Alþýðublaðið - 05.10.1962, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.10.1962, Blaðsíða 4
ÞIÐ þekkið liana, þykjumst við vita: Kvikmyndaleikkonan Susan Hayward, sem giftist brerkum verzlunarmanni og byrjaði að búa á íriandi og sagðist vera sezt í helgan stein. Þetta gerðist eftir að liún hafði reynt að stytta sér aldur; og var þá víst búin að fá nóg af kvikmyndunum og frægðinni. En nú hefur hún hlýtt kallinu aftur. Hún er búin að ráða sig í aðalhlutverkið í nýrri brezkri mynd. Og er myndin hér til hliðar tekin þcgar hún er kom- in til London og er að gera þar innkaup á markaðstorgi. Þeir fara 1 ætla kommar aftur hafa öðlazt reynzlu í fyrri geim ferð og kynnzt þyngdaileysi í geimnum þannig að hann geti at- hugað og skiiið fleira í næstu ferð sinni. í grein blaðsins er lýst „geim- fíiraflugvelli“ Rússa í útjaðri Moskvu. í hvert sinn er geimferð er fyrirhuguð eru margir geim- farar þjálfaðir. Einn af forstjórum geimrannsóknarstöðvar þe sar seg ir í viðtali við blaðið, að of snemmt sé að hugsa um komandi ferðir. Fyrst verði að Ijúka við vís indaskýrslu í sambandi við geim- ferðir Nikolajev og Popovich. Margar mikilvægar upplýsingar hefðu fengizt þar. MOSKVA, 3. október (NTB-Reu ter) Málgagn sovézku .stjórnarinnar Izvestija, segir í gær, að sennilega verði næsta geimfar, sem Rúisar senda út í geiminn, mannað annað hvort Juri Gagarin, Gherman Ti- tov, Andrian Nikolajev eða Pavel Popovich. Blaðið segir, að geimfari sá. er fari í næstu geimferð Rússa, verði Sjálfkjarið UM SÍÐUSTU helgi rann út fram- boðsfrestur í kosningu fulltrúa Verkamanpafélagsins Hlíf ar í Hafnarfirði á 28. þing A. S. í. Eigi kom fram nema einn listi, og er hann frá uppstillingarnefnd og trúnaðarráði Hlífar, og urðu þeir, er þann lista skipa sjálf- kjörnir. HUN STÓÐST EKKI MÁTIÐ m KLJUFA Björgvin Guðmundsson skrifar um VERKA- LÝÐS- MÁL KOSNINGUM fulltrúa á Al- þýðusambandsþing lýkur um helgina. Standa nú fyrir dyr- um tvær stórorrustur, full- trúakjör í Dagsbrún og Sjó- mannasambandi íslabds. Kommúnistar hafa rekið mik inn áróður gegn lista lýðræðis sinna í Sjómannasambandinu og reynt að læða því inn hjá sjómönnum, að frambjóðendur lista stjórnar Sjómannasam- þandsins hefðu verið fylgjandi gerðardómnum enda þótt það sé alrangt. Forustumenn Sjó- mannasambandsins voru alger- lega andvígir gerðardómnum eins og fram hefur komið í Al- þýðublaðinu hvað eftir annað. Jón Sigurðsson, formaður Sjó- mannasambands íslands skil aði séráliti í dómnum og lagði til, að lögfest yrðu kjör, sem voru nákvæmlega eins og þau kjör er samninganefnd sjó- manna hélt fram í samningavið ræðunum um kjör síldveiðisjó- manna. Ef álit Jóns hefði hlot- 'ið meirihluta í dómnum hefðu sjómenn haft sitt fram, Það er því vissulega nokkuð langt gengið af kommúnistum að halda því fram, að forustumenn Sjómannasambandsins hafi ver- ið fylgjandi niðurstöðu gerðar- dómsins. Kommúnistar treystu sér ekki til þess að bjóða fram í Sjómannasambandinu 1960 við fulltrúakjörið á þing ASÍ. Listi stjórnar sambandsins varð þá sjálfkjörinn. Svo miklar hrakfarir fóru kommúnistar við stjórnarkjör í Sjómannafélagi Reykjavíkur sl. vetur, að telja má víst, að þeir hefðu ekki boð ið fram í sjómannasambandinu nú, ef þeir hefðu ekki séð sér þann leik á borði, að reyna að blekkja sjómenn í gerðardóms- málinu. Gekk kommúnistum að vísu nokkuð illa að koma fram lista, þar eð nokkrir menn á lista þeirra reyndust ólöglegir, er kjörstjórn fór að athuga list ann. Ef stranglega hefði verið tekið á málinu, hefði kjörstjórn átt að dæma lista kommúnista ólöglegan en fulltrúar lýðræð- issinna í kjörstjórninni töldu rétt að gefa kommúnistum kost á að leiðrétta lista sinn, þar eð þeir töldu æskilegt, að kosning færi fram. Fulltrúi Alþýðu- sambandsins í kjörstjórninni, Benedikt Davíðsson, lamdi stöð ugt höfðinu við stein í kjör- stjórninni og lézt ekki sjá það, að nokkrir af fulltrúum