Alþýðublaðið - 27.09.1962, Qupperneq 15

Alþýðublaðið - 27.09.1962, Qupperneq 15
3 * Baum Svo eru aðrir, — og til þeirra telst Frits Rainer læknastúdent. Hann verður sífellt undir í hinni daglegu baráttu. Það er tauga- veiklað fólk, sem er miður sín á morgnana, og sem með slæmri samvizku fellur aftur i kveliandi hálfsvefn og vaknar svo skelf- ingu lostið, þegar það er orðið of seint. Hinn ungi Marx er af annarri manngerð. Hann er svo reglusam ur. í herbergi hans er allt nmð röð og reglu, þegar Helena kem- ur kl. 7; þar er kalt en loftið er lireint. Hann hefur farið í morg- unleikfimi innan við opinn glugg ann, hann hefur rakað sig og bú- ið sig undir — og Helena getur ekki varist því að finna til móð- urtilfinninga gagnvart þessum piltung. Kl. 8 er hún til fyrir- lestrar, meðan Marx notar hið akademíska kortér til að bregða sér smá bæjarleið. Hann gengur fram hjá húsinu, þar sem unn- usta hans býr, — því Fridel Mannsfield er opinberlega og með foreldraleyfi trúlofuð hon- um. Hann blístrar neðan við gluggann og út um hann gægist yndislegt andlit. 18 ára stúlku, sem býður góðan daginn. Prófessor Ambrósíus er einn- ig vaknaður fyrir löngu. Það er einnig kalt í herbergi hans. Hann býr á einhverskonar eyju í skraut hýsi sínu; reglulegu greni, sem er aðskilið frá svefnherbergi kon unnar með íburðarmiklu baðher- bergi. Hann staðnæmist hlust- andi sem snöggvast framan við svefnherbergisdyr hennar, gerir jafnvel tilraunir til að opna hurð- ina með gætni. En hurðin er af- læst hjá Yvonne Pastouri. Prófessorinn andvarpar og kreppir hnefana í vösunum. „Erfiðleikar eru til þess að yfir- vinna þá”, hugsar hann með sér, borðar einn og gengur í skærri morgunbirtunni aleinn til bæj- arins. Hálftíma situr hann í einka tilraunastofu sinni og starir á nokkrur ,mælislj.ós, svo kemur Meier efnafræðingur, aðstoðar- maðurinn — oft nefndur bara „Meier” og minnir á, að fyrir- lestrartíminn sé að byrja. Eyru hans eru eldrauð af lotningu. Prófessorinn smeygir sér úr kyrtl inum og gengur í fyrirlestr- arsalinn. Hið glaðværa fótaspark sem honum er heilsað með hefur sömu áhrif á hann og hressandi bað, og rétt á eftir hljómar hans volduga rödd um allan salinn og fyllir hann með andagift sinni og eldmóði. Á meðan liggur Yvonne Pas- touri undir þykku silkiteppi og sökkvir sér niður í heillandi drauma, þar sem hún og doktor Kolding fljúga gegnum loftið á öldum Ijósvakans, farkostalaus og allslaus. Það er ákaflega gam- an Um klukkan 10 vaknar hún og drekkur te, les fáein bréf og hringir síðan til May Kolding til að spyrja, hvort bróðir hennar í Frankfurt komi ekki bráðum aft- ur. May Kolding. sem ekki er neitt flón skrumskælir sig í símanum. May Kolding er einnig að læra. Hún les nýrri málin og ætlar sér í framtíðinni að koma mönnum á óvart, með því að þýða allan Bal- zac frá upphafi til enda og auk þess birta ævisögu hans í stórri bók. Sem stendur lætur hún sér nægja að fara annað slagið til Parísar vegna námsins. Það iigg- ur ekkert á með doktorsritgerð- ina, hún hefur bæði tíma og fjár- ráð og henni líður ágætlega sem stúdent. Hún býr í fínu matsölu- húsi, hefur látið skrá sig í tvo girnilega fyrirlestrarflokka, kynn ist ýmsu skemmtilegu fólki og þykir sjálf vera ánægjuleg. „Stórkostlegt, Yvonne!" segir hún. „Það er skínandi hugmynd. Ég skipa Fred strax að koma hingað með bílinn. En það gerist nú ýmislegt fleira á tímanum frá 6 — 8. Hér verður ekki sagt frá öllum þak- herbergjunum, þar sem menn skjálfa, svelta, vinna og stríða; eða öllum fyrirlestrarsölunum, þessum miðstöðvum námsins, þar sem einn maður stendur í miðju og brytjar námsefnið ofan í námsfólkið. Það gerist annað í þessum