Alþýðublaðið - 05.10.1962, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 05.10.1962, Blaðsíða 15
10 j Baum fuglahræður. Franskar, fisléttar, geta dansað á lófa manns, yndis- legar. En þýzkar konur,- þyngsla- legar, vaxa úr jörðu eins og tré. Köddin sterk.“ Hann benti í áttina til Helenu, sem kom neðan brekkuna ásamt Meier og Rainer. Henni var hálf- kalt og hún teygði handleggina upp í loftið. Og raunverulega minnti hún á tré, sem teygir sig móti sólu. „Þessi þarna er ljómandi!“ sagði Kolding til þess að stríða Yvonne og heppnaðist það fylli- lega. Ambrósíus, sem upp á síðkast- ið var. orðinn veiklulegur útlits, leit nú fyrst niður til strandar- innar. „Þetta eru góð kné,“ sagði Símon með gagnrýni. Annars eru þýzku hnén eins og diskar í laginu. En það þý.ðingar- mesta vantar." Sko, þarna skríður svolítil hvít kanína í land, sagði Kolding. — Mikið snoturt! Nú leggjast þau öll í sandinn til að þorna, saklaus eins og tindátar í öskju. Alls staðar eitt kvendýr milli tveggja karldýra : sjáðu bara, Yvonne." „Þarna eru nokkrir af stúdent- unum mínum, meðal þeirra," — sagði Ambrósíus. Það létti ögn yfir honum. „Þessar þarna neðra eru báðar fallegar," hélt málarinn áfram á frönsku. En það vantar ástleitn- ina. Þér ættuð að sjá konurnar hjá okkur, þær dökku, — það er nokkuð annar keimur að þeim." „Þær eru prýðilegar, þessar þarna neðra," sagði Ambrósíus. Ástleitur! Hvað yrði' úr námi þessara litlu hæna, ef þær væru ástleitnar?" „Heilaga einfeldni !”■' andvarp- aði May Kolding, „Þér ættuð bara að vita, hvað gerizt hjá þeim herra prófessor." Nú hafði fólkið á árbakkan- um þornað. Sólin hvarf og skugg- arnir læddust nær. Froskurinn fór að kvaka í ákafa. Lykt af brúnuðum kartöflum minnti á sunnudag. Það var kveikt á svöl- um hótelsins. og það jók á myrkr- ið fyi-ir utan. Kvöldið var komið snögglega með rakri golu. Það var veifað af svölunum til unga fólksins, sem var að taka sig til við bátana. Yvonne kallaði til Rainers, sem hún þekkti nú fyrst, eftir að hann hafði klæðst. — „Rainer! Litli munkur, komið og leikið fyrir okkur, við ætlum að dansa.“ Eftir að hafa í-óðgast við hin, kom hann. „Dansa, drottinn minn góður, það er það eina, sem okkur hefur vantað í dag," hvíslaði Helena og kleip Rainer í handlegginn. Pa- stouri leitaði uppi með liðugum fingrunum það, sem átti að leika. Það var þegar búið að rvðja sval- > irnar. Rainer var seztur við pí- anóið, og Samson hafði hina björtu Fridel í fanginu. Áhorf- endur þrýstu nefinu að glerveggj unum, og glaðværðin varð al- menn. Kolding dansaði aftur og aftur við Yvonne — og þegar augnaráð Ambi’ósíusar varð. hon- um fullerfitt, dansaði hann einu sinni við Helenu og síðan aftur við Yvonne. „Hvað er að?“ spurði Rainer, ’sem varð Helenu var aftan við sig. „O — svo sem ekkert. Þessi Kolding var bara frekur við mig, þegar við dönsuðum." „Frekur? Við þig? Á ég — ?“ „Nei, þú skalt ekkert gera. — Hnén á honum eru bara svo and- styggileg. Það er allt og sumt. Hann þrýstir sér inn að manni, þegar hann dansar, og það get ég ekki þolað. Helena komst meðfram veggn- um til Ambrósíusar og Króniks, sem ekki dönsuðu, en horfðu standandi á hina iðandi kös. Ein- manaleikinn umlukti þá báða. „Herra prófessor, viljið þér ekki dansa?" spurði hún hálffeim in. Það er svo dásamlegt, viljið þér — ég veit ekki, hvort ég má----------?