Alþýðublaðið - 05.10.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.10.1962, Blaðsíða 2
Hltstjórar: Gísli J Ástþórsron (áb) og Benedlkt Gröndal,—ASstoSarritstjórl Björgvin Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Símar: 14 900 - 14 902 -- 14 903 Auglýsingasími: 14 906 — Aðsetrn-: AlþýSuhúsið. — Proiitsmiðja Álþýðublaðsins, Hverfisgötu 8-10 — Áskriftargjald kr. Oö 00 Ú minuði. í lausasölu kr. 4.00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Fiam- Kvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. Ræða Gy GYLFI Þ. GÍSLASON viðskiptamálaráðherra flutti athyglisverða ræðu á fundi Alþýðuflokks- félags Reykjavíkur í fyrrakvöld. Hann ræddi um efnahagsmálin og veitti um þau fróðlegar upplýs- ingar. * Gylfi minnti á, að ríkisstjórnin hefði ætlað sér tvennt á þessu sviði: 1) Að bjarga við hinum mikla hallarekstri gagnvart útlöndum, og 2) Að stöðva hringrás kaupgjalds og verðlags, verðbólguna. Hann færði sterk rök að því, að fyrra markið hefði náðst, enda er það almennt viðurkennt. Hins veg- ar viðurkenndi hann, að varðandi síðara atriðið hefði ekki náðst sá árangur, sem vonazt var eftir. Merkasta yfirlýsing Gylfa í ræðunni var sú, að l}agur þjóðarbúsins sé á þessu hausti svo góður, að það muni þola þær kauphækkanir, sem orðið hafa, Qg ef til vill meiri hækkanir fyrir lægst launuðu stéttirnar, án þess að grípa þurfi til gengislækkun ar eða sambærilegra aðgerða. Þessi skoðun Gylfa ér bundin því meginskilyrði, að ekki verði aimenn kauphækkun til viðbótar því, sem orðið er. Astæðurnar til þess, að þjóðarbúskapurinn get ur nú þolað þessar hækkanir, eru þrjár: í fyrsta lagi hefur viðreisnin styrkt svo gjaldeyrisaðstöðu og sparifjáreign, að kerfið er mun sterkara en í fyrra. I öðru lagi hefur góðæri verið mikið, sér- staklega hvað síldveiði snertir. Og í þriðja lagi hef ur verðlag á afurðum okkar erlendis verið hækk- andi, og hefur það eitt veigamikla þýðingu. Árin 1961 og 1962, eftir að viðreisnin fór að hafa veruleg áhrjf, hefur aukning á þjóðarfram- teiðslunni verið sem svarar um 5% á ári. Er það mjög mikil aukning, sem stenzt ágætlega saman- burð við það, sem talið er gott hjá öðum þjóðum. Þannig hefur viðreisnin náð því höfuðmarki, Tem henni var sett, jafnframt því sem íslendingar eru skilamenn í alþjóðlegum viðskiptum. Þessi aukn- ing viðreisnarinnar er grundvöllur þeirra kaup- hækkana, sem orðið hafa, en sá grundvöllur getur því aðeins staðizt, að nú verði haldið skynsamlega á málum og verðbólguhjólinu ekki leyft að snúast áfram, — það er, að ekki verði almennar hækkan- ir, þótt einstaka launalægstu vinnustéttir verði að fá og geti fengið leiðréttingu þess, að þær voru skildar eftir í vor og sumar. Talið er, að um næstu áramót muni verðlag hafa hækkað um rúm 27%, síðan viðreisnin hófst. í»á mun meðaltal launa hafa hækkað um rúm 30% — en meðaltal þýðir, að nokkrir hópar hljóta að vera neðan við þá tölu. Verkefni ríkisstjórnar og ajþingis er því augljóst: að bæta kjör hinna lægst iaunuðu og stöðva síðan verðbólguna. £ 5. október 1962 - ALÞÝÐUBLAÐI0 Norðmaður í vígahug - Olli tjóni fyr- ir 10 þúsund NORÐMAÐUR, háseti á norsku skipi. sem hér var í höfn í fyrra- dag, fferðist allumsvifamikill eftir að hann kom af dansleik í Þórs- kaffi í fyrrakvöld. Hann reif „topp grind“ af leigubíl og braut