komm- únista á listanum væri ólögleg- ir. Reyndi hann að draga störf kjörstjórnar á langinn og mun hann hafa haft fyrirmæli kommúnista um að gera það, þar eð kommúnistar munu hafa gert sér vonir um að fresta yrði kosningunni í Sjómanna- sambandinu, þar til um aðra helgi. Mun kommúnistum lítast illa á það, að þurfa að vinna við kosningar í tveim samtök- um i einu um sömu helgina, þ. e. í Dagsbrún og Sjómanna- sambandinu. Ef meirihluti kjör- stjórnar hefði lýst lista komm- únista í Sjómannasambandinu ógildan og ágreiningur kjör- stjórnar farið fyrir Alþýðu- sambandið. má telja víst, að mið stjórn ASÍ hefði fyrirskipað kosningu í Sjómannasamband- inu síðar og það hefðu komm- únistar helzt kosið. En sam- kvæmt auglýsingu Alþýðu- sambandsins um fulltrúakjörið á því að ljúka um þessa helgi og eftir því hefur Sjómanna- sambandið viljað fara. Kommúnistar í Dagsbrún ótt- ast það nú mjög, að lýðræðis- sinnar sýni mikla fylgisaukn- ingu við fulltrúakjörið í félag- inu. Þess vegna voru þeir mjög tregir til þess að láta allsherj- aratkvæðagreiðslu fara fram, enda kjósa þeir það helzt, að allar kosningar í Dagsbrún fari fram á fámennum félags- fundum. Því fleiri, sem kjósa í Dagsbrún, því meiri mögu- leikar eru á því, að ná félaginu úr höndum kommúnista. Ekki hafa neinar stórar breytingar átt sér stað í Al- þýðusambandskosningunum það sem af er. í Bifreiðastjórafélag- inu Frama komu nú fram 3 list- ar, 1 frá kommúnistum, einn frá Framsóknarmönnum og 1 frá lýðræðissinnum. Framsókn- armenn í Frama mega eiga það, að þeir hafa verið mjög tregir til þess að hlýða skip- un flokksforustunnar um að hafa samstarf við kommúnista. Hins vegar hafa þeir ekki haft manndóm í sér til þess nú, að stíga skrefið til fulls og hafa .samstarf við aðra lýðræðis.- sinna. Úrslitin í félaginu urðu þau, að listi lýðræðissinna lilaut flest atkvæði og alla full- trúana kjörna, að áliti meiri- hluta kjörstjórnar., en við full- trúakjörið 1960 vann listi fram sóknarmanna og kommúnista. Það hefur verið einkennandi fyrir fulltrúakjörið, sem nú er senn á enda, að kommúnistar hafa jafnvel gengið lengra í yf- irgangi og gerræðisfullum vinnubrögðum en oft áður. — Þannig bendir nú allt til þess, að kommúnistar hafi fullan hug á því, að bola fulltrúum Hins íslenzka prentarafélags út _af Albýðusambandsþingi. HÍP viðhafði nákvæmlega sömu kosningaaðferð og áður við full trúakjörið, þ. e. lét fara fram óbundna kosningu á vinnustöð- um, en miðstjórn ASÍ fyrirskip- aði, að fara skyldi fram alls- herjaratkvæðagreiðsla samkv. reglum ASÍ. Barst sú fyrir- skipun eftir að einhverjir kommúnistar í félaginu höfðu kært fyrirhueaðar kosningar í HÍP til ASÍ. Kommúnistar hafa ekki áður gert athuga- semd við kosningatilhöeun í Prentarafélaginu. og bendir at- gangur þeirra bar nú til þess að þeir séu að færa sig unn á skaftið í yfirgangi í verkaiýðs- hreyfingunni. Þá kærðu kom- múnistar einnig fulltrúakiörið í Múrarafélaginu. en miðst.ióm ASÍ vísaði beirri kæru frá; og er það mesta furða. Búast má nú við því, að senn berist úrskurður félagsdóms um það, hvort ASÍ beri að veita Landssambandi ísl. verzlunar- manna upptöku í ASÍ eða ekki. Má miög sennilegt teljast, að sá úrskurður verði á þá lund, að LIV eigi rétt á inngöngu í ASÍ. Hins vegar hafa menn litla trú á því, að kommúnist- ar sætti sig við bann úrskurð. Sennilegra er, að Framsóknar- menn á þingi ASÍ vilji fara eftir úrskurðinum, ef hann yrði jákvæður verzlunarmönrpim. Virðist allt benda til þess, að þing Alþýðusambandsins verði hið sögulegasta. Telja má víst, að kommúnistar revni eins og áður að hindra aðild verzlun- armanna að Albvðusamband- inu, og ef þeir hyggjast einn- ig bola frá þinginu réttkjörn- um fulltrúum verkalvðsfélaga, er lotið hafa forustu lýðræðis- sinna, stefna þeir vísvitandi að því að kljúfa Alþýðusamband- ið. 4 5. október 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.