Alþýðublaðið - 29.08.1962, Page 15

Alþýðublaðið - 29.08.1962, Page 15
111 'V.tníj gosdrykkir eru hátíðadrykkir • Jollycola Valash Appelsín IVIix Cream s<»da Grape fruit Golden Ginger Ale SANA gosdrykkir fást í næstu verzlun / Efnagerö Akureyrar hf. Hafnarstræti 19 — sími 1485. Neville Shute stoppaði yfir nótt, og skrifaði mér á nokkurra daga fresti. Ég skrifaði henni á hverjum degi, það hlýtur að hafa beðið heill bunki eftir henni þegar hún kom til Cannes, því hún var átta daga á leiðinni. Hún flaug heim ó þrem dögum. Eftirmiðdag einn í lok septcmber kom hún fljúg andi og ók vclinni upj) að skýl- inu. Hún losaði af sér hjálminn og steig niður úr vélinni. „Þetta var alveg dásamlegt“, sagði hún. „Eins og að fara í anrian heim. Allt gekk vel, ég villtist aldrei, — þurfti ekki að snerta varahlutina. Og þeir skildu alveg það sem ég sagði, Johnnie". Hún var mjög ánægð og leit alveg prýðilega út. Hún hafði tekið litla myndavél með sér og liafði tekið heilmikið af mynd- um á hana. Myndirnar hafði hún látið framkalla í Cannes. Hún vildi að ég kæmi og borðaði hjá henni um kvöldið, svo hún gæti sýnt mér myndirnar. Ég ók henni- lieim og fór svo og þvoði mér og hafði fataskipti áður en ég færi til stóra hússins í mat. Þegar þangað kom beið liún eftir mér í stofunni ásamt móður sinni. Nú var hún ekki glaðleg lengur. Hún var föl og sorg- mædd. „Það hefur ýmislegt skeð hér síðustu daga“, sagði hún. „Derek“. „Eitthvað mikilvægt?" spurði ég. Frú Doclos sagði. „Hann sótti um að fá sjálfræði aftur.. Dr. Somers hringdi í mig vegna þess á mánudaginn. Þar eð Brenda vav að koma vildi ég ekki skemma fríið fyrir henni með því að segja henni það, fyrr en hún kæmi“. „Hvað fáum við fljótt að vita hvað verður gert?“ „Það koma sérfræðingar og rannsaka hann“, sagði hún. „Dr. Somers vissi ekki hvenær þeir kæmu, en hann ætlar að láta mig vita“. Það leit út fyrir að Derek hefði lagt fram formlega beiðni um að mál hans yrði endurskoðað. Hann hafði sjálfur lagt umsóknina fram og komið þá fram sem bezt hann gat. Dr. Somers hafði ber sýnilega stutt hann í þessu máli. Nú mundu tveir sérfræðingar, læknir og lögfræðingur, koma og rannsaka hann. Yrði skýrsla þeirra honum í hag, yrði hann án efa látinn strax laus. Brenda sagði. „Dr. Ford-Jo- hnson, verður áreiðanlega annar af þeim, hann er frægur sérfræð ingur og hann var annar af þeim sem mælti með því að Derek yrði sviptur sjálfræði". Ljósmyndirnar og ánægjan yf ir ferðalaginu var nú allt gleymt og við sátum aftur í sömu vand ræðunum og áður. . Yið töluðum um það allt kvöld ið: Frú Duclos hafði hringt í Ge org Marshall, þegar hún frétti þetta. Hún hélt.að hann væri að reyna að gera eitthvað í London. Hún bjóst ekki við að sérfræð- ingarnir kæmu fyrr en eftir viku, en þó var hún ekki viss um það. Þegar við höfðum rætt þetta fram og aftur, sagði ég. „Ég held að þið ættuð báðar að fara til Cannes“. Brenda hafði fundið ó dýrt og þægilegt hótel í austur- hluta bæjarins skammt frá sjón- um. „Hvenær?“ spurði hún hugsi. „Núna, áður en sérfræðingarn- ir koma“. .,Þú átt við í næstu viku?“ Ég kinkaði kolli. „Eins fljótt og þið gelið. „Ég þagnaði við. „Það verður ekki eins auðvelt að fara, þegar búið er að ákveða að Derek komi hei-m. Það er betra núna, — strax“. Branda sat og íhugaði málið. „Mín sjálfrar vegna, vildi ég ekkert fremur en að fara strax. Þetta er svo yndislegur staður. En það mundu ekki neinir verða hér nema þjónarnir þégar Derek kæmi heim“. Þá sagði frú Duclos. „Það er mál Marshall fjölskyldunnar að mínum dómi. Það mundi einhver úr fjölskyldunni verða að koma hingað og annast heimilishaldið fyrir hann. Ég held þau séu nógu mörg. Myra eða Janet gætu önn ur hvor kornið". „Ekki Myra“, sagði Brenda. „Hún lítur eftir gömlu konunni. Janet gæti kannski komið“. „Hann hefur rétt fyrir sér“, sagði móðir hennar. „Þú ættir að koma þér á brott héðan“. „Mér finnst eins og ég sé að klaupast á brott“, sagði Brenda. Hún vissi að hún mundi verða að fara en hún barðist gegn því að taka ákvörðunina. Að lokum, og þá var klukkan orðin næst- um ellefu, lét hún undan. Móðir hennar var þessu fylgjandi. Hún hafði ferðazt mikið í æsku og þekkti Cannes vel. Það virtist ekki eftir neinu að bíða. Við á- kváðum að þær skyldu fara til London eftir svo sem þrjá daga, og kaupa það sem þær þyrftu með, og fara síðan með lest til Frakklands“. „Það vcrður ömurlegt ferða- lag, eftir :>ð hafa flogið þetta“. sagði Brerda. Ég brosii. 