Alþýðublaðið - 26.09.1962, Síða 15

Alþýðublaðið - 26.09.1962, Síða 15
\\m\m\ Æ eftir 2 Vicky Baum um ekki misst hann til fulls. Við eigum eftir nemendur hans, störf hans, og nokkuð af hans eigin persónu mun lifa áfram í yð- ur?“ ,,Eg vil reyna að sýna það í verki, herra prófessor." „En hvernig verður nú með nám yðar, verða erfiðleikar. En — ég meina verður einhver breyting," spurði prófessorinn. „Já, víst verða erfiðleikar, en . ég hef fengið því framgengt, að ég ljúki námi,“ sagði hún og hló út undan litla flókahattinum sín- um. „Það var látið hart mæta hörðu. Um peningahjálp er ekki að ræða og það er ekkert sér- staklega gott á milli mín og stjúpunnar. En ég varð myndug síðastl. ár; ég á enn eftir svolítið af móðurarfinum mínum, og ég vona, að mér endist það, þang- að til ég hefi náð doktorsnafn- bót. Eg hefi reiknað þetta allt nákvæmlega út og mér skal tak- ast það. Drottinn minn dýri, — maður hefur nú aldrei vaðið í peningum — og enn verður mað- ur að draga við sig. Ég bý tvo pilta undir próf og fæ ögn fyrir það. Bráðum þarf ég sjálfur að taka síðari hlutann, og svo vona ég að þurfa aðeins eitt ár í við- bót, ef ég er dugleg. Frændi minn vildi, að ég hætti að loknu prófi og gerðist aðstoðarmaður í tilraunastofu eða lyfjafræðingur. Já skoðanirnar voru sannarlega skiptar en ég læt nú ekki hrekja mig frá lestrinum fyrir ekki neitt á því sviði gef ég ekki eftir. Því í>að er vanda- laust að laga gott kaffi, ef þér . notið Ludvig Lavid kaffi- "bæti í könnuna* sem betur fer er ég dálítið þrá.“ Ambrósíus hló að svipnum á andliti Helenu. Hún er nú eigin lega aðeins blessað barn enn þá hugsaði hann með sjálfum sér. Hún ætti að fara á dansleiki, daðra svolítið, leika tennis, vera vel klædd og njóta lífsins í stað inn fyrir að lesa efnafræði. Þegar hann svaraði, iaut Hel- ena niður og spurði ofurlítið kvíðafull: „Hef ég þá ekki rétt fyrir mér, herra prófessor?" „Ég veit ekki ungfrú Willfuer. Það veit heilög hamingjan, að ég vona að svo sé, en ég veit það ekki Sennilega hafið þér rétt fyr ir yður, eins og þér eruð dugleg stúlka, já sannarlega dugleg. Meira veit ég ekki um yður, á meðan þér ekki vinnið sjálfstætt. Meðan hægt er að fara eftir bók Gottermanns bls. 179 „Anilin framieiðsla á nítróbesssól“, eru allir menn duglegir. En það er doktorsritgerðin sem ríður bagga munurinn. Ég vona að þér legg ið eitthvað sjálfstætt fram. Þeg ar allt kemur til alls, þá eruð þér þó dóttir föður yðar. Það er nú ekki heldur nauðsynlegt að þér verðið önnur frú Curie. Snill ingar eru fágætir — og snilling- arnir þurfa enga doktorsgráðu". „Maður verður þó að setja sér eitthvert takmark herra próf essor. Ég verð alltaf að hafa eitt hvert takmark til að keppa beint að“. „Já, þarna kemur það, — til að keppa beint að — en ég er persónulega ekkert hrifinn af því, og sérstaklega ekki hjá ung um stúlkum. Mér þykir hliðar spor hjá þeim miklu meira að- laðandi og mannlegri. Einmitt mannlegri ungfrú Willfer. Þér eruð mjög ung ennþá, og meðan maður er ungur, er maður strang ur og ekkert nema dyggðinar. En þér megið trúa mér sem gömlum manni, það eru króka- leikirnar, hliðarsporin, sem gera lífið dýrmætt. En nú skuluð þér bara reyna að ganga beint. Ég vil sannarlega ekki telja