Alþýðublaðið - 18.08.1962, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 18.08.1962, Blaðsíða 13
Myndin er tekin í klakhúsi laxaeldistöðvarinnar í Ko'lafirði. í stokkunum eru klakskúffur, en í þeim klekj ast hrognin út. FÆREYINGAR VIUA KAUPA 50 ÞÚSUND LAXAHROGN UM þcssar mundir er eitt ár lið ið síðan ríkið festi kaup á jörð- inni, Kollafirði, í þeim tilgangi að koma þar upp laxaeldisstöð. Blað ið átti í gær tal þið Þór Guðjóns son, veiðimálasfjóra til að fá íréttir af gangi mála þar efra. Veiðimálastjóri sagði, að öll starfsemin hefði íil þessa gengið eftir áætlun. og á komandi vori mundu fyrstu seiðin hafa náð göngustærð og þá yrði þeim sleppt Mikið hefur þegar verið beðið um að fá lirogn og seiði keypt, og hafa það verið bæði innlendir og erlendir aðilar. Ekkert hefur þó verið afgreitt ennþá, þar eð starf- semin er ekki kominn á það st'g ennþá. Veiðimálastjóri sagði, að þá um morguninn hefði einmitt borizt pöntun frá Færeyjum um 50 þúsund laxahrogn. Ekki mundi verða hægt að afgreiða það, eins og áður er sagt. Færeyingar hafa áður fengið bæði laxahrogn og laxaseiði frá íslandi og hefur Sex íslendingar á Ölympíuskákmótið i SKÁKSAMBAND íslands sendir! 6 keppendor á 15. Ólymíumótið í skák, sem haldið'verður í Varna Búlgaríu. M'tið hefst 15. septeinb- er og því lýkur 10. október. Með-1 al íslenzku hátttakcndanna verður Friðrik Ólafsson stórmeistari. Þegar hafa 34 þjóðir tilkjmnt \ þátttöku. Þetta er sveitakeppni, og eru fjórir aðalmenn í hverri sveit og tveir varamenn. Lið íslands verður þannig skip- að, að á fyrsta borði teflir Friðrik Ólafsson, stórmeistari, á 2. borði Arinbjörn Guðmundsson, á 3. borði Jón Pálsson og á 4. borði Ejörn Þorstcinsson. Fyrsti vara- maður er Jónas Þorvaldsson, en annar varamaður er Jón Krist- insson. . | Skákmenn þessir eru ungh- að árum, meðalaldur er um 25 ár, og mun þetta vera ein yngsta sveit, sem íslendingar hafa sent! á Ólympíuskákmót. I Allir eru þeir þó reyndir skák- menn. Friffrik er skákmeistari íslands í ár; Arinbjöm stóð sig með ágætum í Ólympíuskákmót- ínu í Leipzig 1960, en þar var hann taplaus; Jón Pálsson varð þriðji á skákmóti Norðurlanda á s. 1. ári. Björn er annar maffur í landsliði íslands í ár, en Jónas varð í 5. sæti í landsliðskeppnmni og Jón Kristinsson í sjötta. Fararstjóri verður Friðrik Ólafs- son. íslenzka ríkið og Reykjavík- urborg veita fjárhagsstuðning til fararinnar. Alþjóðleg sveitarkeppni í skák var fyrst haldin í London 1927 í Hamborg voru íslendingar fyrst þátttakendur. íslendingar hafa tekið þátt í nokkrum þessara móta, oft með eftirtektarverðum árangri. íslendingarnir sigruðu í B-flokki úrslitakeppninnar í Buenos Aires 1939. Næsta Ólympíuskákmót verður í ísrael .árið 1964. Förya Sílaveiðifélag mikinn hug á að koma laxi í ár í Færeyjum. í bréfinu hafði einnig verið skýrt I frá því að 4. ágúst sl. hefðu tveir ! laxar veiðst í Fjarðará á Austurey og teldu Færeyingar að þeir Væru af íslenzkum uppruna. í ám i Fær- eyjum mun bæði vera bleikja og urriði en ekki lax íil þessa. 