Alþýðublaðið - 03.10.1962, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 03.10.1962, Blaðsíða 15
8 Vicky Baum næstum því niður að vatnsborð- inu, þar sem gufan af allskonar ilmvötnum vafðist um hann. _0— Borgin hvíldist. Sumarnám- skeiðið var ekki byrjað. Fyrir- lestrarsalirnir stóðu tómir, það brakaði'í gömlu trébekkjunum. Málningarlyktin var um allt, og ræstingarkonurnar voru þarna einvaldar. Margir stúdentar fóru heim, en þeir voru líka margir, sem héldu áfram að strita. Nokkir iðnir efnafræðingar höfðu með aðstoð Meiers fengið leyfi til að vinna í tilraunastofunum einn- ig í leyfinu. Ungfrú Willfuer var ein meðal þeirra og þó að Rainer læknanemi væri ekki einn af púlshestunum, hafði hann ekki farið heim í leyfistímanum. Hann var algerlega töfraður af Helenu og gat ekki lifað án hennar. Hinn smávaxni stúdent Marx dvaldist einnig hjá unn- ustu sinnl,. og skrapp aðeins endr um o.g eins til foreldra. sinna í höfuðborginpi. Hann var frá efnaheimili, og hjá honum var allt í bezta lagi. Gullvör horfði stundum dol- fajlin á hann og sagði: „Maður, þig grunar ekki, hvað þú átt miklu láni að fagna. Við - hin —" svo þagnaði hún og fór að hugsa um doktorsritgerð sína, fátækt sína og barnmörgu fjöl- skylduna heima, sem skrifaði henni barlómsbréf. Allt þetta tendraðí metnaðargirni hennar með hýju afii. Einn góðan veð- urdag lét hún þó niður í segl- dúksferðatösku sína: „Ég ter til Seiden, þó ég verði þá eftir það að lifa á hitaeiningaskammti allt næsta misseri", sagði hún ves-_ língurinn. Uppi á kvistinum sátu tvö kærustupör. Marx og Fridel á öðru rúminu. Rainer og Helena á hinu. Gullvör var öll í ,upp- námi. Upp á síðkastið fóru hend- ur hennar að skjálfa, hvað lítið sem út af bar. Nýlega hafði hún byrjað á sanskrít, hin gáfaða, skyldurækna, einmana kona. — Af því fólkið var í góðu skapi, var henni haldin skilnaðarhátíð, þótt ekki væri í stórum stíl. — Helena lagði til .vanillulíkjör, Mars eins konar vínblöndu og Kronik bóksali sá um álegg og eftirmat. Krónik bóksali var kominn aftur, hljóðlátur, góður og hjálpfús eins og jafnan. Hann hafði fengið nýjan handlegg af beztu tegimd með hanzka á tré- hendinni og liðamót um olnbog- ann, sem átti að geta hreyfzt nokkuð með góðri æfingu. Það var þó, eins og sakir stóðu, ekki syo mikilsvert, því margan dag varð Kronik að vera handleggs- laus, vegna sárinda í öxlinni. En Fúlkinn ú iu 'sia MikYmiIii V'-''S|UÖ::' um það var ekki rætt. Það varð að nægja, að hann var lifandi og nærstaddur. Helena aðstoðaði hann við borðið og hjálpaði hon- um í frakkann, og hann horfði á hana sínum þakklátu augum, sem báru blæ skilnings og þekk- ingar, hins reynda og þjáða manns. Allir voru mættir, og mönnum leið vel. Glugginn stóð opinn og eftir. því sem rökkvaði meir óx ilmurinn frá skóglendi f jallanna. Það var eitt af þeim kyöldum, þrungið altækum unaði og þrá, sem aðeins ungt fólk skilur til fulls og kemur því bæði ti.l að hlæja og gráta. Það komu tár í augu Fride, Mansfeldt, sem stóð við opinn gluggann og beygði sig yfir blómstrandi plönturnar. — Helena hefur blómahendur, sagði hún og leit hlæjandi inn í stof- una. „Blómahendur, já, það er ég viss um". Helena leit raunsæj- um augum á gullflekkótta fingur sína, sem einmitt nú voru í nán- um kynnum við Kaltpéturssýru. Rainer sat á gólfinu með lútuna og raulaði fyrir munni sér. Mei- er hafði lagt til lítið Ijósker, — þau hcngu