Alþýðublaðið - 18.08.1962, Blaðsíða 15
Neville Shute
Ég hló. „Ég heiti John. Vinir
mínir kalla mig Johnnie. Ég
held ég sé enginn friðarsinni.
Ég mundi gera þetta aftur, ef
það kæmi annað stríð. Maður
breytist í stríði“.
„Stríðið hefur sín áhrif á
alla", sagði hún. „En um það
tölum við ekki í þessu húsi, Jo-
hnnie“.
Ég kinkaði kolli. „Það skil
ég“.
Nemandi minn kom nú með
sherryið og við spjölluðum sam
an um nýju flugvélina, fólkið
í klúbbnum og yfirlögregluþjón
inn, sem var nýbúinn að ljúka
einkaflugprófi. Síðan fórum við
aS borða. Það gljáði á silfurborð
búnaðinn á eikarborðinu. Stúlk-
an, sem opnað hafði dyrnar gekk
um beina. Eftir matinn drukk-
um við kaffi inni í stofunni.
„Mér er sagt að þér leikið vel á
píanó, frú Marshall", sagði ég
„Vilduð þér leika eitthvað fyr
ir mig?“
Hún hló dálítið vandræðaleg.
„Ég er hrædd um það h'afi ver
ið oflof sem' yður var sagt“.
„Mig langar samt til að
heyra yður spila“.
Nú stóð frú Duclos upp. „Ef
Brenda ætlar að fara að spila,
þá ætla ég að skrifa nokkur
bréf á meðan", sagði hún. Ég
stóð upp. „Ef ég sé þig ekki aft
Ur Johnnie, vertu þá blessaður,
og komdu einhvern tíma aftur
og hresstu upp á okkur hér.
Þetta er ekki mjög spennandi
líf, tvær konur einar í húsinu“.
„Mér mundi vera ánægja að
því“, sagði ég.
Ég opnaði dyrnar fyrir henni,
og Brenda gekk yfir að píanói og
opnaði það. „Þér skuluð láta
fara vel um yður við arninn.
Hvernig tónlist viljið þér helzt
heyra?" sagði hún.
„Ekkert of háfleygt“, sagði ég.
„Heldur elcki neinn slagara. Þér
skuluð bara leika það sem yður
dettur í hug“.
Hún settist við píanóið og lék
fallcgt lítið lag, sem hún sagði
mér að væri ungverskur dans
eftir Brahms. Síðan lék hún lög
eftir Chopin og Tchaikovsky.
Hún lék mjög vel og ekki voru
lögin af lakara taginu. Ég sat við
eldinn og reykti, og naut þess að
hlusta á hana. Ég hefði getað
setið þarna og hlustað á hana
alla nóttina.
Hún var við hljóðfærið í um
það bil klukkustund, og endaði á
fjörugu frönsku lagi. Svo stóð
hún upp og gekk yfir að arin-
um.
„Þetta var alveg dásamlegt",
sagði -ég. „Annan eins dag hef
ég ekki lifað lengi“.
„Það þykir mér vænt um að
heyra, þvi ég hef sömu sögu
að segja, og það er yður að
þakka. Vilji’ð þér ekki snafs?“
„Ætlið þér að fá yður lika?“
„Já, kannski ég fái mér yður
til samlætis".
„Wishy?"
„Já, takk. Ég skal sækja það“.
„Nei, þér skuluð sitja kyrr. ,
Hún fór og kom innan stundar
með flösku, sóda og glös á silf
urbakka“.
Hún hellti í glas og rétti
mér, og féklc sér síðan sjálf.
Svo settist liún hjá mér við eld
inn“.
Allt í einu sagði hún: „Mig
langar til að segja yður frá mann
inum mínum“.
„Það skuluð þér ekki nema þér
sjálfar viljið. Ég veit eitt og ann
að nú þegar“, svaraði ég.
Hún kinkaði kolli. „Ég bjóst
nú við því. Ég býst við að allur
bærinn viti það. Þetta er eins
og hver önnur veiki. Mismunur
inn er bara sá að hann verður
að vera á spítala livort sem hann
og veikur eða ekki. Ég heimsækji
hann tvisvar í viku. Þess vegna
held ég áfram að búa hér“.
„Mér er sagt að hann sé í góð
um höndum ó spítalanum".