úr yð- ur kjarkinn. En persónulega er ég með hliðarsporunum“. Já þú. hugsaði ungfrú Helena. Það er auðvelt fyrir þig herra Ambrósíus — skrauthýsi. pening ar, mannvirðing, fögur kona, þeg ar búinn að eignast tvær. Maður eins og þú á ekki erfitt. Mínir líkar aka í fjórða farrými, ann- að er talið óverjandi eyslusemi. Þegar einn úr okkar hópi kaupir pylsur á brautarstöð er pað eyðslusemi og eiginlega bannað. Hún reis upp af flauelspúðun- um og leit til Ambrósíusar, sera nú sat í þungum þönkum, lútandi höfði eins og undan þungri byrði. Augnalokin voru rauð eins og stundum áður, og kringum munn inn voru sársaukadrættir, sem hurfu um leið og hann fann augnaráð nemandans hvíla á sér. Hann rétti sig svo snögglega, að Helena varð hálfhrædd og hugs aði með sér: „Jæja, ef til vill er lífið þér ekki svo leitt herra Am brósíus, og vera má, að þú sért á vissan hátt engu ríkari en við hin“. „Og nú ætlið þér að byrja að standa á eigin fótum?“ spurði prófessorinn. „Já, nú er ég alein", svaraði Helena, og allt í einu byrjuðu varir hennar að titra. Hún hafði ekki grátið við andlát föður síns og ekki heldur þegar hann var grafinn. Meðan á öllu því stóð, hafði hún verið járnköld, og guð einn vissi, hversu það hafði kval ið hana að geta ekki grátið. Henni fannst sem hjartað væri að bresta, en tárin brugðust. Nú kom orðið ,,alein“ og augnaráð kennarans fékk varimar til að titra á hinu þreytulega andliti. „Þér hafið að sjálfsögðu verið mjög tengd föður yðar?“ mælti Ambrósíus með hluttekningu. „Hann var — hann var mér allt“, svaraði ungfrú Willfus. í sama bili var eins og eitthvað brysti innan í henni og tárin streymdu fram. Hún reyndi ekki til að stöðva þau, en gaf sig á vald tilfinninganna, svo sneri hún sér að Ambrósíusi og hug- arástand hennar var undarlegt sambland af sárauka, hugsölun, tapi og vinning og af þakklæti yfir að hafa getað grátið. Ambrósíus var viðkvæmur gagnvart konutárum. „Barn“, sagði hann hræðrur. „Vesalings barn. Vertu nú róleg Reyndu að vera sterk þetta líður hjá. Allt verður aftur gott. Þér eruð svo dugleg“, endurtók hann aftur og aftur henni til uppörf- unar. En hin duglega ungfrú Willfur hafði fyrir fáum sekundum misst alla sína reisn og hvíslaði með an tárin héldu áfram að streyma: „Þúsund þakkir. Ég er yður svo ákaflega þakklát“. Hendur hans, sem hún þekkti svo vel frá fyrirlestrunum og til raunum, voru rétt hjá henni. Á hægra handarbakinu var hvítleitt ör eftir sýrubrúsa, og svo var hún æst, hungruð og örmagiia, að hún blátt áfram hné niður og þrýsti grátandi vörum sínum að örinu. Þetta var vandræða augnablik. Prófessorinn stakk höndunum í vasana og lét spm hann hefði ekki tekið eftir neinu, meðan Helena var að jafna sig. Henni létti mjög við þetta, og henni fannst gleðistraumur fara um sig. „Komið þér til fyrirlestrar á morgun? Ég tala um þyridin", mælti Ambrosíus til að skipta um efni. „Já, auðvitað. Ég hef fellt nógu mikið niður", svaraði Helena og hafði nú jafnað sig. Hún fann það fyrst nú, hve óendanlega þreytt hún var. Augun lokuðust og klefaveggirnir fóru að dansa. ,,Nú skulið þér sofa, annars get ið þér ekki mætt til fyrirlestrar á morgun“, sagði hann með mynd ugleik. Ungfrú Willfuer streitt ist á móti, hún vildi njóta sam- fylgdar