niður úr loftinu í rauðum og grænum litum, og frá þeim draup sterin niður í höfuð ungu stúlknanna. „Já, þú hefur blómahendur," endurtók Fridel. „Það er til fólk sem allt lánast, börn, dýr og blóm, hjá öðrum visnar allt og deyr. Hjá þér lifir allt." Síðan Helena tók Rainer í um- sjá sína, blómstrar hann eins og iðna-lísan þarna í glugganum," sagði Gullvör í gamni. Helena hafði sem snöggvast lagt hend- urnar á bið fí'na mjúka hár Rain- ers. Hún kembdi hið litla höf- uð hans milli handa sér, og henni þótti þessa stundina inni- lega vænt um hann. Hún stóð á fætur hálffeimin og gekk út til að skipta um bakstur á Gras- mulke. Hann hafði hrapað niður draugastigann og lá þar með bólginn fót í félagi við sjúkar brúður, sem biðu eftir aðgerð. Þegar Helena kom aftur, var Kio nik að halda ræðu. „Það má teljast framhleypni af mér, ég veit, að það er fram- hleypni að tala um sjálfan sig, en ég get ekki neitað mér um það. Mér f innst alltaf ég vera að koma úr ferð — og nú vil ég gjarna segja vinum mínum, hvað ég hef lært í þessari ferð. Eg hefi lært hve óumræðilega dásamlegt það er að lifa. Nokkra daga sveif ég um á merkjunum, þar sem hið stóra hlið er, hlið á múrvegg. Bak viS hann er hljótt, og þar vex kýprusviður. Fyrirgefið, ef ykkur þykir þetta of hátíðlegt, ég er ósköp venjulegur maður, en siðan ég kom aftur, verð ég oft svo gagntekinn af dásemdum lífsins, að ég verð að tala um það. Þið eruð öll ung, og ykkur finnst það svo sjálfsagt að vera til. En ég bíð ykkur, bið ykkur! Reynið að skynja lifið! Lífið cr hátíð, jái, einmitt hátíð! Eg nota þetta, orð, þó ég sé ekki vanur að vera hávær. — Takið því ekki eins og sjálfsögtJu, að þið eruð lifandi, en finnið til þess og njót- ið þess af öllum mætti, og verið jákvæð í afstöðu ykkar til þessa óumræðilega dásamlega fyrir- bæris, lífsins, — eins og ég er það með þessu glasi." Hvað var að þessum hægláta bóksala, Kronik? Þarna stóð hann með glasið sitt og hitagljáandi augu, meðan hann talaði um líf- ið, en gervihöndin skrölti óhugn- anlega við borðröndina við minnstu hreyfingu. Hann var hrærðúr, og hin voru ekki laus við það. Þau skáluðu við hann, að sumu leyti af góðvild til hans, að sumu leyti af hrifningu — og þau hylltu lífið öll með þreföldu jái. Það var vor, og Meier, sem var elztur þeirra, var rétt orð- inn 23 ára. Rödd Helenu hljóm- aði hærra en hinna og lét í eyr- um sem sigursöngur. Á eftir kyssti hún í augnabliks hrifningu Kronik á brennheitar kinnarnar, en hin klöppuðu óspart. Allt í einu fór Rainer að láta til sín heyra niðri á fólfinu og fylgdi orðunum með nokkrum tonnm frá lútunni. • / „Nei," sagði hann. ,,Eg trúi ekki á það. Eg held ekki að lífið sé nein hátíð. Eg geng ekki inn á það. Eg lifi ekki af frjálsum vilja, nei, sannarlega ekki. Manni er þröngvað inn í lífið eins og fangaklefa, eins og pröng og dimm námugöng, sem maður verður að fara í gegnum. Já, frá barnæsku hefur mér fundizt líf- ið eins og námugöng. í gegn verð- ur að fara, og einhvern tíma verður það búið. En há.tíð — síð- ur en svo. Og hvern, sem komizt hefur að hinum stóru dyrum, þar sem hljótt er á bak við, Kromik, — en snýr svo aftur, hann get ég ekki skilið. Alltaf verða einhverj- ir jákvæðir gagnvart lífinu og aðrir neikvæðir. Hinir fyrrnefndu girnast lífið, þeir síðarnefndu dauðann. Eg segi, og ég geri það ekki af því að ég sé vansæll, svo einfalt er þetta ekki. Ég er ham- ingjusamur