„Þetta er bezti spítali sinnar
tegundar á landinu. Dr. Baddley
er mjög góður læknir. Fólk sæk
ir til hans hvaðanæva úr heim
inum.“
„Er hann ekki búinn að vera
þarna nokkuð lengi“.
„Hann var sviptur sjálfræði
fyrir þremur árum“, sagði hún.
„Það var leitt að heyra“,
sagði ég.
„Þetta er bara eitt af því sem
maður verður að sætta sig við“.
„Líður lionum vel?“
„Það held ég“, sagði hún.
„Vikum saman er allt í lagi
með hann, þá veit hann og skil
ur að það er honum sjálfum fyr
ir beztu að vera þarna. Við hæl
ið er golfvöllur, og honum þyk
ir mjö'g gaman að leika golf. Þeg
ar hann fær köstin, þá versnar
í því. En yfirleitt held ég að hann
sé ánægður með tilveruna. Hann
styttir sér mikið stundir við að
spila bridge".
„Er nokkur von um bata?“
Hún tók upp skörunginn og
skaraði lítillega í eldinn. „Ég
veit það ekki. Ekkert sem reynt
hefur verið til þessa, hefur gef
ið von um það. í Cincinnati í
Bandaríkjunum er læknir, sem
náð hefur góðum árangri með
einhvers konar mænustungum.
Hann kemur til Englands eftir
sex mánuði og Dr. Baddley
finnst að við 'ættum að reyna
það“. Hún leit upp. „Auðvitað
reynum við allt“.
„Er liann ekki samvinnuþýð-
ur?“
„Hann Derek? Jú hann er
það, þegar hann er heilbrigður.
Annars getur hann verið erfiður
viðureignar". Hún þagnaði. „Það
er ekki auðvelt að vera bjart-
sýnn“, sagði hún. „Ekki þegar
maður hefur svo oft orðið fyrir
vonbrigðum. Áður en hann var
sviptur sjálfræði, þá var alltaf
verið að reyna eitthvað nýtt. í
fyrstu virtist allt ganga vel,
jafnvel í allmarga mánuði. En
svo sótti alltaf í sama horfið.
Læknirinn segir að eftir að eitt
hvað nýtt hefur reynt, þá verði
hann að vera á hælinu í tvö ár,
til þess að um öruggan bata sé
að ræða. Áður fékk hann að fara
heim og — af því spunnust vand
ræði“.
„Ég hef heyrt það“, sagði ég.
„Jó, ég bjóst víð því“, sagði hún.
„Alla þessa mánuði, sem þér
hafið verið að kenna mér að
fljúga hafið þér aldrei sagt orð
í þessa átt til að valda mér ó-
þægindum. Ég held að þér hljót
ið að vita töluvert um Derek, en
ég vildi að þér vissuð alla sól-
arsöguna, og þess vegna hef ég
sagt yður þetta“.
Ég kinkaði kolli. „Hvað finnst
yður sjálfri um þetta?“ spurði
ég. „Gætuð þér fengið skilnað,
ef þér æsktuð þess?“
Hún hristi höfuðið. „Þetta er
ekki skilnaðarástæða. Það er
þingmaður að vinna að nýju
lagafrumvarpi. A. P. Herbergt,
heitir hann, sá sem skrifar í
Punch. Hann vill gera ólækn-
andi geðveiki að skilnaðarorsök,
en það kemst ekki í framkvæmd
fyrr en eftir mörg, mörg ár, —
verði það ekki fellt að segja.
Hún var þögul augnablik, svo
sagði hún.
„Þótt það væri hægt, veit ég
ekki livort ég mundi biðja um
skilnað. Það væri ekki drengi-
legt af mér að yfirgefa hann í
veikindunum. Þá á konan ein-
mitt að standa við hlið manns-
ins og gera allt sem hún getur
til að hjálpa honum". Hún leit
í kringum sig. „Allt hér er
keypt fyrir hans peninga. Flug
vélin meira að segja líka“.
„Veit hann um flugvélina?"
spurði ég.
„Ég sagði honum í fyrradag
að ég ætlaði að gera þetta. Ég
segi honum allt. Ég held að það
sé betra því þá æsir hann sig ekki
upp yfir því að verið sé að fara
á bak við hann“.
„Hvernig lízt honum á, að þér
eruð að læra að fljúga?"
„Hann er þyí hlynntur. Honum
líður mjög vel núna. Það veld-
ur honum áhyggjum að mér
leiðist. Honum fannst það prýð
ishugmynd að ég skyldi ganga í
klúbbinn og fara að læra að
fljúga“.
