Alþýðublaðið - 18.08.1962, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 18.08.1962, Blaðsíða 1
EQfífiUP 43. árg — Laugardagur 18. ágúst 1962 — 186. tbl. SAMNINGAR UM KAUP OG KJÖR: UM leiS og mcnn dást að afreki Sovétríkjanna í geimrann- sóknum, blasir við sú staðreynd, sem teiknarinn hefur bent á með myndinni að neðan. Kommúnisminn hefur ekki leyst ein- földustu vandamál á heimavigstöðvunum, sérstaklega ekki í landbúnaði. Þeir búa til spútnika, en þeir geta ekki framleitt góða handsápu eða naegan mat. 22 VERKALÝÐSFÉLÖG í Reykjavík hafa undaufarið gert nýja kaup- og kjarasamninga, sagði Þorsteinn Pétursson starfs- maður Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, er Alþýðu blaðið leitaði frétta hjá honum í gær um lanadeilur verkalýðs félaganna. Er þetta rúmlega helmingur þeirra verkalýðsfélaga, er aðild eiga að Fulltrúaráðinu en í því eru nú 40 verkalýðs- félög. Trésmiðafélag Reykjavíkur liefur boðað verkfall n.k. mánudag hafi ekki náðst samningar fyrir þann tíma. Hið íslenzka prent- arafélag hefur sagt upp samningum sínum og renna þeir út um næstu mánaðarmót. Þessi félög hafa þegar samið: Verkamannafélagið Dagsbrún, Iðja, félag verksmiðjufólks í Reykjavík, Félag ísl. rafvirkja, Félag járniðnaðarmanna, Múrarafélag Reykjavíkur, ASB, félag afgreiðslustúlkna í brauða og mjólkurbúðum, Bakarasveinafélag íslands, Bifreiðastjórafélagið Frami, Félag bifvélavirkja, Félag blikksmiða, Félag framreiðslumanna, Félag garðyrkjumanna Félag ísl. kjötiðnaðarmanna, Félag sýningarmanna í kvikmyndahúsum, Félagið Sk'jaldborg, Mjólkurfræðingafélag íslands, Starfsstúlknafélagið Sókn, Sveinafélag húsgagnabólstrara, Sveinafélag húsgagnasmiða, ’Sveinafélag pípulagningarmanna, Sveinafélag skipasmiða, Verkakvennafélagið Framsókn. Af félögum, sem ekki hafa enn samið má nefna auk HÍP og Trésmiðafélagsins, Málarafélag Reykjavíkur, Prentmyndasmiða félag íslands og Rakarasveinafélag Reykjavíkur. IVVWWWWWWWWVVVWVWWWWHWVWWWtWWWV FYRIR einu ári neitaði Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna að senda frystan fisk sérstaklega karfa til Sovétríkjanna. Var þá lítið um karfa, og þóttust SH-menn geta fengið nokkrum aurum betra verð annars staðar, og hirtu bá ekkcrt um að halda Rússlandsmark aðinum við. Urðu stjórnarvöld landsins að Ieggja hart að Sölu- miðstöðinni í þessu máli, en samt var aldrei sent til Rússa nema þriðjungur þess, sem þeir höfðu fengið 1960. Þessi sama stofusi,SH, þykist nú vera þesa umkouún að gefa út opinberar tilkynningar til að ávíta Alþýðublaðið fyrir skrif um viö- skiptin við Austur-Evrópu. í þess um skrifum hafði Alþýðublaðið þó undirstrikað nauðsyn íslendinga á þessum mörkuðum og sýnt fram á, að ríkisstjórnin hefði gert mikið til að varðveita þá, meðal annars að reyna að koma vitinu fyrir SH í fyrra. Hins vegar skýrði Alþýðublaðið frá margvíslegri gagnrýni, sem fram hefur komið á innflutningi okkar, aðallega frá Tékkóslóvakíu og Austur-Þýzkalandi. Er erfUt aA' sldlja, nvau pau kemur SH viu, og kvers vegna útflutningsfyrirtæki er að skipta sér opinberlega af inn flutningsmálum á 'svo 'furðulegan hátt. Hin þvermóðskulega afstaða SH í fyrra olli þjóðinni margvíslegum erfiðleikum. í samningum um verð fiskjarius gerðu þessi samtök mjög háar kröfur, og stóð allt fast, unz aðrir tóku áf skarið. Þar sem SH fékkst aldrei til að senda nema þriðjung þess fiskmagns, sem Rússar höfðu fengiö 1960, minnkaði útflutningurinn til Sovétríkjanna '"■'•''lega. Ríkisstjórnin ætlaðist »>ius vegar til, að þessi viðskipti yrðu eðlileg og létu halda áfram innkaupum að austan. Skapaðist þannig mikil skuld íslendinga við Rússa. Vörukaup okkar frá Tékkóslóva kíu og Austur-Þýzkalandi eru allt annaö mál. Þaðan hefur reynzt ó- gerningur að fá í ár ýmsar vöru- tegundir, sem við höfðum áður fengið frá þessum löndum. Enda þótt iimflutningur frá þeim sé rækilega vcrndaður með höftum, hefur ekki tekizt að halda eðlileg um viðskiptum. Þar sem öll verzl un er í höndum ríkisins í þessum löndum, er engin önnur leió en að ræða þessi mál opinberlega og eðlilegt, að íslendingar óski eftir leiðréttingu á því, sem þeim finnst miður fara, rétt eins og austan- menn óska leiðréttinga, ef eitthvað er athugavert við þær vörur, sem við seljum þeim eða afgreiðslu og verð þeirra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.