maður, verulega hamingjusamur," sagði hann og greip í Helenu. „En í allri ham- ingju minni afneita ég lífinu. — Það er aðeins stundarfyrirbrigði, aðeins missýningar — og hið raunverulega kemur á eftir því. Þannig finnst mér þetta, og bað er því ekki hægt að skála fyrir því." Frá lútunni barst hjáróma tónn. Helena leit á vekjaraklukk- una og sagði: „Nú verðum við að fylgja Gullvör til stöðvarinnar. Meier tók litla ferðakoffortið. Kronik bar kápuna hennar, regn- hlíf og skjalatösku og lét teins og hann hefði báðar hendur heil- ar. Ljóskerin voru tekin með til hátiðabrigða. Ekkja Grasmurkes lá á hvílubekknum með sinn bólgna fót, heyrði slysförina nið- ur stigann og sá mislit ljósin líða fram hjá glugganum sínum. Þcg- ar allt var orðið hljótt, tók hún tennurnar ut úr sér og smeygði sér í nátttreyju með stifuöum kraga, og þegar hún var lögzt í rúmiðy var hún nauðalík tann- lau.su, sköllóttu brúðunum, sem hún ætlaði að gera við: Ekkjan lifði ekki neinu sjálf- stæðu lífí, en var alveg háð leigj- endum sínum og lifði sig alger- lega inn í þeirra líf. Stúdentar úr öllum greinum höfðu lagt leið sína gegn um hin skökku híbýli hennar, og öllum fylgdi hún eft- ir með sama brennandi áhugan- um og væru einhver ástamál á ferðinni, urðu það viðburðaríkir dagar fyrir hana, fullir af eftir- væntingu. Hún heyrði, að hinn ungi leigjandi hennar kom töluvert seint heim, og að hún var á gangi framan við húsið uni stund ásamt ungum manni. Svo voru dyrnar opnaðar, þau stóðu um stund í dyrunum. Fyrst heyrðist samtal, unga stúlkan hló. Svo heyrðist aðeins hvískur. og loks ekki neitt. Ekkjan hélt niðri í sér andanum, — nú voru þau áreiðanlega að kyssast? Svo heyrðist unga stúlkan seg.ia full- um rómi : „Góða nótt! sjáumst á morgun." Útidyrnar lokuðust. Unga stúlkan gekk upp stigann. Ungi maðurinn stóð enn um stund framan við húsið' Skugginn af honum féll á gluggatjöld ekki- unnar. Ekkjan hugsaði með sér : Þetía er traust stúlka. En í viðurkenn- ingunni var skuggi af vonbrigð- um, eins og þegar spennandi saga fær snubbóttan endi. Næsti dagur hófst með hljóð- ' færaslætti og rauðum fánum. Það var fyrsti maí. Með suðlæg- um vindi barst óvenju mikill hiti niður dalinn, og framan við : hús ekkjunnar safnaðist unga '' fólkið saman og tilkynnti, að nú væri ágætt að synda. Helena ljómaði af gleði, hún gaf sjálfri sér frí, fór í koparlitan lérefts- k.iól utan yfir svörtu baðfötin sín. Skipti enn einu sinni um bakst- ur á ekkjunni og hljóp svo Út og lenti beint í fangið á Rainer. Þau fóru niður ána á tveim bátum, og höfðu þriðja mann í hvorum bát. Meier réri með Marx og Kronik sat á þóftunni bak við Helehu. Áin rann á móti þeim með ljósgrænum öldum, og bakk- . arnir voru á ferð með vegum, hvítum húsum, ökrum og fólki , inn í dalinn. Kornik sat ánægður , bak við Helenu og athugaði hár- . vöxt hennar í hnakkanum. — Hann hafði skilið handlegginn eftir heima vegna sárinda í öxl- inni eflir veðurbreytinguna. — Ranier réri, en það var erfitt að róa gegn straumnum, og eftir nokkra stund, hafði hann klætt sig úr skyrtunni og réri nakinn að mitti í glampandi sólskininu. Meier í hintun bátnum hafði og klætt sig úr öllu nema sundbux- unum. Það stirndi á líkama hans Æ, pabbi! Kg- hélt að KliiKírarnir væru lokaðir. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 3- október 1962 JJJ I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.