freyðandi, suðandi soð- katli þekkingarinnar, sem svo að segja étur mannfólkið. í einum salnum opna menn heilabú, í öðr- um reikna menn sveiflur, geisla, kraft og gang himintunglanna. Menn gera tilraunir, færa sönnur fyrir, skoða í smjásjám, stritast við að læra lögmál og reglur, setja fram getgátur, og fálrna sig áfram, stundum alveg út í blá- inn. í einu tilraunaglasinu mynd- ast kristail af grænum gufum. Allur heimurinn mun tala um það á morgun. Líffærafræðing- uririn v. Stettin slekkur ekki ljós- ið hjá sér fyrr en kl. 8 á morgn- ana, hann hefur í 6 ár unnið að því að finna bóluefni gegn vissri sóttkveikju, sem lifir í öndunar- færunum. Málfræðingurinn dr. Jónas, sem kom heim úr stríðinu með taugalömun, liggur eins og skata í rúmi sinu og vinnur að stórkostlegu verki, nýrri bitilíu- þýðingu. — Eðlisfræðingurinn Biehlmoier liefur fengið kvika- silfurseitrun; hann er tannlaust dauðadæmt gamalmenni fyrir ár fram, með bólgnar slímhimnur. Jafnvel Horselman aðstoðarmað- ur við líkskurðinn situr sér til gamans uppi til kl. þrjú á næt- urnar og setur saman béina- grindur. Svo maður snúi sér að öðru — þá eru það allar aðgerðarstof- urnar. Þær fylla heila götu, eru sérstakur borgarhluti, sérstakt hverfi. Hús og aftur hús, þar sem sársauki og þjáningar fylla hvert rúm. Heil söfn af þjáningum, beinbrotnu fólki og vansköpuð- um vesalingum. Heil herdeild af leyndarráðum, lyfjaráðum, heil- brigðisráðum, læknum varalækn- um og kandídötum berjast við liinn mikla sjúklingaher og læk-na — suma. Viðkvæmir menn eins og læknirinn Frits Rainer verða stundum gripnir skelfingu og langar til að láta undan síga, gefast upp, nokkuð, sem læknir má ekki leyfa sér. Læknir má ekki sökkva sér niður í hugsanir eins og þær, sem ásóttu Frits Rainer. Það væri míklu mannúð- legra að lofa þessu fólki að deyja í friði í Drottins nafni en að halda þvr lifandi með valdi. Að vísu — ef miðað er við Kra- nich bóksala, sem einmitt nú er verið að leggja á skurðarborðið, þá er það víst, að hann er reiðu- búinn að þola hvað sem er til þess að mega lifa. Hann hefur berkla í vinstra herðablaði, og þetta er í þriðja skipti, sem hann er skorinn upp við því. í dag tækju þeir víst handlegginn af. Kranich bóksali er fíngerður og hljóðlátur maður og gerir engan hávaða vegna þessa. Hann leggst á skurðarborðið, dregur andann djúpt, þegar h'ann sogar að sér hinni sætkenndu etergufu og hugurinn hvarflar sem snöggv ast til Helenu Willfiier, sem hann ann hugástum á laun. En sjúka verkamannskonan, sem á einhvern dularfullar hátt hefur gert tilraun til að losa sig við 6. barnið, og sem nú liggur hér næstum því blóðrunnin, er bæði þreytt og ánægð, hún viil heldur deyja. Hún hefur neytt síðustu krafta til að segja hjúkr- unarkonunni frá þessu. og það stappar nærri að vera grimmilegt af varalækninum að fara að dæla í hana blóði. En hvað hvíta rottan verður að þola, sú sem Frits Rainir hef- ur verið skipað að græða í nýtt líffæri, það lætur enginn sig neinu varða. Hún liggur þarna með pínulitla klóróformgrímu á snjáldrinu; rúbínrauð augun eru opin og klærnar titra lítið eitt. . Rainer ferst þetta klaufalega, því hann er bæði ólaginn og örv- hendur; hann hefur ágætt höfuð en lélegar hendur, og svo er hann of viðkvæmur. Honum er óglatt, og það liggur við borð, að hann selji upp. Aðstoðarmaður- inn Horselmann, sem gengur fram hjá honum með lík, brosir í kampinn og hugsar með sér: „Aldrei verður hann læknir, það veit hann af reynslunni." í líkkjallaranum eru 12 lík, sem hvíla þar í hátíðlegri ró. — Tveir af þeim hafa framið sjálfs- morð. í fæðingárdeildinni eru á sama tíma þrjár barnsfæðingar í fullum gangi. Kranieh bóksali var ekki sá