Svo bætti hún við þýðlega,
„Hann er svo indæll, þegar hann
er heilbrigður".
"I/ACCAQII A p,/ Hvenær hefur stráka ekki
l\r\33/lDI Lfil\ langað til aff eignast bíl? Hvenær
hafa þeir ekki smíðaff sér kassa-
bíla til aff leika sér í? Þeir eru þó ekki allir eins heppnir og
ensku strákarnir, sem áttu verkfræffing fyrir pabba. Hann
teiknaffi sérstaka bifreiff fyrir yngstu ökumennina og kom fyr-
ir ýmsum öryggistækjum. Nú er byrjaff aff framleiffa þessa
Hhýju „kassabíla“ og selja þá á opnum markaffi.
Við sátum þögul nokkra stund.
Að lokum sagði ég. „Þetta er
hörmulegt allt saman og engin
von um bata?“
„Ekki býst ég við því“? svar
aði hún. „Maður getur öllu van
ist.
Maður finnur sér ný áhuga-
mál, — eins og flugið til dæm-
is“.
Ég kinkaði kolli. „Mér finnst
þér líta mikið betur út núna,
heldur en þér gerður í janúar“.
„Það ber öllum saman um
það“, svaraði hún. „Mér líður
líka mikið betur, — ég sef bet
ur, hef betri matarlyst, og mér
finnst ég hafa yngst um mörg
ár. Það gerir manni gott að læra
eitthvað nýtt“.
Ég hló. „Maður hefur gott af
því að verða dálítið hræddur
öðru hverju. Það örvar blóðrás
ina eða eitthvað“.
Við hlógum bæði. „Má ég
ekki bjóða yður aftur í glasið?“
„Bara örlítið“, sagði ég. „Svo
verð ég að koma mér af stað.
Ég þarf að fljúga heilmikið á
morgun“.
Hún helti aftur í glasið mitt,
og ég stóð upp og náði í það.
„Hvernig ætlið þér að nálgast
Moth vélina í Heston?“ spurði
ég. „Ætlið þér að fljúga henni
hingað sjálf?“
„Er ég fær um það?“
„Það held ég“, sagði ég hægt.
„Verði veörið gott. Þér ættuð
ekki að reyna það í slæmu veðri.
Það er bara eitt, vélin er ný-
komin af verkstæði, og þér gæt-
uð þurft að nauðlenda eða eitt*
hvað þess háttar. Þér ættuð að
fá menn til að fljúga henni hing
að.“
„Mundu þeir vera fúsir til
þess?“
„Já, já. Það kostar sennilega
eitthvað smávegis. En það er það
bezta, held ég. Svo gætuð þér æft
yður að fljúga henni hér í ná-
grenninu áður en þér færuð í
lengra flug“.
„Þér viljið hafa allt öruggt",
sagði hún. „Þér viljið ekki hætta
á neitt og reynið að gera mér allt
sem auðveldast. Við skulum
spyrja þá hvort þeir geti ekki
flogið henni hingað“.
Ég kinkaði kolli. „Ég skal
hringja í þá í fyrramálið.“
Ég kláraði úr glasinu mínu,
því nú var kominn tími til að)
halda heim.
Hún var alltof aðlandi og égi
var alltof einmana. „Nú verð- égi
að fara“, sagði ég. „Takk fyrir
yndislegt kvöld“.
„Takk fyrir yndislegan dag“,
sagði hún. „Ég er viss um að ég
geta ekki sofið í nótt, ég er svo
spennt að fá vélina“.
Hún fylgdi mér til dyra. Ég
gekk niður gangstíginn og síðan
í bæinn. Þá nótt svaf ég ekki dúr.
Hún hélt vöku fyrir mér. Vik-
una sem í hönd fór, flaug hún í
vélum klúbbsins næstum á hverj
um degi. Svo kom stóri dagurinn,
þegar vélin hennar kom. Það
vár hringt í mig til að tilkynna
að hún væri lögð af stað frá Hest
on. Ég hringdi heim til hennar,
og eftir örstutta stund var hún
komin út á flugvöll í bílnum sín
um. Það var afbragðsveður þenn
an dag. Hún leit út fyrir að vera,
átján ára og var mjög aðlað-
andi. Hún kom um það bil hálf
tíma of snemma, og við stóðum
úti á malbikinu og mændum
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 18- ágúst 1962 15