loft- netsstöngina, reif kápu utau af kvenmanni, stal hjóli og fór inn í tvo bíla. Honum var gert, að gr#Í5a 10 þús. krónur fyrir spjöll þau, er hann vann. -Það voru þrír Norðmenn, sem fóru að skemmta sér í Þóxskaffi Kennsla í sænsku og norsku SENDIKENNARINN í sœnsku við Háskóla íslands, Jan Nilsson, fil. mag., og séndikennarinn í norsku, Odd Didriksen,' cand. mag. munu hafa námskeið í háskólanum fyrir almenning í vetur. Kennsl- unni verður hagað sem hér segir: í SÆNSKU: kennt verður í byrj endaflokki mánudaga kl. 8.15 til 10 e. h. Væntanlegir nemendur eru beðnir að koma til viðtals mánudaginn 8. okt. kl. 8.15 e. h. í II. kennslustofu háskólans. í NORSKU: kennt verður í byrj- endaflokki fimmtudaga kl. 8.15 til 10 e. h. Væntanlegir nemendur eru beðnir að koma til viðtals fimintudaginn 11. okt, kl. 8.15 e. h. í VI. kennslustofu háskólans. á miðvikudagskvöldið. Ettir dans- leikinn fylgdu þeir einm stúlku heim, en á meðan þau stóðu fyrir utan heimili stúlkunnar, kom önn- ur í leigubíl og fór sú fyrrnefnda upp í bílinn til hennar. Ætluðu þær siðan að aka burtu, þessu reiddist einn Norðmaðurinn ákaflega, reif í „toppgrindina“ á bílnum, og losnaði hún af og rann fram á vélarhúsið, þar sem iiún ( braut loftnetsstöngina og rispaði bílinn. Bílinn stöðvaðist þegar, og rauk þá Norðmaðurinn inn í hann, ætlaði að ná stúlkunni út, en reii aðeins utan af henni kópuna. Sið- an hljóp hann í burtu, eii hinir tveir urðu eftir. Lögreglan kom nokkru seinna og flutti bá á Lög- reglustöðina. Seinna sömu nótt, sá leigubíl- stjórinn mann nokkurn í Hlíðun- um, og var sá á réiðhjóli. Þótti honum maðurinn alltorkennilegur, og lét lögregluna vita um feröir hans. Var hann tekinn og reyndist vera Norðmaðurinn, sem hljóp, Var hann fluttur á Lögreglustöð ina. Síðar kom í ljós, að hann hafði farið inn í tvær bifreiðar, en í þeim fundust lyklar hans og veski. Ekki mun hann hafa stoiið neinu eða valdið skemmdum. í gær átti skip hans að fara héð- an, og mun skipstjórinn og skipa- miðlarinn hafa greitt fyrír skemmd irnar, sem pilturinn olli. Stýrimanna- skólinn settur í 72. sinn Stýrimannaskólinn var settur 3. okt. í 72. sinn síðan skóliun tók til starfa. Skólasetningarræðu flutti Jónas Sigurðsson. í upphafi niinntist hann Friðriks V. Ólafssonar, skólastjóra, er lézt 19. sept. síðastl. Viðstaddir vott- uðu hinuin látna skólastjóra virð- ingu sína með því að rísa úr sætum. Nemendur í skólanum eru fleiri nú en nokkru sinni fyrr eða 193. Þar af eru fiskimenn 141 í 7 bekkj ardeildum og farmenn 52 í 3 deildum. Farmenn brautskráðir 1951 færðu skólanum að gjöf málverk af Þorsteini Kr. Þórðarsyni, stýri- mannaskólakennara, er lézt fyrir tveim árum. Orð fyrir þeim. hafðí Pétur Sigurðsson, alþingismaður. Jónas Sigurðsson þakkaði gjöfina fyrir hönd skóians. Lyfseðillinn Framhald af 1. síðu. um hafði honum telcizt að má út afgreiðslustimpilinn. Hafði hann tekið út á seðilinn á mið- vikudag, og var nær búinn með þann skammt, er hann var tek- inn. Maður þcssi mun neyta mik- ils af alls konar örvunarlyf jum, og reynir allt hvað hann getur til að verða sér úti um þau. Eftir að maðurinn hafði náð af- greiðslustimplinum af seðlin- um, var seðiliinn þvældur, og þess vegna fékk lyfsalinn grun um.að elxld væri allt með felldu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.