Alþýðublaðið - 26.09.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.09.1962, Blaðsíða 2
Ritstjórar: Gísli J Ástþórsson (áb) og Benedikt Gröndal.—Aðstoðarritstjóri Björgvin Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Símar: 24 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími: 14 906 — Aðsetur: Alþýðuhúsið; ~ Prenísmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8-10 — Áskriftargjald kj\ 55.00 á mánuði. í lauí*.‘sölu kr. 3 00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. -- Fram- kvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. Neytendur og kartöflur NEYTENDASAMTÖKIN hafa gripið í taumana í kartöflumálinu og krafizt þess, að Sjó- og verzl- unardómur taki málið til meðferðar. Verða for svarsmenn Grænmetisverzlunar landbúnaðarins látnir svara til saka varðandi sölu á stórgallaðri vöru sem fyrsta flokks kartöflum. Ber að vona, að þetta framtak neytendasamtakanna verði til þess að kippa málinu í lag og tryggja fólki betri kart- öflur en oft hafa verið sendar á markað. Vaxandi áhugi er meðal almennings á að fylgj- ast vel með vörugæðum og gera þær kröfur, sém verðlag og f lokkun vörunnar gefur rétt til. Er þetta ánægjuleg þróun, því hér hefur ríkt alltof mikið tómlæti um þá hluti, og þyrfti árvekni í þessum efnum að ná til mun fleiri vöruflokka í framtíð- inni. Er vonandi, að neytendasamtökin eflist svo, að þau geti haldið uppi tilraunum og fræðslustarfi, svo að sem mest af vörum, ekki sízt hvers konar heimilistæki, verði prófuð og skoðuð með þarfir ís- lenzkra neytenda í huga, og fólki tilkynnt, bvaða tegundir standast prófið bezt. Hafa þeir stefnu? ÞEGAR LANDHELGISDEILAN við Breta var leyst, töldu öll blöð í Bretlandi og öðrum löndum, sem um málið skrifuðu, að Íslendingar hefðu unn- ið sigur. Meirihluti íslenzkra 'blaða var á sömu skoð un, og þjóðin staðfesti það, því áróðurssókn fram- sóknar og komma gegn lausn málsins dó í fæðingu vegna skorts á undirtektum. Þrátt fyrir þennan volduga vitnisburð allra aðila, heldur Tíminn enn fram, að ríkisstjórnin hafi með lausn þessa máls látið í minni pokann. Þetta er auð vitað ekkert nema áróður, því framsókn hefði án alls efa verið með lausn málsins og talið hana sig- ur, ef framsóknarmenn hefðu aðeins setið í ráð- herrastólum! Þar að auki er upplýst og staðfest mál, að lausn málsins var hagkvæmari íslending- um en sú lausn, sem Hermann Jónasson vildi bjóða Bretum 1958. Framsóknarmenn hafa alla tíð verið stefnulaus- ir tækifærissinnar í utanríkismálum. Þeir urðu þjóðinni til skammar vorið 1956, þegar utanríkis- málaráðherra þeirra sagði eitt í París, en Hermann ger^fi þveröfugt í Reykjavík og gerði ráðherrann þar með ómerkan. Þeir láta Tímann smala fram- sóknarmönnum inn í Brúsastaðahreyfingu komm- únista og styðja þá í hvívetna í hlutleysisbaráttu, en svo kemur Eysteinn og segist vera á móti hlut- leyái. Hverjum á að trúa, Þórarni eða Eysteini? Er Framsóknarflokkurinn með kommúnistum í utan- ríkismálum, eða er hann enn lýðræðisflokkur? Um þetta spyrja menn og bíða svars. HANNES Á HORNINU ; fleiri vilja komast inn og þá er spurt um aldurinn. Ekki er víst iað allir segi þar rétt til. Þá kemur til kasta dyravarðanna að velja og hafna. ★ Unga fólkið á veitinga- stöðunum. ★ Bréf frá Pétri Daníels- syni hótelstjóra. ★ Strangar reglur og skyldur veitingahús- anna. :k Vandamál, sem verður að leysa. í pislum þínum þ. 20 þ.m. birtir þú bréf frá unglingi um veitinga- mál. Ég er þér þakklátur fyrir þau hlýju orð, sem greinarhöfundur lætur falla til þess fyrirtækis sem ég veiti forstöðu, Hótel Borg- ar. En sannleikurinn er sá, að í bréfi sínu vekur unglingurinn máls á meira vandamáli, heldur en mönnum er almennt Ijóst. Hljómleikar La Salle Bandaríski strokkvartettinn La Salle hélt tónleika á vegum Tón- listarfélagsins í gærkvöldi í Austur bæjarbíói. Það má fullyrða. að betur æfður kvartett heíur ekki heyrzt hér fyrr. Allur leikur hans einkenndist af smekkvísi og kunn- áttu og næstum yfirnát'.