1 fyrrahaust voru um 850 þús- und laxahrogn úr ýmsum ám á Suðurlandsundirledn sett í klak í Kollafirði. Hrogn þessi eru nú klak in og verður nokkru af seiðunum sleppt í maí eða júní í vor, en þá verða sum seiðanna, sem upp 'hafa komizt, búin að ná göngu- stærð og orðin 10-15 cm. á lengd Þá verður einnig sleppt seiðum sem fengin voru þegar þessi starf semi var hafin í fyrrasumar. Veiðimálastjóri sagði, að seiðin væru mjög viðkvæm í fyrstu og íæri þeim lítið fram til að byrja með. Þegar þau fara að þroskast á annað borð er vöxtur þeirra þó hraður. í byrjun eru seiðin alin á nauta lifur, en hún er mjög eggjahvítu rík, sem seiðunum er nauðsynlegt Nautalifur er mjög dýr, en seiðin þurfa þó ekki nema lítið af henni Þegar þau eru komin upp á lagið með að næra sig á nautalifur, er breytt til og þeim gefið fiskmeti allskonar. Þorskhrogn, fiskimjöl, loðna og jafnvel fiskúrgangur. Sagði veiðimálastjóri að hér væri um margar og góðar fæffutegundir að ræða, og væri nú jafnframt unnið að fóðurtilraunum til aff sjá hvaða fóður gæfi bezta raun. Þær tilraunir hafa staffið yfir sið an 1958. Veiðimálastjóri sagði að lokum, aff hann sæi ekki' ástæðu til annars en aff vera bjartsýnn varð andi laxaeldið í Kollafirffi og kvaðst sannfærður um að laxarækt i ætti eftir að sanna ágæti sitt sem ! arðbær atvinnugrein hér á landi sem annars staðar. imMvmvwwwwwwwvwHwvwwwtwwwwvmww Tilgangurinn helgar meðalið ÞAÐ ER NÚ orðið ljóst hvernig austur-þýzkri stúlku var rænt um hábjartan dag á götu í Helsinki, er upp komst, að liún hugðist flýja vestur yfir á Heimsfíaskói æskunnar þar í borg fyrir skemmstu. Hefur komið í ljós, að það voru RÚSSNESKIR STARFSMENN mótsins, sem fluttu stúlkuna á brott og smygluðu henni ófúsri út úr landinu á austur- þýzku skipi daginn eftir. Nafn stúlkunnar er Giseia Dittmann, 24 ára gömul frá Dresden. Hún hafði ákveðið að sækja ,,fíaskóið“ með aus- ur-þýzku sendinefndinni með það fyrir augum að hitta unn- usta sinn, Dietrich Dickow, 24 ára gamlan stúdent frá Vestur-Berlín, og síðan hugð- ust þau komast saman burtu. Kl. 3 síðdegis 30. júlí hitt- ust þau skammt frá „Menn- ingarliöll" kommúnista í Hel- sinki. Þegar leigubifreiðin, sem skyldi flytja þau burtu, var að renna af stað, sáu aðrir „full- trúar“ frá Austur-Þýzkalandi 1 til þeirra. Þeir umkringdu bílinn og komu í veg fyrir að hann kæmist áfram á meðan sóttir voru rússneskir starfs- menn „fíaskósins" með flýti. Þeir gerðu sér lítið fyrir og drógu ungfrúna út úr bílnum og lömdu unnustann, sem hún hélt sér í. Farið var með hana inn i „menningarhöllina" og sást hún ekki opinberlega eftir það. Það er nú vitað, að næsta dag, 31. júlí, var ekið með hana með leynd til Kotka, þar sem hún var flutt um borð í Rerick, austurþýzkt skip, sem lá þar. Svo er að sjá sem beint hafi verið byssu að baki hennar á meðan hún ræddi við útlend- ingaeftirlitið. Vestur-þýzka stjórnin hefur gefið hinni pólitísku nefnd NATO skýrslu um málið. Enn- fremur hefur stjórnin látiff í ljós „mikla hryggð" yfir at- burðinum v.ið finnsk yfirvöld, en vegna aðstöðu þeirrar, sem Finnland er í, hafa ekki verið borin fram formleg mótmæli. Ekki er nú svipurinn frýnilegur að smekk manna, en óneitanlega er eitthvað hrífandi við hina augljósu vináttu hundanna. Sá stóri er af kyni, sem nefnt er blóðhundar. Hinn er bolabítur. Kona nokkur í Englandi á báða hundana og myndin er tekin i tilefni af því, að hún fór með þá á hundasvningu, þar sem báðir vöktu atliygli — ef ekki fyrir fegurð — þá fyrir einstaka vináttu og samheldni. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 18- ágúst 1962 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.