mestu horfin
af austursvæðinu og er útlit þar
einnig gott.
Fréttaritarar blaðsins símuðu
eftirfarandi í gær:
Siglufirði í gær:
Fimmtán skip liafa komið liing
að í dag með samtals 9 þúsund
tunnur síldar. Síldin fór öll í salt
enda prýðisgóð til söltunar, og
Iítið úrkast úr henni. Hæsta söltun
arstöðin hér á Siglufirði er nú
Hafliði h.f. með tæpar 11 þúsund
tunnur. Hæst á landinu mun hins
vegar vera stöð Ólafs Óskarssonar
á Raufarhöfn mcð um 15 þúsund
tunnur. — J.M.
HÚSAVÍK í gær.
SMÁRI kom hingað í morgun
með 300 tunnur, sem fóru I salt. í
fyrradag kom Auðunn með 300
tunnur, sem einnig fóru í salt. Hér
hefur nú verið saltað í um 10
þúsund tunnur alls, en um 7 þús-
und mál hafa farið í bræðslu.
E. M. J.
RAUFARHÖFN í gær.
Hvorki hefur síld borizt hingað
í dag né í gær. Bræðslu er haldið
áfram af fullum krafti og mun
vera eftir síld til viku bræðslu,
berist ekki meira. Nokkur skip
Framh. á 3. síðu
Síldarsjóöari
Gísla kominn til
Siglufjarðar
Siglufirði í gær:
Eins og kunnugt er af fréttum
teiknaði Gísli Halldórsson verk
fræðingur, í fyrra, nýja tegund af
síldarsjóðara og fékk hann nokk
urn siyrk til þess að-láta smíða
tækið og síðan átti að reyna það
á Akranesi.
Þegar til átti að taka var það
ekki hægt. Nú hcfur síldarsjóðar-
inn verið fluttur hingaö til Siglu-
fjarðar og er mikill áhugi fyrir
því meðai forráðamanna S.R. að
liann verði reyndur hér, enda telja
verksmiðjurnar sér skylt að fylgj
þst með öllum |nýjungum, sem
fram koma varðandi vinnslu síld-
ar. — J.M.
Þrír togarar
með 820 tonn
TVEIR togarar lönduðu, í
Reykjavík í fyrrad. og von var á
þriðja togaranum í morgun. Fleiri
togarar eru væntanlegir næstu
daga. og að sögn Togaraafgreiðsl-
unnar er meira en nóg að gera.
„Skagfirðingur"
aflar sæmilega
Sauðárkróki, 14. ágúst.
SKAGFIRÐINGUR, sem er 250
tonna togbátur og gerður út héð
an, hefur aflað sæmilega. Ha»n
liefur verið að veiðum fyrir Norð
uriandi og landað hér afla sínum,
aðallega karfa.
Einn bátur héðan er á síldveið
um. Það er Málmey, og hefur hann
fiskað vel en fór seint á síldveið
arnar. Tregur afli hefur verið hjá
bátum með lóð og færi. — M.B.
í fyrradag var landað úr Þorkeli
mána og Ask. Þorkell máni var
með 360 tonn og Askur með 160
tonn. Þorkell máni fékk afla sinn
við Vestur-Grænland, en Askur
var á heimamiðum.
Það var Haukur sem kom inn
í gærmorgun með 300 tonn
sem hann fékk við austurströnd
Grænlands. Togararnir eru ýmist
á veiðum við Grænland eða á
heimamiðum.
Sildarflutningarnir til Reykja-
víkur að austan hefur stöðvazt í
bili, enda þrær orðnar tómar fyrir
austan. í bili er óljóst hvort þeim
verður haldið áfram og fer það
eftir ýmsum ástæðum, að sögn
togaraafgreiðslunnar.
Geir er í Reykjavík, en hin
skipin, sem hafa verið í þessutn
flutningum, bíða fyrir austan.
Geir hefur beðið eftir löndun í
nokkra daga, og átti að landa úr
honum í morgun.
SLYS VIÐ
SÚÐAVOG
ÞAÐ slys varð um átta leytið
í gærkveldi að múrsteinsveggur
féll yfir mann, sem var að vinna
við að brjóta vegginn niður. Slys
þetta varð við Súðavog skammt
frá Glerverksmiðjunni.
Maðurinn Jóhann Bessason, mun
hafa slasast töluvert, því hann var
fluttur á Slysavarðstofuna og það
an á Landspítalann og var þar enn
undir læknishcndi, er blaðið fór
í preritun um miðnætti í gær.
GUÐNÝ Á. Björnsdóttir,
fulltrúi Keflvíkinga í fegurð-
arsamkeppninni í vor er
farin til Tyrklands að taka
þátt í hinni árlegu fegurð-
arsamkeppni í Istambul.
Guðný fór til London og
heldur þaðan til Barcelona,
með fyrstu ferð þar stígur
hún á skipsfjöl um borð í
flaggskipið í flota Onassis,
lystiskipið Arkadía, og siglir
með því um Miðjarðarhafið
með viðkomu í flestum glæsi
legustu höfnurn leiðarinnar.
Guðni Þórðarson, forstjóri
ferðaskrifstofunnar Sunnu,
skipulagði ferðalag Guðnýj-
ar. Á skipinu verða einnig
keppinautar Guðnýjar 17
talsins.
WVV/.>.