Alþýðublaðið - 09.10.1962, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.10.1962, Blaðsíða 4
limiHIWWWmWWMWWWWWWWWMWnWWHWWWWWWMWWMWWWWWWWW Auglýsing írá póst- og símamála- stjórninni Evrópufrímerki 1963 Hér með er auglýst eftir tillögum að Evrópufrímerki 1963. Tillögurnar sendist póst- og símamálastjórninni fyrir 1. desember 1962 og skulu þser merktar dulnefni, en nafn höfundar fylgja með í lokuðu umslagi. Póst- og simamálastjóm mun velja úr eina eða tvær til- lögur og senda hinni sérstöku dómnefnd Evrópusamráðs pósts og síma CEPT, en hún velur endanlega hvaða til- laga skulu hljóta verðlaun og verða notuð fyrir frímerkið. Fyrir þá tillögu, sem notuð verður, mun listamaðurinn fá andvirði 1.500 gullfranka eða kr. 21. 071,63. Væntanlegum þátttakendum til leiðbeiningar, skal eftir- farandi tekið fram: 1. Stærð frímerkisins skal vera sú sama eða svipuð og fyrri íslenzkra Evrópufrímerkja (26x36 mm) og skal framlögð tillöguteikning vera sex sinnum stærri á hvern veg. 2. Auk nafns landsins og verðgildis skal orðið EUHOPA standa á frímerkinu. Stafirnir CEPT (hin opinbera skammstöfun samráðsins) ættu sömuleiðis að standa. 3. Tillöguteikningarnar mega ekki sýna neins konar landakort. 4. Heimilt er að leggja fram tillögur, sem kunna að hafa verið lagðar fram áður. Til enn frekari skýringa skal tekið fram, að Evrópusam- ráð pósts og síma, en hið opinbera heiti þess er CONFER- ENCE EUROPÉENNE DES ADMINISTRATIONS DES POSTES ET DES TÉLÉCOMMUNICATIONS, skammstaf að CEPT, er samband nítján Vestur-Evrópurikja og var stofnað í Montreux í Sviss 1959. Reykjavík, 6. október 1962 Póst- og símamálastjórnin. Skrifstofumenn [ LOTLEIÐIR H.F. óska að ráða til sín tvo starfsmenn i Endurskoðunardeild félagsins hið fyrsta. Umsækjendur skulu hafa lokið verzlunarskóla eða hlið- stæðu námi, og hafi helzt reynslu i bókhalds eða endur- skoðunarstörfum. Umsóknareyðublöð fást í Aðalskrifstofu félagsins, Reykj- arnesbraut 2 og berist ráðningardeild félagsins £yrir 16. þ. m. WFTIEIOIR I ÍSLENZKU stjórnarskránni er byggt á þrískiptingu rikis- valdsins, þ. e. í lögffjafarvald, dómsvald og framkvæmdar- vald. Hvorki er það skilgreint í stjómarskránni né öðrum lögum, hvaða athafnir falli und ir hvern hinna þriggja þátta ríkisvaldsins. En með hliðsjón af ýmsum stjórnarskrárókvæð- um, lagaboðum og eðli málsins er tiltölulega auðvelt að gera ljósa grein fyrir því, hvað er átt við með löggjafarvaldi og dómsvaldi. Löggjafarvaldið er það vald, sem hefur á hendi setningu almennra réttar- reglna. Skiptir þar ekki máli, hvort þær reglur f jalla um Iög- skipti þjóðfélagsþegnanna inn- byrðis eða lögskipti ríkisvalds- ins við þegnana. Dómsvaldið er hins vegar það vald, sem sker úr réttarágreiningi, sem upp kann að risa. Starfscmi framkvæmdavalds- ins er svo umfangsmikil og sund urlaus, að ekki verður við kom- ið hliðstæðri skilgreiningu og á hinum þáttum ríkisvaldsins. I þessum efnum verður því að styðjast við þá neikvæðu skýr- ingu, að til framkvæmdavalds- ins heyri sú starfsemi ríkisins, sem hvorki verður talin til laga setningar né dómgæzlu. Hér verður engin tilraun gerð til þess að lýsa starfsemi framkvæmdavaldsins almennt. Til þess er viðfangsefnið allt of margbrotið og víðfeðmt. Sú fræðigrein, sem um þessi niál fjallar, hefur verið nefnd stjórnarframkvæmdaréttur eða stjórnarfarsréttur (Forvalt- hingsret, Vertartungsecht. Droit Administratif). Sá, sem að lögum fer með framkvæmdavaldið, er nefndur STJÓRNVALD. Stjórnvald get- ur verið fjölskipað, t. d. ríkis- stjórn, ráð og nefndir. Þegar stjórnvald beitir valdi sínu al- mennt, er talað um STJÖRN- VALDSÁKVÖRÐUN. Einsták- Ieg ákvörðun stjórnvalds er hins vegar STJÖRNARAT- HÖFN. Dæmi þeirra má nefna boð og bönn stjórnvalda, yfir- valdsúrskurði, veitingu leyfa, skipun embættismanna o. fl. Til þess að stjómarathöfn sc gild, þurfa ýmis skilyrði að vera fyrir hendi. Ef þessum skilyrð- um er ekki fullnægt, verður stjórnarathöfnin oft ógild eða a. m. k. ógildanleg. Þessu má að vissu leyti líkja við ógild- ingu fjármunalegra Iöggern- inga á svið einkamálaréttarins, en um þessi tvö réttaratriði gilda þó mjög mismunandi reglur. Ógildi stjórnarathafnar get- ur ýmist varðað það stjórnvald, sem í hlut á, eða aðferð við undirbúning eða gerð stjórnar- athafnar. Þannig getur stjórnvald ver- ið vanhæft