Alþýðublaðið - 26.09.1962, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 26.09.1962, Blaðsíða 8
ÞAÐ ER HAB-DAGUR Á NÆSTA LEYTI! LESIÐ AUGLÝSINGUNA HÉRNA í OPNUNNI EF ÞU MÆTTIR VEUA HVORA viltu heldur? Önnur ber einkennisbúning vígvallarins, hin skartar sýningarkjól tískuhússins. Yasmina heitir sú til hægri og er er alsýrsk að uppruna. Hún gekk kornung í lið með skæruliðum Serkja, varð liðþjálfi, en féll sextán ára gömul í hend ur Frakka og var send í unglingafangelsi. Hin heitir raunar Yasmina líka, og er lika serknesk. Hún kynntist klæðskeranum Jacques Esteral í Frakklandi og réðist tii hans sem sýningar- stúlka í tízkuhúsi hans og vakti þar athygli fyrir fegurð. En Yasmina tízkuhússins var ekki ánægð. Frelsisbarátta landa henn ar í Alsýr lá henni á hjarta, og hún hvarf til þeirra úr dýrð- inni i París og gekk í her þeirra og hjúkraði hinum særðu á víg vellinum. Hún fór úr tízkukjólnum franska og klæddist í stað- inn hermannabúningnum alsýrska. Yasminurnar tvær eru nefni lega sama stúlkan. Við skildum við Yasminu sextán ára. þegar hún var send í franska fangelsið til „enduruppeldis". Úr fang- eisinu réðist hún til tízkuhúsins í París og úr tízkuhúsinu laum aðist hún aftur til Alsýr og tók upp starfið þar sem frá var horf ið: í röðum skæruliðanna. Svo að spurningin, sem við byrjuðum á, er mesta tálbeita. Hvora viltu heldur? Þú átt ekkert val. Það er ein og sama stúlkan sem þið sjáið hér á myndunum. g 26. sept- 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.