'O tekur ekki eins langan tín- ‘. „Veit c það, cn það verður ekki nær. i - ns gaman“. Hún sneri sér að mér. „Ætlar þú að hugsa um vélina fyrir mig á með an?“ „Ég skal sjá um hana“, svar- aði ég. „Ef þú verður í burtu all an veturinn verður þú að fá nýtt skoðunarskírteini. Ég skal hafa sarrband við þig um það. Svo verður þú tilbúin til að fljúga herni þegar þú kemur til baka, næsta sumar“. „Mig langar til að fljúga til spánar,“ sagði hún „Getum við gert það saman einhvern tíma?“ „Næsta sumar“, lofaði ég. „Þá tek ég mér frí og við förum sam an“. Hún kom einu sinni enn út á flugvöll og flaug vélinni sinni. Svo settum við hana inn í flug skýlið og gengum frá henni. Hún kom með heilmikið af ábreiðum og við breiddum vel og vandlega yfir vélina. „Ætlarðu að ganga úr skugga um að þeir líti á hreyfilinn við og við?“ spurði hún. „Það stend ur í bókinni að það eiga að snúa honum öðru hverjuA Ég þrýsti handlegg hennar. „Hafðu ekki áhyggjur af því. Ég skal sjá um það sjálfur". Nokkrum dögum seinna fylgdi ég þeim ý stöðina. Mikið var ég einmana þegar þær voru farnar. Nokkru seinna hringdi Georg Marshall í mig heiman frá Brendu og spurði hvor ég vildi lcoma og tala við sig. Ég hafði ekki hugmynd um að hann væri þarna staddur. Ég fór strax og talaði við hann. Það virtist, sem frú Duclos hefði liaft samband við liann í Lond- on, og hann hefði tekið að sér að sjá um að húsið yrði tilbúið fyrir Derek, þegar hann kæmi út og einhver af fjöldskyldunni yrði þar til að taka á móti hon- um og sjá um húshaldið fyrir liann. „Eg hef skipt um skoðun síð- an frú Duclos fór til Frakk- lands“, sagði hann, „Ég ætla að segja þjónustustúlkunni upp og eldabuskan mun sjá um húsið í vetur. Hún sér um að allt verði í lagi, þegar þær koma til baka“. Ég leit á hann. „Hvað um De- rek? Kemur hann ekki?“ „Sérfræðingarnir koma hing- að 16. október“, sagði hann. Þangað til var hálfur mánuður. „Við vitum ekkert fyrr en þeir hafa rannsakað hann, og skilað skýrslu sinni. Ég mundi verða stórundrandi ef þeir slepptu hon um“. „Ég hélt að það væri næstum því öruggt“, sagði ég. „Það var það nú aldrei . . .“ Hann var hugsi augnablik, en sagði síðan. „Þér eigið rétt til að vita hvernig málin standa. Þegar Derek lenti í þessu vand- ræðamáli fyrir þrem árum síðan, fengu sérfræðingarnir og dóm- stóllinn ekki að vita nema hálf- an sannleikann. Okkur þótti ekki svara kostn aði að fara ýfa upp það, sem gamalt var. Ýmislegt áf því sem við höfðum getað þaggað niður, og sem var nú gleymt. Nú horfa málin öðru vísi við. Honum líð ur vel þarna á hælinu og þar er vel liugsað um hann í einu og öllu. Við viljum ekki að sú á- byrgð sé lögð á herðar honum, að hann þurfi að fara út í lífið á nýjan leik“. Hann þagnaði við og sagði svo þunglega. „Ég fór og hitti lög- fræðinginn, sem hingað mun koma, og sagði honum allt um Derek, síðan hann var smástrák ur. Ég held þetta verði allt í lagi. Iionum líður vel þar sem hann er“. „Trúði lögfræðingurinn þessu öllu?“ „Já, það gerði hann. Hann lét aðstoðarmann hraðrita allt sem ég sagði, og síðan var það hrein ritað, og ég sór eið og skrifaði síðan undir skýrsluna". Við stóðum þögulir um stund. Ég vorkenndi þessum manni. Ég vorkenndi þeim öllum. Það var augljóst að þau voru hrædd um að Derek fremdi ein - hvern glæp. yrði honum sleppt. Ef svo færi kynni hann að» fara í fangélsi. Það voru greidd'- há gjöld fyrir hann, þar sem • hann var, og það var alveg eins** gott að hann yrði kyrr. i „Þér hafið talað all hrein-1 skilnislega við hann,“ sagði ég. ’ „Það gerði ég. Eg sagði hon-'} um, að við skyldum alveg láta * þetta kyrrt liggja.“ 1 Eg hugsaði mig um augnablik. * „Ef sérfræðingarnir álíta að hann sé bezt geymdur á hælinu,! þá geta Brcnda og frú Ducles^ komið til baka hvenær sem er.“ ‘ „Já,“ sagði hann. „Það geta þær. En þá verður hún komin fjóra mánnði á leið. Og ég held , að það yrði betra að hún væri„ ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 29. ágúst 1962- 15 ?

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.