hans til síðustu stund- ar, en meðan hún var að mótmæla skipun hans í huganum sofnaði hún í sínu horni, snögglega eins og þreytt barn. Litli fiókahatt- inn rann til hliðar. Höfuðið féll aftur á bak og birtan féll á hið háa, beina enni og hálsinn. Þétt hærðar brýrnar hvelfdust yfir lokuðum augunum. Litli opni munnurinn hennar var svo mildi legur í svefninum. Brjóstin, scm hófust og hnigu undir kápunni, virtust svo smávaxin. Ambrosí- us, sem ennþá fann til kossins á hendinni horfði á ungu stúlkuna og hugsaði með undrun: „Víst er hún einskonar kvenmaður — meira að segja er hún falleg. En það kemur ekki málinu við“. Hendur ungfrú Willfuer voru lengst vakandi. Þær lágu hnýtt- ar í skauti hennar löngu eftir að hún var sofnuð. Það voru stórar, sterkar og starfsvanar hendur; gular af saltpéturssýru, og með svörtum blettum eftir silfur- nitrat. í greipinni milli þumals og vísifingurs var húðin rauð og bólgin. Það var afleiðing af til- ráunununj. Neglurnar voru stuttklipptar og ekki vel hirtar. Og samt sem áður var viljastyrk- ur og kynfesta í þessum hönd- um, sem lágu þarna hnýttar, full ar þrjózku, þróttar og sjálfsvarn- ar. Að lokum slaknaði á þeim. þær opnuðust og lágu þá mjúkar og fullar mildi, — svo sváfu þær líka hinar starfsömu hendur Helenu Willfúer. Þetta er hin fullkomna mynd af gömlum háskólabæ, með hin- um mörgu þökum, turnum, bröttu götum og með höllinni á fjalls- tindinum og niður ána í dalnum með hinni fagurlega gerðu brú, sem spennir yfir dalinn. í skjóli fjallanna, sem nú í marz eru byrjuð að roðna í toppum, gefur hann grun um að vera regiuleg stúdentaparadís, þar sem aðeins er hugsað um að syngja, drekka og slást. En svo e>' betta allt öðru vísi. Minnir þessi bær ekki mest á nakinn heila? Stritandi, hita- sóttarkenndan eirðarlausan, and- ans heim, eða lifandi líkana, sem með áköfum þjáningum fæðir a£ sér eitthvað nýtt hverja stund: rannsókn, þekjdng, athugun ... Klukkan er sex um morgun- inn. Veðrið kalt, svargrár og skýj aður himinn. í fjarska heyrasfi fyrstu eimpípublástrarnir frá verksmiðjunum. Ljós eru í öll- um smáhýsunum í fjallshlíðinni. Það er til fólk, sem á undralétt með að fara á fætur, t. d. ungfni Willfúer, sem rís upp glaðvak- andi um leið og heyrist £ vekjara klukkunni. Ungfrú Willfúer, sem alltaf setur hægri fótinn fyrsb fram úr rúminu, byrjar á því að kveikja undir tevatninu og síð- an steypir hún með sýnilegri vel- þóknun nokkrum könnum af köldu vatni yfir hinn formfagra líkama sinn. Gudula Rapp, sem leigir herbergi með henni og er cand. phil. vaknar aftur á mótl með höfuðverk — hún hafði vak- að meirihluta nætur yfir dokt- orsritgerð sinni um fomleifa- fræði — og nú stynur hún af þreytu. Augnalokin síga alltaf saman, og litla drengjalega and- litið hennar bar gremjusvip og virtist ellilegt undir hrafnsvörtu hárinu. Það er ekki fyrri en Hel- ena Willfúer er fyrir löngu farin og tekin að búa hinn unga stúdent Marx undir fyrrihluta- próf £ læknisfræði, að Gudula Rapp hefur sigr^st á svefninum, og hún hverfur bak við skerm- inn við þvottaborðið. -g verða að hafa svona hátt, mamma. Eg get ekki sofnað fyrir hávaðanum í ykkur niðri. ALÞÝÐUBLA0IÐ - 26. sept- 1962

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.