til slíkrar athafnar eða skort vald til hennar. Stjórnarathöfn getur verið ó- gild vegna formgalla eða efnis- annmarka. Þá koma til greina ýmsir ytri ágallar við undir- búning og gerð athafnarinnar, t. d. gvikum eða ólögmætri launung hefur verið beitt í þeim tllgangi að fá stjórnvald til framkvæmdar athafnar, eða mistök hafa átt sér stað, A er t. d. skipaður í stöðu, sem B átti að fá. Tll athugunar kem- ur einnig lögvilla stjórnvalds. Eins og sjá má af þessari upp- talningu, þarf stjórnvald margs að gæta til þess, að athöfn bess sé lögmæt. En nú má varpa fram einni raunhæfri spurningu: Hvernig fer um gildi stjórnarathafnar, ef ástæður til hennar eru ólög- mætar eða annarlegar hvatir hafa ráðið gerðum stjórnvalds, enda þótt stjórnarathöfn sjálf sé ekki haldin neinum ógildar- ástæðum? Hér væri freistandi að af- greiða málið einfaldlega á þann veg, að engu máli skipti for- sendur eða ástæður stjórnarat- hafnar, ef hún sjálf er gild. En ýmis efnisrök hníga til þess, að varhugavert er að telja slíka lausn einsýna. Hið opinbera hefur falið sérhverju stjórn- valdi ákveðin störf að vinna. Við þessi störf ber stjórnvaldi fyrst og fremst að halda sér innan þeirra marka, sem lögin og aðrar réttarreglur setja því. Innan þessara marka ber stjórn valdi að beita valdi sínu með opinbera hagsmuni eina fyrir augum, en varast að Iáta ann- arleg sjónarmið koma til greina, t. d. persónulegan á- vinning, stjórnmálalega eða stéttarlega hagsmuni. Jafnvel opinberir hagsmunir mega held ur ekki kóma til álita, ef stjórn- valdið hefur ekki þá hagsmuna gæzlu með höndum. í sambandi við útilokun stjórnmálalegra hagsmuna, t. d. um stöðuval umsækjenda, ber þó að hafa í huga, að sum störf eru þess eðlis, að beinlínis cr til þeás ætlazt, að þau séu veitt eftir pólitísku viðhorfi, sbr. ráð herra og bæjarstjóra. Fræðimenn á þessu réttar- sviði hafa fyrir löngu viður- kennt, að ólögmæt eða annar- leg sjónarmið geti verið sjálf- stæð ógildingarástæða stjórn- valdsathafnar, þótt henni sé ekki áfátt að öðru leyti. Hér voru það Frakkar, sem urðu brautryöjendurnir, eins og á fjölmörgtun öðrum sviðnm stjórnfarsréttar. Þeir kalla þetta hugtak „detournement de pouvoir”. Á íslenzku hefur þessl ógildingarástæða verið nefnd VALDNÍÐSLA (á dönsku: Magtfordrejning). í almennu máli, en þó eink- um af stjórnmálamönnum er orðið VALDNÍÐSLA notað í miklu rýmri merkingu, en í lagamáli. Þeir kalla það gjarn- an „valdníðslu”, þegar ráðstaf- anir valdhafa eru þeim ekki að skapi og þeim finnst þær á- mælisverðar og stjórnmálalega rangar, þótt lagalegt gildi þeirra verði ekki dregið í efa. Jafnvel setning löggjafar er stundum í pólitískum deilum kölluð „valdníðsla”. Það er ekkert einsdæmi, hvorki í íslenzku né öðrum mál- um, að hugtakakerfi lögfræð- innar falli ekki alveg saman við aðra notkun ákveðins orðs. Við þessu er ekkert að segja, en hafa verða menn það aðeins í huga hverju sinni, hvort ákveð- ið hugtak er notað í lögfræði- legum skilningi eða ekki. Spurningin um valdníðslu- sjónarmiðið liefur ekki oft ver- ið borin undir íslenzka dóm- stóla. Þó er í einum hæstarétt- ardómi frá 1940 tekin mjög ákveðin afstaða til þessa rétt- aratriðis. Málavextir voru þeir, er nú skulu greindir: S átti lóð við Veghúsastíg í Reykjavík. Á árinu 1927 sótti hann um byggingarleyfi á lóð- inni, en var synjað. Hann ftrek- aði beiðni þessa árið 1933 með þeim árangri, að borgarstjór- inn, Jón Þorláksson, tilkynnti honum bréflega litlu síðar, að umbeðið Ieyfi væri veitt. Jafn- framt tjáði borgarstjóri x bréf- inu, að leyfið væri bundið því skilyrði, að S léti bænum í té ÁN ENDURGJALDS lóð undir fyrirhugaða götubreikkun. S tók við hjá bæjaryfirvöldum af- stöðumynd af hinu leyfða húsi, en myndin sýndi einnig Ióðar- spildu þá, sem ætlazt var til, að S léti af hendi ókeypis til bæj- arins. Á afstöðumynd þessa hafði borgarstjóri ritað, að hún hefði hlotið samþykki bygg- ingarnefndar með skilyrði. Ö- umdeilt var, að skilyrði þetta væri endurgjaldslaus afhend- ing áðurnefndrar Ióðarspildu, en stærð hennar var 87,3 fer- metrar. Skömmu eftir að S fékk Ieyf- Framh. á 14. síðu Lögfræði fyrir olmenning vWWWMMWMWMWtVWIIWWWMWWtWMWMMMWMWWWWWWWWWWWV 4 9. október 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ <t ú.íiA.Jabt!''

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.