“ „Það er fallegt af yður, en ég verð að afþakka. Eg yrði alveg eins og fíll í postulínsverzlun. Nei, þakka yður fyrir, en það er mjög gaman að horfa á,“ sagði hann og starði fast inn í dans- iðuna. Helena hélt áfram. „Og þér, Kronik? Viljið þér fara af stað með mér?“ „Eg? Nei, því miður; þakka yður fyrir, en ég dansa ekki, eða ekki teljandi, — horfi miklu frek- ar á, þannig er það í raun og veru, ungfrú Helena,“ sagði hann og munnurinn herptist saman. Svo stóðu þeir aftur við vegginn þessir tveir menn, báðir með af- mynduðu brosi, sem þeir álitu eðlilegt. Frú Yvonne skipaði herra Sam- son að flyglinum, og þvílík list, sem negrinn framleiddi. Frá hljóðfærinu kváðu við tónar sem, orkuðu á blóðið líkt og salt og pipar. Úifellingunum rigndi, bassinn þrumaði. díslcantinn skrækti. Hljóð frumskógarins glumdu út frá sólbyrgi menning- arinnai’. Allt í einu hjöðnuðu þau niður í seiðandi hljóma átt- hagarnir og ástavímu, svo kon- urnar lokuðu augunum og rugg- uðu sér í mjöðmunum. Yvonne lxafði tekið Rainer í staðinn fyr- ir Kolding — og Helena, vesa- lings Helena vissi naumast hvað gerðist eftir það. Svartur drísil- djöfull sat við flygilinn, og það var sem lostafullar leikbrúður dönsuðu fram og aftur um sal- inn. Ljósin' og veggirnir dönsuðu fyrir augum hennar. En alltaf stóðu þeir Ambrósíus og Krónik með sitt stirðnaða bros. — Svo vissi hún ekki um neitt nema negrahljómfallið, sem töfraði allt og tryllti. Við vitum ekki hve lengi var dansað, hvort dansinn hafði á- hrif á ákvarðanir, eða skapaði mönnum örlög, þarna var um fi’umstæð hljóð að ræða, er töl- uðu beint til blóðsins, gamal- kunna skemmtun milli nætur og dögunar. Það er ekki okkar að varpa sökinni á þennan fjar- skylda málara fyrir örlagaríkar ákvarðanir, þó við ætlum, að hann hann hafi verið orsök i ein- um atburði. En þessi frumskóga- kennda hljómlist í sumarskálan- um mun lengi sýna áhrif -sín á næstu síðum, þar sem ýmsir ný- ir atburðir taka að gerast. Meier fann Kronik í blóma- garðinum. Þér verðið að afsaka mig hjá kvenþjóðinni,” sagði hann kófsveittur. Eg verð hér í nótt. Eg er bráðnauðsynlegur hér. Þér skiljið?" Bak við runna með gullregni var hvíslað og kysst, og rauðu blæjunni hennar Pastourin sást bregða fyrir. — Ambrosíus nálgaðist þungstígur sem áburðaj-klár. „Viljið þér gefa mér. eld, herra prófessor?" — spurði Kronik hátt.' Frá fullregn- inu heyrðist hlaupið léttum skref um. Bifreiðin rann hægt eftir þjóð veginum. Nú kvökuðu margir froskar. Kronik komst yfir vott engið niður að bátunum og kveikti á hinum mislitu Ijósker- um, sem voru með í förinni. Marx kom og slánaðist áfram, hann ræskti sig: „Kæri Kranich, það er nokkuð, sem ég vil biðja yður um áður en Frídet kemur, verið svo góður að fara með Rainers bát. Við er- um — svo sjaldan út af fyrir okk ur, og erum þó, eins og þér vitið- trúlofuð. Þykir yður það miður - ha?“ „Nei, auðvitað ekki”. Kranich losaði bátskeðjuna með heilu hendinni. í því komu Rainer og Helena og settust upp í sinn bát. „Ferð þú ekki með Marx, Kran ich?“ spurði Rainer og ýtti bátn um frá bakkanum. „Jú, auðvitað", svaraði Kran ick og varð eftir, einmana og af gangs í næturhúminu. „Ég verð að fá mér bát og róa einn heim,- hugsaði hann fyrst og lagði af stað, en rankaði snögglega við sér. Ég get ekki róið lengur. Það olli bitrum sárs auka að gera sér þetta ljóst, með an pörin í bátunum, eitt og eitt skildu hann einan eftir. Ég verð þá að ganga heim, hugsaði hann. Blómin eru vafalaust að springa út á götubakkanum, og ef til vill sé ég Jónsmessubjöllur. Svo lagði hann af stað. Hann var mjög ein mana; í myrkrinu lagði ekki einu sinni skugga af honum. „Þú hefur verið svo falleg í dag, Helena“, sagði Rainer „að maður þolir sér alls ekki við. Þú ert alveg ný manneskja". „Ný“, mér finnst það jafnvel sjálfri Firilei“. „Fyrst þegar við syntum, og svo þegar þú hvíldir í grasinu — svo falleg Helena. Mig hefur aldrei grunað hve fögur þú ert. Þú ættir aldrei að vera í fötum.