úrulegri samstillingu. Ei.Aum og v.bc í lagi voru kvartet'.ar Mozarts og Brahms indælir á að hlýða. Kvartett nr 1 eftir Gunfcher Schuller er hins vegar verk s< m heyra þarf oft, ef unnt á að vera að njóta þess, ef það þá yfirleitt er hægt. Einstakir stíg.uidi og fall andi tónar í eltinga- og feluleik og samhljómar, sem líkjast hclst hljóðinu í harmoniku seni opnast skyndilega. Ekki beiu'.ini;; það, sem ég skil með orðinu hijcmlist G.G. Samtíðarmenn Framh. af 16. síðu sem þeir voru lifandi eða liðnir. í því riti, sem nú er unnið að, verður einungis þeirra getið, sem eru á .lífi, þegar bókin kemur úc í ráði er að gefa út tvö bindi af þessu uppsláttarriti, og er ætlunin, að fyrri bókin komi út á næsta ári. Sérstök eyðublöð til útíyllingar sendast á næstunnl til þess fólks sem hlýtur sess í þessu riti, og ei u það vinsamleg tilmæli útgefenda, að eyðublöðin verði sond til baka vel útfyllt, ekki seinna en hálfum mánuði eftir að móttakanda ber ast blöðin í hendum Þeita rit ætti að verða handhægt og þægilegt yfirlitsrit, sem gott yrði að grípa til, þegar einhvern vantar að vita, hver er hver á íslandi. TIL VEITINGAHUSANNA í bænum eru gerðar miklar kröfur og allstaðar eru reglur og fyrir- mæli, sem ekki má brjóta. Um Hótel Borg sem skemmtistað vil ég segja þetta: Aðsóknm að veit- ingasölunum er svo mikil á föstu- dögum og laugardögum að þar komast ekki nærri allir inn, sem þess óska. Ég efa það ekki, að þrátt fyrir það, þótt við, sem sjórn um fyrirtækinu, dyraverðirnir og milli fimmtán og tuttugu þjónar, reynum að gera gestum okkar til hæfis, þá geta alltaf einhver mis- tök áttt sér stað í samskiptunum við svo margt fólk. HÓTEL BORG hefir vínveit- ingarleyfi. Ýmis skilyrði eru sett fyrir þessu leyfi. Eitt er það, að ekki má veita vín fólki undir 21. árs aldri. Hér gerir hið opinbera kröfur, sem næstum er ómögu- Iegt að uppfylla. Hér er mönnum ekki gert að skyldu að ganga með persónuskilríki og sýna þegar ósk- að er. MARGT UNGT FÓLK er svo bráðþroska nú, að skömmu eftir fermingu virðist það vera komið á lögaldur ef dæma á eftir útlit inu.Oft er auglýst á þessum dög- um, að húsið sé aðeins opið fólki, sem náð hefur 21. árs aldri, en VAFALAUST GETUR ÞETTA valdið óánægju og bréfritari þinn segir ,,Ö11 vorum við ung, frá tæplega 16 ára og upp í 18“. A þessum árum sýnast stúlkur ot't þroskaðri en piltar og getur þar verið orsökin fyrir frávísuninni. Annars veit ég ekki til þess, að gerður sé greinarmunur á kynjum. Það er erfitt að sortéra fólkið við dyrnar, en það er enn erfiðara að gera það þegar inn er komið og þjónarnir eru yfirhlaðnir störf- um. ÞAÐ ER HEPPNI Hótel Borg- ar, að viðskiptamennirnir eru yfir leitt mjög huggulegt fólk enda er þar gætt allrar reglu eftir því, sem hægt er. Það er ekki af óvilja veitngahúsanna að þau amast við ungu og fallegu fólki, sem ekki hef ur náð lögaldri, heldur af hinu, að þau eiga svo mikið á hættu, ef óhapp skyldi viija til og unglingn um væri veitt áfengi. ALLA AÐRA DAGA en fóstu- daga og laugardaga eru unglingar velkomnir í heimsókn á Hótel Borg, þá er minna að gera og hæg ara að fylgjas't með öllu. Ég efa það ekki, að bréfritarinn segi það satt, að enginn af hans félögum hafi haft víndrykkju í huga hið umrædda kvöld, en það er gamla sagan, gikkurinn í veiðistöðinni eyðileggur fyrir öðrum.“ Skólafatnaður . .tHfftfflflf MHIVfff JttllMVVOfMltfltf IMf iHtlff IHIffffffftt*. æfHHIIimilllllÚlltlUIIIIIIHIIIHIIIIHllHUIHIIUllllllHIHHMft. ^|||ViVi'i'|||'i'iViJ 1 iVii* iViVmiV Mimmmiiiiil A|A Y£I 89 I ftimVmiVmm m SSlJ^ki I >I m 1V11V11V1 i'i MShBFuiuhí bhlViViViViVmr^ Ht4i;mm^WliMW mmmimimmm m il^,^Ammm«ff ••MiMtttittuuiimMttimmiMtiMiiiiiiiiiiiiiiMMiiiuiM' Verkamenn Nokkrir verkamenn óskast nú þegar í birgða- stöð okkar í Borgartúni. Upplýsingar gefur verkstjórinn. SINDRI H.F. Sími 19422. Balletskóli SIGRÍÐAR ÁRMANN Kennsla hefst í byrjun október. Innritun og upplýsingar í SÍMA 3-21-53 kl. 2 — 6 daglega. Sigríður Ármann. g 2i seþt- 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.