eini, sem í huganum leitaði trausts og halds hjá Helenu Wil- fiier. Það sama gerði Fritz Rain- er, þegar eitthvað var honum andstætt — og það bar oft við. Hann var svo tilfinninganæmur og viðkvæmur,. heyrði næstum því. grasið gróa og þjáðist a£ hvað litlu, sem var Hann var há- vaxinn en grannur, og á lotnum herðunum bar hann munkshöf- uð, sem draumkennd þrá skein út úr og minnti á „Koncert” „Gi- orgiones. Ungu stúlkunum fannst hann fríður og athyglis- verður , og Helena Willfuer, sem hann unni á laun af öllu hjarta, furðaði sig á honum. En undrun hennar var lítilsháttar blandin samúð. Henni fannst hann vera svo fíngerður og sérstakur og svo ósjálfbjarga, en hún sjálf traust og ákaflega raunsæ. Hún var dugleg, en það hafði nú svo" lítið að segja. Hann var duglítill, það var í hennar augum þó alitaf eitthvað. Hana hafði dreymt uodarlegan draum, og hún sagði Guduiu. Rapp hann. Hún gengur eftir votu mjúku j engi, ekki grænu heldur fjólu- bláu. Hún lýtur niður, og þá vaxa allt í einu eintóm smá brönugrös fram úr brúnum blaðreifunum. | „Já, það eru brönugrös”, hugsar j hún með sér í draumnum, mislit brönugrös. Hún klæðir sig úr skyrtunni, í öðru er hún ekki, og leggst síðan niður meðal brönugrasanna. — Fyrst er sem henni renni kalt vatn milli skinns og hörunds, en rétt á eftir finnur hún til áður ó- þekktrar gleði. Brönugrösin vaxa, — verða sífellt stærri — og hylja hana að lokum alveg. Þannig var draumurinn. „Þetta er fallegt”, sagði, Gu- dula Rapp, „en þú skalt ekki láta neinn sálfræðing heyra hann. Helena roðnaði, því á einhvern óskiljanlegan hátt fannst henni hann standa í dularfullu sam- bandi við Fritz Rainer. Helena var þegar komin að gamla hesthúsinu, þar sem mat- salan var. þegar Rainer kom kl. 5 mín yfir eitt. Honum þótti vænt um að hitta hana, það los- aði hann við þunglyndi f/rripart dagsins. Hún rétti honum hend- ina og umlukti hina grönnu fing- ur hans með henni. Menn biðu eftir Meier aðstoðarmanni við efnafræðideildina, sem vanur var að koma lítið eitt seinna, og meðan þau gengu saman í regn- úðanum í garðinum og hreins- uðu lungun af óþefnum frá lik- skurðarstofunni og tilraunaklef- unum, fór Rainer að kvarta. Taug ar lians, hendur hans, tilraunir Hnefaleikar.. Framhald af 10. síðu. hvort Liston fæst til að flýta keppninni. Liston var að því spurður eftir keppnina, hvort hann mundi nú vera fús til að gerast „sjentilmað- ur“ í hnefaleikum, eins og fyrir rennari hans hefði verið. Það rumdi í Sonny, en flestir tóku það hljóð þannig, að hann væri að jánka þeirri hugmynd að snúa við blaðinu. Það má geta þess hér, að viku fyrir keppnina var veðjað 8 á móti 6, að Liston sigraði, en veðmálin voru komin niður í 3 á móti Z kvöldið fyrir keppnina. Fjöldi gamalla heimsmeistara f þungavigt var viðstaddur keppn- ina, svo sem Jack Dempsey, Joe Louis, Rocky Marciano, James Braddock og Ingemar Johansson. Það er um Ingemar að segja, að hann taldi Patterson hafa not- að ranga „taktík“ og taldi sig mundu geta sigrað Liston. Kvaðsb hann vonast til að fá tækifæri til að fást við hann sem fyrst. Það mundi nú samt flestum finnast, að Ingo mundi nú ekki hafa nein ó- sköp að segja í risann Liston, sem þar að auki virðist eiga svo hægt iVieð að hata menn og lumbra á' þeim með tilsvarandi krafti. Hvaða áhrif það kann svo að hafa á framtíð hnefaleikanna, að margdæmdur glæpamaður, sem m. a. er útilokaður frá keppni í mörgum ríkjum Bandaríkjanna, hefur náð meistaratitlinum, er svo önnur saga. Það er ekkert skrýtið þó þú fengir tíu í sögu, pabbi. Síðan þú varst í skóla hefur helmingi meira grerst. ALÞÝÐUBLAÖIÐ - 27. sept. 1962

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.