“ „Nú verður allt rautt umhverf is af ljóskerinu. Sjáðu!“ „Er allt rautt? — Helena, þeg ar mig dreymir um þig, ertu allt af nakin“. „Ðreymir þig um mig?“ „Já, rhig dreymir um þig. Seinna, þegar við verðum alltaf saman, áttu alltaf að vera nak- in bæði nótt og dag. Við byggj um háan múrvegg kringum hús ið okkar. Og á hverri nóttu fæ ég innblátur til að yrkja nýtt kvæði. Elskarðu mig Hello?“ „Já, FirileK’. „Þegar við dönsuðum, langaði mig alltaf til spyrja þig að einu. Má ég það núna?". „Já, spurðu bara". „Má það gerast í kvöld Helló? Er það?“. „Þögn, áratog, djúpur andar dráttur. „Eftir hverju bíðurðu Helló? Við gætum verið svo óúmræði- lega sæl, svo brjálæðislega ham ingjusöm. Hvers vegna kvelur þú mig? Þú ert frjáls manneskja, hvað aftrar þér?“ „Kvel ég þig? Veslings Firillei, það vil ég þó ekki. Ég bíð — já eftir hverju? Það veit ég ekki, máske eftir hinni miklu örlaga- stundu, þegar maður getur ekki annað, þegar það verður að ger ast. Ef til vill eftir veizlu, mikilli veizlu.“ „Er sú stund ekki komin enn?“ „Ég er kvíðin, — ég er blátt áfram hrædd“, hvíslaði Helena og kreppti hendurnar um ára- hlummana. „Hvað, þú! Litla stúlkan mín”! Það mótaði fyrir útlínum hall arinnar. Það er dáið á Ijóskerinu. Rökkrið er gætt töfrabirtu. Allt í einu fer Rainer að tala. „Þegar ég var sautján ára, var ég í fyrsta skipti með stúlku. Vin ur minn tók mig með sér. Ég var ósegjanlega kvíðafullur gagnvart henni, mér leið illa, og ég var svo fáfróður. Hún var ósköp góð og vingjai-nleg við mig, stúlkan. Ég held hún hafi ekki verið mik ið eldri en ég. „Aaldrei framar“, hugsaði ég „aldrei framar". „Já, Fririllei?" ; „Ég gerði það aldrei aftur, og nú er ég tuttugu og eins Hella, svo þú sérð, að ég get verið staS fastur. Ég hefi varðveitt sjálfan mig þar til hið mikla kæmi, og nú er það komið. Þú verður aS verða mín. Ég segi þér það nú rólega og blátt áfram. Þú rr.átt og skalt verða mín. Þú, sem ert aldrei hálfvolg í neinu, þú verð ur að gefast mér alveg, ef þú elsk ar mig — annars — annars bara alls ekki“. Verð ég að gera það? hugsaðl Helena. „Ég vildi gjarnan halda þér hljóðlega í faðmi mínum og ekkert meira. Það er máske a£ því ég er ung, eða þá að ég hefi ekki fengið að gjöf hinar ríku til finningar, enda raunsæ og blátt áfram. — Hálfvelgja hefur aldrei átt við mig, jæja þá — í kvöld eða fljótlega. „í kvöld“, hvíslaði Rainer seni svar við hugsunum hennar. M get ekki lengur verið án þín, það slítur hjartað úr brjóstinu á mér. Segðu aðeins eitt orð, elsk an.“ „Já, já, Firilei". Helena dró árina inn í bátinn. „Ég læt bát- inn reka“, sagði hún eins og i svefni og krosslagði hendur í skauti. Ekkja Grosmúkes lá vakandi og beið eftir ungu stúlkunni. Það var orðið áliðið, þegar hún heyrði fótaíákið. Það marraði lauslega i stiganum. Svo varð allt hljótt. Upp gengu tvær manneskjur berfættar yfir svignandi gólfborð in. -0- Það var heitan júnídag í fúlu stofu. Meier ræðir við þjóninn Vertu óhrædd, mamma. Ég fékk bara óvænta gesti. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 5. október 1962 15 /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.